Morgunblaðið - 19.03.2005, Page 1

Morgunblaðið - 19.03.2005, Page 1
Mun Terri Schiavo deyja? Pinellas Park í Flórída. AP. LÆKNAR í Pinellas Park í Flórída tóku í gærkvöldi úr sambandi tæki sem í 15 ár hafa haldið á lífi Terri Schiavo, 41 árs gamalli konu með al- varlegar heilaskemmdir. Dómari hafði fyrr um daginn úrskurðað að fara bæri að óskum eiginmanns hennar, Michaels Schiavos, um að leyfa konunni að deyja. Er talið að það muni gerast eftir eina eða tvær vikur. Mál Schiavos hefur verið mjög umdeilt í rúman áratug og reyndu fulltrúar repúblikana á þingi í gær að beita sér á síðustu stundu til að fá hrundið úrskurði dómarans. Sagði Tom DeLay, talsmaður repúblikana í fulltrúadeildinni, það vera „villi- mennsku“ að aftengja tækin. Foreldrar Schiavos, sem eru kaþ- ólskir og mjög trúræknir, vildu ekki samþykkja að tækin, sem hafa séð um að dæla næringu í æðar hennar, yrðu aftengd. Tækin hafa tvisvar áður verið aftengd en síðan tengd á ný eftir nýjan dómaraúrskurð. Michael Schiavo segir að eigin- konan hafi á sínum tíma tjáð sér að hún vildi ekki að sér yrði haldið á lífi með aðstoð tækja. Hún andar án tækja en varð fyrir miklum heila- skaða árið 1990 vegna breytinga á efnaskiptum í tengslum við átrösk- un sem þjakaði hana. Foreldrarnir bera brigður á þá fullyrðingu hans og segja að dótturinni geti batnað. Hún hafi hlegið, grátið, brosað og sýnt viðbrögð þegar talað var við hana. FORMAÐUR stuðnings- mannahóps Bobbys Fischers í Japan, John Bosnitch, og unn- usta skákmeistarans, Miyako Watai, fagna þeirri ákvörðun allsherjarnefndar Alþingis frá í gær að mælast til þess að Fischer verði veittur íslensk- ur ríkisborgararéttur. Hið sama á við um góðvin Fisc- hers hér á landi, Sæmund Pálsson, sem vonast til að geta farið til Japans og fylgt félaga sínum til Íslands. eiga stjórnvöld sem hlustuðu vel á þegna sína. Bæði vildu þau koma á framfæri þakk- læti til Íslendinga og sér í lagi til Sæmundar Pálssonar og sendinefndarinnar sem komið hefði til Japans á dögunum. Watai sagði Bobby vera í slæmu líkamlegu ástandi, hann hefði grennst mikið og hlakkaði verulega til að borða góðan, íslenskan mat. Bosn- itch vonaðist til að Fischer yrði fagnað vel á Íslandi og eftir það gæti hann hvílst vel og náð fyrri styrk. Varð glöð að heyra fréttirnar Unnusta Bobbys Fischers fagnar ákvörðun um íslenskt ríkisfang „Ég varð svo glöð að heyra fréttirnar,“ sagði Watai við Morgunblaðið í gær og von- aðist hún til þess að geta flutt unnusta sínum tíðindin í dag. Þegar fundi allsherj- arnefndar lauk í gær var orð- ið það áliðið í Japan að búið var að loka á allt síma- samband við Fischer þar sem hann hefur verið í haldi síð- ustu mánuði. Frumvarp um ríkisborgararéttinn verður lagt fram á Alþingi á mánu- dag og væntanlega afgreitt fyrir páskaleyfi þingmanna. Bæði Bosnitch og Watai lof- uðu íslenska þjóð og hérlend stjórnvöld. Sagðist Bosnitch öfunda Íslendinga af því að Miyoko Watai Sæmundur Pálsson vonast til að geta sótt hann næstu daga  Ummæli/38–39 STOFNAÐ 1913 76. TBL. 93. ÁRG. LAUGARDAGUR 19. MARS 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Íþróttir, Enska knattspyrnan, Lesbók , Börn og Lifun Morgunblaðið er 152 síður í dag Til samanburðar má geta þess að fyrirhugað álver Alcoa í Reyðarfirði mun framleiða um 320 þúsund tonn og verið er að stækka álver Norður- áls úr 80 þúsund tonnum í 212 þús- und tonn. Þau svæði sem hafa verið til skoðunar fyrir minni álver eru ann- ars vegar Húsavík og hins vegar Skagafjörður eða Skagaströnd. Ragnar Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri fjármála- og stjórn- unarsviðs Norðuráls, staðfesti í samtali við Morgunblaðið að þetta væri einn þeirra möguleika sem heimamenn hefðu nefnt í könnunar- viðræðum. Málið væri enn á frum- stigi og margt væri óljóst varðandi orkuvinnslu og þá hver myndi út- vega rafmagn til nýs álvers eða ál- vera. Eitt af því sem verið er að skoða er hagkvæmni þess að leggja raf- magnslínur til tveggja álvera í stað eins og þá hvort hagræði af því geti vegið upp á móti óhagræði af því að reisa tvö álver, með tilheyrandi stofnkostnaði við t.d. skautsmiðju, steypuskála og hafnarmannvirki. Með því að hafa eitt stórt álver við Dysnes í Eyjafirði þyrfti að fá raf- magn bæði austan og vestan frá. Getur þarna munað allt að fimm milljörðum króna í stofnkostnaði, sem það yrði dýrara að draga raf- orkuna langar leiðir á einn stað. Hafa Þingeyingar talið sig geta útvegað næga orku á svæðinu, t.d. með vatnsafli úr fyrirhugaðri Hrafnabjargavirkjun í Skjálfanda- fljóti og gufuafli frá Þeistareykjum, Kröflu og Bjarnarflagi. Skagfirð- ingar hafa haft þá kröfu uppi að ef virkjað yrði við Skatastaði og Vill- inganes þá yrði sú raforka nýtt í heimahéraði og hafa sett sig upp á móti hugmyndum um að orkan færi austur yfir Tröllaskagann. Svæðin vestan megin skagans sem hafa verið til skoðunar eru annars vegar skammt sunnan Skagastrandar, þar sem Þverár- fjallsvegur kemur niður, og hins vegar við Brimnes í Skagafirði. Tvö minni álver til skoðunar FIMM álfyrirtæki hafa sýnt því áhuga að reisa álver á Norðurlandi og sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðsins eru það Norðurál, Alcoa, BHP-Billiton, Rio Tinto og Russal. Til þessa hefur verið reiknað með einu stóru álveri, með 350-400 þúsund tonna framleiðslugetu, en samkvæmt heimildum blaðsins er einnig verið að skoða möguleika á því að reisa tvö minni álver, með 150-200 þúsund tonna afkastagetu á ári. Fimm álfyrirtæki hafa sýnt áhuga á að reisa álver á Norðurlandi Morgunblaðið/Golli Morgunblaðið/Sverrir JAKOB Jóhann Sveinsson úr Sundfélaginu Ægi er hér á fleygiferð í 50 metra bringusundi á Íslandsmótinu í sundi í Laugardal í gær þar sem hann kom fyrstur í mark á nýju Íslandsmeti, 28,86 sekúndum. Jón Oddur Sigurðsson veitti honum harða keppni. Sjö Íslandsmet féllu á fyrsta keppnisdegi en mótinu verður framhaldið í dag./Íþróttir Synt til sigurs ÍTÖLSK slökkviliðssjóflugvél af gerðinni Canadair hrapaði á mannlaust hús nálægt strönd Toscana í gær og fórust flug- maðurinn og aðstoðarflugmaður hans. Eldur kom upp í vél- inni að sögn sjónarvotta og flugmaðurinn reyndi án árangurs að lenda á sjónum. Talið er að vélin hafi rekist á raflínu. Reuters Slökkviliðsvél fórst á Ítalíu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.