Morgunblaðið - 19.03.2005, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 19.03.2005, Qupperneq 8
8 LAUGARDAGUR 19. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hver í fjáranum hefur nú ráðið þig á fréttastofuna, góði? Þegar fjallað er umáhættuíþróttirbeinist athygli manna einkum að íþrótt- um á borð við klettaklifur eða fallhlífarstökk en svo virðist sem fáir telji vél- sleðaakstur til áhættu- íþróttar. Samt sem áður getur vélsleðaakstur verið mjög áhættusamur eins og alltof mörg dæmi sanna. Áreiðanlegar upplýsing- ar um fjölda vélsleðaslysa liggja raunar ekki fyrir og því ekki hægt að fullyrða með vissu hvort slysum hafi fjölgað. Það eru þó ýmsar vísbendingar um að sú sé raunin, m.a. tölur frá Sjóvá um fjölda tjóna vegna vél- sleðaaksturs. Þá mun áhugi á vél- sleðaakstri hafa aukist á undan- förnum árum, ökumönnum því fjölgað og líkurnar á slysum þess vegna aukist. Hvað sem þessu líð- ur er ljóst að talsvert hefur verið um vélsleðaslys í vetur og er skemmst að minnast banaslyss á Landmannaleið í febrúar og alvar- legs slyss við Ólafsvíkurveg í des- ember sl. þar sem ungur piltur slasaðist illa á baki. Margar aðrar fréttir hafa borist af vélsleðaslys- um í vetur. Hættulegar hengjur Halldór Arinbjarnarson, stjórn- armaður í Landssambandi vél- sleðamanna, hefur látið öryggis- málin talsvert til sín taka og ritaði m.a. grein um þau í 1. tölublað tímaritsins Útiveru árið 2005. Hann var spurður að því hvaða hættur steðjuðu helst að vélsleða- mönnum. „Hættulegustu slysin verða þegar menn keyra fram af hengjum eða ofan í snjógeilar. Það eru slysin sem valda alvarlegustu meiðslunum,“ sagði hann. Í slíkum tilfellum getur fallið verið talsvert og ökumenn eiga auk þess á hættu að lenda með miklu afli á stýrinu og að sleðarnir lendi ofan á þeim. Vélsleði vegur yfirleitt á bilinu 220–300 kíló. Halldór sagði að erf- itt væri að varast þessi slys, jafn- vel þó að ekið væri við bestu að- stæður gæti verið erfitt fyrir ökumenn að koma auga á snjó- hengjur fram undan. „Þetta er sú tegund slysa sem ég hef mestar áhyggjur af,“ sagði hann. Það væri einnig afar hættulegt ef vélsleðar yltu undan mönnum í bröttum brekkum en með gætilegum akstri væri hægt að draga verulega úr hættunni á slíku. Þá er ónefnd hættan á snjóflóð- um og hætta sem stafar af vatni og krapa. Leikaraskapur, svo ekki sé talað um ölvunarakstur, auka einnig áhættuna. Líkt og aðrir sem ferðast um fjalllendi verða vélsleðamenn einnig að fylgjast grannt með veðrinu en vanmat á veðri hefur komið mörgum í veru- leg vandræði. Halldór var spurður að því hvort vélsleðamenn gerðu sér nægilega grein fyrir hættunum sem fylgja vélsleðaakstri? „Það er auðvitað stóra spurningin. Að minnsta kosti finnst mér slysatíðn- in ekki benda til þess að menn fari nægilega varlega,“ sagði Halldór. „Það ætti að vera hægt að fækka slysum verulega þó að það sé ekki hægt að koma í veg fyrir þau öll, í þessu frekar en öðru. En mér finnst að vélsleðamenn þyrftu að vera betur meðvitaðir um að þetta er hættulegt sport, það er ekkert hægt að horfa fram hjá því.“ Landssamband vélsleðamanna hefur hvatt menn til að nota þann öryggisbúnað sem stendur til boða, s.s. brynjur sem verja brjóstkassann en þær geta dregið verulega úr áverkum „Hinsvegar mega menn ekki ofmeta gildi ör- yggisbúnaðar, hann kemur ekki í staðinn fyrir að fara varlega,“ sagði Halldór. Áreiðanlegar tölur ekki til Eins og fyrr segir liggja áreið- anlegar upplýsingar um fjölda vélsleðaslysa ekki á lausu. Ástæð- an er tvíþætt, annars vegar ófull- komin skráning hjá heilbrigðis- kerfinu og hins vegar virðast vera brögð að því að menn sem slasast á óskráðum vélsleðum tilkynni ekki um slysin til lögreglu og svindli síðan á tryggingafélögum sínum. Að sögn Ágústs Mogensen hjá rannsóknarnefnd umferðarslysa hefur nefndin fengið upplýsingar um að talsvert sé um að menn aki um á óskráðum og þar af leiðandi ótryggðum vélsleðum. Þegar þeir lendi í óhöppum tilkynni þeir ekki um þau til lögreglu enda lendi þeir þá í klandri. Til þess að fá bætur frá tryggingafélögum vegna áverka sem þeir hljóta í þessum slysum segjast þeir síðan hafa dottið heima hjá sér eða eitthvað slíkt. Ágúst segir að hið sama gildi raunar um ökumenn torfærumót- orhjóla og fjórhjóla. Hætt er við að tölur um fjölda slysa skekkist talsvert af þessum sökum, það er að segja ef slíkar upplýsingar væru yfirleitt til. Kjartan Benediktsson, umferðar- fulltrúi hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu og Umferðarstofu, komst nefnilega að því fyrir skömmu að upplýsingar um vél- sleðaslys liggja ekki á lausu. Hjá heilbrigðiskerfinu voru slysin ým- ist skráð sem frístundaslys, um- ferðarslys eða önnur slys og því engin leið að fá upplýsingar um heildarfjölda vélsleðaslysa. Fréttaskýring | Vélsleðaakstur er hættuleg íþrótt og mikilvægt að huga að örygginu Hætturnar leynast víða Skráning á vélsleðaslysum er ófull- komin, m.a. vegna tryggingasvindls Hættulegt … en skemmtilegt. Átta manns hafa farist í vélsleðaslysum frá 2000  Samkvæmt upplýsingum frá Umferðarstofu hafa átta manns farist í vélsleðaslysum frá árinu 2000 og gera má ráð fyrir að tug- ir slasist á hverju ári. Hættuleg- ustu slysin eru þegar vélsleðum er ekið fram af hengjum en þá á ökumaðurinn á hættu að sleðinn lendi ofan á honum. Vélsleðar vega yfirleitt á bilinu 220–300 kíló og algengur ferðahraði er á bilinu 50–60 km/klst. Lífshættan er því umtalsverð. runarp@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.