Morgunblaðið - 19.03.2005, Síða 9

Morgunblaðið - 19.03.2005, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MARS 2005 9 FRÉTTIR TEIGUR, dagdeild vímuefnadeild- ar Landspítalans, var opnaður formlega eftir flutning í nýuppgert húsnæði í geðdeildarbyggingunni við Hringbraut sl. þriðjudag að við- stöddum heilbrigðisráðherra og fleiri gestum. Við sama tækifæri var tekið í notkun aukið uppgert rými fyrir almennu dag- og göngu- deildina á geðsviði í húsnæði sem áður hýsti taugadeild. Að sögn Bjarna Össurarsonar, yfirlæknis vímuefnadeildar Land- spítala, mun flutningur Teigs ger- breyta allri aðstöðu og opna um leið möguleika á bættri þjónustu. Sam- fara þessu hefur verið gerð tals- verð breyting á meðferðarnálgun, en meðferðin hefur verið færð í átt að sálfræðilegum grunni. Auk þess er ætlunin að gera meðferðina ein- staklingsmiðaðri, enda eigi fólk við mismunandi vandamál að stríða sem krefjast mismunandi úrlausna. Bjarni segir að á hverjum tíma verði um 30 manns í fullri dagmeð- ferð en vonast sé til þess að fleiri geti komið inn í hluta dagmeðferð- arinnar. Bjarni segir alla aðstöðu vera til fyrirmyndar og bætir því við að með meðferðarmiðstöðinni opnist meiri möguleikar í sam- rekstri og samnýtingu á úrræðum á öllum deildunum. Katrín Guðjónsdóttir er deild- arstjóri á vímuefnadeildinni. Hall- dóra Ólafsdóttir er yfirlæknir á al- mennu dag- og göngudeildinni og deildarstjóri er Guðrún Úlfhildur Grímsdóttir. Morgunblaðið/Sverrir Halldóra Ólafsdóttir, yfirlæknir á nýju meðferðarmiðstöðinni, ásamt Jóni Kristjánssyni heilbrigðisráðherra sem var viðstaddur opnunina. Bætt þjónusta í nýrri meðferðarmiðstöð TAFLA sem birt var með frétt um niðurfellingu leikskólagjalda í Reykjavík í gær var ekki rétt, og er rétt tafla því birt hér. Taflan sýnir fjögur skref í átt til þess að öll börn fái sjö klukkustunda vist á leikskólum borgarinnar án endur- gjalds. Fyrsta skrefið hefur þegar verið tekið, en frá haustinu 2004 hafa öll fimm ára börn fengið þrjár klukku- stundir án endurgjalds. Næstu tvö skref verða tekin haustið 2006 og 2008, en síðasta skrefið hefur enn ekki verið tímasett.                          ! "    # $     ! # % LEIÐRÉTT Röng tafla með frétt um leikskólagjöld Fáðu úrslitin send í símann þinn Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Nýjar vörur Tvískiptir kjólar, blússur og blússusett Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 Nýir bolir Str. 36-56 RALPH LAUREN Glæsilegt úrval af gallabuxum á dömur og herra frá Polo jeans SMÁRALIND - SÍMI 561 1690 iðunn tískuverslun Kringlunni, sími 588 1680 af gallabuxum frá Ný sending DRAGTIR, ullarblanda. Jakki+Buxur kr. 24.900 (áður kr. 34.800) Jakki+Buxur+Pils kr. 29.900 (áður kr. 46.700-) VORTILBOÐ Yfirhafnir á hálfvirði þessa viku Mörkinni 6, sími 588 5518. Vattúlpur, ullarkápur, dúnúlpur, húfur og hattar Páskatilboð Gallabuxur háar í mitti Stærðir 34-48 Áður kr. 5.990 nú kr. 3.990 Hörjakkar Áður kr. 4.990 nú kr. 2.990 Litir: rautt-hvítt-drapp Bolir frá kr. 1.000 Laugavegi 54, sími 552 5201.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.