Morgunblaðið - 19.03.2005, Side 14

Morgunblaðið - 19.03.2005, Side 14
14 LAUGARDAGUR 19. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR E N N E M M / S ÍA / N M 15 5 0 2 SMS heimasími Panasonic KX-TCD300 Tilboð í vefverslun: 8.980 kr. 25% afsláttur úr heimasíma í 6 númer Skráðu þig á siminn.is Nú getur þú sent SMS siminn.is/vefverslun 980 Léttkaupsútborgun: og 750 kr. á mán. í 12 mán. kr. Tiboðsverð: 9.980 kr. Hægt er að senda og taka á móti SMS. Númerabirting fyrir allt að 30 númer. Símaskrá fyrir 200 símanúmer og nöfn. Innbyggður hátalari fyrir handfrjálsa notkun. Dagsetning og tími og raddstýring á 20 númerum.  KOLBRÚN Svala Kristjánsdóttir varði nýlega doktorsritgerð sína í lífefnafræði við bandaríska háskólann Duke University í Norður-Karólínu. Ritgerðin nefnist Dual-Specificity Kinase Myt1: Insights into Specificity, Mechanism and Regul- ation of Catalytic Activities. Ritgerðin byggist á rannsóknum höfundar á lífefnafræðilegum eig- inleikum Myt1 kínasans, sem hefur mikilvægu starfi að gegna í stjórnun frumuhringsins. Niðurstöðurnar sýna að Myt1 kínasinn bætir fosfat-hópum á bæði Cdk (cyclin dependent kinase)/ cyclins og á sjálfan sig. Líf- efnafræðilegir eiginleikar svo sem staðsetning fosfat- hópanna, hraðafræði og gang- ur efnahvarfsins voru skoð- aðir. Að lokum voru afleið- ingar þessarar fosfórýleringar skoðaðar í Xenopus laevis- froskaeggjum. Kolbrún hefur birt greinar með niðurstöðum rannsókna sinna í virtum tímaritum svo sem Analytical Biochem- istry og Proceeding of National Academy of Sciences (PNAS). Leiðbeinandi Kolbrúnar var prófessor Jo- hannes Rudolph. Doktorsnefnd Kolbrúnar sam- anstóð af Michael Been, Patrick Casey, Sally Kornbluth og Chris Raetz, allir prófessorar við Duke-háskólann. Kolbrún er fædd í Reykjavík 1974. Hún lauk B.Sc.-prófi í lífefnafræði frá Háskóla Íslands árið 1997 og M.Sc.-prófi í lífefnafræði undir hand- leiðslu prófessors Jóns Braga Bjarnasonar árið 1999, einnig frá Háskóla Íslands. Foreldrar Kolbrúnar eru Kristján Guðmunds- son, kennari og námsráðgjafi við Kvennaskólann í Reykjavík, og Margrét Jóhannsdóttir, starfs- maður á leikskóla. Systkini Kolbrúnar eru Guð- mundur Jónatan háskólanemi og Elísabet Erla grunnskólanemi. Kolbrún er að hefja störf við University of Chicago og mun vinna á tilraunastofu prófessors Steve Kron við rannsóknir á hvarfefni Cdc28 kínasans í gersveppi. Doktor í lífefnafræði Í DÓMS- og kirkjumálaráðuneytinu er verið að undirbúa breytingar á sérlögum um pen- ingahappdrætti, þar sem meðal annars verð- ur tekin afstaða til þess, hvort afnema beri einkaleyfi happdrættis Háskóla Íslands og fella niður einkaleyfisgjald þess en bæta rík- issjóði tekjutap vegna þess með sérstakri gjaldtöku á þá, sem fá leyfi til að starfrækja peningahappdrætti. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra kynnti á fundi ríkisstjórnarinnar á þriðjudag nýtt frumvarp, sem felur í sér heildarend- urskoðun á reglum um leyfisveitingu til starf- rækslu happdrætta. Núverandi skipan happ- drættismála hér á landi hefur sætt gagnrýni eftirlitsstofnunar EFTA, (ESA) sem telur (Íslenska getspá) og um söfnunarkassa. Samkvæmt ákvæðinu er jafnframt gert ráð fyrir að ýmis ákvæði nýrra laga gildi jafn- framt um peningahappdrætti sem fá leyfi til starfrækslu samkvæmt lagaheimild. Í frumvarpinu er ákvæði um að einungis megi veita leyfi félagi, samtökum eða stofnun, sem staðfestu hafa á Evrópska efnahags- svæðinu, ef þau starfa í þeim tilgangi að afla fjár til almannaheilla hér á landi. Frumvarpið gerir ekki ráð fyrir eftirlitskerfi með happ- drættum heldur verði það í höndum dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, sem geti leitað til sérfróðra aðila til að sinna einstökum þáttum eftirlitsins, ef svo ber undir, og er í slíkum til- vikum heimilt að krefja greiðslu á kostnaði. það brjóta í bága við samninginn um Evr- ópska efnahagssvæðið, að hér skuli happ- drættisstarfsemi bundin við íslensk fyrirtæki. Samkvæmt upplýsingum frá dómsmála- ráðuneytinu er í frumvarpinu komið til móts við þessa gagnrýni ESA, án þess að horfið sé frá þeirri meginreglu, að starfsemin sé háð leyfi dóms- og kirkjumálaráðuneytisins. Við endurskoðun happdrættislaganna hef- ur ekki verið hróflað við sérlögum um pen- ingahappdrætti og vöruhappdrætti. Nú gilda sérstök lög um Happdrætti Háskóla Íslands, Happdrætti Dvalarheimilis aldraðra sjó- manna, Happdrætti Sambands íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga, um getraunir, þ.e. Íslenskar getraunir, um talnagetraunir Kannað hvort afnema eigi einkaleyfi happdrættis HÍ FRÁ og með 1. júlí næstkom- andi mega þeir einir fram- kvæma aðalskoðun á leik- svæðum, sem hlotið hafa til þess faggildingu. Af því tilefni hélt Umhverfisstofnun nýlega námskeið fyrir þá sem hyggjast ná sér í slík réttindi. Reglugerð um öryggi leik- vallatækja og leiksvæða og eft- irlit með þeim tók gildi í janúar 2003 og gildir fyrir öll leik- svæði skipulögð fyrir leik barna, svo sem skólalóðir, gæsluvelli, opin leiksvæði og lóðir fjölbýlishúsa og annarra aðila þar sem börn eiga greiðan aðgang að. Gerð er krafa um að þeir sem reki leiksvæði hafi með þeim svokallað innra eft- irlit sem er þrískipt. Í fyrsta lagi er um að ræða reglu- bundna yfirlitsskoðun sem fram fer daglega eða vikulega. Í öðru lagi á að fara fram rekstr- arskoðun á eins til þriggja mánaða fresti og í þriðja lagi skal fara fram árleg að- alskoðun sem felst í heildar- úttekt á leiksvæðum og ástandi þeirra. Að sögn Brynju Jóhanns- dóttir hjá Umhverfisstofnun var námskeiðið m.a. sótt af starfsmönnum skoðunarstofa, verkfræðistofa og sveitarfélaga og komust færri að en vildu. Kennarar voru John Yearley og David Yearley en þeir komu frá breska fyrirtækinu RoSPA sem er með mikla reynslu í í eftirliti á leiksvæðum. Skoðunarmenn leiksvæða hafi réttindi Morgunblaðið/Alfons Finnsson Samkvæmt nýrri reglugerð verða öll leiksvæði, svo sem skólalóðir og gæsluvellir, nú skoðuð árlega af faggiltum eftirlitsmönnum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.