Morgunblaðið - 19.03.2005, Page 22

Morgunblaðið - 19.03.2005, Page 22
22 LAUGARDAGUR 19. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT MIKIL landbúnaðarsýning stendur um þessar mundir yfir í Sydney í Ástralíu. Margt er þar til gamans gert og í gær var efnt til hindr- unarkapphlaups svína. Sýningin er árlegur við- burður og nota framleiðendur matvæla þá tæki- færið til að kynna vöru sína en ekki fylgdi það með fréttinni hvort þátttakendur í hindr- unarhlaupinu hefðu hlotið þau örlög að enda á veisluborði sýningargesta. Reuters Síðasta hindrunin í grísahlaupi FJÖLMIÐLAR í Bandaríkjunum greindu frá því í gær að George F. Kennan, sem hafði meiri áhrif á utanríkis- og hernað- arstefnu Bandaríkj- anna á tuttugustu öld- inni en flestir aðrir, væri látinn. Hann var 101 árs að aldri. Langt er um liðið síðan Kennan setti fram kenningar sínar, sem kallaðar hafa ver- ið innilokunarstefna (e. containment) en á henni byggðu átta forsetar Banda- ríkjanna stefnu sína í kalda stríð- inu. Má rekja framlag Kennans til stefnumótunar Bandaríkjamanna aftur til febrúarmán- aðar 1946 en hann var þá um það bil að yf- irgefa Moskvu, höfuð- borg Rússlands, og halda aftur heim eftir nokkurra ára störf í sendiráði Bandaríkj- anna. Beiðni barst um það frá Washington að einhver í sendi- ráðinu skrifaði grein- argerð um þá ógn sem stafaði af Sovét- ríkjunum og féll það í skaut Kennans að setja nokkrar hugsan- ir á blað. Fimm þúsund orða grein- argerð Kennans varð seinna kunn sem „langa skeytið“ en þar kynnti Kennan hugmyndir sem hann síðan útfærði betur í tímaritinu Foreign Affairs ári síðar undir nafninu „X“, en hann gat sem starfsmaður utan- ríkisþjónustu Bandaríkjanna ekki komið fram undir nafni. Undir lok ævi sinnar sagðist Kennan telja að of mikið hefði verið gert úr fram- lagi sínu með skeytinu og vildi að sín yrði minnst fyrir ýmis önnur störf í þágu þjóðarinnar. Bandaríkin „endingarbetri“ Kennan dró enga dul á að hann teldi kommúnista í Sovétríkjunum beita harkalegum aðferðum við stjórn mála þar og að þeir vildu auka áhrif sín hvarvetna í heim- inum, útbreiða kommúnismann. Hann setti hins vegar fram þá skoðun að Bandaríkin væru „end- ingarbetri“ en Sovétríkin og að hægt yrði að sigra Sovétríkin í hinu kalda stríði án þess að ráðast í hernaðaraðgerðir, sem hugsan- lega hefðu haft hörmulegar afleið- ingar fyrir allt mannkyn. Trúði hann því að hugmyndir þær sem Bandaríkin byggðust á, sá styrkur sem Bandaríkin bjuggu yfir og sú nána samvinna sem Bandaríkja- stjórn átti við nokkur ríki á Vest- urlöndum og víðar, myndi á end- anum leiða til þess að Sovétríkin liðu undir lok. Kennan þjónaði sem sendiherra Bandaríkjanna í Moskvu, 1952-53, og í Júgóslavíu, 1961-63. Hann vann Pulitzer-verðlaunin tvívegis, fyrir bók sína Russia leaves the War 1956 og aftur 1967 fyrir end- urminningar sínar, Memoirs, 1925- 1950. Höfundur innilokunar- stefnunnar látinn George F. Kennan Kennan lagði grunninn að þeirri stefnu Bandaríkjamanna gagnvart Sovétríkjunum í kalda stríðinu að hefta útbreiðslu kommúnismans SAMEINUÐU þjóðirnar og hjálp- arstofnanir vöruðu í gær við yfirvof- andi neyðarástandi í Nepal. Þá voru maóískir uppreisnarmenn og örygg- issveitir konungs hvattar til að tryggja aðgang að hjálpargögnum og gæta öryggis óbreyttra borgara. Sameinuðu þjóðirnar og tengdar hjálparstofnanir sem starfa í Nepal hafa skorað á stríðandi fylkingar í landinu að tryggja óheftan flutning hjálpargagna um vegi landsins. Maóistar hafa háð blóðuga upp- reisn gegn stjórnvöldum í Nepal síðan 1996 í þeim tilgangi að binda enda á konungdæmið og koma á kommúnísku alþýðulýðveldi. Í byrjun febrúar leysti Gyan- endra konungur ríkisstjórnina frá störfum þar sem hann taldi hana ófæra um að berja niður uppreisn- ina sem kostað hefur um 11.000 manns lífið á síðustu árum. Í kjöl- farið stofnaði hann nýja 10 manna ríkisstjórn sem hann stýrir sjálfur en valdatakan hefur verð fordæmd um allan heim. Ástandið í Nepal hefur versnað til muna síðan kon- ungur tók völdin og maóistar hafa hert aðgerðir sínar, m.a. með því að ógna vegfarend- um í landinu. Átökin hafa sett stórt strik í reikninginn fyrir hjálpar- stofnanir sem eiga í erfiðleikum með að koma lyfjum, mat og annarri nauðsynjavöru til bágstaddra. Neyðar- ástand yfirvofandi í Nepal Katmandú. AFP. KONUNGUR Taílands, Bhumibol Adulyadej, ætlar persónulega að hafa yfirumsjón með verkefni sem hefur það að markmiði að binda enda á langvarandi þurrka í landinu. Að sögn breska útvarpsins, BBC, verður notuð aðferð sem hann á einkaleyfi á, sem felur í sér að flugvél er látin losa ákveðin efnasambönd í ský til að framkalla rigningu. Tækn- in er sögð sérstaklega árangursrík því hægt sé að ákveða hvar skuli rigna. Aðgerðirnar miða að því að binda enda á mestu þurrka sem þjakað hafa íbúa landsins síðustu ár og hafa haft áhrif á lífsskilyrði 8,3 milljóna manna. Kóngurinn lætur rigna PAKISTÖNSKU mennirnir fjórir, sem dæmdir voru til dauða fyrir hópnauðgun voru hnepptir í gæsluvarðhald í gær en þeim hafði verið sleppt úr haldi á þriðjudag. Nauðgunin var ákveðin af ættbálkaráði þorpsins sem refsing fyrir sakir bróður kon- unnar. Handtakan var gerð að kröfu forseta og forsætisráð- herra landsins eftir að fórnar- lambið, Mukhtiar Mai, hafði krafist viðbragða af hálfu stjórnvalda á blaðamannafundi í vikunni. Sá síðarnefndi sagði Mai fréttirnar sjálfur á fundi þeirra í Islamabad í gær. Krafa Mai um réttlæti í þessu máli er nýlunda í Pak- istan þar sem konur eru oft látnar gjalda fyrir afbrot, sem ættingjar þeirra, karlmenn, hafa framið. Ætlar hún ekki að láta þar við sitja, heldur beita sér fyrir aukinni menntun kenna. Nauðgarar handteknir í Pakistan Islamabad. AFP ♦♦♦ HOLLENSKUR kaupsýslumaður var í gær formlega ákærður fyrir að hafa selt stjórn Saddams Húss- eins, þáverandi Íraksforseta, eitur- efni. Maðurinn er sakaður um þátttöku í þjóðarmorði. Hollendingurinn heitir Frans van Anraat og er 62 ára gamall. Sækjendur í málinu segja að hann hafi selt Írökum efni sem hann fékk í Bandaríkjunum og Japan. Efnin voru síðan notuð til að fram- leiða tauga- og sinnepsgas. Fullyrt er að efnin sem maðurinn seldi hafi verið notuð þegar Saddam Hússein fyrirskipaði efnavopnaá- rás á Kúrdabæinn Halabja 16. mars árið 1988. Rúmlega 5.000 manns, allt óbreyttir borgarar, týndu lífi í þeirri árás. Í ákærunni er m.a. stuðst við upplýsingar sem fengust við yf- irheyrslur yfir Ali Hassan al-Maj- id, sem er betur þekktur sem „Efnavopna Ali“ en hann fór fyrir efnavopnaáætlun Íraka og er sak- aður um að hafa skipulagt fjölda- morðið. Saddam Hússein er líkt og „Efnavopna Ali“ ákærður fyrir þjóðarmorð vegna árásinnar á Halabja. Í ákærunni er fullyrt að Van Anraat hafi verið fullkunnugt um til hvers efnin sem hann seldi yrðu notuð. Þessu hefur maðurinn jafn- an neitað. „Ég varð fyrir áfalli þegar ég sá myndirnar frá Halabja. En ég gaf ekki fyrirskip- un um árásina,“ sagði hann nýlega í viðtali. Grunur um eitursöluna féll á Hollendinginn árið 1989. Að beiðni Bandaríkjastjórnar var hann þá handtekinn í Mílanó á Ítalíu. Hon- um var síðar sleppt og flúði hann þá til Íraks þar sem hann dvaldist allt til ársins 2003 er Bandaríkja- menn og stuðningsþjóðir þeirra réðust inn í Írak. Sagt er að á þessum árum hafi hann miðlað upplýsingum um vígvæðingar- áform Saddams til hollensku leyni- þjónustunnar. Van Anraat var handtekinn í Hollandi 7. desember í fyrra og var þá sýnilega að undirbúa land- flótta. Sérfræðingar Sameinuðu þjóð- anna telja að Frans van Anraat hafi selt Írökum mikið magn efna til eiturvopnaframleiðslu. Skjalfest er að frá honum fóru 36 sendingar til Íraks á árunum 1984 til 1988. Efnin voru keypt í Bandaríkjunum og Japan en flutt um Antwerpen í Belgíu og Aqaba í Jórdaníu til Íraks. Van Anraat á lífstíðardóm yfir höfði sér verði hann sakfelldur. Ákæran liggur nú fyrir en sjálfur rekstur málsins hefst í nóvember- mánuði. Ákærður fyrir að hafa selt Saddam Hussein eiturefni Rotterdam. AFP. Reuters Kúrdísk stúlka við dómshúsið með mynd af fórnarlömbum árásarinnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.