Morgunblaðið - 19.03.2005, Page 24

Morgunblaðið - 19.03.2005, Page 24
Akureyri | Gera má ráð fyrir að líflegt verði í Hlíðarfjalli næstu daga, páskarnir á næsta leiti og þá er jafnan margt um manninn á skíðasvæði Akureyringa. Fjöldi fólks leggur leið sína norður og setja ferðalangar svip sinn á bæinn. Töluvert snjóaði í fyrrinótt, 30 til 60 sentímetra snjóalag er nú yfir öll og skíða- færi ágætt. Grunnt er þó niður á grjót utan hefðbundinna skíða- leiða þannig að fólk ætti að hafa varann á sér. Skíðafólkið sem varð á vegi ljósmyndara var hins vegar að fá sér smá yl í kroppinn, sötraði kakó í mak- indum. Morgunblaðið/Kristján Skemmta sér á skíðum Hressing Akureyri | Suðurnes | Árborg | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Borgnesingar voru ósköp hnuggnir eftir að Skallagrímur tapaði með naumindum fyrir Fjölni 72–70 í oddaleik liðanna sem haldinn var í Grafarvogi í vikunni. Þeir höfðu fjölmennt á leikinn til að hvetja sína menn, án þess að upplifa margþráðan sig- ur. Svo langt gekk í sorginni, að ein eig- inkonan lýsti heimkomu mannsins síns eins og hann hefði verið að koma úr jarð- arför. Skallagrími hefur annars gengið mjög vel í körfuboltanum í vetur.    Árið 2005 má kalla ár tilfæringanna í atvinnuhúsnæði fyrirtækja og stofnana. Sparisjóðurinn fer í nýtt húsnæði við Borgarfjarðarbrúna, Borgarbyggð í hús sparisjóðsins, Bónus flytur um set, Borg- arnes kjötvörur byggir upp á Sólbakka og rýmir húsin í Brákareyju og Eðalfiskur er með í byggingu nýtt hús.    Enn fremur er bæjarstjórinn okkar bjartsýnn á nýbyggingar nýs íbúðahverfis við Rauðatorgið, þar sem áður var at- hafnasvæði KB byggingarvörudeildar. Á þessu ári býst hann við að þar verði byrj- að á 50–60 íbúðum. Nýja byggingarsvæðið hefur verið kynnt fyrir öllum bygginga- verktökum í Borgarfirði og fleirum og margir hafa sýnt áhuga. Fyrir utan þessar fyrirætlanir stendur til að þétta byggðina í Borgarnesi og byggja 10 íbúðir í stað gamla VÍS hússins, sem var rifið og fjar- lægt í vetur.    Það er einlæg ósk smábarnaforeldra í Borgarbyggð að sveitarfélagið taki nú önnur sveitarfélög til fyrirmyndar og setji á áætlun að bjóða upp á gjaldfrjálsan leik- skóla. Ef takast á að laða fleira fjöl- skyldufólk til búsetu hér, þarf sveitarfé- lagið að marka fjölskylduvænni stefnu. Niðurgreiðsla á gjaldi til dagmæðra var skref í rétta átt og sýnir að allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi. Unglingarnir í félagsmiðstöðinni Óðali hafa nýlega lokið sýningum á söngleiknum Bugsy Malone en sýningin er í leiðinni árshátíð þeirra. Um fimmtíu krakkar tóku þátt í sýningunni sem heppnaðist vel. Um leið er þessi sýning ein helsta tekjuöfl- unarleið fyrir nemendafélagið. Krakkanir eru að safna fyrir vorferðalagi, en 10. bekkur stefnir að því að heimsækja Vest- mannaeyjar og er mikil spenna ríkjandi í hópnum. Krakkarnir í 9. bekk eiga eftir að fá sitt árlega skíðaferðalag en 8. bekkingar eru þessa dagana með hugann við fermingar sem eru framundan nú um páskana. Úr bæjarlífinu BORGARNES EFTIR GUÐRÚNU VÖLU ELÍSDÓTTUR FRÉTTARITARA Bæjarráði Bolung-arvíkur finnstráðstefnuhald- arar ekki tileinka sér nú- tímatækni nægilega mik- ið við ráðstefnuhald því enn þá sé íbúum lands- byggðar stefnt hugs- unarlaust til Reykjavíkur þegar hægt væri að spara umtalsverðar fjárhæðir með notkun fjarfunda- búnaðar. Á fundi ráðsins í vikunni var tekið fyrir bréf frá menntamála- ráðuneytinu þar sem boð- að var til málþings um fljótandi skil leik- og grunnskóla. Í bókun bæj- arráðs Bolungarvíkur segir: „Bæjarráð harmar að ekki skuli boðið upp á ráðstefnuna í fjar- fundabúnaði frá Vest- fjörðum.“ Nútímatækni Stofnað hefur verið áBlönduósi Textíl-setur Íslands. Páll Pétursson fyrrverandi al- þingismaður og ráðherra var aðalhvatamaður að stofnun setursins. Á stofnfundinum afhenti hann formanni stjórnar, Jónu Fanneyju Friðriks- dóttur bæjarstjóra, pen- ingagjöf frá systkinunum frá Höllustöðum til minn- ingar um móður þeirra. Setrið fékk fleiri gjafir. Markmiðið er að koma upp rannsókna- og fræða- setri á sviði textílrann- sókna og lista. Stefnt er að því að skapa fræði- mönnum og listafólki starfsaðstöðu og að há- skólanemar geti stundað þar vettvangsnám. Textílsetur stofnað Jón Ingvar Jónssonyrkir um gleymdarvísur: Er gekk ég vestur Grandaveg af gömlum leiðum vana eina vísu orti ég. Ekki man ég hana. Gekk ég niður Gnoðarvog gneypur mjög og þagði góða vísu gerði og gleymdi henni að bragði. Sigurður Sigurðarson sendi fyrripart til Stein- dórs Andersens á fundi Iðunnar: Steindór hér með stirnað bros stendur í honum vísan. Steindór svaraði: Í hans kjafti er úldið tros eða frosin ýsa. Og Bjargey Arnórs- dóttir ræður heilt: Það að drekka dug frá sér dæmist ekki mátinn, þú veist ekki hvers virði er að vera hress og státinn. Gleymdar vísur pebl@mbl.is Húsavík | Mikill floti fugla eða um það bil 60 hrafnar og 170 til 200 mávar höfðu nóg æti í svokölluðum gorgryfjum sem eru í landi jarðarinnar Saltvíkur sunnan Húsa- víkur dag einn í vikunni þegar fréttaritari var þar á ferð. Fuglarnir rifu í sig kjöt- flyksur af úrbeinuðum kindaskrokkum. Í vetur hefur verið mikill mávur á svæðinu sem og hrafnar og er ljóst að oft kemst fuglinn í eitthvað matarkyns. Bændur í Þingeyjarsýslu hafa á undan- förnum árum ekki alltaf verið ánægðir með það hvernig að urðun úrgangs er staðið í Húsavíkurbæ og ljóst að vargfuglinn hefur úr ýmsu að moða á svæðinu. Menn er að velta fyrir sér hvers vegna ekki sé grafið yfir þetta jafnóðum sem skiptir mjög miklu máli. Ljóst er að fuglar sem þessir geta borið með sér ýmsar gerðir af salmonellu sem og listeríu sem er mjög hættuleg og ýmislegt fleira. Þess má einnig geta að refir hafa sést leggja leið sína að gorgryfjunum til þess að draga björg í bú. Urðun úr- gangs ábóta- vant á Húsavík Óþrif Beinahrúgan í Saltvíkurgryfjum. Suðurnes | Tvær konur voru kjörnar í stjórn Hitaveitu Suðurnesja hf. (HS) á að- alfundi fyrirtækisins sem haldinn var í Eldborg í Svartsengi í fyrradag. Ellert Ei- ríksson var endurkjörinn formaður. Þrír nýir fulltrúar voru kjörnir í stjórn. Það eru Sigmar Eðvarðsson, formaður bæjarráðs Grindavíkur, sem kemur í stjórnina í stað Ómars Jónssonar, fyrrver- andi bæjarfulltrúa í Grindavík. Ómar sat í stjórninni í tólf ár og var tvívegis formað- ur. Ólöf K. Sveinsdóttir úr Keflavík var kosinn í stjórn sem fulltrúi iðnaðarráð- herra og Elsa Valgeirsdóttir, bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum, er einnig nýr fulltrúi í stjórn. Fyrir eru fulltrúar Reykjanesbæj- ar, þeir Ellert Eiríksson, Árni Sigfússon og Björn H. Guðbjörnsson, sem og Gunnar Svavarsson formaður bæjarráðs Hafnar- fjarðar sem er nú varaformaður stjórnar. Tvær konur í stjórn HS hf. ♦♦♦ SEXTÁN ferðamálafrömuðir hafa lokið hagnýtu námi, ferðaþjón- ustunáminu „Grannar græða“ þar sem m.a. er fjallað um samkennd, samvinnu og samkeppni. Meg- ináherslan var lögð á að skapa samkennd og stuðla að samvinnu meðal samkeppnisfyrirtækja í ferðaþjónustu með það að mark- miði að auka rekstrarhagnað. Einnig var í náminu fjallað um gæði og fagmennsku innan grein- arinnar. Þótti námskeiðið takast vel og unnu þátttakendur mark- aðsáætlun sem þeir svo kynntu í lok þess. Kennsla fór fram á þrem- ur stöðum, fyrsta lotan var á Húsavík, önnur að Hólum í Hjalta- dal og sú þriðja og síðasta í Eyja- firði. Námslok Ferðamálafrömuðir sem luku námskeiðinu „Grannar græða“. Grannar græða

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.