Morgunblaðið - 19.03.2005, Síða 28

Morgunblaðið - 19.03.2005, Síða 28
28 LAUGARDAGUR 19. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR Bláskógabyggð | Atli hefur unnið á Sunn- lenska fréttablaðinu undanfarin átta ár og rit- stjórinn Bjarni Harðarson leigði rútu undir allt starfsfólkið í tilefni af starfslokum Atla og keyrði með hópinn upp til fjalla í sína heima- sveit, Biskupstungurnar. Leiðin lá að Hótel Geysi í kvöldverð en fyrst var komið við hjá oddvita Bláskógabyggðar þar sem boðið var upp á gúrkusnafs. Atli var hrærður vegna alls þessa tilstands og mjög þakklátur. Hann hefur lifað miklar breytingar í starfi sínu og nefnir sem dæmi að þegar hann hóf störf á Morgunblaðinu árið 1950 þá voru engar rafmagnsritvélar, hvað þá tölvur. „Aðstæðurnar í starfinu þá voru gjör- ólíkar því sem ég sjálfur þekki í dag og allt vinnuferlið tók miklu lengri tíma.“ Atli byrjaði sinn blaðamannaferil á Morg- unblaðinu árið 1950 og starfaði þar í 25 ár og segir það hafa verið skemmtilegan tíma. „Menn þurftu að leggja sig alla fram, þetta var nánast eins og að vinna fyrir sjálfan sig og maður gekk í hvað sem var. Ég var til dæmis um tíma látinn sjá um kvennasíðurnar.“ Sumir dagar gleymast aldrei Atli vann á fréttadeildinni á Mogganum og fór fljótlega að stýra íþróttafréttum meðfram og gerði það í tvo áratugi. „Ég fékk að upplifa glæsilega sigra í íþróttum á þessum árum, eins og til dæmis 29. júní 1951 þegar Íslendingar unnu landslið Danmerkur og Noregs í frjáls- um íþróttum í Ósló og á sama degi á Melavell- inum vann íslenska landsliðið í knattspyrnu Svíana. Þetta er dagur sem ég gleymi aldrei,“ segir Atli sem hafði mjög frjálsar hendur í íþróttaskrifunum og skrifaði einungis um þá leiki og viðburði sem honum hentaði. „En þegar ég fór út að skemmta mér hlóð- ust að mér menn sem ýmist skömmuðu mig eða hældu fyrir að halda með einum og segja öðrum til syndanna. Íþróttir voru mjög mikið hitamál á þessum árum og fólk lét hiklaust í sér heyra ef það var ekki ánægt.“ Atli fór sem fréttamaður á vegum Morgunblaðsins á tvenna Ólympíuleika, í Helsinki 1952 og Róm 1960. Hann var aðalhvatamaður að stofnun samtaka íþróttafréttamanna, en þau samtök hafa kosið íþróttamann ársins í 49 ár. Uppgröftur í kirkjugarði Atli hefur komið víða við á ferlinum og vann meðal annars á Dagblaðinu í sjö ár og á Út- varpinu í fjögur ár en hann bjó líka í tæpan áratug úti í Bandaríkjunum frá 1988–1997 ásamt konu sinni, Önnu Bjarnason blaðakonu, en þau kynntist á fyrstu árum sínum á Morg- unblaðinu. „Við Anna sendum fréttir og útvarpspistla til Íslands allan þann tíma sem við bjuggum úti, en Anna var frábær blaðamaður og miklu fremri mér í þeim efnum,“ segir Atli með væntumþykju en Anna lést fyrir sjö árum. Atli segist sjá eftir blaðamannsstarfinu en hann hafi þó ýmislegt á prjónunum nú þegar hægist um. Hann hefur reynt ýmislegt á langri ævi og skömmu eftir stríð þegar hann var ungur mað- ur í Verslunarskólanum komst hann í það merkilega starf að grafa upp jarðneskar leifar bandarískra hermanna sem höfðu látið lífið hér á landi og voru jarðsettir í Fossvoginum. Notalegar amerískar líkkistur „Þessi tillaga um uppgröft og flutning jarð- neskra leifa hermanna heim til fósturjarð- arinnar var tekin upp á bandaríska þinginu og enginn þorði að vera á móti henni svo hún var framkvæmd hér á landi í maí árið 1947 en þá var ég sautján ára. Við vorum fjórtán manna hópur sem gengum í það verk að grafa upp þá 202 karla og konur sem höfðu látið lífið hér á landi og það var nokkuð svæsið því kisturnar voru fullar af vatni. Líkin voru færð yfir í af- skaplega fínar og bólstraðar kistur og við strákarnir vorum eitthvað að prakkarast í kaffitímanum og lögðum okkur í þessar kistur en þær voru mjög notalegar,“ segir Atli sem var einn af þremur strákum úr Versló sem komust í þetta undarlega starf og fengu að launum tvöfalt kaup á við það sem þeir voru vanir. Atli Steinarsson státar af blaðamannaskírteini númer tvö hér á landi en nýlega hélt Sunnlenska fréttablaðið á Selfossi heilmikla kveðjuhátíð honum til heiðurs þar sem hann lætur nú af störfum eftir tæp 55 ár í blaðamennsku. Kristín Heiða Kristinsdóttir slóst með í för og tók höfðingjann tali. Meðal annars voru rifjaðar upp gamlar sögur úr blaðamennskunni. Atli kveður eftir rúma hálfa öld í blaðamennsku Kveðja Atli Steinarsson tekur við gjafabréfi, flugfarseðli, úr hendi Bjarna Harðarsonar. khk@mbl.is Selfoss | „Við erum þessa dagana að skipuleggja námskeið fyrir starfs- fólk íþróttamannvirkja sem m.a. er ætlað að gera starfsfólkið enn hæf- ara til að fylgjast með og koma í veg fyrir einelti. Einnig er ég að vinna að því ásamt fleirum að setja saman dagskrá fyrir menningarhátíðina Vor í Árborg sem haldin verður í maí. Svo erum við núna með glænýja athugun á líðan og högum barna og unglinga í Árborg,“ segir Grímur Hergeirsson, nýr verkefnisstjóri íþrótta, forvarna og menningarmála í Árborg en starf hans heyrir undir fjölskyldumiðstöð sveitarfélagsins. Grímur starfaði sem lög- reglumaður í 10 ár við lögregluemb- ættið á Selfossi, á ýmsum sviðum, við almenn lögreglustörf og í rann- sóknum, sérstaklega varðandi fíkni- efnamál. Einnig hefur hann kennt í Lögregluskólanum. Grímur er Sel- fyssingur og tók mikinn þátt í íþróttastarfi á Selfossi, bæði sem þátttakandi enda snarpur keppn- ismaður á sínum tíma og síðan sem þjálfari og leiðtogi í íþróttastarfi unglinga. „Ég fékk gott tækifæri til að reyna ýmis svið í starfi mínu hjá lögreglunni og það var mjög góður skóli. Í gegnum þessi störf kynnist maður ýmsum hliðum mannlífsins og þessi tími verður eins konar reynslubrunnur að sækja í,“ segir Grímur en hann býr á Selfossi og er kvæntur Björk Steindórsdóttur ljós- móður og eiga þau þrjú börn. Ný skýrsla er grunnur fyrir forvarnarstarfið „Ég hef hrærst mikið í kringum íþróttir á margan hátt en það er mjög áhugaverður málaflokkur að fást við. Svo finnst mér mikilvægt að forvarnir séu í góðu lagi í sveit- arfélögum og að þeim sé sinnt jafnt og þétt og í starfi mínu sem lög- reglumaður kom ég að forvarn- arstarfi með ýmsum hætti. Auk þess var ég í stjórnunarnámi fyrir nokkr- um árum og mér fannst þessi bak- grunnur minn henta mér vel þegar ég leiddi hugann að því að sækja um þetta starf sem ég er í núna. Þetta er lifandi og skemmtilegt starf með fjölbreytta möguleika til þess að ná árangri á öllum sviðum þess, einkum því sem lýtur að börnum og ungling- um. Það voru forréttindi að fá að taka þátt í fjölbreyttu starfi eins og lögreglustarfinu þar sem maður kynnist öllum hliðum mannlífsins. Það gefur manni innsýn í líf fólks og þær fjölbreyttu aðstæður sem upp geta komið hjá einstaklingum og fjölskyldum,“ segir Grímur. Hann vekur athygli á skýrslunni um líðan og hagi barna og unglinga sem góðum grunni til að byggja upp forvarnarstarf og vinnu með börnum og unglingum. „Með þessari skýrslu fáum við staðfestingu á stöðu mála og getum byggt á niðurstöðum skýrslunnar þegar við tökum ákvarðanir um einstaka þætti og áherslur í starfinu hérna. Það má segja að fram að þessu hafi starfið meira verið byggt á þeirri tilfinningu sem fólk hafði til ákveðinna þátta. Það kemur ýmislegt athyglisvert fram í þessari skýrslu svo sem að reykingar unglinga eru ekki al- mennar í Árborg en aftur á móti er nokkuð um að drengir noti neftóbak. Þá kemur fram að eftirlit foreldra og vitneskja þeirra um útivist barna og unglinga má vera í fastari skorðum hér. Þessi skýrsla verður bráðlega aðgengileg á heimasíðu Árborgar og hvet ég fólk til að kynna sér hana,“ segir Grímur. Mikilvægt að ná til allra „Í þeim málaflokkum sem fjalla um börn og unglinga er mikilvægt að umhverfið sé fjölbreytt og starf- semin öflug eins og það er í raun hjá okkur í Árborg í íþrótta- og tóm- stundamálum. Það er verið að gera góða hluti með krökkunum hérna enda er það þýðingarmikið fyrir sveitarfélagið að hlúa vel að því sem er til staðar svo sem með aðstöðu- sköpun og góðri umgjörð. Við rekum til dæmis félagsmiðstöð í góðu hús- næði og þar þarf alltaf að leitast við að ná til krakka sem eru á jaðrinum að vera með og koma inn í starfið en þau gera það, sjái þau sér færi á því og verkefni við sitt hæfi þar sem þau njóta sín. Það er hægt að ná til þess- ara hópa með samvinnu við skóla og félög á svæðinu. Ég sé einnig fyrir mér að yngstu börnin geti farið beint í félagsstarfið, á íþróttaæfingu eða annað þegar þau eru búin í skólanum og séu búin um fimmleytið, í stað þess að þurfa að fara í þetta á kvöldin. Þá er einnig auðveldara fyrir félögin að ná til menntaðra leiðbeinenda ef aðstaðan er eitthvað á þessa leið. Mér finnst þýðingarmikið að vinna vel með öllum aðilum sem hafa með höndum einhverja starfsemi á þessum sviðum sem ég starfa á. Síð- an er að finna leiðir til þess að ná enn meiri árangri og bæta við. Við búum við það hér í Árborg að það er mikil fjölgun íbúa og alltaf þörf fyrir meiri og betri aðstöðu strax og eitt- hvað nýtt er komið í gagnið en það er bara skemmtilegt og ögrandi að takast á við slíkt og finna leiðir. Það er til dæmis mikil grasrótarmenning í sveitarfélaginu. Listastarfsemin er mjög blómleg, hér er fjölbreytt lista- mannaflóra og margir kórar ásamt mjög góðum tónlistarskóla svo fátt eitt sé nefnt. Þessum sterka sam- félagsþætti er komið á framfæri í menningardagskránni Vor í Árborg sem fram fer í þriðja sinn í vor, 20.– 23. maí,“ segir Grímur. Fjölskyldan geti verið saman Grímur leggur áherslu á að mikil uppbygging hafi farið fram í gegn- um árin í gömlu sveitarfélögunum sem sameinuðust undir Árborg. „Þessi uppbygging þarf að halda áfram og við þurfum að hlúa að þeim þáttum sem verða æ mikilvægari, menningu, afþreyingu, heilsu og hreyfingu. Þannig getum við styrkt samfélagið og búið til umgjörð þar sem gott er að koma börnum og ung- lingum til manns eins og sagt er. Það eru líka margar ógnanir í samfélag- inu og við þurfum að leggja áherslu á að unga fólkið velji rétt. Hér get- um við verið stolt af því sem við eig- um, hér er gott samfélag og góður grunnur til að ná enn betri árangri með því að efla það sem fyrir er. Það er nauðsynlegt að fylgja þró- uninni og byggja á því að fjölskyldan geti verið saman í afþreyingu og átt góðar uppbyggilegar stundir,“ segir Grímur Hergeirsson, nýr verkefn- isstjóri íþrótta-, forvarna og menn- ingarmála í Árborg. Grímur Hergeirsson, verkefnisstjóri hjá Árborg, er fyrrverandi lögreglumaður og snarpur keppnismaður Vill taka þátt í að skapa umgjörð þar sem gott er að koma börnum til manns Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Forvarnir Grímur Hergeirsson hefur tekið við starfi verkefnisstjóra íþrótta, forvarna og menningarmála hjá Sveitarfélaginu Árborg. ÁRBORGARSVÆÐIÐ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.