Morgunblaðið - 19.03.2005, Page 32
32 LAUGARDAGUR 19. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LÍF
Sækjum styrk í
íslenskt náttúruafl!
„Ég hef teki› Angelicu jurtaveig í flrjú ár.
Mér finnst Angelica gefa mér orku, sem
ég flarf á a› halda bæ›i í vinnu og lang-
hlaupum. Auk fless er hún kví›astillandi
og ég fæ ég sjaldan kvef.“
Fjölbreytt virkni í einum skammti.
Bryndís Magnúsdóttir
Reykjavík
Aukin orka og vellí›an, sjaldnar kvef
Fæst í lyfja- og heilsuvöruverslunum.www.sagamedica.is
Írúmgóðu verslunarhúsnæði í Skútuvogi4 í Reykjavík er rekin matvöru- og sér-vörumarkaður undir heitinu Gripið oggreitt. Verslun þessi á rætur sínar að
rekja allt aftur til ársins 1989 þegar fjöldi
heildsala tók sig saman um stofnun verslunar-
innar. Hugsunin í upphafi var einkum til
hægðarauka fyrir birgja og viðskiptamenn
þeirra því með slíkri vörumiðstöð mætti beina
viðskiptavinunum á einn stað í vörukaupin í
stað þess að þurfa að eyða dýrmætum tíma í
margar húsvitjanir hjá mörgum heildsölum á
degi hverjum.
Verslunin var því fyrstu ellefu rekstrarárin
lokuð öðrum en þeim sem höfðu virðisauka-
skattsnúmer. Fyrir fjórum árum var hins veg-
ar tekin ákvörðun um að hálfopna verslunina
og gátu einstaklingar, sem skráðu sig í mat-
arklúbb verslunarinnar, fengið kennitölu og
verslað út á hana. Fyrir hálfu öðru ári tók
stjórn fyrirtækisins svo þá ákvörðun að gal-
opna verslunina fyrir almenningi og getur
hver sem er nú komið inn af götunni og verslað
í versluninni. Nú er svo komið að einstaklingar
eru orðnir stærsti viðskiptamannahópur versl-
unarinnar og fer hægt og bítandi fjölgandi eft-
ir því sem fleiri kynna sér verslunina en að
auki eru fastir viðskiptamenn starfsmanna-
félög, fyrirtæki, bátar, skólar, smærri versl-
anir og söluturnar. Veittur er afsláttur frá
merktu verði eftir umfangi viðskipta auk þess
sem verslunin rekur umfangsmikla heimsend-
ingarþjónustu.
Innkaupalistinn í tölvupósti
Viðskiptavinir geta sent innkaupalistana með
tölvupósti, á faxi eða einfaldlega hringt. Við
tökum við pöntunum, tökum vörurnar til og
komum þeim á áfangastaði úti um land allt,
segir Guðrún Ásta Lárusdóttir, framkvæmda-
stjóri Gripið og greitt. Hún tók við fram-
kvæmdastjórninni í ársbyrjun 2003, en hafði
ráðið sig til fyrirtækisins sem skrifstofustjóri
ári áður. Áður starfaði hún hjá Hagkaupum og
þar áður hjá Nóa-
Síríusi.
Þegar Guðrún Ásta
er spurð á hvaða stalli
verslunin vilji halda sig,
svarar hún því til að
Gripið og greitt skil-
greini sig sem lágvöru-
verðsverslun. „Við
leggjum áherslu á lágt
verð á daglegri neyslu-
vöru svo sem á mjólkur-
vörum, brauðmeti,
ávöxtum og grænmeti.
Til dæmis borga ég
tvær krónur með hverj-
um mjólkurlítra. Við
leggjum þó mikið upp
úr jafnaðarverði yfir
línuna, en höfum ekki
vanið okkur á að hækka verð á einni vöru til
þess að geta dúndrað verðinu niður á annarri
vöru. Ef ég ætti að líkja okkur við einhvern
matvörumarkað, sem fyrir er á markaðnum,
myndi ég helst hallast að Fjarðarkaupum í
Hafnarfirði. Markmið okkar er að þjónusta
kúnnann með allar vörur svo hann þurfi ekki
að leita annað. Hér ríkir sannkölluð kaup-
félagsstemning enda er úrvalið geysilega gott
og fjölbreytt. Hér eru yfir tuttugu þúsund
vörumerki, allt frá smæstu pakkningum og
upp í risastórar pakkningar. Og eftir því sem
menn kaupa í stærri pakkningum því ódýrari
eru vörurnar. Þetta nýta auðvitað veitinga-
mennirnir sér og líka hef ég tekið eftir því að
einstaklingar frá Austurlöndum, sem hér eru
búsettir, koma gjarnan saman og kaupa í
stórum pakkningum og skipta svo á milli fjöl-
skyldnanna. Af þessu gætu Íslendingar lært
enda finnst mér þetta bera vott um bæði
greind og mikla hagsýni.“
Þegar inn í verslunina er komið blasa við á
vegg auglýsingar um ýmis tilboð á vörum, sem
skipt er út vikulega á fimmtudögum. Fyrir ut-
an úrval af matvöru er sérdeild með sérvöru
þar sem m.a. má fá borðbúnað, potta, áhöld,
gjafavöru, dót, veislubakka, dúkarúllur í öllum
litum, servíettur, hárskraut, sokka, sokkabux-
ur, húfur, vettlinga og allt í afmælið svo dæmi
séu tekin.
Ekkert verðstríð
Guðrún Ásta segist ekki hafa tekið þátt í ný-
liðnu verðstríði lágvöruverðsverslana og það
komi ekki til þó að fleiri stríð verði háð. Sú
ákvörðun hafi þó ekki komið að sök. Þvert á
móti hafi orðið vart lítils háttar söluaukningar
miðað við fyrra ár. „Satt best að segja skil ég
ekki alveg þetta stríð og ég tel að slíkar uppá-
komur séu til þess eins fallnar að koma í bakið
á neytendum síðar. Ég held að forsvarsmenn
Krónunnar hafi ekki hugsað sitt útspil til enda
áður en lagt var af stað í stríð við Bónus,“ segir
Guðrún Ásta.
Engin eigendahásæti
Hjá Gripið og greitt starfa að jafnaði um tutt-
ugu starfsmenn. Nokkur gerjun hefur átt sér
stað í eigendahópnum frá stofnun og standa nú
níu eigendur eftir. Það eru heildsölufyrirtæk-
in: Dreifing, Karl K. Karlsson, Xco, Guðjón
Hauksson, Ólafur Guðnason, Daníel Ólafsson,
John Lindsay, Trönur ehf. og Nathan & Olsen.
„Hjá okkur er ekki farið í neitt manngrein-
arálit enda sitja allir heildsalar við sama borð,
hvort sem þeir eru eigendur eða ekki. Sjálf
stendur verslunin ekki í innflutningi, en við er-
um með innkaupastjóra í starfi sem sér um
samskipti við allar heildsölurnar í landinu. Við
leggjum því kapp okkar á breiða vörulínu. Inn-
an búðarinnar eru engin sérstök hásæti eða
sérhillupláss fyrir eigendur fyrirtækisins. Þeir
koma heldur hvergi að daglegum rekstri þó að
fimm þeirra myndi stjórnina,“ segir Guðrún
Ásta.
NEYTENDUR | Ekki lengur bara fyrir þá sem eru með virðisaukaskattsnúmer
Sannkölluð
kaupfélags-
stemning
Fjölbreytt úrval matvöru sem og sérvöru er að
finna í Gripið og greitt sem nú hefur opnað dyr
sínar upp á gátt fyrir almenningi. Jóhanna Ingv-
arsdóttir fór í verslunartúr og ræddi við fram-
kvæmdastjórann Guðrúnu Ástu Lárusdóttur.
Vörur fást í litlum einingum og stórum.
Alls konar sérvara fæst í versluninni.
Kryddhillan er með alls konar kryddum í stórum baukum og litlum.
Í Gripið og greitt er opið er virka daga frá kl.
8.30 til 18.30 og á laugardögum frá kl. 10.00
til 16.00.
join@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Guðrún Ásta Lárusdóttir, framkvæmdastjóri Gripið og greitt.
MIKIÐ hefur verið rætt og ritað um
fegurðarímyndir sem auglýsingar
halda fram. Sjálfstraust unglings-
stúlkna getur beðið hnekki þegar
allt sem þær sjá í auglýsingum eru
þvengmjóar og að því er virðist
fullkomnar fyrirsætur. Konur
kannast ekki við óaðfinnanlega og
slétta húð eins og sápuauglýsing-
arnar sýna.
Á vef Aftonbladet er greint frá
því að sum fyrirtæki hafi nú gripið í
taumana og þ. á m. snyrtivörufyrir-
tækið Lever Fabergé. Á vegum
þess er að hefjast auglýsingaher-
ferð sem á að setja af stað umræðu
um hvað fegurð er. Markmiðið er
sem sagt ekki bara að selja sápu.
Fyrirsæturnar eru venjulegar
manneskjur og áhorfandinn er lát-
inn taka afstöðu t.d. til þess hvort
freknurnar eða hrukkurnar séu
ljótar eða fínar. Myndirnar sýna
konur á mismunandi aldri og mis-
munandi í útliti.
Hönnuðurinn Camilla Thulin hef-
ur ekki trú á að þessi auglýsinga-
herferð skili miklum árangri til
lengri tíma litið. Markmiðið sé að
vekja athygli á Lever Fabergé með
þessum hætti. Að hennar mati eiga
auglýsingar ekki að snúast um
raunveruleikann heldur vilji áhorf-
endur tálsýnina.
Freknóttar og
hrukkóttar fyrirsætur
AUGLÝSINGAR
Reuters
Það væri tilbreyting að sjá Brigitte
Bardot auglýsa andlitskrem.
VOR 2005
Sölustaðir: sjá www.bergis.is