Morgunblaðið - 19.03.2005, Síða 36

Morgunblaðið - 19.03.2005, Síða 36
36 LAUGARDAGUR 19. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VESTURHEIMI M ikill kraftur einkenn- ir þetta rúmlega 500 manna félag sem er með aðsetur í Van- couver. Fyrir um 15 árum eignaðist það sitt eigið hús- næði, Hús Íslands (Iceland House), þar sem er íslenskt bókasafn og her- bergi í útleigu. Félagið heldur úti viðamikilli starfsemi. Í Húsi Íslands geta fé- lagsmenn fengið aðstoð við að kanna upprunann í sérstöku ættfræðisetri og boðið er upp á íslenskukennslu. Félagið gefur út átta síðna frétta- bréf 10 sinnum á ári og fá fé- lagsmenn það sent í pósti. Sérstakar veislur eru haldnar í tengslum við ís- lenska hátíðisdaga og önnur tæki- færi. „Um 130 manns sækja þorra- blótið okkar, eitthvað fleiri koma á sumarhátíðina, sem við höldum sam- eiginlega með félaginu í Blaine í Washingtonríki, og örlítið færri á barnajólaballið,“ segir Irene Finn- son, formaður félagsins. Lestrarfélagið Ingólfur var stofn- að í Vancouver 1908. 1946 samein- aðist það félaginu Ísafold og var nýja félagið nefnt Ströndin. 1967 var nafninu breytt í Íslensk kanadíska félagið í Bresku Kólumbíu (ICCBC). Markmið félagsins er meðal annars að efla áhuga á íslenskri menningu og íslenskum hefðum, að vekja at- hygli á íslenskum hátíðisdögum og taka á móti gestum frá öðrum svæð- um í Norður-Ameríku og frá Íslandi. ,,Félagsmenn koma víða að og fé- lagsstarfið er öflugt,“ segir Irene. ,,Þetta er eins og að hafa eignast aðra fjölskyldu,“ bætir hún við, en Irene var áður formaður 1989 til 1991. Irene er frá Víðir í Manitoba en hefur búið í Bresku Kólumbíu síðan 1971. Hún segir að það sé mun erf- iðara að fylgjast með „íslenskum“ málefnum í BC en í Manitoba. ,,Þeg- ar ég bjó í Manitoba bjó ég í „ís- lensku“ umhverfi og komst ekki hjá því að heyra um málefni líðandi stundar. Þar fór ekkert framhjá manni en hérna er eiginlega nauð- synlegt að vera meðlimur í félaginu til að vita hvað er að gerast hverju sinni. Þegar ég var að ala upp börn- in var enginn tími til að standa í fé- lagsstarfi. Á stundum fannst mér ég vera mjög einangruð og það var sem himnasending þegar ég var fyrst beðin um að koma í stjórnina. Ég hef hitt margt áhugavert fólk í félag- inu og hér ríkir mjög gott andrúms- loft.“ Þjónusta á íslensku Ritari félagsins er Gerri McDon- ald, fyrrverandi formaður. Hún kom ættfræðiþjónustunni á laggirnar 2003 og hefur haldið utan um það síðan. ,,Það er mikill ættfræðiáhugi í félaginu og það er ánægjulegt að geta aðstoðað fólk við að afla sér upplýsinga um upprunann,“ segir hún. Ættfræðiáhugi Norður- Ameríkumanna af íslenskum ættum virðist mikill um þessar mundir. Gerri segir að áhugamenn um þessi efni séu í reglulegu sambandi og skiptist á upplýsingum. ,,Ættfræðin er áhugamál margra og Netið hefur auðveldað alla upplýsingaleit,“ segir hún. Þeim fer fækkandi sem tala reip- rennandi íslensku í Vesturheimi en málið þvælist ekki fyrir Gerri. ,,Ég bjó á Íslandi 1973 til 1977, var stúd- ent við Háskóla Íslands og lærði þá málið,“ segir hún og bætir við að ættfræðiáhuginn hafi vaknað þegar hún fór fyrst til Íslands. ,,Ég vildi afla mér upplýsinga um ömmu mína, Halldóru Jónsdóttur, sem flutti til Kanada fimm ára gömul. Eftir því sem ég lærði meira vildi ég vita meira og þannig hefur þetta hlaðið utan á sig.“ Gerri starfar hjá útlendingaeft- irlitinu og vann lengi við vegabréfa- skoðun. ,,Íslendingar voru hissa þegar ég spurði þá á íslensku. Þeir svöruðu mér þegar á íslensku en síð- an kom þessi undarlegi svipur. Þeir áttu ekki von á því að fá afgreiðslu á þeirra eigin máli en það hentaði fólki sem ekki kunni ensku.“ Íslenskara en á Íslandi Erlendur Óli Leifsson flutti frá Íslandi til BC 1956 og hefur verið öt- ull liðsmaður félagsins síðan. Hann er heiðursfélagi INL og stjórn- armaður í ICCBC en undir hann heyra meðal annars störf í þágu Húss Íslands og Hafnar, íslensks dvalarheimilis aldraðra í Vancouver. ,,Mér hefur alltaf liðið vel innan um Íslendinga og á meðal fólks af ís- lenskum ættum,“ segir Óli. ,,Ég er hluti af félaginu hérna og það hefur verið sérstaklega áhugavert að hitta karla og konur af annarri og þriðju kynslóð Kanadamanna af íslenskum ættum, fólk sem hefur flutt hingað frá Manitoba. Þetta fólk er ís- lenskara en margir vinir mínir á Ís- landi.“ Fjölmennasta deildin í Þjóð- ræknisfélaginu Morgunblaðið/Steinþór Erlendur Óli Leifsson fyrir utan Hús Íslands í Vancouver. Irene Finnson, formaður Íslensk kanadíska félagsins í Bresku Kólumbíu. Gerri McDonald blaðar í ættfræðibók í Húsi Íslands í Vancouver. Kanadamenn af íslenskum ættum eru hvergi fleiri en í Manitoba. Fjölmennasta deild Þjóðrækn- isfélags Íslendinga í Norður-Ameríku er hins vegar í Bresku Kólumbíu. Steinþór Guðbjartsson kynnti sér málið í Vancouver. steg@mbl.is ROBERT Ásgeirsson er að mestu hættur launaðri vinnu en hefur samt nóg að gera í þágu íslensk- kanadíska samfélagsins vestra. Hann er meðal annars vefstjóri Þjóðræknisfélagsins í Norður- Ameríku, safnvörður íslenska skjalasafnsins í Bresku Kólumbíu og sér um netútvarpsstöðina Ströndin Internet Radio frá heimili sínu í White Rock. Eins og margir aðrir flutti Ro- bert frá Manitoba til vesturstrand- arinnar. Hann fæddist í Winnipeg, en foreldrar hans voru Jochum og Ingibjörg Lillian Ásgeirsson. Faðir hans fæddist á Arngerðareyri við Ísafjarðardjúp en móðir hans var frá Víðir í Manitoba. ,,Eftir að hafa unnið hjá sjónvarpsstöðinni CTV í Winnipeg í fimm ár 1969 stóð valið um að fara til Toronto eða Vancouver og ég valdi Vancouver sem sagt var að yrði Hollywood norðursins,“ segir hann. Fljótlega eftir komuna til Van- couver gekk Robert í Íslensk kan- adíska félagið í BC, sá um frétta- blaðið og var þrisvar formaður, samtals í átta ár. Fyrir um 20 árum skipulagði hann íslenskt skjalasafn í Vancou- ver og hefur séð um það síðan, en safnið hefur að geyma aragrúa mynda, bréfa og ýmis gögn um fólk af íslenskum ættum í BC. ,,Þetta byrjaði sem söfnun gagna vegna heimildarmyndar sem ég vildi gera um Nýja Ísland í Manitoba skömmu eftir að ég flutti til BC og varð að þessu safni sem varðveitir sögu fólks af íslenskum ættum hér við vesturströndina,“ segir Robert. Í fyrrasumar hleypti Robert net- útvarpsstöðinni Ströndin Internet Radio (www.pennan.ca/SIR/) af stokkunum. Hann sé um dagskrána og Gus Kristjansson, kunnur út- varpsmaður vestra á eftirlaunum, aðstoðar við kynningu og ýmsir leggja hönd á plóg varðandi efni. ,,Útvarpið er í beinu framhaldi af safninu og kemur efninu áfram,“ segir Robert. Á næst ári gerir Robert ráð fyrir að minnka við sig vinnu. Þá hyggst hann hætta sem vefstjóri Þjóðrækn- isfélagsins, en hann hefur séð um vef félagsins (www.inlofna.org/) frá byrjun eða síðan 1996. ,,Hug- myndin var að allar deildir INL kæmu sér upp vefsíðu og það hefur gengið svo vel að ég get hætt með góðri samvisku,“ segir þessi önnum kafni eftirlaunamaður. Safnvörður, vefstjóri og útvarpsstjóri Morgunblaðið/Steinþór Robert Ásgeirsson í skjalasafninu í Húsi Íslands í Vancouver. 20 05 fia› er vor í lofti í Flugstö› Leifs Eiríkssonar. Dagana frá 15. til 28. mars ver›a verslanir á svæ›inu me› spennandi tilbo› á ‡msum vörum. Allir farflegar, sem mæta í innritun fyrir kl. 6 a› morgni, fá páskagjöf og njóta sértilbo›a í verslunum flugstö›varinnar. – sérstakur gla›ningur fyrir árrisula tilbo›sdagarí Leifsstö› fieim sem mæta á einkabílum fyrir kl. 6 b‡›st a› geyma bílinn frítt í tvo sólarhringa á bílastæ›i Securitas. fieir sem taka rútu Kynnisfer›a kl. 5.00 fá 15% afslátt. Páskagjöfin er afhent í innritunarsal og í afgrei›slu Securitas á bílastæ›um. Athugi› a› innritun hefst kl. 5.00.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.