Morgunblaðið - 19.03.2005, Page 40

Morgunblaðið - 19.03.2005, Page 40
40 LAUGARDAGUR 19. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN RICHARD M. Scruchy, stjórn- arformaður og eigandi Health South, gengur um með staðsetning- artæki fast um ökklann. Honum var nýlega sleppt úr fang- elsi á reynslulausn gegn milljóna króna tryggingargjaldi. „Það er liðin tíð að þessir gæjar komist undan. Þeir hafa stundað alvarlegar bókhaldsfalsanir um langa hríð, en nú er því lokið,“ segir Lawence Michell, prófessor í George Washington- lögfræðiháskólanum. „Ef menn stunda bók- haldsglæpi eiga þeir heima í fangelsi.“ Bandarísk stjórnvöld hafa tekið á afbrotum viðskiptalífsins af hörku með nýju og áhrifameira eftirliti. Hraði viðskiptalífsins, arðsem- iskröfur og rafræn viðskipti kalla á hratt og skilvirkt eftirlit eins og stjórnvöld í Bandaríkjunum sanna. Fjórtán fyrrum forstjórar stórfyr- irtækisins Health South hafa játað sig seka og vinna núna með ákæru- valdinu. Fjölmiðlar segja ákærurnar í líkingu við Enron, WorldCom og Tyco og að forstjórinn eigi ekki eftir að getað sannað sakleysi sitt. Síðan FBI fór inn í höfðustöðv- arnar í mars í fyrra hafa fundist fald- ar skuldir upp á 3 billjónir dollara. Scrushy var rekinn strax úr fyr- irtækinu eftir handtökuna, af minni hluthöfum, og neitað um aðgang að fundum og fundargögnum. Hinn 5. janúar sl. ákvað dómstóllinn í Birm- ingham Alabama að fangelsa einn yf- irmann Health South og halda hon- um í fimm mánaði og fjórir aðrir fengu líka dóm strax þrátt fyrir að rannsókn málsins standi enn yfir. Alvarlegar ákærur eru einnig á hendur fjárfestingarbanka félagsins og endurskoðendum þess auk 15 lyk- ilstarfsmanna. Stjórnarformaðurinn hefur verið ákærður fyrir 85 glæpsamlegar að- ferðir í viðskiptum. UBS-bankinn, banki fyrirtæk- isins, stóð fyrir hlutabréfaútboði fyr- irtækisins, en áður hafði endurskoð- andi þess falsað bókhaldið þannig að tap upp á milljarða var falið. Auk þess keyptu þeir nýtt fyrirtæki sem var sprengt upp í verði og efnahagur móðurfélagsins lagaður. Þeir keyrðu síðan sjálfir upp verð- ið á hlutabréfunum í nýja félaginu áður en tilkynnt var um stöðu félags- ins á Wall Street. Persónulegir hags- munir bankamanna og endurskoðendanna voru gríðarlegir og hljóðuðu upp á millj- arðatugi. Lögmenn Scrushy gáfu út tilkynningu ný- verið: „Mr. Scrushy vissi ekki af þessu fjármála- svindli sem fyrirtækið stóð í fyrr en FBI réðst inn í fyrirtækið síðasta vor. Þessir glæpir voru framkvæmdir af fólki án þess að hann vissi af þeim eða leiðbeindi þeim um þá.“ Millistjórnendur segja að síðan 1996 hafi hann haft það að markmiði að stækka fyrirtækið og þenja af ein- hverjum sérstökum hvötum. Hann fór að stunda samráð um að falsa eignir og uppgjör sem og reikn- inga í bókum félagsins. Í bókunum má sjá að Scrushy sjálfur fékk árangurstengd laun og bónusa í samræmi við logið bókhald sem og hlutabréf upp á milljarða. Kaupréttarsamningarnir voru svim- andi háir þannig að athygli vakti í fjölmiðlum. Á nokkrum árum breyttist ímynd Scrushy úr því að vera brautryðj- andi á sviði endurhæfingar í að vera fyrirtækjamógúll og glaumgosi. Hann samdi við starfsmenn um hlut í félaginu og fékk þá um leið til þess að „kokka“ uppgjör til þess að hlutur þeirra hækkaði í verði. Hann lét vini sína kaupa bréf á upp- sprengdu verði til þess eins að fegra uppgjörið á gríðarlegum taprekstri. Scrushy á ekki aðeins yfir höfði sér ákæru fyrir að standa í ólög- mætum uppgjörum á bókhaldi fyrirtækisins, samráði, peninga- þvætti, samsæri, hlerunum á tölvu- pósti sem og símahlerunum, heldur hefur hann dregið til sín sjálfur hlutabréf og eignir upp á milljarða. Þar á meðal snekkjuna „Chez Soir- ee“, einkaþotu, skartgripi, Rolls Royce, Lamborghini, málverk eftir Picasso, Renoir, Chagall og fleiri. Hann á yfir höfði sér milljarða sektir sem og 650 ár í fangelsi, að auki verða persónulegar eigur hans gerðar upptækar. Ný hert lög Ný lög í Bandaríkjunum krefjast þess að stjórnarformenn fyrirtækja skrifi undir yfirlýsingu þess eðlis að þeir persónulega samþykki uppgjör og áætlanir fyrirtækjanna og að þeir um leið staðfesti lögmæti bókhalds- gagna. Þannig eru þeir sjálfir í ábyrgð fyrir því að ekki sé verið að „kokka“ bókhald og kynna þannig vænt- anlegum hluthöfum upplogna og falsaða mynd af rekstrinum. Falsanir í bókhaldi þeirra fyr- irtækja sem hafa verið dæmd eru fyrst og fremst upplognar tekjur til þess að sýna meiri hagnað og þá um leið til þess að auðvelda sölu hluta- bréfa, og hinsvegar kaup á nýjum fyrirtækjum til þess að fela bók- haldsfalsið. Glæpirnir eru litnir alvarlegum augum af öllu samfélaginu enda mik- ið kynntir í fjölmiðlum. Fjölmiðlar þar í landi eru að vísu á margra höndum og vald fyrirtækja- samsteypa og banka gagnvart fjöl- miðlum er ekki eins mikið og hér á fákeppnismarkaði. Aðferðafræðin Eigur stjórnenda eru frystar um leið og FBI hefur minnsta grun um óheiðalega viðskiptahætti. Rannsókn hefst ef hlutabréf hækka óeðlilega mikið á skömmum tíma, grunur leikur á innherja- viðskiptum og ef ákæruvaldinu ber- ast einhver haldbær gögn um svindl. Í flestum tilfellum fjármálasvika síðustu ára er mönnum haldið í fang- elsi meðan á grunnrannsókn stendur og þá um leið settir úr yfirstjórn fyr- irtækjanna. Eru þeir þannig lamaðir í að koma eigum sínum úr landi eða í hendur vina og vandamanna. Stjórnvöld eru tilbúin að taka á sig kröfu vegna mála þar sem stjórn- endur reynast saklausir. Sýknun á sér stað í afar fáum málum. „Ef menn stunda bókhaldsglæpi …“ Jónína Benediktsdóttir fjallar um bókhaldsfalsanir ’Í flestum tilfellum fjár-málasvika síðustu ára er mönnum haldið í fang- elsi meðan á grunnrann- sókn stendur og þá um leið settir úr yfirstjórn fyrirtækjanna.‘ Jónína Benediktsdóttir Höfundur er framkvæmdastjóri FÍA. RÁÐNING fréttastjóra á Rík- isútvarpinu er ekki mál sem er lík- legt til að velta þungu hlassi, eða hvað? Eftir því sem útvarpsstjóri upplýsti í Kastljósi RÚV á mánu- dagskvöldið þá þarf sá sem gegnir stöðu fréttastjóra að hafa verið sölumaður helst sem lengst frá skerinu til að falla vel að þessu starfi. Miðaldra fólk sem enn er svo vitlaust að hafa ekki látið kaupa sig frá útvarpinu er á engan hátt gjaldgengt til stjórnunar- starfa. Enda ekki beinlínis merki um mikinn þroska að vinna enn hjá þessari stofnun. Þótt svona af tilviljun sé viðkomandi staða köll- uð staða fréttastjóra þá er það misskilningur að umræddur stjóri eigi að stjórna einhverju. Það er Bogi sem á að stjórna nema nátt- úrlega ekki því sem hann hefur ekki vit á eins og því hvort einhver sé hæfur til að sinna starfi frétta- stjóra, enda starf fréttastjóra starf sem hvorki á skylt við fréttir eða stjórnun. Einhvern veginn svona hljóm- aði málsvörn Markúsar Arnar Antonssonar í Kastljósinu. Ég trúði ekki orði af því sem hann sagði. Ég sá aðeins embættis- mann sem í krafti valds ætlar að þvinga fram ósanngjarna og óréttláta ákvörðun. Það rann upp fyrir mér að líklega væri orðið tímabært að skipta um stjórnend- ur í landinu. Útvarpsstjórinn er persónugervingur valdhrokans sem er orðinn allsráðandi. Kannski er hann litla þúfan sem veltir þunga hlassinu. Það hefur þá gerst fyrr í íslenskum stjórn- málum. Hrafnkell A. Jónsson Þúfan og hlassið Höfundur er héraðsbókavörður á Egilsstöðum. MIKIÐ hefur verið fjallað um framtíð Þjórsárvera síðustu mánuði og ár. Víðtæk andstaða hefur verið við fyr- irhugaðar fram- kvæmdir við gerð Norðlingaölduveitu. Enn á ný er vegið að verunum og nú liggja fyrir skipulagstillögur sem myndu skerða verðmæti svæðisins verulega. Þjórsárver liggja suður af Hofsjökli og eru eitt víðáttumesta og fjölbreyttasta gróð- ursvæði á hálendi Ís- lands. Þýðing Þjórs- árvera í náttúru Íslands og raunar alls heimsins er mikil, enda eru Þjórsárver á Ramsarskrá, sem er al- þjóðlegur samningur um nátt- úruvernd og gildir um votlendi sem hafa alþjóðlegt mikilvægi, aðallega fyrir vatnafugla. Þjórsárver fóstr- uðu Fjalla-Eyvind forðum og þar er eitt mesta heiðagæsavarp í heimi. Saga þjóðarinnar er samofin okk- ur, það má ekki slíta úr samhengi sögu þjóðarinnar og náttúru lands- ins. Hvers virði er sagan ef búið er að raska og skemma helstu nátt- úruperlur þessa lands? Við sem eldri erum kennum börnum okkar Ís- landssöguna og að þau eigi að gæta náttúrunnar og ganga vel um. Hvernig fyrirmyndir erum við ef engar ósnortnar nátt- úruperlur eru eftir á hálendi Íslands? Við þekkjum afleið- ingarnar, við vitum að skemmdirnar eru óaft- urkræfar, okkur ber skylda til að gæta hags- muna náttúru landsins rétt eins og við gætum og verndum börnin okkar, því þeirra er framtíðin. Það er stutt síðan það þótti óhugsandi að framleiða þá orku sem til þarf í stór- iðju á suðvesturhorninu nema með gerð Norðlingaölduveitu. Síðan hef- ur komið á daginn að orkunnar mátti afla með gufuaflsvirkjun. Því er þessi knýjandi þörf ekki lengur til staðar. Ef til vill verður ekki þörf fyrir þessa orku í framtíðinni því í ljósi örrar þróunar á þessu sviði er líklegt að orkumál verði leyst á umhverf- isvænni hátt en að sökkva heilu landsvæðunum undir vatn. Það er því mín skoðun að Þjórsárver eigi að fá að njóta vafans og falla eigi frá öll- um áformum um meiri fram- kvæmdir á svæðinu. Ég skora á hlutaðeigandi aðila að hætta þegar í stað við öll áform um gerð Norðlingaölduveitu, og skapa með því þá sátt sem þarf til að hægt sé að vinna að stækkun friðlandsins í Þjórsárverum og þar með renna stoðum undir umsókn um að koma Þjórsárverum á heimsminjaskrá. Ég hvet stjórnvöld, sveitarstjórn og náttúruverndarsamtök til að taka höndum saman og vinna í samein- ingu að verndun Þjórsárvera til framtíðar. Og síðast en ekki síst vil ég hvetja almenning til að láta sig málið varða, við berum öll sameiginlega ábyrgð á því hvernig farið er með náttúru landsins. Verndum Þjórsárver Kolbrún Haraldsdóttir fjallar um náttúruvernd ’Ég skora á hlutaðeig-andi aðila að hætta þeg- ar í stað við öll áform um gerð Norðlingaöldu- veitu …‘ Kolbrún Haraldsdóttir Höfundur er búfræðingur, nemi á þroskaþjálfabraut KHÍ og í Áhuga- hópi um verndun Þjórsárvera. FÉLAGSÞJÓNUSTA sveitarfé- laga er einn af hornsteinum vel- ferðar hér á landi. Stundum er henni líkt við örygg- isnet sem styður fólk þegar það stendur ekki traustum fótum í lífinu. Það er því einkar ánægjulegt að geta greint frá því að nýleg könnun meðal notenda á þremur borgarhlutaskrif- stofum Félagsþjón- ustunnar (Velferð- arsviðs) í Reykjavík sýnir að mikil ánægja er með þá þjónustu sem þar er veitt. Niðurstaðan er sú að 78% notenda sögðust vera ánægð með þjónustuna hjá Fé- lagsþjónustunni og um 80% svarenda voru ánægð með við- mót starfsfólks. Tæp- lega 10% voru óánægð í báðum til- vikum. Í þessari könnun voru fleiri ánægðir en þegar sambærilegar kann- anir voru gerðar árin 1998 og 2000. Gegn fordómum Það eru fleiri já- kvæðar fréttir úr þessum geira, því ný- verið fékk Fé- lagsþjónustan við- urkenningu frá Alþjóðahúsi fyrir metnaðarfulla starfsmannastefnu um málefni innflytjenda. Í könnun sem gerð var kom fram að þeir starfsmenn sem eru af erlendum uppruna og vinna hjá Félagsþjónustunni eru tiltölulega ánægðir og ánægðari með sína stofnun nú en þeir voru fyrir nokkrum árum. Það er vegna þess að Fé- lagsþjónustan hefur sett sér starfsmannastefnu, sem meðal annars felur það í sér að erlendir starfsmenn auki færni sína í ís- lensku, lögð er áhersla á að efla menningarlæsi starfsmanna á báða bóga og vinna gegn for- dómum og vanþekkingu. Þetta á bæði við um fræðslu til starfsmanna Félagsþjónustunnar af erlendum uppruna og útlenda notendur þjónustunnar. Starfs- menn Félagsþjónustunnar eru tæplega þúsund og er um tíundi hluti af erlendum uppruna. Jöfnuður og velferð í öndvegi Það er markmið Reykjavík- urlistans að í borginni dafni þrótt- mikið samfélag þar sem jöfnuður og vel- ferð borgarbúa er í öndvegi. Við viljum hafa lífsgæði í fyr- irrúmi með atvinnu- stefnu, menntastefnu og þjónustu af ýmsu tagi, einkum fyrir yngstu og elstu borg- arbúana. Við viljum jafnframt taka vel á móti því fólki sem vill flytjast til borg- arinnar, hvort sem það kemur úr öðrum sveitarfélögum eða frá útlöndum. Hafa ber í huga að um fjórtán þúsund heimili, um fimmtungur borg- arbúa, fá nú árlega þjónustu af ýmsu tagi hjá Félagsþjónust- unni. Ríflega fimm milljarðar króna eða um sjötti hluti út- gjalda borgarinnar fer í þennan málaflokk. Flest heimili sem fá þjónustu þiggja aðstoð vegna heimaþjónustu, húsaleigubóta og fjár- hagsaðstoðar, en önn- ur aðstoð tengist m.a. félagsstarfi, félagslegu húsnæði, ráðgjöf af ýmsu tagi, inngripum barnaverndar og lið- veislu. Þessir þjón- ustuliðir mynda félagslegt örygg- isnet í borginni og hjálpa fólki til sjálfshjálpar eftir því sem unnt er. Í upplýsingum sem félagsmála- ráðherra veitti nýlega á Alþingi eftir fyrirspurn Jóhönnu Sigurð- ardóttur kom fram að sú þjónusta sem Reykjavík veitir á þessu sviði er í vissum greinum mun um- fangsmeiri en annarra sveitarfé- laga á höfuðborgarsvæðinu. Það segir sína sögu um áherslur borg- arinnar í þessum efnum. Það má alltaf betur gera og aldrei verður hægt að gera öllum til hæfis, en sú viðurkenning sem starfsfólk Félagsþjónustunnar hefur fengið frá Alþjóðahúsi og hinar jákvæðu niðurstöður kannana á þessu sviða sýna að okkur hefur miðað fram á við. Velferðarþjónusta í Reykjavík Stefán Jóhann Stefánsson fjallar um félagsþjónustu Stefán Jóhann Stefánsson ’Sú þjónustasem Reykjavík veitir á þessu sviði er í vissum greinum mun umfangsmeiri en annarra sveitarfélaga á höfuðborgar- svæðinu. Það segir sína sögu um áherslur borgarinnar í þessum efnum.‘ Höfundur er fulltrúi í velferðar- ráði Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.