Morgunblaðið - 19.03.2005, Side 50
50 LAUGARDAGUR 19. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Guðmunda Sig-ríður Jóhanns-
dóttir fæddist í Bol-
ungarvík 20. mars
1922. Hún lést á
Fjórðungssjúkra-
húsinu á Ísafirði
laugardaginn 12.
mars síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Lína Dalrós
Gísladóttir frá Bol-
ungarvík, f. 22. sept-
ember 1904 og Jó-
hann Sigurðsson frá
Vonarholti í Arn-
kötludal, f. 5. ágúst
1891. Guðmunda var elst í systk-
inahópnum, hin eru Gísli, f. 1923,
Guðbjörg eldri, f. 1925, dó á öðru
ári, Guðbjörg yngri, f. 1927, Ósk-
ar, f. 1928, Áslaug, f. 1929 og Jó-
hann Líndal, f. 1930. Seinni mað-
ur Línu var Jón Ásgeir Jónsson,
en börn þeirra eru: Alda, f. 1935,
Herbert, f. 1936, Sigurvin, f.
1937 og Sveinn Viðar, f. 1939.
Guðmunda fluttist ung til Ísa-
fjarðar. 24. október 1940 giftist
hún Kristjáni Pálssyni frá Ísa-
firði, f. 24. september 1916, d. á
Ísafirði 30. nóvember 1998. Hann
var sonur hjónanna Guðmundar
Páls Kristjánssonar og Guð-
mundínu Þórðardóttur frá Ísa-
firði.
Kristján og Guðmunda eignuð-
ust sex börn, þau eru: 1) Theó-
dóra Sigurjóna, f.
12.9. 1941, gift Birni
Elíasi Ingimarssyni,
þau búa í Hnífsdal.
Þau eiga fjögur
börn, Halldóru, Sig-
ríði Ingu, Finnbjörn
og Guðmundu Krist-
ínu, níu barnabörn
og tvö barnabarna-
börn. 2) Ólöf Frið-
gerður, f. 2.10.
1943, gift Kristjáni
Friðriki Björnssyni,
þau búa í Hafnar-
firði. Þau eiga tvær
dætur, Selmu og
Dagbjörtu Línu og sex barna-
börn. 3) Guðmundur Páll, f. 30.9.
1945, kvæntur Sigríði Sveins-
dóttur, þau búa á Ísafirði. Þau
eiga fjögur börn, Viðar Örn, Haf-
dísi, Söndru og Erlu, áður átti
Páll soninn Kristján. 4) Ósk Sig-
urborg, f. 27.7. 1947, hún hefur
lengst af búið í foreldrahúsum. 5)
Guðmundur Þór, f. 1.10. 1954,
kvæntur Elínborgu Helgadóttur,
þau búa í Hnífsdal. Þau eiga
fimm börn, Söru, Rakel, Helgu
Kristínu, Þóreyju og Þóri og þrjú
barnabörn. 6) Kristján Eyjólfur,
f. 23.8. 1960, í sambúð með Láru
Leifsdóttur, þau búa á Hvolsvelli
og eiga einn dreng, Geir.
Útför Guðmundu fer fram frá
Ísafjarðarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 11.
Elsku hjartans mamma mín. Mig
langar að þakka þér fyrir allt sem
þú og pabbi hjálpuðu mér þegar ég
var mikið veik sem barn. Þá fóruð
þið með mig suður til sérfræðings,
og meira en það, þið ætluðuð að
kaupa hús á Ísafirði en þess í stað
keyptuð þið, elskurnar mínar, vél
með mig og Öldu frænku suður. Þið
fluttuð suður til Reykjavíkur í heilt
ár þannig að ég náði þó nokkuð góð-
um bata og er það sem ég er í dag.
Við höfum öll átt dýrðlegar stundir
saman, elsku mamma. Við áttum öll
erfitt þegar þú, elsku mamma,
kvaddir okkur. Við vitum að nú haf-
ið þið pabbi hist aftur og eruð
ánægð. Megi góður guð varðveita
minningu ykkar pabba og leiða ykk-
ur inn í ljósið bjarta. Skín blíða ljós,
vísa mér rétta braut að líta fjarsk-
ann næsta dag.
Elsku mamma mín, nú er komið
að kveðjustund og ég bið góðan guð
að gefa þér hvíld og frið frá þessum
þungu þjáningum. Nú ertu orðin
heilbrigð aftur og komin til pabba.
Með hjartans kveðju, ykkar ást-
kæra dóttir
Ósk Sigurborg.
Þegar við kveðjum foreldra okkar
erum við að kveðja þann sem hefur
fylgt okkur í gleði og sorg alla okkar
ævi. Við erum einnig oft að missa
okkar besta vin, og á það við um
okkur systkinin sex sem kveðjum
móður okkar. Við systkinin vorum
þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga
góða og kærleiksríka forelda þó svo
ekki hafi verið mikill veraldlegur
auður á okkar æskuheimili að
Hrannargötu 8., þó fórum við ekki á
mis við ástúð og umhyggju og vildu
báðir foreldrar okkar börnum sínum
allt það besta.
Við kveðjum mömmu, ömmu og
langömmu með söknuði en þakklæti
fyrir allt. Hún unni sinni stórfjöl-
skyldu, og bar hag allra fyrir
brjósti. Hún tók mjög nærri sér ef
eitthvað bjátaði á í stórfjölskyld-
unni, og sagðist bara ekki geta að
því gert. Mamma var dugleg, nýtin,
og athafnasöm sem var ekki vanþörf
á í harðri lífsbaráttu og á erfiðum
tímum. Og hélt hún sínum dugnaði
og baráttu til æviloka. Við biðjum
góðan guð að styrkja hana Boggu
okkar.
Fiddi og Lóa kveðja þig, mamma
mín, með þökk fyrir allt.
Ólöf Friðgerður.
Elsku amma í Hrannó.
Jólin voru ekki komin fyrr en við
vorum búin að fara í heitt súkkulaði
og tertur til þín og afa. Þar sátu all-
ir í miklum þrengslum í litlu stof-
unni þar sem þó var alltaf stórt
hjartarými. Drukkum heitt súkku-
laði og borðuðum rjómatertur í öll-
um hitanum inni. Það var alltaf heitt
og notalegt í Hrannargötunni og
enn hlýrra þegar allt þetta fólk var
samankomið. Alltaf var kveikt á
kertum því afa þótti það vera skylda
á jólum, og mestu skipti að hafa
kveikt á englaljósunum. Full skál af
gljáandi eplum var á stofuborðinu
og þar við hliðina voru spariepla-
hnífarnir þínir sem mér þóttu alveg
hreint ótrúlega flottir. Oft fékk ég
mér epli þó að varla væri pláss því
hnífarnir voru svo spennandi.
Á vorin voru oft miklar annir, þá
settum við niður mikið magn af
kartöflum inni í Hvammi.
Þeir voru ófáir bíltúrarnir með
þér og afa inn í garð yfir sumarið til
að gæta að uppskerunni.
Þá man ég hve það gladdi þig
mikið ef grösin voru ræktarleg.
Oft fórum við saman í berjamó
sást alltaf í hælana á þér upp hlíð-
ina, því þetta var með því skemmti-
legasta sem þú gerðir. Þér var svo
mikið í mun að nýta öll berin sem
hægt væri að ná í og talaðir oft um
það í fyrstu frostum hvað það væri
mikil synd að vita af öllum berj-
unum sem eyðilegðust.
Ólöfu Rut þótti alveg einstaklega
vænt um hlýju orðin þín á síðasta
jólakorti. Þú varst alltaf svo dugleg
að hugsa vel til allra barnanna þinna
hvort sem það voru börn, barnabörn
eða barnabarnabörn. Það var með
þau eins og kartöflugrösin, mestu
máli skipti að börnin yxu vel úr
grasi. Ég mun alltaf geyma hjá mér
síðustu orðin þín til mín sem voru
guð veri með þér, elsku vina, guð
var örlátur að gefa mér þig og leyfa
mér að eiga þig allan þennan tíma.
En þrátt fyrir það þá er söknuður
minn mikill og munt þú ætíð eiga
stóran stað í hjarta mínu.
Elsku mamma, Dódó, Palli,
Bogga, Mummi Þór og Diddi, guð
veri með ykkur öllum á þessum erf-
iðu tímum.
Dagbjört Lína.
Þá ert þú búin að yfirgefa þennan
heim amma mín. Þinn tími kom og
þú ert aftur sameinuð afa handan
við móðuna.
Þegar ég hugsa til baka um
ömmu þá koma margar góðar minn-
ingar upp í hugann. Hún var alla tíð
einstaklega örlát þrátt fyrir að hafa
lifað af litlum tekjum. Allar jóla- og
afmælisgjafirnar sem hún gaf okkur
ömmu- og langömmubörnunum sín-
um voru alveg einstakar. Hún byrj-
aði mörgum mánuðum fyrir jól að
útbúa gjafir og það var alltaf sér-
hannað fyrir hvern og einn. Alltaf
þótti manni einstaklega vænt um
gjafirnar frá ömmu því að maður
vissi hve mikið hún hafði lagt á sig
og hvað hugurinn var mikill að baki.
Það var alltaf virkilega gaman og
notalegt að koma í heimsókn til
ömmu og afa í Hrannargötu 8 og
síðan á dvalarheimilið Hlíf eftir að
þau fluttu þangað. Eftir að afi féll
frá bjó amma ein í íbúðinni og átti
ég margar góðir heimsóknir til
hennar þegar ég fór til Ísafjarðar.
Við áttum mörg hjá henni nokkurs
konar griðastað þar sem við gátum
sest niður hjá henni, drukkið kaffi,
spjallað og gleymt öllum okkar
vandamálum á meðan. Amma var
mjög gestrisin og það fór enginn
svangur frá henni. Í hvert einasta
skipti bauðst hún til að elda fyrir
mann og gat síðan setið og spjallað
við mann um allt mögulegt.
Ég talaði við ömmu í síma í síð-
asta sinn tæpri viku áður en hún
fékk hvíldina og þrátt fyrir að veik-
indin hafi tekið á hana var hún samt
með allt á hreinu og fylgdist vel
með. Hún gat meira að segja að
segja gert að gamni sínu þótt svona
væri komið. Hún var alveg einstök
kona og ég get ekki annað en verið
stoltur af því að vera afkomandi
hennar.
Ég bið guð að vera með Boggu og
veita henni styrk.
Hvíl í friði, elsku amma.
Friðrik Ómarsson.
Það eru margar góðar minningar
sem koma upp í hugann núna þegar
komið er að því að kveðja ömmu á
Ísó. Flestar tengjast minningarnar
nú í Hrannargötuna til ömmu, afa
og Boggu. Þar fengum við kennslu í
að baka og gera allskonar handa-
vinnu. Það var ömmu mikilvægt að
við stelpurnar hennar gætum bjarg-
að okkur með prjónana og sauma-
vélina. Ömmu fannst við aldrei
borða nóg enda alltaf nóg til að
borða í Hrannó.
Amma var í mörg ár búin að
reyna að kenna mér að prjóna hæl,
ég bara tók ekki nógu vel eftir, svo
fyrir tæpum tveimur árum kom hún
til mín í Borgarnes og stoppaði í tvo
daga, þá tókst henni að kenna mér
hælinn sem ég mun örugglega alltaf
kunna. Þetta lýsir ömmu vel því hún
var ákveðin kona og tókst yfirleitt
það sem hún ætlaði sér. Henni tókst
til dæmis alltaf að komast í berjamó
á haustin, sama hversu lasin hún
var búin að vera, hún varð að geta
gert sultu fyrir alla ættina. Núna í
janúar var amma búin að prjóna
sokka og vettlinga á öll litlu hjarta-
krúttin sín þrátt fyrir að vera slæm
af slitgigt í höndum. Hún var kona
sem við getum verið stolt af að eiga
fyrir formóður, hún var dugleg,
ákveðin og yndisleg kona, alltaf
tilbúin að hjálpa öllum, hvort sem
það voru ættingjar, vinir eða kunn-
ingjar.
Amma talaði alltaf um að hún
hlakkaði til að hitta afa aftur og nú
eru þau saman aftur.
Mig langar að kveðja ömmu með
erindi úr þessum sálmi sem hún
söng alltaf fyrir okkur þegar við
fengum að sofa hjá þeim afa í
Hrannargötunni.
Ó, Jesús bróðir besti
og barnavinur mesti,
æ, breið þú blessun þína
á barnæskuna mína.
(Páll Jónsson.)
Takk fyrir allt, elsku amma, hvíl í
friði.
Þín
Sara.
Elsku amma á Hlíf, núna ertu bú-
inn að kveðja okkur og komin til afa.
Að koma til þín var betra en að
fara á fimm stjörnu lúxus hótel,
þegar við komum fengum við gott,
langt og heitt faðmlag en þegar við
fórum vorum við aldrei svöng, allar
sögunar sem að þú sagðir um allt
sem að þú hafðir upplifað þegar þú
varst yngri munum við ætíð geyma í
okkar huga.
Núna verður hálf tómlegt að
koma til Ísafjarðar því þú verður
ekki þar, en við munum ætíð muna
eftir þér og góðu stundunum sem
við eyddum saman. Með tár í augum
kveðjum við nú með þessum sálmi:
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt,
því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
(Sálm. 23:4.)
Selma, Sævar, Óskar Pétur
og Ásgeir Hólm.
Ótal góðar minningar koma upp í
hugann þegar ég hugsa um hana
ömmu mína. Til dæmis öll þau skipti
sem ég kom til ömmu, afa og Boggu
í Hrannargötuna og seinna á Hlíf en
þar var alltaf tekið vel á móti okkur
krökkunum og aldrei komið að tóm-
um kofunum. Þegar ég hugsa til
baka um öll þessi góðu skipti sé ég
hvað þetta var sérstakt allt en samt
svo ofboðslega eðlilegt, afi sat á
stólnum við ofninn rólegur og yf-
irvegaður meðan amma var að
stússast út um allt eins og hennar
var von og vísa. Alltaf var eitthvað í
gangi eins og kleinubakstur, pönnu-
kökubakstur, fiskibolluframleiðsla
svo fátt eitt sé nefnt.
Amma talaði alltaf um hvað það
væri ljúft að hitta hann afa aftur
þegar hún færi úr þessu jarðlífi og
að þau myndu fylgjast með okkur
öllum saman á ný. Amma þurfti
nefnilega alltaf að hafa svo miklar
áhyggjur af okkur öllum og var því
stundum mikið til að hugsa um fyrir
hana. Ég er líka viss um að hún
Bogga okkar verði ekkert ein þótt
henni gæti fundist það stundum því
hún hefur alltaf verið aðal Hrann-
argötupúkinn okkar allra og á góða
að í báðum heimum.
Ég gleymi því aldrei þegar ég
byrjaði að vera með honum Ár-
manni og var að fara að láta ömmu
vita. Einhvern veginn var ég alveg
viss um að henni litist ekkert á
hann. Ég var alveg viss um að
hörkutólið að vestan vildi bara vest-
firskan mann fyrir stelpuna sína en
ég var komin með Eyjapeyja! En
ömmu leist svo vel á hann áður en
hún hitti hann og enn betur eftir að
þau hittust, enda urðu þau mestu
mátar. Einnig er gaman að segja frá
því að amma bauð honum með sér í
berjamó í fyrstu heimsókninni, svo
vel leist henni á hann.
Amma er mjög stór þáttur úr lífi
mínu bæði sem barns og sem full-
orðins einstaklings enda er hún fyr-
irmynd og er ég ótrúlega stolt af því
að vera afkomandi svona sterkrar
og góðrar konu.
Takk fyrir allt elsku amma og guð
geymi þig.
Rakel og Jóna Lára.
Það er nú margt hægt að segja
um þessa merku konu, hana ömmu
mína, hún var kraftmikil alla leið,
ekki spurning, en nú er hún komin
til afa eftir mikinn söknuð og eflaust
hafa þau það mjög gott og eru farin
að dansa og tína ber.
Ég man allaf eftir því þegar mig
langað svo mikið í fallegan sumar-
kjól, þá hef ég verið svona 5–6 ára,
hún amma var nú ekki lengi að
bjarga því, hún fór bara upp í skáp
og fann þar fallegt heiðblátt efni
sem hún saumaði úr þann flottasta
kjól sem ég hafði nokkurn tímann
séð, mikið var ég ánægð og minnist
þess öruggleg alla ævi. Þegar í
Hrannargötuna var komið sat mað-
ur nú aldrei auðum höndum, það var
alltaf hægt að finna eitthvað að gera
fyrir ungana, prjóna, hekla, sauma
út eða föndra eitthvað fallegt.
Svo var það nú fastur liður á
hverju hausti að fara í berjamó og
voru „pottarnir“ nú ekki fáir sem
tíndir voru. Ég fór nú síðast með
ömmu í berjamó í fyrra og var nú
ekkert slegið af, þó amma væri las-
in, það var eins og hún fylltist ein-
hverjum ofurkrafti að komast út í
náttúruna, Ásgeir Þór litli fylgdi
okkur eftir hvert fótmál og fékk
hann tilsögn langömmu um hvernig
ætti að tína berin, alveg eins og hún
kenndi mér.
Við krakkarnir eyddum mörgum
stundum með ömmu og afa í kart-
öflugarðinum þeirra og höfðum
mjög gaman af, alltaf höfðu þau þol-
inmæði til að drösla okkur með og
fannst það nú ekki mikið mál, þótt
þau þyrftu jafnvel að bera okkur
þessi minnstu stærstan hluta leið-
arinnar frá veginum inn í garð og til
baka aftur.
Fallegar minningar um ömmu og
afa, þolinmæði og vinnusemi, vin-
áttu þeirra og samheldni eru marg-
ar hjá okkur systkinunum.
Ég ætla að kveðja þig elsku
amma mín, með þessari fallegu bæn
sem ég lærði hjá ykkur afa.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Þín
Helga Kristín.
Elsku amma mín, ég á eftir að
sakna þín alveg óendanlega mikið.
GUÐMUNDA
JÓHANNSDÓTTIR
ÚTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA
Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is
REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST
Önnumst alla þætti útfararinnar
Þegar andlát ber að höndum
Arnór L. Pálsson
framkvæmdastjóri
Ísleifur Jónsson
útfararstjóri
Frímann Andrésson
útfararþjónusta
Svafar Magnússon
útfararþjónusta
Hugrún Jónsdóttir
útfararþjónusta
Guðmundur Baldvinsson
útfararþjónusta
Halldór Ólafsson
útfararþjónusta
Ellert Ingason
útfararþjónusta