Morgunblaðið - 19.03.2005, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MARS 2005 55
MINNINGAR
okkur mjög vel, traustur, heiðarlegur
og jákvæður, talaði aldrei illa um fólk
og hlustaði eftir öllu jákvæðu. Hann
var alltaf góður og hugsunarsamur
við okkur öll sex systkinin á Sólbergi
og börnin okkar og lagði sig sérstak-
lega fram um að spjalla við okkur,
þegar við fórum að koma í smiðjuna,
hvort sem var í heimsókn eða til að
vinna.
Það lýsir Erni vel, að í hans stutta
en erfiða veikindastríði hafði hann
sjálfur stjórnina allan tímann og lét
vita af því, hvað hann vildi í sambandi
við meðferð og þjónustu, sem honum
bauðst, þó hann ætti orðið erfitt með
að tjá sig.
Við sendum þér, elsku Björg, okk-
ar innilegustu samúðarkveðjur, og
sömuleiðis strákunum og þeirra fjöl-
skyldum. Guð veri með ykkur og gefi
ykkur styrk.
Björg og Jón Guðni á Sólbergi.
Þegar ég nú kveð þennan góða vin
minn og samstarfsfélaga til margra
ára er margs að minnast og ótrúlegt
að hann skuli vera farinn yfir móðuna
miklu.
Fyrir tæplega þremur mánuðum
breyttist líf hjónanna á Höfðastíg 8,
þegar húsbóndinn Örn greindist með
alvarlegan sjúkdóm, sjúkdóm sem
læknavísindin stóðu máttvana
frammi fyrir, ekkert hægt að gera,
aðeins bíða æviloka hans. Við þessar
aðstæður reynir mjög á makann,
börnin, barnabörnin, aldraðan föður,
bræður og vini og allir bíða og biðja
um líkn hinum sjúka til handa.
Ótrúlegur styrkur eiginkonunnar,
Bjargar, var og er fjölskyldunni sem
akkeri í ólgusjó, en hún mildaði sárs-
aukann svo sem hún best gat og veitti
nánustu aðilum huggun.
Kynni okkar Arnar hófust fyrst
fyrir alvöru þegar við störfuðum
saman í bæjarstjórn Bolungarvíkur
og sérstaklega eftir að hann varð for-
maður bæjarráðs og hafnarstjórnar
Bolungarvíkur sem hann var samfellt
í átta ár, eða frá árinu 1994 til ársins
2002, en í bæjarstjórn Bolungarvíkur
sat hann í sex ár sem varamaður og
fjórtán ár sem aðalmaður.
Fátt er bæjarstjóra mikilvægara
en eiga trúnað og traust samstarfs-
manna sinna, hvort heldur þeir skipa
meirihluta eða minnihluta, en Örn
var traustur samstarfsmaður, hafði
mikinn metnað til góðra verka fyrir
bæjarfélagið, var með ákveðnar
skoðanir þar um, en tók ávallt tillit til
skoðana annarra og lagði sig fram
um að ná samstöðu um lausn mála.
Hann var vandur að virðingu sinni
og lagði mikla vinnu í öll þau störf
sem honum var trúað fyrir. Þau ár
sem hann gegndi stöðu formanns
bæjarráðs áttum við nánast daglega
saman viðræður. Það var venja okkar
að hittast með góðum fyrirvara fyrir
vikulega bæjarráðsfundi og fara
saman yfir dagskrána og móta eða
gera tillögu um afgreiðslu þeirra
mála er fyrir lágu.
Ég sé hann nú fyrir mér – koma
inn á bæjarstjóraskrifstofuna – með
kaffikrúsina í hendi, bjóða glaðlega
góðan daginn, léttan í lund og tilbú-
inn að takast á við verkefni fundar-
ins.
Áhugi hans var mikill fyrir bæjar-
málum, sérstaklega atvinnumálum,
stöðu Bolungarvíkurhafnar og hafði
hann sem formaður bæjarráðs og
hafnarstjórnar alla tíð mikil áhrif á
uppbyggingu þeirra mikilvægu mála-
flokka sem undir hafnarstjórn og
bæjarráð heyra. Ákvarðanir bæjar-
ráðs og tillögugerð til bæjarstjórnar
móta ramma fjárhagsáætlunar ár
hvert, svo sem fjárfestingar, fram-
kvæmdaröð og fjárframlög til félaga-
samtaka og annarra almennra þjón-
ustuþátta bæjarfélagins. Honum var
alla tíð meinilla við að fresta ákvarð-
anatöku og draga mál á langinn en
vildi þess í stað láta verkin tala.
Erni var ungum sýndur mikill
trúnaður af hálfu Bolvíkinga. Árið
1976 var hann kosinn í stjórn Lífeyr-
issjóðs Bolungarvíkur og sat þar til
dauðadags. Í stjórn Sparisjóðs Bol-
ungarvíkur var hann kjörinn sem
fulltrúi Bolungarvíkurkaupstaðar ár-
ið 1994 og var þar enn stjórnarmaður
við andlátið.
Örn var mikill félagsmálamaður og
tók m.a. virkan þátt í starfi Sjálfstæð-
isfélagsins Þjóðólfs, í fulltrúaráði
sjálfstæðisfélaganna í Bolungarvík
og gegndi forystuhutverki þar um
árabil.
Fas hans allt var rólegt, yfirbragð
hlýlegt, stundum nokkuð stríðnislegt
og stutt var í brosið þegar gamanmál
bar á góma og gáski hljóp í menn á
gleðistundum.
Hann var ekki mikið fyrir að láta
bera á sér og vann oft við undirbún-
ing verka sinna í kyrrþey, var skipu-
lagður í vinnu allri og verkstjórn, en
hann var verkstjóri um árabil í Vél-
smiðju Bolungarvíkur þar sem hann
naut mikils trausts samstarfsmanna
sinna og viðskiptavina fyrirtækisins.
Bolvíkingar hafa nú misst mikinn
mannkostamann, en missir fjöl-
skyldu hans er þó öllu meiri.
Ég vil hér og nú þakka honum liðn-
um vináttu liðinna ára, heiðarlegt
samstarf, traust og trúnað um leið og
leyfi mér að færa honum þakkir Bol-
víkinga fyrir óeigingjörn störf að vel-
ferðarmálum Bolungarvíkur.
Elsku Björg. Við Lillý færum þér
og fjölskyldu allri innilegar samúðar-
kveðjur og vonum að góður Guð
styrki ykkur á þessum óvæntu tíma-
mótum. Ég veit að söknuður og ljúfar
minningar hríslast nú um huga ykk-
ar, sem og okkar vina hans, við andlát
og útför þessa elskulega, hægláta og
góða drengs.
Þá vottum við öldruðum föður Arn-
ar, Jóhanni og bræðrum Arnar og
öðrum nánustu vinum djúpa samúð.
Blessuð sé minning Arnar Jó-
hannssonar.
Ólafur Kristjánsson.
Sunnudaginn 13. mars barst sú
harmafregn að góður samborgari
okkar Bolvíkinga, Örn Jóhannsson,
vélvirki og fv. bæjarfulltrúi, væri lát-
inn. Þó svo að vitað væri um erfiða
sjúkdómslegu hans – sem var ótrú-
lega stutt – kemur andlátsfregn
ávallt á óvart, einkum og sér í lagi
þegar menn andast um aldur fram,
en Örn hefði orðið 62 ára 18. sept-
ember á þessu ári.
Árið 1978 tók Örn fyrst sæti á
framboðslista D-listans í Bolungar-
vík fyrir hönd sjálfstæðisfélaganna í
Bolungarvík. Seta hans síðan í bæj-
arstjórn Bolungarvíkur urðu fjöl-
mörg ár, eða sex ár sem varamaður
og 14 ár sem aðalmaður.
Hann naut og mikils trausts sem
stjórnarmaður í Lífeyrissjóði Bol-
ungarvíkur frá árinu 1976 og í stjórn
Sparisjóðs Bolungarvíkur frá árinu
1994, en í þessum stjórnum sat hann
til dauðadags.
Síðustu átta árin eða frá árinu
1994–2002 var hann formaður bæj-
arráðs Bolungarvíkur og hafnar-
stjórnar Bolungarvíkur. Þá sat hann
í fjölmörgum öðrum nefndum á veg-
um bæjarfélagins sem ekki verða hér
frekar upp talin. Oft þurfti hann
ásamt félögum sínum í bæjarstjórn
að taka afdrifaríkar ákvarðanir á erf-
iðum umbrotatímum í Bolungarvík
sem ekki verður rakið hér, en víst er
að hann markaði mörg djúp fram-
faraspor sem urðu Bolungarvík til
heilla.
Sjálfstæðisfélögin í Bolungarvík
færa honum látnum miklar þakkir
fyrir störf hans, bæði innan félag-
anna sem og að framfaramálum fyrir
bæjarfélagið.
Eftirlifandi eiginkonu hans,
Björgu Kristjánsdóttur, börnum og
nánustu niðjum vottum við djúpa
samúð um leið og við blessum minn-
ingu Arnar Jóhannssonar.
F.h. fulltrúaráðs sjálfstæðisfélag-
anna í Bolungarvík,
Ólafur Jens Daðason.
Tæplega tvítugur að aldri kom Örn
Jóhannsson til Bolungarvíkur. Hann
ætlaði sér aðeins að hafa hér stutta
viðdvöl. Árin í Víkinni urðu hins veg-
ar tæplega 42. Örn lést á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Ísafirði, langt um ald-
ur fram, eftir snarpa baráttu við
banvænan sjúkdóm.
Hann kom til Bolungarvíkur árið
1963, ásamt stórum hópi manna frá
Landssmiðjunni til að reisa síldar-
verksmiðju fyrir fyrirtæki Einars
Guðfinnssonar. Verksmiðjan reis á
mettíma og var gangsett sex mánuð-
um eftir að framkvæmdir hófust. Á
verktímanum kynntist Örn eftirlif-
andi eiginkonu sinni, Björgu Krist-
jánsdóttur. Vélvirkjanum unga leist
ekki verr á staðinn en svo að hann réð
sig í vinnu hjá Vélsmiðju Bolungar-
víkur. Frá þeim tíma bjó Örn í Bol-
ungarvík, utan skamms tíma er hann
lauk sveinsprófi sínu í vélvirkjun
haustið 1964.
Framkvæmdastjóri Vélmiðjunnar,
Guðmundur Bjarni Jónsson, áttaði
sig fljótt á dugnaði og mannkostum
Arnar. Ekki leið langur tími þar til
Örn var hækkaður í tign og gerður að
verkstjóra hjá Vélsmiðjunni. Því
starfi gegndi Örn allt til ársins 2000,
eða þar til breytingar urðu á högum
fyrirtækisins. Örn var ekki einungis
flinkur í iðn sinni, heldur var hann
einstaklega traustur starfsmaður og
var afar metnaðarfullur fyrir hönd
þess fyrirtækis sem hann starfaði
hjá. Þegar litið er til baka er í raun
með ólíkindum hve flókin og stór
verkefni Vélsmiðja Bolungarvíkur
tókst á við á sínum tíma. Þar munaði
ekki síst um kunnáttu Arnar og hæfi-
leika.
Með þeim Erni og Guðmundi
Bjarna Jónssyni tókst mikil og traust
vinátta. Guðmundur var einn af for-
vígismönnum Sjálfstæðisflokksins í
Bolungarvík og sat í hreppsnefnd og
bæjarstjórn um áratugaskeið. Örn
fylgdist því vel með þjóðmálaumræð-
unni og ekki síður með gangi bæj-
armálanna. Og Guðmundur Bjarni
hafði lag á að hrífa menn með sér.
Það leið ekki langur tími þar til Örn
hóf virka þátttöku í starfi Sjálfstæð-
isflokksins. Hann var m.a. formaður
Þjóðólfs, félags sjálfstæðismanna í
Bolungarvík, um margra ára skeið.
Örn naut mikils trausts samferða-
manna sinna og var valinn til marg-
víslegra trúnaðarstarfa. Hann hóf
virka þátttöku í bæjarmálum í Bol-
ungarvík er hann tók sæti á fram-
boðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir
bæjarstjórnarkosningarnar árið
1978. Frá þeim tíma sat hann sem
bæjarfulltrúi eða varabæjarfulltrúi
allt til ársins 2002, utan eitt kjörtíma-
bil. Hann sat í stjórn Lífeyrissjóðs
Bolungarvíkur frá árinu 1976 og í
stjórn Sparisjóðs Bolungarvíkur frá
árinu 1994.
Ég átti þess kost að starfa með
Erni Jóhannssyni um langt skeið. Í
tvö kjörtímabil vorum við í meiri-
hlutasamstarfi í bæjarstjórn Bolung-
arvíkur. Síðar sátum við um árabil
saman í stjórn Lífeyrissjóðs Bolung-
arvíkur. Þegar Örn hætti störfum hjá
Vélsmiðju Bolungarvíkur vorið 2000
kom hann til starfa hjá okkur í Gná
hf. Þar stjórnaði hann viðhaldi og
verklegum framkvæmdum. Hann
endaði því starfsævi sína í verksmiðj-
unni sem hann kom til að reisa fyrir
rúmum fjörutíu árum.
Við sem höfum alið allan okkar ald-
ur í litlu samfélagi eins og Bolung-
arvík höfum oft orðið vitni að því að
fólk hafi flutt hingað, búið hér um
nokkurt skeið, tekið mjög virkan þátt
í athafna- félags- og menningarlífi, en
horfið á braut eftir nokkurra ára bú-
setu. Mikil eftirsjá hefur oft orðið
þegar slíkir einstaklingar og fjöl-
skyldur hafa flutt frá okkur. En sem
betur fer hafa jafnframt margir sest
hér að, fest hér rætur og jafnvel orðið
„meiri“ Bolvíkingar en þeir inn-
fæddu. Örn Jóhannsson var í þeim
hópi. Þegar hann hafði ráðið sig til
starfa og stofnað hér fjölskyldu var
teningunum kastað. Hér haslaði
hann sér völl og tók virkan þátt í að
berjast fyrir byggðarlag sitt og fyrir
hag íbúanna eins og áður er rakið.
Þrátt fyrir erfiðleika sem gengu yfir í
atvinnulífinu og snertu hann per-
sónulega kom aldrei til greina að
flytjast á brott. Hann var enda fastur
fyrir, gafst ekki upp þótt á móti blési
og hann var ekki gefinn fyrir að
breyta mikið til. Þannig voru vinnu-
staðir hans aðeins tveir í Bolungarvík
á þeim 42 árum sem hann starfaði
hér.
Það var gott að starfa með Erni Jó-
hannssyni. Hann var einstaklega
traustur og heiðarleiki var honum í
blóð borinn. Hann setti sig vel inn í
mál og talaði fyrir skoðunum sínum
af hógværð og festu. Hann var sann-
gjarn og réttsýnn og óttaðist ekki að
eiga þátt í „óvinsælum“ ákvörðunum
ef hann taldi þær óhjákvæmilegar.
Örn hafði sig ekki mikið í frammi op-
inberlega. Hann lét frekar verkin
tala. Það var hans stíll.
Við Bolvíkingar eigum Erni Jó-
hannssyni margt að þakka. Í áratugi
vann hann af heilum hug að ýmsum
framfaramálum í Bolungarvík,
byggðarlaginu til framdráttar og íbú-
unum til heilla.
Hjá Gná hf. sjáum við nú á bak ein-
um okkar mikilvægasta og besta
starfsmanni. Örn hafði yfirburða-
þekkingu á öllum vélbúnaði verk-
smiðjunnar. Hann var ekki aðeins
þátttakandi í að reisa verksmiðjuna
árið 1963, heldur stjórnaði hann og sá
um marga þætti við meiriháttar end-
urbyggingu hennar, fyrst árin 1977–
1978, þá árið 1985 og nú síðast á ár-
unum 1994–1997. Störf sín vann hann
öll af mikilli samviskusemi, trúnaður
hans og tryggð gagnvart fyrirtækinu
og samstarfsmönnum var einstök.
Við samstarfsmenn hans söknum nú
allir vinar í stað.
Örn steig mikið gæfuspor þegar
hann kvæntist eftirlifandi eiginkonu
sinni Björgu Kristjánsdóttur. Þau
reistu sér hús við Höfðastíginn þar
sem þau hafa átt sitt smekklega
heimili í nær 40 ár. Það hefur vakið
aðdáun hvernig hún, synirnir fjórir
og reyndar fjölskyldan öll umvafði
Örn síðustu vikurnar, eftir að hann
greindist með ólæknandi sjúkdóm í
desember sl. Sjálfur mætti Örn ör-
lögum sínum af þeirri karlmennsku
og hugarró sem hann bjó yfir.
Að leiðarlokum er ég þakklátur
fyrir að hafa átt Örn Jóhannsson að
samstarfsmanni og vini í áratugi.
Við Guðrún og synir okkar sendum
Björgu og fjölskyldunni allri innileg-
ar samúðarkveðjur, við ótímabært
fráfall Arnar Jóhannssonar.
Guð blessi minningu hans.
Einar Jónatansson.
Það var Bolvíkingum mikil gæfa
þegar svo réðust hlutir að Örn Jó-
hannsson flutti vestur. Þau Björg
Kristjánsdóttir felldu hugi saman
sumarið 1963, þegar hann vann að
uppbyggingu síldarverksmiðjunnar
og þar með voru örlögin ráðin. Þar
hófst hin farsæla og ástríka sambúð
og síðar hjónaband þeirra. Það var
líka táknrænt að hann kom vestur í
upphafi til uppbyggingarstarfa, því
einmitt öll hans verk voru til upp-
byggingar samfélaginu, sem hann
unni og hafði svo mikinn metnað fyr-
ir.
Í öflugu sjávarplássi er vélsmiðjan
lífæð. Bátarnir þurfa að róa og mikl-
ar kröfur eru gerðar til þeirra sem
sinna viðhaldi og viðgerðum. Örn Jó-
hannsson var í þessu hlutverki ára-
tugum saman sem verkstjóri Vél-
smiðju Bolungarvíkur. Hann þurfti
að kunna á öllu skil. Enda vissum við
sem kölluðum eftir þjónustu hans
alla daga og næstum hvenær sem var
sólarhringsins, að þar væri ekki kom-
ið að tómum kofunum. Hann var sér-
fræðingur á sínu sviði og sérfræði-
kunnátta hans laut að öllu því mikla
gangverki sem flókinn tækni- og vél-
búnaður nútímafiskiskipa er.
Örn hafði ég þekkt frá fyrstu tíð er
hann kom vestur. En í um áratug
hafði ég við fáa menn meiri samskipti
en einmitt hann, vegna starfa okkar
og áhugamála. Daglega kom ég við
hjá honum og við ræddum saman oft
á dag. Samstarf okkar var náið, en þó
við ynnum oft undir miklu álagi, að
ábyrgðarmiklum verkum, minnist ég
þess aldrei að okkur hafi orðið sund-
urorða.
Í viðbót við okkar daglegu störf
kom svo pólitíkin. Þar vorum við nán-
ir samherjar og vinir, enda mátti
reiða sig á Örn í þeim verkum sem
öðrum. Ég man hve okkur þótti það
mikið happ þegar Örn fékkst til þess
að fara á framboðslista til bæjar-
stjórnar. Þar vissum við öll að traust-
ur maður færi, sem nyti virðingar
samborgaranna. Hann hitti marga,
meðal annars vegna starfs síns og
fann hvernig straumar mannlífsins
lágu. Á fundum var hann enginn mál-
skrafsmaður, þó létt ætti um mál, en
undantekningarlaust hlustuðu menn
vel þegar hann kvaddi sér hljóðs. Það
munaði því vel um hann í baráttu-
sveitinni Og mikið óskaplega var nú
alltaf gott að vinna í nálægð hans,
með honum og þiggja góðu ráðin
hans. Það vissu ekki allir, að hann
kom til vinnu sinnar daglega kl. 4–5
árdegis, til þess að vinna upp það
vinnutap sem bæjarstjórnarstarfið
skapaði honum. Þetta lýsir trú-
mennsku hans. Hann bætti einfald-
lega nokkrum klukkustundum við
langan vinnudaginn til þess að geta
rækt hvort tveggja; samfélagslegt
skylduverk í bæjarstjórninni og
ábyrgðarmikið hlutverk í starfi.
En nú er lífsdagur hans að kveldi
kominn. Hin skyndilegu veikindi
buguðu hann, þennan hrausta og öfl-
uga mann sem hefði getað komið svo
mörgu í verk enn, þó lífsstarf hans
hafi verið mikið og gott. Við vinir
hans kveðjum hann með virðingu og
sárum trega. Hugur okkar dvelur hjá
fjölskyldunni allri sem nú grætur
góðan fjölskylduföður, sem genginn
er langt um aldur fram. Björgu, sem
nú sér á bak ástríkum eiginmanni,
sonum, tengdadætrum, barnabörn-
um og fjölskyldunni allri sendum við
Sigrún okkar einlægustu samúðar-
kveðjur. Guð blessi minningu Arnar
Jóhannssonar.
Einar K. Guðfinnsson.
Laugardaginn 12. mars s.l. lést
Örn Jóhannsson eftir stutt en erfið
veikindi en hann sat í stjórn Spari-
sjóðs Bolungarvíkur.
Ekki grunaði mig, að þegar Örn
kom til mín í Sparisjóðinn fyrstu dag-
ana í janúar sl. og sagði mér að hann
væri að fara í læknisrannsókn til
Reykjavíkur, að það yrði síðasta
skiptið sem hann kæmi inn í Spari-
sjóðinn.
Hann sat í stjórn Sparisjóðs Bol-
ungarvíkur frá árinu 1994, fyrst sem
fulltrúi Bolungarvíkurkaupstaðar til
ársins 2002 en eftir það var hann einn
af fulltrúum stofnfjáreigenda.
Örn var áhugasamur um velferð
Sparisjóðsins og kynnti sér rekstur
hans vel. Hann var tillögugóður og
var vakinn og sofinn yfir velferð
Sparisjóðsins, var annt um að
ákvarðanir kæmu bæjarfélaginu til
góða og talaði máli sjóðsins þegar að-
stæður leyfðu. Sömu trúmennsku
gegndi hann fyrir Lífeyrissjóð Bol-
ungarvíkur, þar var hann í stjórn frá
1976, en Sparisjóðurinn sér um
rekstur Lífeyrissjóðsins.
Það voru ekki margir stjórnar-
fundirnir sem hann mætti ekki á og
reyndi hann ávallt að hagræða at-
vinnu sinni þannig að hann gæti
mætt á fundina.
En síðustu skiptin sem ég kom
heim til hans og greindi honum frá
gangi mála í Sparisjóðnum voru erfið
fyrir okkur báða, sérstaklega fyrir
Örn sem ekki gat tjáð sig.
Um leið og Erni eru þökkuð mikil
og góð störf í þágu Sparisjóðsins og
Lífeyrissjóðsins, færi ég, fyrir hönd
stjórnar og starfsfólks þessara stofn-
ana, eiginkonu hans Björgu, börnum,
fjölskyldum þeirra og öldruðum föð-
ur hans innilegar samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Arnar Jó-
hannssonar.
Ásgeir Sólbergsson.
Mig langar að minnast vinar míns
Arnar J. Jóhannssonar með nokkr-
um orðum. Við kynntumst fyrst 1976
þegar ég fluttist vestur með fjöl-
skyldu mína og hóf störf í Vélsmiðju
Bolungarvíkur sem átti aðeins að
vera eitt sumar en urðu rúm fjögur
ár.
Með okkur Erni tókst strax gott
samstarf er leiddi til þeirrar vináttu
sem hefur varað allar götur síðan.
Vinátta er ekki sjálfgefin það þarf
rækta hana og virða. Örn og Björg
hafa sannarlega gert það í gegnum
árin og alltaf hefur verið jafn gott að
koma í heimsókn á Höfðastíginn, sem
er á fimm stjörnu skalanum og þarf
ekki fleiri orð um það.
Ekki hvarflaði það að okkur hjón-
um að ferðin um páskana í fyrra yrði
sú síðasta sem Örn var við fulla
heilsu. Þá meðal annars fórum við á
tónleika á Ísafirði, „Aldrei fór ég suð-
ur“. Það má segja um Örn að hann
fór heldur aldrei suður eftir að hann
kynntist Björgu, og þá varð ekki aft-
ur snúið.
Það má með sanni segja að það eru
fáir jafn miklir Vestfirðingar og
hann.
Við hjónin þökkum fyrir að hafa
fengið að njóta þeirra forréttinda að
fá að kallast vinir Arnar og Bjargar.
Sú vinátta endist vonandi til æviloka.
Hvíl þú í friði, kæri vinur.
Sævar Pálsson.