Morgunblaðið - 19.03.2005, Síða 65
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MARS 2005 65
MENNING
THE NORDIC ART
SCHOOL IN KARLEBY,
FINLAND
is a free, intermediate level art school in Scandinavia.The school
offers a two-year education in art. The main subjects are draw-
ing, painting,contemporary art and art theory. Tuition is also
given in video, sculpture, graphic art and installation.The tuition
is handled by a director of education and a head teacher. The
school is also known for its unique guest teaching programme
with 30-35 guest teachers per year, from Scandinavia and other
European countries.
The teaching languages are Swedish and English.
Application in the middle of May.
Application form, brochure and information from:
The Nordic Art School - Nordiska Konstskolan
Borgmästaregatan 32, FIN-67100 Karleby, Finland
Phone: +358 6 822 0906, fax: +358 6 831 7421
e-mail: info@nordiskakonstskolan.org
www.nordiskakonstskolan.org
KYNJAHLJÓÐ munu berast um sali Borgar-
leikhússins kl. 15.15 í dag þegar Tinna Þor-
steinsdóttir hefur leik sinn á 15:15 tónleikum á
Nýja sviðinu.
Á tónleikunum mun Tinna leika verk nokk-
urra meistara 20. aldarinnar, en þar má telja
Sonatas and Interludes eftir John Cage, For
Prepared Piano eftir Christan Wolff, Inter-
mission 5 og Piano Piece eftir Morton Feldman,
Guero eftir Helmut Lachenmann og Quattro
Illustrazioni eftir Giacinto Scelsi.
Tvö verkanna á efnisskrá Tinnu eru skrifuð
fyrir undirbúið píanó (Prepared Piano), sem var
hugarfóstur tónskáldsins John Cage, en þar er
framandi hlutum eins og skrúfum, boltum,
plasti, gúmmíi, strokleðrum og fleira komið fyr-
ir milli strengja píanósins til að breyta hljóði
þess í eins konar slagverkshljóðheim.
„Það er kannski vinnan á bak við það sem er
mjög skemmtileg og svolítið langt ferli. Maður
þarf að aðlaga sig nýjum hljóðum sem koma út
úr hljóðfærinu,“ segir Tinna og bætir við að til-
finningin í hljómborðinu breytist einnig töluvert
vegna þess að áferðin á strengjunum breytist.
„Þá þróar maður líka með sér nýja tilfinningu í
fingurgómunum. Þetta breytir tækninni svolítið
og tóneyrað breytist í slagverkstóneyra en ekki
píanótóneyra. Það eru svolítil viðbrigði fyrir
píanóleikara að fá svona allt annað hljóðfæri
upp í hendurnar. Maður heyrir þarna slagverks-
hljóðfæri, bongótrommur, bjöllur, Gamelan-
bjöllur og fleira. Það eru svolítið austræn blæ-
brigði yfir þessu.
Þetta er líka ofsalega skemmtileg vinna, mað-
ur er orðinn sérfræðingur í skrúfum, lengd
þeirra, breidd og gerð. Ég lærði að „undirbúa
píanó“ á kúrsi í náminu mínu í Boston fyrir
nokkrum árum og það tekur um 1 og hálfan
tíma að undirbúa píanóið fyrir tónleika í hvert
sinn.
Verkin á tónleikunum eru mörg hver að kljást
við viðfangsefnið hljóðið, en Feldman, Cage og
Lachenmann breyttu hljóðheimi píanósins tölu-
vert og sýn samtímans á hann.“
Tónlist | Tinna Þorsteinsdóttir leikur á undirbúið píanó á 15:15 tónleikum í dag
Ný tilfinning í fingurgómunum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Undirbúningur píanósins tekur ekki aðeins tíma
við uppsetningu þess, heldur þarf píanóleikarinn
í raun að læra á hljóðfærið upp á nýtt.
OPIÐ hús verður í Klink og Bank í
Brautarholti 1 í dag kl. 14-18, en
Klink og Bank fagnar einmitt eins
árs afmæli um þessar mundir. Af
því tilefni munu listamenn Klink og
Bank opna vinnustofur sínar fyrir
gestum og gangandi og sýna vinnu
sína í því formi sem við á; tónlist,
myndlist, hönnun kvikmyndagerð,
ljósmyndun ofl.
Í Græna sal verður horft um öxl
og sýnt brot af öllum þeim fjölda at-
burða og vinnu sem átt hefur sér
stað í Klink og Bank síðasta árið. Á
opna deginum verður eitthvað fyrir
alla, m.a. verður boðið upp á bíó
fyrir börn og fullorðna, barið verð-
ur á parabólur, gjörningar kvikna
út um allt hús og börnin mega mála
á veggi.
Þá verða léttar veitingar í boði
og allir eru velkomnir.
Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson
Nína Magnúsdóttir, hússtýra Klink
og Bank, býður gesti velkomna.
Opið hús í Klink og Bank
FINNSKA rokktríóið 22–Piste-
pirkko mætir til landsins í dag og
leika þeir félagar á Nasa í kvöld
kl. 21 ásamt sveitunum Brite
Light og Singapore Sling. 22–
Pistepirkko geta svo sannarlega
kallast Íslandsvinir, enda er þetta
í þriðja skiptið sem sveitin heim-
sækir landið.
Sveitin var stofnuð í smábæn-
um Utajarvi í N-Finnlandi í
kringum 1982 af tveimur bræðr-
um og æskuvini þeirra og því má
segja að sveitin eigi sér langa
sögu. Þeir sendu frá sér sína
fyrstu plötu 1987 en alls hafa
komið út 8 plötur sem hafa feng-
ið lofsamlega dóma. 22–Piste-
pirkko er þó einkar þekkt fyrir
kraftmikla framkomu á tón-
leikum.
Nýjasta plata sveitarinnar heit-
ir Drops & Kicks sem er plata
vikunnar á Rás 2 þessa vikuna.
Munu lög af þeirri plötu væntan-
lega heyrast í kvöld. Forsala
miða er í 12 tónum og hefst á
þriðjudaginn.
Eftir tónleika 22-Pistepirkko
tekur hljómsveitin Í svörtum föt-
um við og leikur fyrir dansi.
22–Pistepirkko á NASA í kvöld
HLJÓMSVEITIRNAR Kimono og
Skakkamanage leiða saman hesta
sína á Grand Rokk í kvöld kl. 23 og
má því án efa vænta hinnar ágæt-
ustu rokkgleði í þeim húsum.
Sveitirnar eru nokkuð ólíkar að
gerð og upplagi, en leika báðar tón-
list sem kenna má við óháðar stefn-
ur innan rokksins.
„Þetta eru lög sem hafa verið að
verða til á síðasta ári,“ segir Svavar
Pétur Eysteinsson, gítarleikari og
söngvari Skakkamanage, en sveitin
hefur nú starfað í rúmt ár. „Tvö
laganna koma út á sjötommu í lok
mánaðarins, en þeim verður síðan
öllum troðið inn á breiðskífu með
vorinu.“
Tónlist Skakkamanage er breyti-
leg, að sögn Svavars. „Allt frá því
að vera lágstemmt artífartípopp
upp í graðhestarokk. Það er engin
föst stefna, eða þröngar línur. Það
fer eftir veðri, en allavegana ekk-
ert eftir því sem er að gerast í
músík annars staðar í heiminum.“
Kimono og Skakka-
manage leika á
Grand Rokk í kvöld
Morgunblaðið/Sverrir
PERSÓNUR úr Ávaxtakörfunni
ætla að sýna sig og sjá aðra í
Kringlunni kl. 14 í dag og
skemmta gestum með leik og söng.
Ný geislaplata með lögum úr sýn-
ingunni kemur út í dag og af því
tilefni árita ávextirnir nýju plötuna
fyrir framan verslun Skífunnar.
Hverri plötu fylgir litabók með
myndum af persónunum í Ávaxta-
körfunni.
Á morgun munu svo ávextirnir
gleðja börnin á Barnaspítala
Hringsins. Börnin fá að gjöf
geislaplötuna með lögunum úr
Ávaxtakörfunni, litabók og bækur
eftir höfund Ávaxtakörfunnar
Kristlaugu Maríu Sigurðardóttur
og síðan glæsilegt páskaegg frá
Nóa Síriusi og að sjálfsögðu verða
sungin nokkur lög úr sýningunni.
Ávextir gefa út plötu og gera víðreist
Morgunblaðið/RAX
HELGA Sigurðardóttir opnar í dag kl. 14
einkasýningu á vatnslitaverkum í list-
sýningarsal Saltfiskseturs Íslands í
Grindavík.
Aðalviðfangsefni Helgu eru að eigin
sögn orkuflæði lands og fjalla, kraftur,
stórfengleg fegurð og litadýrð í íslenskri
náttúru og umhverfi. Verkin túlka sterk
áhrif náttúrunnar en notkun kröftugra
lita, mikils flæðis og litasprenginga eru
einkennandi í sýningunni. „Innblástur
margra verkanna er fenginn frá Snæ-
fellsjökli og er hann sýndur í mismun-
andi litbrigðum en margar aðrar nátt-
úruperlur hafa verið hugmyndahvatar,“
segir Helga m.a. um verk sín. „Snæfells-
jökull hefur alltaf heillað mig og síðast-
liðið sumar í Langaholti upplifði ég hann
á sérstakan hátt. Í verkum mínum reyni
ég að túlka þau áhrif sem ég verð fyrir
og sýna kraftinn sem fylgir jöklinum.
Hann hrífur mig með sér þegar hann rís
tignarlegur upp úr sjónum eins og hann
sést hér oft á suðvesturhorninu. Þá get
ég ekki staðist hann og verð ekki í rónni
fyrr en ég næ áhrifunum á blað. Þá er
tilganginum náð.“
Helga segir það sama að segja um
Jökulsárlón. „Það er sama orkan sem
fylgir jökunum í lóninu. Ég hrífst sér-
staklega af því hvernig jakarnir brjótast
fram og fljóta um í kynngimagnaðri
náttúrunni. Þá magnast upp í mér orkan
og hugurinn fer á stað. Það er svo auð-
velt að túlka þessa upplifun í vatns-
litnum þar sem hann flýtur í vatninu og
leyfir svo mikið orkuflæði. Þess vegna
er vatnsliturinn sá miðill sem ég kýs
mér helst. Fossarnir eru eitt af þeim
viðfangsefnum sem ég hef tileinkað mér.
Gullfoss í klakaböndum hefur verið mér
hugleikið verkefni. Þar kemur aftur fram
þessi gífurlega orka í íslenskri náttúru
þó að þarna sé hún beisluð í klakabönd-
um.
Þá eru það íshellarnir í Hrafntinnu-
skeri. Þeir eru magnaðir og það er sér-
stök reynsla að kynnast þessu fyrir-
brigði og þar hef ég komist í snertingu
við óbeislaða náttúru og glímt við þau
verkefni í vatnslitnum.“
Sýningin stendur til 4. apríl nk. og
er opin frá kl. 11–18 alla daga.
Sterkir náttúrukraftar
í Saltfisksetrinu
Vöggusæn
gur
vöggusett
PÓSTSENDUM
Skólavörðustíg 21 ● sími 551 4050 ● Reykjavík