Morgunblaðið - 19.03.2005, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 19.03.2005, Blaðsíða 66
66 LAUGARDAGUR 19. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ BÁRA K. Kristinsdóttir hefur starfað sem auglýsinga- og iðn- aðarljósmyndari um árabil en einnig sýnt ljósmyndir í listrænu samhengi, hún hefur haldið einka- sýningar og tekið þátt í samsýn- ingum en sýningin Heitir reitir er fyrsta stóra listræna verkefni hennar í nokkurn tíma. Myndefni Báru er gróðurhús og í blátt áfram og upplýsandi bæklingi með sýn- ingu sinni segir hún frá vinnunni við sýninguna, frá tækninni sem hún notaði og fram kemur að hún ferðaðist vítt og breitt um landið til að taka myndir. Sýningin er öll unnin eingöngu á filmu, engin staf- ræn tækni er notuð. Heitir reitir er heillandi sýning, myndir Báru birta fjölbreytilegan heim og hver þeirra segir sína sögu. Viðfangsefni hennar býr yfir miklum möguleikum en það þarf líka næmt og reynt auga til að fanga þau augnablik sem hún ger- ir. Gróðurhús eru sérstakt fyr- irbæri og búa yfir ákveðnum töfr- um, þau hýsa viðkvæman og oft framandlegan heim fjölbreytts gróðurs sem ekki þrífst utandyra hér á landi og minna að auki á lið- inn tíma, á glerbyggingar nítjándu aldar sem urðu til með framförum í byggingartækni þess tíma. Hringrás lífsins er sérstaklega augljós í gróðurhúsum, rotn- unarlyktin liggur jafnan í loftinu ásamt þungum gróðurilmi. Gróð- urhús í vetrarlandslagi vekja alltaf athygli, birtan innandyra sker sig frá umhverfinu. Ég man eftir fyrstu flugferð minni til Hollands, þegar flugvélin lækkaði flugið og við blöstu allar þessar byggingar upplýstar með dularfullri appels- ínugulri birtu, ég hafði ekki vitað til þess að svo mörg gróðurhús væru þar á bæ. Myndir Báru eru hver annarri forvitnilegri. Það eina sem truflaði að mínu mati upplifun áhorfandans á sýningunni var fjöldi mynda, án efa hefði að ósekju mátt sleppa nokkrum þeirra. Þær hanga full þétt saman og speglun áhorfand- ans í glerinu er hvimleið. Hnitmið- aðri framsetning hefði ef til vill skilað enn sterkari sýningu. En Báru tekst vel að birta ákveðið andrúmsloft, sumar sýna fram- andleg blóm og koma kannski minnst á óvart, aðrar fanga óráðn- ar stemningar þar sem gróðurinn er að visna upp og gefast upp fyrir hélu og kulda, eða að lifna við, eitthvað millibilsástand. Sumar minna á auðar sviðsmyndir þar sem einhver atburðarás hefur átt sér stað eða er ekki enn hafin, eru frjór bakgrunnur sögusviðs. And- stæður birtu og myrkurs, hita og kulda eru einnig ráðandi, en í heildina nær Bára að birta hug- myndina um viðkvæmt líf, sem eins og segir í bæklingnum aðeins fimm millimetrar skilja frá dauð- anum. Þessi tilfinning lyftir sýn- ingu hennar yfir hversdagslega upplifun og nær að tengja mynd- irnar við stærri hugmyndir um hringrás lífsins, líf og dauða. Sýn- ingin er aðgengileg og kveikir í ímyndunaraflinu, það er fengur í því þegar íslenskir ljósmyndarar ná að fanga einhvern þátt í okkar daglega umhverfi og birta okkur hann á skapandi og eftirminnileg- an hátt. Ljósmyndarar skapa jú alltaf með verkum sínum ákveðna mynd af umhverfinu og aukin fjöl- breytni í viðfangsefnum og nálgun er kærkomin. Hér myndar Bára íslenskt fyrirbæri en tekst að skapa úr því sýningu sem vísar langt út fyrir viðfangsefnið sjálft. Hún hefur komið sér á kortið sem ljósmyndari sem vert er að fylgj- ast með og vonandi verður áfram- hald á listrænum verkefnum henn- ar. Dularfull sögusvið MYNDLIST Ljósmyndasafn Reykjavíkur Til 22. maí. Opið 12–19 virka daga, 13–17 um helgar. Heitir reitir ljósmyndir, Bára ljósmyndari „Sýningin er aðgengileg og kveikir í ímyndunaraflinu, það er fengur í því þegar íslenskir ljósmyndarar ná að fanga einhvern þátt í okkar daglega umhverfi og birta okkur hann á skapandi og eftirminnilegan hátt.“ Ragna Sigurðardóttir Fyrir flottar konur Bankastræti 11 ● sími 551 3930 GAGNASAFN MORGUNBLAÐSINS mbl.is Stóra svið Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00 Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Lau 2/4 kl 14 – AUKASÝNING Su 3/4 kl 14 – AUKASÝNING Lokasýningar HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau Lau 23/4 kl 20, Fö 29/4 kl 20 AUSA eftir Lee Hall - Í samstarfi við LA Su 20/3 kl 20, Su 3/4 kl 20 Ath: Miðaverð kr 1.500 SEGÐU MÉR ALLT - Taumlausir draumórar? AMERICAN DIPLOMACY eftir Þorleif Örn Arnarsson Í samstarfi við Hið lifandi leikhús Fi 31/3 kl 20, Fö 1/4 kl 20 Síðustu sýningar 15:15 TÓNLEIKAR - SÓLÓ Tinna Þorsteinsdóttir Í dag kl 15:15 SVIK eftir Harold Pinter Samstarf: Á SENUNNI, Sögn ehf og LA. Í kvöld kl 20, Lau 2/4 kl 20, Lau 9/4 kl 20 Síðustu sýningar HOUDINI SNÝR AFTUR Fjölskyldusýning um páskana Mi 23/3 kl 20, Fi 24/3 kl 15, Fi 24/3 kl 20, Lau 26/3 kl 15, Lau 26/3 kl 20 SEGÐU MÉR ALLT e. Kristínu Ómarsdóttur Í kvöld kl 20, Su 20/3 kl 20. Fö 1/4 kl 20. LEIKHÚSVEISLA FYRIR HÓPA - UPPSKRIFT AÐ SKEMMTILEGU KVÖLDI NÆRING FYRIR SÁL OG LÍKAMA - BÓKIÐ Í TÍMA Kl 18:00 Gleðistund í forsal - veitingasalan opin Kl 18:30 Kynnisferð um leikhúsið - kynning á verki kvöldsins Kl 19:00 Matseðill kvöldsins Kl 20:00 Leiksýning kvöldsins BÖRN 12 ÁRA OG YNGRI FÁ FRÍTT Í BORGARLEIKHÚSIÐ Í FYLGD FULLORÐINNA - gildir ekki á barnasýningar! Nýja svið, Litla svið og Þriðja hæðin ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Einleikur Eddu Björgvinsdóttur Í kvöld kl 20 - UPPSELT, Su 20/3 kl 21, - Breyttur sýningartími! Mi 23/3 kl 20, Fi 24/3 kl 20, Fö 1/4 kl 20 - UPPSELT, Lau 2/4 kl 20 - UPPSELT Fi 14/4 kl 20, Fö 15/4 kl 20 - UPPSELTHÍBÝLI VINDANNA leikgerð Bjarna Jónssonar eftir vesturfarasögu Böðvars Guðmundssonar Fi 7/4 kl 20, Fö 8/4 kl 20, Lau 16/4 kl 20, Su 17/4 kl 20, Fi 21/4 kl 20, Fö 22/4 kl 20, Lau 30/4 kl 20 DRAUMLEIKUR eftir Strindberg Samstarf: Leiklistardeild LHÍ Í kvöld kl 20, Su 20/3 kl 20, Lau 9/4 kl 20, Su 10/4 kl 20, Síðustu sýningar Mögnuð fjölskyldusýning sem sameinar leikhús, sirkús og töfrabrögð Tryggðu þér miða í síma 568 8000 23. mars kl. 2024. mars kl. 1524. mars kl. 2026. mars kl. 1526. mars kl. 20 Leikhúsgestir munið glæsilegan matseðil S: 568 0878 Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar í kvöld sýnir PATATAZ fjölmenningarlegan fjölskylduleik Höfundur: Björn Margeir Leikstjóri: Bergur Þór Ingólfsson Sýnt í Stúdíó 4, Vatnagörðum 4 Í kvöld lau. 19. mars Mið. 23. mars Mán. 28. mars Sýningar hefjast kl. 20.00. Miðapantanir í s. 551 2525 midasala@hugleikur.is 4 600 200 leikfelag.is Miðasölusími „Fjarskalega leiftrandi og skemmtileg sýning“ H.Ö.B. RÚV Óliver! Eftir Lionel Bart Lau. 26.3 kl 14 Örfá sæti laus Lau. 26.3 kl 20 Örfá sæti laus Allra síðustu sýningar Ath: Ósóttar pantanir seldar daglega! Pakkið á móti Eftir Henry Adams Fös. 15.4 kl 20 Frums. UPPSELT Lau. 16.4 kl 20 Örfá sæti laus Fim. 21.4 kl 20 Örfá sæti laus
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.