Morgunblaðið - 19.03.2005, Side 67

Morgunblaðið - 19.03.2005, Side 67
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MARS 2005 67 MENNING Leikendur: Aðalbjörg Þóra Árnadóttir Atli Þór Albertsson Björn Ingi Hilmarsson Guðjón Davíð Karlsson Guðmundur Ólafsson Guðrún Ásmundsdóttir Halldór Gylfason Halldóra Geirharðsdóttir Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir Jóhannes Haukur Jóhannesson Oddný Helgadóttir Ólafur Steinn Ingunnarson Orri Huginn Ágústsson Pétur Einarsson Sara Dögg Ásgeirsdóttir Theodór Júlíusson „Algjör draumur“ MK Mbl „ ..ein skemmtilegasta leiksýning sem ég hef séð“ KHH Kistan.is Draumleikur SÝNINGAR LAUGARDAGS- OG SUNNUDAGSKVÖLD • ATHUGIÐ AÐ SÝNINGAFJÖLDI ER TAKMARKAÐUR eftir August Strindberg Leikstjóri: Benedikt Erlingsson Leikmynd: Gretar Reynisson N æ st Sigrún Eðvaldsdóttir konsertmeistariheldur einleikstónleika í Salnum kl. 16í dag ásamt James Lisney píanóleik- ara. Efnisskrá tónleikanna er sérstök, því öll verkin, eru samin af þekktum tónskáldum, fyrir þekkta fiðlusnillinga: Rondó í b-moll op. 70 eftir Schubert, tileinkað Slavik, Tango, song and dance, eftir André Prèvin, samið fyrir Anne Sophie Mutter, Sónata nr. 1, op. 75 eftir Camille Saint-Saëns, tileinkuð Marsick, og loks Sónata op. 134 eftir Sjost- akovitsj, tileinkuð Davíð Oistrakh. „Okkur James finnst mjög gaman að leika verk sem eru ekki spiluð of oft,“ segir Sigrún um áhuga þeirra James Lisn- eys á verkunum á efnisskránni. „Hann hefur spilað Schubert mikið, en þetta er fyrsta Schubertverkið sem við spilum saman. Seinna langar okkur að spila Fantasíu Schuberts. Í fyrra var ég á tónleikum úti í Englandi og heyrði Midori spila sónötuna eftir Saint- Saëns. Ég hafði aldrei heyrt verkið áður, en fannst það alveg æðislega flott og fallegt. Það var alveg pottþétt að ég vildi spila það sjálf. Það var aldrei nein spurning í mínum huga, að mig langaði að spila Sjostakovitsj sónötuna – þannig að það var sjálfgefið að taka hana með á þessa tónleika.“ Með þessi þrjú verk á blaði fóru þau Sigrún og James Lisney að velta fyrir sér þema tón- leikanna og spá í hvað verkin ættu sameig- inlegt. James Lisney fór að grúska og þemað var auðfundið. „Hann komst að því að tón- skáldin höfðu öll tileinkað verkin fiðlusnill- ingum síns tíma. Þá hafði ég fundið verk eftir André Prévin, sem hann hafði samið fyrir Ann Sophie Mutter – og veistu hvað, það er svo flott. Þetta er mjög orginal verk. Hann samdi þetta fyrir hana og hefur greinilega viljað hafa það skemmtilegt virtúósaverk í djassstíl. Hæga kaflann semur hann al- gjörlega frá hjartanu. Ann Sophie Mutter er konan hans – og kaflinn er algjört æði – svo rómantískur og fallegur.“ Sigrún segir að þótt öll verkin séu samin fyrir snillinga sé hlutverk fiðluleikarans í hverju einu þeirra ólíkt hinum. „Prévin sem- ur mjög vel fyrir fiðluleikarann. Verkið er erfitt en ótrúlega flott. Schubert er auðvitað klassískur, en líka mjög erfiður. Sónata Sa- int-Saëns er afar virtúósísk, ekki bara fyrir fiðluleikarann, heldur píanóleikarann líka. Sjálfur var hann víst æðisgenginn píanisti og James sagði mér að hann hefði sjaldan spilað annað eins verk því það er erfitt á svo allt annan hátt en önnur slík verk. Sjostakovitsj samdi sitt verk fyrir Oistrakh og gefur hon- um alls konar fallegar laglínur. Oistrakh gat spilað hvað sem var og ég held að Sjostakov- itsj hafi þess vegna ekkert verið að spá í tæknileg atriði.“    Tengsl James Lisney við Ísland hófust ámjög sérstakan hátt. Hann bjó í sömu götu ytra og Björg Árnadóttir, dóttir Árna Björnssonar tónskálds. Björg fór með nótur að nokkrum verkum föður síns til hans og áhugi hans kviknaði strax og hann æfði Róm- önsur Árna með enskum fiðluleikara og hljóðritaði. Tengslin við Ísland treystust þeg- ar hann kynntist svo fleiri íslenskum tónlist- armönnum í gegnum Björgu, meðal annars Gunnar Guðbjörnssyni og Sigrúnu sem líka hafði hljóðritað Rómönsurnar en í hljómsveit- arútgáfu með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Oft er sagt að flytjendur geti glætt tónlist- ina lífi en til þess að svo megi verða þurfa verkin sjálf að hafa verið samin af andagift, snilligáfu og innblæstri. Þess vegna tileinka þau Sigrún og James tónleikana öllum þeim snillingum sem hafa snert hjörtu þeirra. Snilld tileinkuð snillingum ’Hæga kaflann semur hann al-gjörlega frá hjartanu. Ann Sophie Mutter er konan hans – og kaflinn er algjört æði – svo rómantískur og fallegur.‘ AF LISTUM Bergþóra Jónsdóttir begga@mbl.is Morgunblaðið/Jim Smart James Lisney og Sigrún Eðvaldsdóttir á æfingu fyrir tónleikana í Salnum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.