Morgunblaðið - 19.03.2005, Page 68

Morgunblaðið - 19.03.2005, Page 68
68 LAUGARDAGUR 19. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ NÝR og endurbættur hjóla- brettagarður verður opnaður við Seljaveg 2, gamla Héðins- húsinu, í dag. Dagskráin stendur yfir á milli 14 og 19 í „Loftkastalaparkinu“ eins og brettafólkið kallar staðinn. Hátíðin er haldin á vegum Brettafélags Reykjavíkur í samstarfi við Brim, Und- erground og Alis. Plötusnúð- ur verður á staðnum og gos- drykkir verða í boði fyrir þyrsta. Enn fremur verður keppt í brögðum, annars vegar á rampi og hins vegar á götu, sumsé handriði, tröppum og köntum. Verðlaun verða veitt fyrir besta árangurinn. Svæðið er um 400 fermetr- ar og er hver fermetri nýttur til hins ýtrasta, segir Ingvar Helgi Kristjánsson, formaður Brettafélags Reykjavíkur. „Þetta er orðið mjög fínt. Það er mjög mikilvægt að hafa svona innanhússaðstöðu á veturna,“ segir hann. Þetta er fimmti staðurinn sem brettagarður er starf- ræktur á undanfarin tíu ár og segir Ingvar að það myndi hjálpa til ef garðurinn fengi húsnæði til framtíðar. „Núna er húsnæðið búið að vera lok- að í tæpt ár. Senan dettur svo niður í svona hléum og það þarf að byggja hana upp aft- ur og aftur,“ segir hann. Ingvar er sjálfur búinn að vera að smíða þetta í félagi við tvo aðra í sjálfboðavinnu. „Þetta er bara áhugamál,“ segir hann og bætir við að margir til viðbótar hafi að- stoðað þó þeir þrír hafi borið hitann og þungann af þessu. Garðurinn verður opinn frá 17–22 á virkum dögum og frá 13–19 um helgar. Ókeypis er í garðinn á opnunarhátíðinni en annars verður aðgangs- eyrir 300 krónur. Einnig verður hægt að kaupa mán- aðarkort en nánari upplýs- ingar liggja fyrir á staðnum. Félagið hvetur alla „sem eiga og stunda hjólabretti að mæta og renna sér að vild. Það eru margir búnir að bíða óþreyjufullir eftir þessu í langan tíma.“ Bretti | Hjólabrettagarðurinn við Seljaveg opnaður Hægt er að æfa ýmis brögð í nýja hjólabrettagarðinum, sem opnaður verður með viðhöfn í dag. Hátíð og keppni Opnunarhátíð hjóla- brettagarðsins við Seljaveg 2 stendur yfir milli 14 og 19 í dag. Gengið inn um port. Ókeypis aðgangur. ingarun@mbl.is STUÐKARLINN Fatman Scoop er á landinu og hristi upp í fólki með hressu hipp hoppi á Sjallanum á Ak- ureyri í gærkvöldi. Hann stígur á svið á Broadway í kvöld ásamt fjöl- mörgum íslensk- um listamönnum. Scoop er þekktur fyrir partýlög og djúpa rödd sína, sem hefur nýst honum vel í starfi sínu sem stjórnandi vinsæls morgunþáttar í útvarpi í New York. Einnig hefur þessi kraftur hans gert hann vinsælan gest í lögum annarra, eins og BabyFace, Busta Rhymes, Sean Paul og Elephant Man. Líka má nefna „Be Faithful“, sem þessi íturvaxni maður söng með Faith Evans og nýjasta lagið hans er með Mariuh Carey. Morgunblaðið fékk tæki- færi til að ræða við hann skömmu eftir að hann kom til landsins, áður en hann lagði sig á hótelinu. Kappinn virðist þó ekki þurfa mikinn svefn og játar að hann sofi aðeins á milli þrjá og fjóra tíma á nóttu en morg- unvaktin gefur engin grið. „Ég er nýkominn og er sáttur. Hvernig liggur á þér?“ segir Fatman Scoop, sem er ánægður með að fá að koma fram á Íslandi. „Þið getið búist við mikilli orku, mikilli skemmtun og góðum straumum. Það er það sem ég snýst um, partý og hafa gaman af hlutunum. Allt of margir skemmta sér ekki nógu mikið og eru reið- ir. Ég vil skemmta mér,“ segir þessi maður sem er vanur að koma fólki í dans- stuð. „Ég byrjaði svo snemma í tónlistarbransanum og hef mikla reynslu af því að koma fram í klúbbum. Þetta er það sem ég geri og ég ætla að halda áfram að gera þetta eins lengi og ég get,“ segir Scoop, sem er með bróður sinn með sér og plötusnúð. „Við gerum það sem við þurfum að gera. Þetta er þriggja manna lið.“ Hann segist ekki vita mikið um íslenska hipp hopp-senu en er spenntur að sjá lista- mennina sem troða upp með honum. „Já, auðvitað, ég veit ekki mikið um senuna hér og á eftir að læra heilmikið.“ Hvað er næst á dagskrá hjá Scoop? „Ég er nýbúinn að vinna með Mariah Carey. Svo er ég með plötu á leiðinni með Missy Elliott og Ciara. Það er ýmislegt í gangi.“ Scoop er sáttur við kuld- ann. „Það sem ég hef séð nú þegar af Íslandi líkar mér vel. Mér finnst gott að vera í svona loftslagi. Ég kann vel við kuldann.“ Tónlist | Fatman Scoop er hress tónlistarmaður Fatman Scoop var ánægður með að vera kominn til Ís- lands enda kann hann vel við kalt loftslag. Fatman Scoop kemur fram á Broadway í kvöld ásamt Tiny úr Quarashi, Igore, Kritical Mass, Steina úr Quarashi, Önnu Lin, DJ B Ruff og DJ Skinny T. Miða- sala fer fram á Broadway og er miðaverð 1.500 krón- ur. ingarun@mbl.is Skemmtir sér og öðrum Einn af gestum Blúshátíðarí Reykjavík sem hefst áþriðjudag er blúsdrottn-ingin Deitra Farr frá Chicago en hún syngur á tvennum tónleikum á hátíðinni; eigin músík og annarra með Vinum Dóra á Hótel Nordica á skírdagskvöld kl. 21, og með Andreu Gylfadóttur, Kamm- erkór Hafnarfjarðar og hljómsveit í Fríkirkjunni í Reykjavík að kvöldi föstudagsins langa kl. 20. Á þeim tónleikum verða einungis sungnir amerískir negrasálmar. „Það er ný reynsla fyrir mig,“ segir Dietra Farr. „Ég hef ekki sungið trúar- tónlist af neinu tagi síðan ég var í barnaskóla. Í fyrstu þvertók ég fyrir að gera þetta en Dóri [Halldór Bragason, listrænn stjórnandi hátíð- arinnar,] sannfærði mig um að það væri gaman breyta til og takast á við svolítið öðru vísi músík. Með Vinum Dóra ætla ég hins vegar að syngja bæði mín eigin lög og lög eftir aðra sem ég hef tekið með bandinu áður.“ Deitra Farr er í hópi þekktustu blússöngkvenna Bandaríkjanna og er eftirsótt á blúshátíðum bæði vest- anhafs og austan, en blúsborgin Chicago er þó hennar heimavöllur. Hún segir að þar í borg sé blúsinn illu heilli deyjandi list en þó sér þar von. En hvernig má það vera? „Þróunin hefur því miður verið sú að ungir blústónlistarmenn vilja frekar spila músík sem þeir hafa heyrt áður en að skapa sína eigin tónlist. Við Matthew Skoller, sem ég hef unnið mikið með, erum í hópi ör- fárra sem leggja metnað sinn í að viðhalda hefðinni með því að semja okkar eigin tónlist. Við höfum kom- ist upp með það og getað skapað okkur nafn sem skapandi blústón- listarmenn. Mikill blús en lítil nýsköpun Ég held að margir yngri tónlist- armenn hér í Chicago fari í blúsinn vegna þess að það er örugg leið til að afla tekna. Auðvitað kysi þetta fólk helst að spila sína eigin músík en það fær bara ekki vinnu við það. Þó er hér allt fullt af blúsklúbbum. Vanda- málið er að þeir sem eiga klúbbana vilja ekkert annað en gamla blúsinn – það sem fólk þekkir. Í Chicago eru það mest ferðamenn sem sækja þessa staði meðan áhugi heimafólks er lítill. Vandamálið er því tvíþætt, annars vegar íhaldssemi klúbbeig- endanna og hins vegar döng- unarleysi tónlistarmanna sjálfra við að standa með sjálfum sér og skapa. Það er bara leti að vilja sífellt spila annarra manna músík – Muddy Waters og slíka kappa. Skapandi tónlistarmenn geta átt í mesta basli með klúbbeigendurna og því er það orðið svo að sjálf spila ég miklu meira alls staðar annars staðar en hér og mest í Evrópu,“ segir blús- drottningin með alvöru í röddinni – hún hefur augljóslega áhyggjur af þessari þróun í borg blússins. „Ég vinn þó enn talsvert í Chicago en það er þá meira á blúshátíðum og á tónleikum á vegum borgaryf- irvalda. Mér er alveg ómögulegt að standa í þessu klúbbaharki þar sem fólk er þvingað til að vera með ákveðið prógramm sem allir þekkja og fær ekki að láta ljós sitt skína í sinni eigin tónlist. Nú er ég líka komin á þá stöðu að ég þarf þess ekki. Ég lenti einu sinni í deilu við klúbbeiganda í París sem vildi bara heyra eitthvað sem hann vissi að fólk kannaðist við. Ég spurði hann hvort hann vissi ástæðuna fyrir því að fólk þekki Muddy Waters og Jimmy Reed. Mér þótti það augljóst að það væri vegna þess að þeir komust upp með að spila sína eigin söngva. Og það vildi ég einmitt líka gera. Hefðu þeir gert eitthvað annað væru þeir ekki þekktir í dag og auðvitað vil ég líka að fólk þekki mína tónlist.“ Deitra Farr segir að þrátt fyrir kergju klúbbeigendanna hafi þau Matthew Skoller komist að því að þeir sem komi að hlusta á blús séu síður en svo mótfallnir því að heyra nýjan blús. „Matthew er nýbúinn að gefa út plötu og í kjölfarið var hann fenginn til að opna tónleika fyrir Buddy Guy, sem er langstærsta nafnið í blúsnum hér í Chicago, en kynslóð eldri en við. Húsið var troð- fullt af fólki en Matthew spilaði bara sína eigin tónlist. Í hléinu var algjör örtröð af fólki við borðið þar sem diskarnir hans voru seldir – allir vildu kaupa tónlistina hans. Svo kom Buddy Guy, þetta stóra nafn, og söng næstum ekkert af sinni eigin fínu tónlist – bara gamalt dót. Það þótti mér sorglegt.“ Lifandi áhugi í Evrópu Deitra Farr syngur mjög mikið í Evrópulöndum og þrátt fyrir atvikið í París forðum segir hún viðhorf til blússins þar allt annað og almennar vinsældir hans miklu meiri. „Blúsinn er auðvitað alþjóðlegur og fólk á auðvelt með að skilja tilfinninguna í honum. Þrátt fyrir allt held ég að fólk í Chicago elski blúsinn þótt það sæki ekki blúsklúbbana – því finnst hann svo gefin stærð í hversdags- leikanum. Í Evrópu aftur á móti er áhuginn svo lifandi. Ef til vill skiptir það máli þar að þessi list kemur langt að, það er alltaf ákveðin for- vitni fyrir slíku, ekki síst í Evrópu. Annars hef ég ekki enn komið til lands þar sem fólk hefur ekki áhuga á blús og það er gott. Ég hef sungið á stöðum þar sem fólk skilur ekki orð í ensku en tónlistin höfðar engu að síður mjög sterkt til þess. Þannig er blúsinn.“ Íslandstengsl Deitru Farr hófust í Chicago þegar hún kynntist Halldóri Bragasyni í Vinum Dóra. „Dóri og Chicago Beau höfðu mikinn áhuga á því að kynna blústónlistarmenn frá Chicago á Íslandi og ég dróst inn í það. Ég er búin að koma tvisvar áð- ur til Íslands til að spila með Dóra og við höfum líka spilað saman á Ítalíu. En nú eru tólf ár síðan ég kom síðast og ég er farin að hlakka mjög til þess að koma í þriðja sinn. Samstarf okkar hefur gengið mjög vel og verið gefandi. Ég segi það þó alveg satt að mér var verulega brugðið þegar hann bað mig að syngja negrasálma en ég ákvað að taka þeirri áskorun. Þegar við vor- um búin að velja lögin og allt var orðið klappað og klárt leið mér líka miklu betur. Maður verður að ögra sjálfum sér í listinni, það er alveg nauðsynlegt.“ Deitra Farr hlakkar til að syngja aftur með Andreu Gylfadóttur, segir þær hafa sungið saman á blús- djammi en ekki formlegum tón- leikum eins og þær gera nú tvö kvöld í röð, fyrst hvor með sínu bandi og svo með kórnum í negra- sálmunum. „Andrea er frábær söng- kona. Ég ætla að vera við öllu búin og kem með snjáðu sálmabókina hans afa með mér en í henni eru allir sálmarnir sem við syngjum með kórnum.“ Hlusta á alls konar tónlist Deitra Farr hefur sungið inn á ell- efu geisladiska, þar af tvo með eigin músík og er sá síðari þeirra nýkom- inn út. Hún kveðst líka hlusta á alls konar tónlist af öllum gerðum – það sé henni mikilvægt sem skapandi tónlistarmanni. „Ég hlusta bara á allt og það er ástæðan fyrir því að tónlistin mín er eins og hún er. Það gætir mjög fjöl- breyttra áhrifa í henni þótt hún sé fyrst og fremst blús. Mér finnst ég verða að gera þetta því ég fæ hug- myndir af því að hlusta á tónlist.“ Tónlist | Deitra Farr syngur blús og negrasálma á Blúshátíð í Reykjavík Kem með snjáðu sálmabókina hans afa með mér Deitra Farr heimsækir Ísland í þriðja sinn. Deitra Farr er blúsdrottning Chicagoborgar. Í þessari fornfrægu blúsborg er tónlist hjartans enn í hávegum höfð. Bergþóra Jónsdóttir komst að því í samtali við Deitru að þrátt fyrir allan blúsinn í blúsborginni, slær hjarta hans ekki fullkomlega í takt við tímann. Nánari upplýsingar um Blúshátíð í Reykjavík og dagskrá hennar er að finna á http://www.blues.is. begga@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.