Morgunblaðið - 19.03.2005, Side 76
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 19. MARS 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
Heilsukoddar
Heilsunnar vegna
Opi› í dag laugardag
frá kl. 11-16
HLJÓMSVEITIN Jakobínarína var sigurveg-
ari Músíktilrauna Tónabæjar og Hins hússins
en úrslit fóru fram í Austurbæ í gærkvöldi.
Þetta var í 23. skipti sem tilrauninar voru
haldnar.
Í öðru sæti varð hljómsveitin Hello Norbert
og The Dyers urðu í því þriðja. Hljómsveitin
We Painted the Walls var valin athyglisverð-
asta hljómsveitin. Alls tóku 11 hljómsveitir þátt
tímar í endurgerðum Hljóðrita og 10.000 kr.
úttekt í 12 tónum.
Ýmis önnur vegleg verðlaun eru veitt fyrir
besta hljóðfæraleik, sigurvegarar fá allir
20.000 kr. úttekt í hljóðfæraverslunum.
Til viðbótar við þetta velja aðstandendur
Tíma hljóðvers þá hljómsveit sem þeir telja at-
hyglisverðasta og fullvinna með henni eitt lag í
hljóðveri sínu.
í úrslitakvöldinu en 50 hljómsveitir hvaðanæva
af landinu tóku þátt í ár. Sigurvegararnir fá að
launum 20 hljóðverstíma í hljóðveri Sigur Rós-
ar, Sundlauginni, ásamt hljóðmanni og að auki
20.000 kr. úttekt í 12 tónum og myndband við
eitt lag sem Filmus gerir.
Verðlaun fyrir annað sæti eru tuttugu tímar
í stúdíói Sýrlandi og 15.000 kr. úttekt í 12 tón-
um og fyrir þriðja sæti fást tuttugu hljóðvers-
Morgunblaðið/Björg
Jakobínarína sigurvegari
KONA á sjötugsaldri situr nú í
gæsluvarðhaldi vegna tilraunar til að
smygla um 800 grömmum af kókaíni
til landsins um sl. helgi. Kókaínið var
falið undir hárkollu konunnar en
hárkollan var fest við hár hennar.
Grunur leikur á að þetta sé ekki í
fyrsta skipti sem konan kemur til
landsins. „Þetta er einhver djarfasta
og jafnframt ósvífnasta smygltilraun
sem við höfum upplýst,“ segir Jó-
hann R. Benediktsson, sýslumaður á
Keflavíkurflugvelli.
Konan er hollenskur og banda-
rískur ríkisborgari. Að sögn sýslu-
manns kom hún frá Amsterdam sl.
laugardag og var tekin í hefðbundna
úrtaksleit í tollhliði en tollverðir áttu
í erfiðleikum með að eiga samskipti
við konuna þar sem hún er verulega
heyrnarskert. Hjá tollverði vaknaði
grunur um að ekki væri allt með
felldu og leitaði hann því að fíkniefn-
um á konunni án árangurs. Annar
tollvörður var þá kallaður til og
ákvað að þreifa á hári konunnar og
kom þá í ljós að konan var með hár-
kollu og undir henni voru einhverjar
pakkningar. Konan var því handtek-
in vegna gruns um fíkniefnasmygl og
flutt til Reykjavíkur.
Jóhann segir tilraunina afar
ósvífna, í þessu tilviki hafi smyglarar
notast við fatlaðan eldri einstakling
sem að eigin sögn býr við bág kjör í
Hollandi. Að sama skapi sé árvekni
tollvarðanna aðdáunarverð.
Konan var úrskurðuð í gæsluvarð-
hald til 1. apríl og tók lögreglan í
Reykjavík við rannsókn málsins sem
miðast m.a. að því upplýsa um sam-
verkamenn hér á landi. Ásgeir
Karlsson, yfirmaður fíkniefnadeild-
arinnar, segir fullvíst að konan hafi
verið að flytja efnin fyrir aðra. Aðrir
hafa ekki verið handteknir.
Kona í gæsluvarðhaldi vegna smygls
Kókaínið saumað
inn í hárkolluna MIKIÐ tjón varð á raflínum á Aust-
urlandi í óveðrinu í fyrrinótt. Brotn-
aði talsvert af staurum í kringum
Egilsstaði, þar á meðal svonefndar
stæður í flutningslínum, það eru
tveir staurar með burðarkrossi á
milli, sem eru mjög sterkbyggðir.
Að sögn Ástvalds Erlingssonar,
verkfræðings hjá RARIK og rekstr-
arstjóra raforkunetsins á Austur-
landi, brotnuðu 11 stæður í röð ofan
við Grímsá í fremur nýlegri 132 kW
flutningslínu. Hún liggur frá byggð-
arlínustöðinni á Hryggstekk að Ey-
vindará.
„Þetta eru það sterkar línur að
maður hélt að þær brotnuðu bara
alls ekki. Þetta var mjög sérstakt og
ég hef aldrei lent í þessu áður,“ sagði
Ástvaldur, en hann hefur unnið í tíu
ár hjá RARIK fyrir austan. Þá fóru
átta stæður við Fossgerði í flutn-
ingslínunni frá aðveitustöð Egils-
staða við Eyvindará að Lagarfossi.
Einnig urðu miklar skemmdir á
dreifiraflínum, sem bornar eru uppi
af einföldum staurum. Sagði Ást-
valdur að meira en 40 slíkir staurar
hefðu brotnað hér og þar á Héraði.
Aðstoð barst frá
Hvolsvelli og Akureyri
Truflanir urðu á rafmagni allt frá
Berufirði til Vopnafjarðar. Þannig
varð rafmagnslaust á Egilsstöðum,
Neskaupstað, Eskifirði, Vopnafirði
og Borgarfirði eystri allt frá einni og
upp í fjórar stundir. Dísilknúnar
varaaflstöðvar voru gangsettar á
Vopnafirði og Neskaupstað en víða
var rafmagnslaust þegar fólk vakn-
aði í gærmorgun.
Í gær tókst að laga raforkukerfið
til bráðabirgða og var rafmagni kom-
ið á allt svæðið í gærkvöldi. Viðgerð-
arefni fyrir flutningslínurnar var
væntanlegt í nótt. Í gær komu flokk-
ar frá Akureyri og Hvolsvelli til að-
stoðar og verður 30 manna lið að
gera við raforkukerfið um helgina.
Mikið tjón á raflínum
víða á Austurlandi
Ljósmynd/Guðlaugur Valtýsson
BANDARÍSKA rokksveitin Velvet Revolv-
er mun halda tónleika í Egilshöll 7. júlí
næstkomandi, að því er Ragnheiður Han-
son tónleikahaldari staðfesti við Morg-
unblaðið í gærkvöldi. Sama fyrirkomulag
verður á tónleikunum og á tónleikum Iron
Maiden í júní, þ.e. húsinu verður skipt í A-
og B-svæði. Miðasala verður auglýst síðar.
Velvet Revolver er skipuð Scott Wei-
land, fyrrverandi söngvara Stone Temple
Pilots, þríeykinu Slash, Duff McKagan og
Matt Sorum, sem áður voru í Guns n’ Ros-
es og David Kushner úr Wasted Youth.
„Velvet Revolver er stórt nafn og þetta
verða stórir tónleikar. Þeir taka mest-
megnis Guns n’ Roses- og Stone Temple
Pilots-lög á tónleikum sínum, auk eigin
efnis,“ segir Ragnheiður en Velvet Revolv-
er hefur sent frá sér eina breiðskífu,
Contraband, sem inniheldur m.a. lögin
„Slither“ og „Fall To Pieces“.
Velvet Revolver
leikur í Egilshöll
„ÚT frá mínum bæjardyrum séð á flugvöll-
urinn að víkja sem fyrst,“ segir Salvör Jóns-
dóttir, sviðsstjóri skipulags- og bygginga-
sviðs Reykjavíkurborgar, í samtali í Lesbók.
„Vatnsmýrin er allt of dýrmætt land til
þess að hafa þar flugvöll. Okkur munar um
hvern fermetra af þessu nesi sem borgin
stendur á. Ég skil hagræðið sem er af því
fyrir landsbyggðarfólk að hafa flugvöllinn
svo nálægt miðbænum en þau rök eiga ekki
jafnmikið við nú og áður. Leiðin til Keflavík-
ur er alltaf að styttast. Það verður líka að
hafa í huga að 80% þjóðarinnar búa á höf-
uðborgarsvæðinu eða innan klukkustundar
akstursfjarlægðar frá borginni.“
Flugvöllurinn á
að fara sem fyrst
Lesbók
♦♦♦