Morgunblaðið - 08.04.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.04.2005, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HÓPUR fólks mun hittast á Arn- arhóli kl. 14 á morgun, laugardag, til að sýna samstöðu með þolendum of- beldis. Munu viðstaddir, sem hafa upplifað, eða þekkja einhvern sem hefur lifað af ofbeldi, hengja boli á snúrur og munu margir bolanna bera á sér skilaboð um ofbeldi hvers kon- ar. Þá eru viðstaddir hvattir til að lesa ljóð og stuttar sögur eða jafnvel segja nöfn sín til þess að rjúfa þögnina. Það eru samtökin Styrkur – úr hlekkjum til frelsis og verkefnið Blátt áfram sem skipuleggja samkomuna, en framtakið er stutt af Stígamótum, Samtökum um Kvennaathvarf, Kjarki á Akureyri, Feministum, Uni- fem, Íslandsdeild Amnesty Int- ernational, V-deginum og fleiri að- ilum. Svava Björnsdóttir, verkefnisstjóri Blátt áfram, segir aðstandendur vilja með þessu sýna fram á fjölda þeirra sem ofbeldi hefur snert. „Við viljum hvetja þá sem ekki hafa enn tekist á við þetta ofbeldi til að leita sér hjálpar og leiðin til að leita sér hjálpar er ein- mitt sú að segja frá, að tala um of- beldið,“ segir Svava. „Á bak við hvern bol er barn, kona eða maður og við er- um líka á vissan hátt að lofta út óhreinindum sem geta skemmt út frá sér ef ekki er hreinsað til. Fólk þarf að gera hreint fyrir sín- um dyrum. Fyrir marga er það svo stórt skref að finna sér leið til að segja frá, þó það sé ekki nema bara með því að koma og hengja upp bol, það þarf ekki að segja neitt. Bara það getur verið skref í rétta átt.“ Svava hvetur þá sem aldrei hafa sagt frá og eru jafnvel komnir á fimmtugs- eða sextugsaldurinn að koma fram. „Það er betra að finna sér leið til að segja frá, heldur en að lifa með ofbeldi í þögninni. Það er ótrú- legur léttir að geta sagt frá þessu og þá leysir maður um skömmina sem maður tekur á sig og ábyrgðina fyrir ofbeldinu. Það er verra að geta ekki sagt frá heldur en ofbeldið sjálft.“ Samtök gegn ofbeldi rjúfa þögnina á Arnarhóli á morgun Bolir á snúru – gegn ofbeldi Morgunblaðið/Árni Torfason Sigríður og Svava Björnsdætur vinna að því að rjúfa þögnina um ofbeldi. LITLAR breytingar mældust á hlustun á útvarpsstöðvar í nýrri könnun IMG Gallup, Bylgjan er sem fyrr með mesta uppsafnaða hlustun yfir vikuna, 62%, og Rás 2 er með næstmesta hlustun, 59,8% yfir vikuna. Talsvert aukin hlustun mælist á Rás 1, uppsöfnuð hlustun yfir vik- una reyndist 53,4%, en í síðustu könnun í október 2004 var hlustu- nin 43,2%, og hækkar því um rúm 10 prósentustig. Hlustun á aðrar stöðvar reyndist mun minni. Alls höfðu 26,2% hlustað eitthvað á FM 95,7 yfir vikuna og 23,9% höfðu hlustað á Létt. Ný útvarpsstöð, XFM, hefur bæst við og höfðu 16,2% hlustað á stöðina yfir þá viku sem könnunin stóð yfir. Talstöðin með 15,7% hlustun Uppsöfnuð hlustun á Útvarp Sögu fellur úr 19,9% í október 2004 í 15% í nýju könnuninni. Hlustun á nýja talmálsstöð, Talstöðina, reynd- ist á svipuðu róli, eða 15,7%. Minnst hlustun reyndist vera á Kiss FM af þeim stöðvum sem voru með í könn- uninni, 12,9%. Um var að ræða dagbókarkönnun sem gerð var dagana 9.-15. mars 2005. Í úrtakinu var 1.251 Íslend- ingur á aldrinum 12-80 ára. Valið var með tilviljunaraðferð úr þjóð- skrá. Svarhlutfallið var 51%.                                    !"#$ %  &  '  %()#)((  Litlar breytingar á útvarpshlustun ALVARLEG umferðarslys og al- varlega slasaðir vegfarendur voru í sögulegu lágmarki árið 2004 en um er að ræða um 20% fækkun í þessum flokkum frá fyrra ári. Alvarlegum slysum fækkaði úr 120 í 97 og alvarlega slösuðum úr 145 í 115. Kemur þetta fram í skýrslu um umferð- arslys á Íslandi árið 2004 sem Umferðarstofa kynnti í gær. Í skýrslunni kemur fram að árið 2004 hafi bæði verið verra og betra í umferðinni en árið 2003. Fjöldi látinna og fjöldi banaslysa var sá sami milli ára. Eignatjón jókst hins vegar úr 7.145 í 7.848 eða um 10%. Fjöldi slasaðra minnkaði örlítið milli ára, úr 1.076 í 1.041 en hins veg- ar fjölgaði minniháttar slysum úr 667 í 693. Í skýrslunni segir að við sam- anburð á hinum Norðurlöndun- um komi í ljós að hérlendis séu flest dauðsföll í umferðinni miðað við höfðatölu árið 2004. Á öllum Norðurlöndunum hafi banaslys- um miðað við höfðatölu fækkað en hér nánast staðið í stað. 23 einstaklingar létu lífið í um- ferðinni í fyrra. Þar af 16 karl- menn og 7 konur. Flestir voru á aldrinum 25 til 64 ára, eða 11 manns. Ef skoðaðar eru tölur um heildarfjölda slasaðra í umferð- inni árin 2003 og 2004 kemur í ljós að slysum fækkaði um rúm 5% eða úr 1.221 í 1.156. Þá fækk- aði fjölda slasaðra á hver 100 þúsund ökutæki á sama tímabili um rúm 10% eða úr 547 í 430. Þá minnkaði fjöldi slasaðra á hver 100 þúsund ökutæki um 52% ef miðað er við síðastliðinn áratug, eða 1.032 í 490 milli 1995 og 2004. Fræðsla og áróður mögulegir áhrifavaldar Að mati Einars Magnúsar Magnússonar hjá Umferðarstofu eru mögulegir áhrifavaldir þess- arar jákvæðu þróunar betri um- ferðarmannvirki, þróun öryggis- búnaðar ökutækja, áróður og fræðsla og betri ökukennsla og auknar kröfur um hæfni öku- manna. „Það er stöðugt verið að þróa og byggja upp betri um- ferðarmannvirki og á áætlun eru margar og miklar framkvæmdir í þeim efnum,“ sagði Einar. „Þró- un öryggisbúnaðar ökutækja vegur mjög þungt, því í að grunni til erum við að keyra á eldgamalli uppfinningu, sem ein- hvern tíma kallaðist sjálfrenni- reið. En það sem hefur mest breyst er öryggisbúnaður bif- reiða og kröfur í þeim efnum. Þá hefur áróður og fræðsla verið efld og aukin hjá Umferðarstofu og fleiri aðilum, bæði með aug- lýsingum og beinum áróðri til ökumanna.“ Í skýrslunni kemur fram að ekki hafi eins fá börn slasast í umferðinni á undanförnum árum líkt og 2004. Þannig slösuðust 40 börn árið 2003 en 28 í fyrra. Meðaltal slasaðra barna undan- farin tíu ár er 49 börn. Hvað varðar slys af völdum ölvunaraksturs mátti rekja 52 slys í fyrra til þeirrar ástæðu þar af þrjúbanaslys og 12 alvarleg slys. Ef borin eru saman árin 1995 og 2004 sést að alvarlega slös- uðum miðað við 100 þúsund íbúa fækkaði úr 89 í 39. Þá hafa nær engin slys orðið þar sem 30 km hámarkshraði gildir. Skýrsla Umferðarstofu vitnar um jákvæða þróun í umferðaröryggismálum Alvarleg umferðarslys í sögulegu lágmarki í fyrra                 !" # ! $   %%&      '      % %%& %%&  '  Morgunblaðið/RAX Að grunni til erum við að keyra á eldgamalli uppfinningu,“ sagði Einar Magnús Magnússon hjá Umferðarstofu. STURLA Böðvarsson samgönguráðherra sagði á blaðamannafundi í gær í tilefni af skýrslu Umferðarstofu að miklu máli skipti að stofnanir sem vinna að umferð- aröryggismálum næðu árangri í sínum störfum. „Við Íslendingar höfum verið að ná miklum árangri á sviði umferðarörygg- ismála,“ sagði Sturla. „Og hvernig gerist það? Það gerist í fyrsta lagi með end- urbótum á vega- og gatnakerfinu en fyrst og fremst gerist það með því að beina áróðri og fræðslu að ökumönnum og öllum þeim sem eru í umferðinni.“ Sturla rifjaði upp að samgöngu- ráðuneytið hefði í ársbyrjun 2004 tekið við því verkefni að sinna umferðarörygg- ismálum en fram að því var það á hendi dómsmálaráðuneytisins. Talið hefði verið eðlilegt að vænta árangurs á sviði um- ferðaröryggismála með því að tengja saman Vegagerðina og Umferðarstofu. Í samgönguáætlun til næstu fjögurra ára sem nú liggur fyrir Alþingi er gert ráð fyrir að til sérstakra umferðarörygg- isaðgerða, þ.e. annarra en beinna fram- kvæmda, verði lagðar 400 milljónir króna á ári næstu fjögur ár til að ná ár- angri í umferðaröryggismálum, „til við- bótar við þá fjármuni sem Umferðarstofa hefur til kynningar og áróðurs,“ sagði Sturla. 400 milljónir kr. árlega til sérstakra öryggisaðgerða ÞAÐ gæti verið hvað hættulegast að vera í umferðinni á milli kl. 15 og 19 á föstu- dögum en á þeim tíma verða flest slysin samkvæmt skýrslu Umferðarstofu. Slysin eru greind niður eftir vikudögum og tíma sólarhringsins og sést að þetta eru einu klukkutímarnir þar sem fjöldi slysa er á bilinu 150–175 á síðasta ári. Virka daga er eftirmiðdagurinn varasamastur ef tekið er mið af fjölda slysa en milli miðnættis til 6 að morgni er hvað örugg- ast að vera á ferli út frá þessum tölulegu upplýsingum. Ef skoðuð er samtala banaslysa, alvar- legra slysa, minniháttar slysa og eigna- tjóna eingöngu sést að tíminn frá 15 til 16 er langverstur hvað þetta varðar. Í fyrra urðu 824 atvik á þessum tíma þar af 50 minniháttar slys og langflest bana- slys, eða fjögur talsins. Langflest alvar- legu slysin í fyrra urðu milli kl. 17 og 18, eða 13 talsins. Föstudagseftirmið- dagar varasamir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.