Morgunblaðið - 08.04.2005, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.04.2005, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF VEGNA fréttar um varasamt barna- glas á neytendasíðu í gær vill Herdís Storgaard, verkefnastjóri Árvekni hjá Lýðheilsustöð, koma því á framfæri að það er ekki glasið sem er varasamt heldur aðferðin við að hita mjólkina. „Það sem gerist þegar glasið er sett í örbylgjuofn með mjólk í til að hita hana upp þá er lokið þétt skrúfað á glasið. Í lok- inu er ventill (skammtari) og við það að mjólkin hitnar myndast þensla þannig að mjólkin sogast upp í skammt- arahólfið og mjólkin sem er þar verður miklu heitari en restin af mjólkinni í glasinu.“ Herdís segir að þegar verið sé að hita innihald pela upp í örbylgjuofni eigi aldrei að hafa lokið á ílátinu held- ur á að skrúfa túttuna eða lokið á eftir að búið er að hita mjólkina. Að þessu loknu á að hrista vökvann og síðan að prófa á handarbakinu hvort vökvinn sé of heitur fyrir barn- ið. Herdís bendir á að alvarleg bruna- slys í munni og hálsi verði þegar pel- inn er hitaður með túttunni á og fólk tekur hann beint úr ofninum og gefur barninu að drekka.  BÖRN Má alls ekki hita mjólkina í lokuðu barnaglasi Morgunblaðið/Kristján „SEGÐU bara nei“, er ekki nógu gott ráð til unglinga sem t.d. leiðast út í þjófnað, að því er bandarísk könnun leiðir í ljós. Aðrar aðferðir gefa betri árangur, að því er fram kemur á norska vefnum forskning.no. Könnunin fór þannig fram að 66 strákar og 63 stelpur í New York á aldrinum 12-13 ára tóku þátt í hlutverkaleik þar sem þrýst var á þau að prófa að reykja og taka þátt í búð- arhnupli. Þau sem stóðust þrýstinginn best voru þau sem neituðu ekki beint heldur stungu upp á öðru eða svöruðu fullum hálsi með kald- hæðni. Julia Graber, bandarískur sálfræð- ingur og prófessor við Háskólann í Flórída, segir að e.t.v. vanmeti hinir fullorðnu þær að- stæður sem börn lenda í og þá tækni sem þau þurfa að hafa á valdi sínu til að ráða við mis- munandi aðstæður. Við upphaf unglings- áranna lenda börn í nýjum félagslegum að- stæðum þar sem þau eru án hinna fullorðnu og þurfa viðurkenningu náinna vina. Foreldrar verði að gera sér grein fyrir að það er ekki hægt að ráða við allar aðstæður bara með því að segja nei.  KÖNNUN Segðu bara nei er ekki nógu gott ráð Ó hætt er að fullyrða að ekkert áhugamál hafi komist í hálfkvisti við skíðagöngu hjá Sigurði Jóns- syni á Ísafirði, en hann er nú orð- inn 85 ára og stundar áhugamál sitt enn af kappi. „Það er svo sem engin áætlun uppi um það hvenær ég kem til með að leggja skíðin á hilluna því ég hef nefnilega haldið því statt og stöðugt fram að á meðan maðurinn get- ur gengið, geti hann allt eins gengið á skíðum,“ segir Sigurður í spjalli við Daglegt líf. Sigurður ætlar ekki að láta sig vanta í Fossa- vatnsgönguna, eitt helsta skíðagöngumót Ís- firðinga, þetta árið frekar en endranær enda hefur hann tekið þátt í flestum Fossavatns- göngum frá upphafi, þeirri fyrstu árið 1938, þá nítján ára gamall. Fossavatnsgangan á Ísafirði er elsta og fjölmennasta skíðamót, sem enn er við lýði á Íslandi. Fyrsta gangan var haldin árið 1935, en hlé varð á keppninni á árunum frá 1940 til 1955. Engu að síður ætla Ísfirðingar að halda Fossvatnsgöngu með pomp og prakt laug- ardaginn 30. apríl nk. í tilefni af 70 ára afmæli göngunnar. Búast má við tvö hundruð þátttak- endum að þessu sinni. Lengst af var aðeins boð- ið upp á eina vegalengd, 20 kílómetra leið, en í gegnum árin hefur verið bætt við tíu km, 7 km og í fyrra bættist við 50 km vegalengd. Ætlar í tíu kílómetrana Sigurður segist stefna á tíu kílómetrana að þessu sinni líkt og í fyrra, en þar áður hafi hann alltaf gengið alla leið, eða 20 km, eins og hann orðar það. – Er eitthvað hæft í þeim sögusögnum að þú farir á skíði á hverjum degi? „Nei, það eru verulegar ýkjur, en ég fer allt að fjórum sinnum í viku eftir veðrum og vind- um. Þessi skíðaáhugi minn hefur einvörðungu snúist um gönguskíði undanfarin fjörtíu ár, en fram að fertugsaldri iðkaði ég allar skíðagrein- ar. Þetta áhugamál hefur fylgt mér frá tólf ára aldri. Þá kom til Ísafjarðar norskur skíðaþjálf- ari, sem bauð upp á námskeið. Ég tók þátt og eftir það hef ég ekkert sleppt skíðastöfunum.“ Sigurður er prentari að mennt og rak prent- stofuna Ísrúnu á Ísafirði fram til ársins 1989 og starfaði síðan í íshúsi til áttræðisaldurs eða fram til ársins 2000 að hann hætti að vinna. Hann hefur því nú rúman tíma í heilsuræktina og þegar hann er ekki á skíðum, segist hann vera býsna duglegur við hjólreiðarnar. „Maður telur sér gjarnan trú um að það, sem skemmti manni, hljóti að vera hollt. Ég hef bæði gaman af þessu og trúi því staðfastlega að þessi hreyf- ing sé mér holl.“ Fjallaferðir með hækkandi sól – Hvernig sinnir þú skíðagöngunni árið um kring? „Úthaldið getur orðið býsna gott hér fyrir vestan og er Seljalandsdalurinn auðvitað að- alsvæðið. Ég elti svo snjóinn upp um fjöll og firnindi, hvar sem hann er að finna. Í fyrra til dæmis fór ég síðast í júlí á skíðin og gat svo byrjað aftur í október uppi á Botns- og Breiða- dalsheiðum,“ segir Sigurður, sem er aldurs- forsetinn í laustengdum hópi heldri skíðagöngu- manna. „Við höfum undanfarin þrjátíu ár farið saman í tveggja til þriggja daga skíðagönguferðir á hverju vori þegar sól er farin að hækka á lofti. Þá siglum við gjarnan frá Ísafirði norður í Jök- ulfirðina, höldum svo upp úr einhverjum firð- inum og göngum yfir á Strandirnar.“ Sigurður segist hafa á sínum yngri árum tek- ið þátt í nokkrum keppnum, státa af nokkrum verðlaunapeningum í sveitakeppnum, en ekki hafa náð í neina verðlaunapeninga svo um geti í einstaklingskeppnum. „Ég var mátulega fljótur til þess að vera ekki öfundaður og ekki það lengi að gert væri grín að mér. Eiginkonan Martha Árnadóttir varð hinsvegar Íslandsmeistari í svigi á Skíðamóti Íslands á Ísafirði árið 1938 og elsti sonurinn Árni Sigurðsson hefur bæði orðið Íslandsmeistari í svigi og tekið þátt í Ólympíu- leikum.“ – Hvað færðu svo út úr þessu áhugamáli og hvernig eru kjöraðstæður? „Þetta er náttúrulega orðið eins og hver önn- ur fíkn. Maður getur ekki án skíðagöngunnar lifað. Bestu aðstæður finnst mér vera vel þjapp- aður og troðinn snjór og ekki skemmir sólin fyr- ir.“  ÁHUGAMÁLIÐ | Sigurður Jónsson á Ísafirði stundar skíðagöngu af kappi „Eins og hver önnur fíkn“ Sigurður Jónsson í miðið ásamt félögum sín- um, Gunnari og Oddi Péturssonum, á Skíða- móti Íslands á Ísafirði. Sigurður Jónsson skíðagöngukappi. Engan bilbug er að finna á Ís- firðingnum Sigurði Jónssyni, sem stefnir nú að enn einni Fossavatnsgöngunni, 85 ára að aldri. TENGLAR ........................................................... www.fossavatn.com join@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.