Morgunblaðið - 08.04.2005, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 08.04.2005, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Endurlokanlegar umbúðir Sneiddur brauðostur í flægilegum umbú›um sem tryggja a› osturinn er alltaf eins og n‡skorinn. Nú fáanlegur í sneiðum Opið 8-24 alla daga í Lágmúla og Smáratorgi MYND Gríms Hákonarsonar, Slav- ek the Shit, hefur verið valin til að taka þátt í keppni stuttmynda á Kvikmyndahátíðinni í Cannes, sem fer fram 11.–22. maí næstkomandi. Myndin fjallar um salernisvörðinn Slavek. „Þetta er ástarsaga; Slavek verður hrifinn af kvenklósettverði sem vinnur hinum megin og verður að beita ýmsum brögðum til að ná í hana, enda má hann ekki koma inn á kvennaklósettið,“ segir Grím- ur./52 Íslensk stuttmynd á Cannes- hátíðinni OFBELDI gegn öldruðum er vel falið og þrátt fyrir að engar rannsóknir liggi fyrir um ofbeldi gegn öldruðum á Íslandi er ljóst að það á sér stað í nokkrum mæli hér á landi. Á námstefnu um ofbeldi og aldraða sem efnt var til á Akureyri í gær kom m.a. fram að léleg heilsa og skert líkamleg geta hins aldraða væri áhættuþáttur varðandi ofbeldi. Fólk gæti ekki varið sig eða leitað hjálpar. Ólafur Þór Gunnarsson, lyf- og öldrunar- læknir við LSH, nefndi nokkur dæmi um of- beldi gegn öldruðu fólki, m.a. um 90 ára gamlan karl sem bjó heima hjá dóttur sinni sem van- rækti hann illilega. Þá nefndi Ólafur dæmi um aldrað fólk með heilabilun sem varð fórnarlömb mikillar vanrækslu, ofbeldis og eineltis, bæði af hendi fjölskyldu og umönnunarstarfsfólks. „Ég get ekki sagt að ég hafi verið barinn, en það er hægt að meiða með fleiru en barsmíðum,“ sagði einn viðmælandi Ólafs um ofbeldið gagnvart sér, en hann hafði verið illa vanræktur og lagð- ur í einelti af starfsfólki. Þorsteinn Pétursson rannsóknarlögreglu- maður sagði ofbeldi gegn öldruðum yfirleitt framið af ættingjum eða nákomnum og því sjaldan kært. Skortir rannsóknir Margrét Margeirsdóttir, félagsráðgjafi og formaður Félags eldri borgara í Reykjavík, segist ekki geta sagt hversu umfangsmikið of- beldi gegn öldruðum sé. Mikill skortur sé á fé- lagslegum rannsóknum á stöðu aldraðra. „Ég sat ráðstefnu á vegum Endurmenntunarstofn- unar HÍ síðastliðinn vetur þar sem fjöldi aðila úr ýmsum fagstéttum flutti fyrirlestra um þetta vandamál. Þar kom fram að ofbeldið væri nokkuð algengt, bæði inni á stofnunum og eins á heimilum,“ segir Margrét. „Þetta vandamál er mjög falið og þetta er mjög flókið og marg- þætt mál. Ef ekki liggja fyrir ítarlegar rann- sóknir á þessu er erfitt að fullyrða, en gamalt fólk er miklu varnarlausara gagnvart ofbeldi en aðrir. Það hafa þó komið upp mál sem hafa orð- ið opinber.“ Margrét segir ofbeldi hafa verið skilgreint mjög víðtækt á ráðstefnunni, jafnt líkamlegt, andlegt, félagslegt og jafnvel fjárhagslegt. „Það er til dæmis spurning hvort það sé ekki ofbeldi af hálfu löggjafans þegar fólk missir fjárræði þegar það fer inn á hjúkrunar- og dvalarheim- ili.“ Ofbeldi gegn öldruðum dulið og erfitt viðureignar Eftir Svavar Knút Kristinsson og Margréti Þóru Þórsdóttur  Léleg heilsa/4 Á FIMMTA hundrað framhaldsskólanema kom sam- an á Austurvelli í gær til að mótmæla styttingu náms í framhaldsskólum. Telja framhaldsskólanemar mun vænlegra að stytta grunnskólann en framhaldsskól- ann. „Þetta er gengisfelling á námi, einungis gert í sparnaðarskyni,“ segir Steindór Grétar Jónsson, for- maður Framtíðarinnar í MR. Hagsmunaráð íslenskra framhaldsskólanema stóð fyrir mótmælafundinum en það er skipað fulltrúum sex af stærstu framhaldsskólum landsins. Á heimasíðu sinni, hagsmunir.is, bendir hagsmunaráðið m.a. á að háskólar í Svíþjóð hafi þurft að skikka nemendur sína í aukakúrsa í vissum fögum þar sem þeir telja þá ekki nægilega vel undirbúna eftir fram- haldsskólanám. Þá skerðist sumarfrí nemenda sem hingað til hafa farið í að afla skotsilfurs fyrir vet- urinn samfara auknum kostnaði vegna námsbóka og fleira./10 Morgunblaðið/Þorkell Styttingu framhalds- skólanáms mótmælt LEIKARINN Gael García Bernal kemur til landsins í kvöld vegna Al- þjóðlegu kvik- myndahátíð- arinnar á Íslandi, IIFF 2005. Bernal fer með aðal- hlutverkið í opn- unarmynd hátíðarinnar, Mót- orhjóladagbækurnar, sem sýnd var í gær en fer og með hlutverk í myndinni Léleg menntun (Bad Education) sem einnig er sýnd á hátíðinni og er eftir Pedro Almo- dovar. Bernal staldrar stutt við, fer af landi brott á sunnudaginn, en verður viðstaddur sýningu á Mót- orhjóladagbókunum sem fram fer á laugardaginn í Háskólabíói klukkan 20.00. Mun hann sitja fyr- ir svörum í lok myndarinnar. Að sögn Ísleifs B. Þórhallssonar, framkvæmdastjóra hátíðarinnar, kom þetta óvænt upp. „Við vorum búin að reyna að fá hann og töluðum við Walter Salles leikstjóra. Þetta kom svo upp í gær, en Salles segir Bernal vera mann skyndiákvarðana. Hann og Björn Hlynur Haraldsson eru að æfa saman í London fyrir leikritið Blóðbrullaup eftir Federico García Lorca og eru orðnir ágætir kunningjar og verða þeir í slag- togi saman hér á landi.“ Gael García Bernal á kvik- myndahátíð Gael García Bernal SÍÐDEGIS í gær ákvað stjórn Som- erfield að opna bækur sínar fyrir til- boðsgjöfum í fyrirtækið. Tilboðs- gjafar eru eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu írönsku bræðurnir Robert og Vincent Tchenguiz og ensku bræðurnir Ian og Richard Livingstone og Baugur Group. Bæk- ur fyrirtækisins verða opnaðar til- boðsgjöfum í dag en ekki liggur ljóst fyrir hversu lengi þær verða opnar. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group, sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi: „Málið er enn á svo viðkvæmu stigi að ég vil ekki tjá mig frekar um það en málin hljóta að skýrast á næstu dögum.“ Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins ríkir mikil tortryggni meðal stjórnenda og eigenda Somerfield í garð tilboðsgjafa og því munu þeir hafa ákveðið að hafa bókhald sitt fyr- ir tilboðsgjafa opið um skamma hríð, eða að hámarki þrjár vikur. Slagurinn um Somerfield harðnar enn ef marka má Financial Times í gær en þar kemur fram að milljarða- mæringurinn Sol Zakay, sem á fast- eignafélagið Topland, sé að íhuga til- boð í Somerfield með það í huga að eignast fasteignir þess sem taldar eru vera að verðmæti rúmlega einn milljarður punda. Somerfield opnar bókhaldið Er á viðkvæmu stigi, segir Jón Ásgeir Jóhannesson „FRAMVINDAN á íbúðalánamark- aði vekur spurn- ingar um eðlilega verkaskiptingu milli hins ríkis- rekna Íbúðalána- sjóðs og bank- anna.“ Þetta sagði Geir H. Haarde fjármála- ráðherra á ráðstefnu Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja (SBV) í gær. Hann sagði að Íbúðalánasjóður mundi vissulega áfram hafa mikil- vægu hlutverki að gegna. Hann teldi hins vegar eðlilegt að hlutverk sjóðs- ins beindist í framtíðinni í meira mæli að félagslegum þáttum og ákveðnum landshlutum. Eðlileg framþróun Íbúðalán bankanna eru að mati Geirs eðlileg framþróun á lánamark- aði. „Það er ekki vafi á því að einka- væðing bankanna, aukin stærð þeirra og styrkur í kjölfarið, á stóran þátt í því að þeir töldu sér óhætt að leggja út á þessa nýju braut,“ sagði Geir. „Með þeirri vaxtalækkun á langtímalánum til fasteignaviðskipta sem þessari þróun hefur fylgt má segja að einkavæðingin hafi með beinum hætti og kannski skjótvirk- ari hætti en fyrirséð varð bætt lífs- kjörin í landinu.“ Þá sagði hann að breyting á hlut- verki Íbúðalánasjóðs væri úrlausn- arefni á hinum pólitíska vettvangi. Fara þyrfti vandlega yfir alla þætti þess máls, m.a. með hliðsjón af ábyrgðum sem hvíldu á ríkissjóði. ÍLS beini sér að félagsleg- um þáttum  Íbúðalán/13 Geir H. Haarde ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.