Morgunblaðið - 25.04.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.04.2005, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 25. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Skógarhlíð 18, sími 595 1000 www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Hvítasunnuferð - örfá sæti Tveir fyrir einn til Rómar 12. maí frá kr. 19.990 Heimsferðir bjóða nú einstakt tækifæri til að kynnast Róm í vikuferð 12. -19. maí á frábærum kjörum undir öruggri leiðsögn fararstjóra Heimsferða. Í boði eru fræðandi og skemmtilegar kynnisferðir, þ.a. þú upplifir á ógleymanlegan hátt árþúsundamenningu og andrúmsloft borgarinnar eilífu. Gisting frá kr. 5.700 Netverð á mann pr. nótt, m.v. gistingu í tvíbýli á þriggja stjörnu hóteli með morgunverði. Verð kr. 19.990 Flugsæti báðar leiðir með sköttum. 2 fyrir 1 tilboð. Netverð á mann. BOBBY Fischer er með aðstoð vinar síns, Sæmundar Pálssonar, farinn að leita sér að heppilegu húsnæði í Reykjavík til annaðhvort kaups eða leigu. „Við byrjuðum að skoða íbúðir nú undir helgi, enda að athuga hvort ekki sé rétt að hann kaupi sér eitthvað í stað þess að búa endalaust á hóteli,“ segir Sæmundur og tekur fram að Fischer sé að leita eftir húsnæði sem sé í kringum 100 fermetrana. Segir hann Fischer aðallega vera að horfa á húsnæði miðsvæðis í Reykjavík, ýmist í 101 eða 107. „Allavega eitthvað sem er í göngufæri við flesta þjónustu, enda er hann ekki með bílpróf og því ekki skynsamlegt að hann sé háður leigubílum og strætó. Þótt það sé ekki frágangssök að fara í strætó er miklu þægilegra fyrir hann að vera í göngufæri, ekki síst meðan hann er að kynnast borg- inni. Sjálfur kokkar hann ekkert og því lagði ég til að heppilegt væri að húsnæðið væri í göngufæri við megnið af þeim veitingastöðum sem finna má í miðbænum,“ segir Sæmundur Pálsson. Vill helst finna sér húsnæði við rólega götu Að sögn Sæmundar hefur Fisch- er ekki neinar sérstakar óskir varðandi tilvonandi húsnæði, en tekur fram að skákmeistarinn kjósi þó helst að húsnæðið sé í ró- legri götu, enda sé hann ekki mik- ið fyrir umferðarhávaða. „Hann er helst að horfa eftir íbúð á annarri eða þriðju hæð, en hún má jafnvel vera aðeins hærri ef um er að ræða fallega og góða blokk,“ segir Sæmundur. En Sæmundur er ekki aðeins Fischer innan handar þegar kemur að húsnæðisleit, því hann fór líka með vini sínum í banka um daginn til að stofna íslenskan bankareikn- ing. Þegar í bankann var komið bað Fischer um að bankabókin væri af gömlu gerðinni þar sem prentað er inn í bókina hver ein- asta færsla til þess að hann ætti hægar um vik að fylgjast með inni- stæðu sinni. Sagði Sæmundur úti- bússtjóra Íslandsbankans, sem þeir fóru í, hafa tekið umleitan Fischers afar vel og orðið við beiðni hans. Þótt mörg ár séu liðin síðan íslenskir viðskiptavinir bank- ans báðu síðast um slíka bók, var enn til staðar búnaður og þekking til að verða við beiðni skákmeist- arans. „Að öllu jöfnu er ekki boðið upp á þetta, en ég held að ef fólk óskar eftir því sé orðið við því, enda eru sumir sem treysta þessu kerfi bet- ur,“ segir Sæmundur og tekur fram að hann hafi þó alla trú á því að Fischer muni líka venjast nýja bókalausa kerfinu, enda sé það al- veg jafnöruggt og gamla kerfið þótt færslurnar sjálfar séu ekki prentaðar í bankabókina sjálfa. Bobby Fischer leitar sér að húsnæði Morgunblaðið/RAX Bobby Fischer er í húsnæðisleit. Vildi bankabók með gamla laginu þar sem hægt er að prenta færslur Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is Stykkishólmur | Það er ekki nóg að hafarnarungar komist á legg og geti farið að bjarga sér sjálfir. Þá hefst hin eiginlega lífbarátta þeirra sem getur verið hörð og erfið. Haf- ernir þurfa að berjast fyrir lífi sínu þó friðaðir séu. Fyrir nokkrum dögum var til- kynnt til Náttúrustofu Vesturlands í Stykkishólmi um dauðan haförn ekki langt frá Stykkishólmi. Róbert Arnar Stefánsson fór á staðinn til að skoða hræið. Þá kom í ljós að um var að ræða ungan haf- örn frá síðasta sumri. Hann var ekki langt frá uppeldisstöðvum sín- um, og drepist fyrr í vetur. Hræið var nokkuð heillegt en dánarorsök var ekki sjáanleg. Að sögn Róberts verður hræið rannsakað, en ekki er víst hvort hægt er að komast að því hvað hafi valdið dauða arnarins, því of langt getur verið síðan hann drapst. Ró- bert segir margt geta komið til greina, t.d. vannæringu. Haförninn þarf mikla fæðu og ekki er sjálf- gefið að hann nái að afla hennar þegar foreldrarnir eru ekki lengur til hjálpar. Stutt lífshlaup arnarins unga Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Róbert Arnar Stefánsson með ungan haförn sem náði ekki að lifa af sinn fyrsta vetur. Fáskrúðsfjörður. Morgunblaðið. | Færeyska skipið Júpíter landaði tvö þúsund tonnum af kolmunna á Fáskrúðsfirði á laugardag. Nýtt andlit bættist í hóp löndunar- manna þennan dag, þegar dýrasti knattspyrnumaður Íslands, Almir Cosic, sem leikur með þriðjudeild- arliðinu Leikni á Fáskrúðsfirði, brá sér í löndunargallann og tók til hendinni. Er þetta talin hin mesta búbót fyrir Loðnuvinnsluna, enda hefur verið erfitt að manna löndunargengi eftir að sett var í kjarasamninga að sjómenn ættu ekki að landa bræðslufiski. Segja menn að nú þurfi ekki lengur að spá í hvað Leiknir borgaði fyrir leikmanninn. Newcastle bauð milljón punda í leikmanninn Cosic er Bosníumaður og hefur undanfarin misseri spilað í Meist- aradeild Evrópu með Zeljeznicar. Newcastle bauð milljón punda í hann fyrir þremur árum, en hann er hér á landi á árssamningi við Leikni fyrir tilstilli nokkurra sam- landa sinna sem einnig hafa spilað með liðinu. Dýr kappi í löndunargenginu Morgunblaðið/Albert Kemp KOMIÐ hefur í ljós að flugdólg- arnir sem voru með læti í vél Icelandic Express fyrir viku voru með tæpar fimm milljónir króna í beinhörðum peningum á sér við komuna til Kaupmanna- hafnar. Peningana höfðu þeir í íslenskum krónum og evrum. Danska lögreglan sem tók á móti þeim fann peningana við leit á þeim en afhenti þeim þá aftur að lokinni skoðun. Ekki liggur fyrir hvað þeir ætluðu sér með peningana þótt fundurinn hafi vakið ákveðna athygli. Voru með milljónir í seðlum á sér ATVINNUÞÁTTTAKA ungs fólks, á aldrinum 16 til 24 ára, var 69% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, samanborið við 63,5% á fyrsta ársfjórðungi síðasta árs. Kom þetta fram í hálffimm birtingu KB banka. „Ber þetta vitni um mjög vax- andi umsvif á vinnumarkaði og ný störf sem hafa sogað ungt fólk til sín,“ segir í birtingu KB banka. Þar segir að fólk á aldrinum 16 til 24 ára sé sá hópur sem verði fyrir hvað mestum áhrifum af hag- sveiflum. „Ástæðan er einkum sú að þetta fólk hefur yfirleitt minnstu reynslu og menntun mið- að við aðra aldurshópa og er oftar en ekki lausráðið í störfum sínum.“ Fólk í þessum hópi sé því oft fyrst til að missa vinnuna þegar að kreppi í atvinnulífinu. Atvinnu- þátttaka og atvinnuleysi ungs fólks fylgi hagsveiflum náið og sýni þensluástandið á vinnumarkaðnum í hnotskurn. Atvinnuþátttaka ungs fólks eykst Ný störf soga til sín unga fólkið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.