Morgunblaðið - 25.04.2005, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.04.2005, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. APRÍL 2005 15 DAGLEGT LÍF                                                                                        ! "   " "   !   # "    $                       Þ orbjörg Helga Vigfús- dóttir, ráðgjafi menntamálaráðherra í skólamálum, hefur frá barnæsku haft mikinn áhuga á bílum. „Ég hef alltaf verið svolítil strákastelpa í mér og lék mér aldrei með neitt annað en bíla þegar ég var lítil. Ég man eftir að hafa raðað bílunum upp í langar raðir og búið til bílabrautir úr ýmsu tilfallandi,“ segir Þorbjörg og bætir því við að í dag komi sér þetta vel fyrir syni hennar tvo sem fengu heilu kassana af Match- box-bílum frá móður sinni. Sem barn var ekki alltaf auðvelt að vera með bíladellu og Þorbjörg rifjar upp strembinn dag henni tengdan. „Ég hef verið um sex ára og fór með mömmu í Blómaval sem seldi einmitt Matchbox-bíla við kass- ann. Þennan dag gekk ekki að sannfæra mömmu að mig vantaði 1973-árgerð af Renault 5-bíl í safnið mitt, sem varð til þess að ég hnuplaði honum. Ég var gjör- samlega miður mín í marga daga á eftir og man að ég faldi bílinn og hélt að mamma myndi augljóslega átta sig á því að þetta væri bíll sem ekki hafði verið til fyrir. Svo reyndi þetta líka verulega á sam- viskuna og ég þorði ekki inn í Blómaval í marga mánuði.“ Þorbjörg segist telja að bíla- áhugi sinn tengist aðallega formi þeirra og hönnun. Jagúar og Bens í uppáhaldi „Það skilur mig líklega frá þeim strákum sem hafa mikinn áhuga á bílum. Ég hef aldrei haft mikinn áhuga á að ræða um hestöfl, vélar eða mæla, hef meira verið að huga að prófílnum á bílnum, hönnun og stíl. Í gamla daga lá ég gjarnan á gólfinu, horfði á bílana frá mis- munandi hornum, skoðaði muninn á árgerðum á sömu bílagerðunum og dæmdi hvort grillið og ljósin gæfu góðlegt eða grimmt útlit.“ Þegar kom að því að kaupa fyrsta alvöru bílinn segir Þorbjörg að sömu forsendur hafi verið lagð- ar til grundvallar og við val á dótabílunum. „Ég hef átt nokkuð marga bíla og þetta er ansi dýrt áhugamál. Ég hef alltaf verið mjög mikil jeppakerling og þegar ég var í Versló fór ég með félagana á jepp- anum hans pabba upp að gjósandi Heklu og í skíðaferðir. Ég er miklu hrifnari af því að keyra mal- arvegi eða á ójöfnum heldur en að keyra hratt, sem betur fer, enda eru bílar hættuleg tæki og bíl- stjórar verða að vera ábyrgir.“ Þegar kemur að því að nefna sinn uppáhaldsbíl segir Þorbjörg marga koma til greina. „Til dæmis gamlir og nýir Jagúarbílar, eins og gamli bíllinn hans Halldórs Laxness sem er til sýnis á Gljúfrasteini. Austin Mini, nýi Range Roverinn, Volkswagen- bjalla og Mercedes Benz eru allt bílar sem ég hef unun af því að horfa á. Ég hef líka mjög gaman af BMW og sérstaklega þeim elstu, þessum sem voru með húdd- ið langt fram fyrir stuðarann. Þessa stundina keyri ég Land Cruiser 90-jeppa og hef aldrei áð- ur átt svona fínan bíl. Ég hef yf- irleitt ekki verið sérstaklega ánægð með hönnunina hjá Toyotu en mér finnst þessi bíll ansi vel heppnaður. Hann er eins og hugur manns þrátt fyrir stærð og er með fínan kraft. Ég valdi mér þennan fína bláa lit og setti hann á aðeins stærri dekk. Ég verð að við- urkenna að þegar þessi var valinn komu aðrir til greina sem eru bet- ur hannaðir, en þá vorum við líka að tala um töluvert dýrari bíla. Nú er bara að setja í baukinn og fara að huga að næsta tæki,“ segir Þorbjörg að lokum.  ÁHUGAMÁL | Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir er með bíladellu Hefur áhuga á formi frekar en hestöflum Morgunblaðið/RAX Þorbjörg Helga og bíllinn hennar sem hún segir að sé með fínan kraft. Hamfarir af ýmsu tagi fyllafréttatíma ljósvakamiðl-anna dag eftir dag og get- ur það haft sín áhrif á börn og full- orðna. Börn geta orðið hrædd þegar þau skynja að hinir fullorðnu geta ekki alltaf verndað þau, að því er m.a. kemur fram á norska vefn- um forskning.no. Soilikki Vettenranta skrifaði doktorsritgerð um málið við norska tækniháskólann NTNU innan fjöl- miðla- og uppeldisfræða. Hún bend- ir á að æ ólíklegra verði að fréttir um barnadauða vegna vannæringar valdi viðbrögðum áhorfenda sem í sama fréttatíma fá kannski fréttir af börnum sem er nauðgað, stunda vændi, eru drepin o.s.frv. Vettenr- anta ræddi við unglinga á aldrinum 14–19 ára til að fá fram upplifun þeirra af óhugnanlegum fréttum. Settu sig í spor fórnarlamba Í ljós kom að mest áhrif höfðu fréttir af atburðum sem ungling- arnir áttu auðvelt með að samsama sig eða setja sig í spor fórnarlamb- anna. Fréttir af morði á tveimur norskum börnum með nærmyndum af syrgjandi börnum og grátandi fullorðnum höfðu því mun meiri áhrif en fréttir af hryðjuverkaárás- unum 11. september 2001 eða af flóðum á Indlandi og hungursneyð í Eþíópíu. Öðru máli gegndi þó um fréttir frá náttúruhamförunum í SA-Asíu nýlega þar sem flóðbylgj- an hafði í raun áhrif á norskar fjöl- skyldur. Í fjölmiðlum birtust því myndir af norskum foreldrum sem í örvæntingu leituðu að börnum sín- um í eyðileggingunni og ungling- arnir sem tóku þátt í rannsókninni gátu sett sig í þeirra spor. Börn bú- ast við að hinir fullorðnu verndi þau og hjálpi þegar hamfarir verða eða skelfilegir atburðir. Vettenr- anta bendir á að það geta þeir ekki alltaf og það hræði börnin. Þetta hafi þau séð í fréttum frá flóða- svæðunum og fréttum af gíslatök- unni í Beslan þar sem örvænting hinna fullorðnu sást greinilega. Vettenranta er sjálf fyrrverandi sjónvarpsfréttamaður og gagnrýnir fréttamennsku samtímans. Að hennar mati verða fréttir í æ ríkara mæli afþreying og áhorfendum er stjórnað með tónlist og myndatöku. Hún segir að það hafi komið sér nokkuð á óvart hvað börnin voru sér meðvitandi um þessa staðreynd og hefur trú á að þeim verði ekki svo auðveldlega stýrt af fjölmiðl- unum. Hún leggur þó áherslu á að börn geti orðið hrædd af að horfa á skelfilegar fréttir og óttinn við að verða viðskila við foreldra sína sé sterkur. „Við fullorðnir berum því ábyrgð á að útskýra fyrir börn- unum hvað er að gerast og reyna að veita þeim öryggi, fullvissa þau um að við gerum allt sem við get- um til að vernda þau,“ segir Vettenranta.  BÖRN Hamfarafréttir valda óöryggi Morgunblaðið/Halldór Kolbeins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.