Morgunblaðið - 25.04.2005, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.04.2005, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 25. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Auður Laxness var heið-ursgestur á hátíðardag-skrá í Stokkhólmi álaugardaginn í tilefni þess að á þessu ári eru liðin 50 ár síðan eiginmaður hennar heitinn, Halldór Laxness, hlaut bók- menntaverðlaun Nóbels. Auður flutti þakkarorð þar sem hún sagði skemmtilegt að vera komin aftur til Stokkhólms fimmtíu árum síðar, á sama hótelið og upplifa sömu góðu móttökurnar. Hún þakkaði þá virð- ingu sem minningu Halldórs var sýnd með dagskránni, en þar komu fram fræðimenn og listamenn og gerðu verkum Halldórs Laxness skil. Samkoman var samvinnuverk- efni safnsins Gljúfrasteins, Nóbels- safnsins í Stokkhólmi og íslenska sendiráðsins í Svíþjóð. Hún var haldin í húsi Sænsku Akademíunn- ar í Gamla Stan í Stokkhólmi, en þar er Nóbelssafnið einnig til húsa. Þar eru nú til sýnis málverk af Halldóri eftir tvær listakonur, Lillemor Holmberg, sem kynntist Halldóri sem blaðamaður í Stokk- hólmi, og Birgittu Liljebladh. Í apríl eru til sýnis í safninu nokkrir persónulegir munir Hall- dórs, m.a. ritvélin hans, pípan og gleraugu, ásamt margmiðl- unarstandi þar sem upplýsingar um ævi skáldsins eru á sænsku, ís- lensku og ensku og kemur þetta frá safninu Gljúfrasteini. Guðný Gests- dóttir, forstöðumaður Gljúfra- steins, segir samstarfið við Nób- elssafnið hafa gengið vel og til standi að halda upp á fimmtíu ára Nóbelsverðlaunaafmælið á síðar á árinu, en það var í d ber árið 1955 sem Halldór verðlaununum viðtöku í St hólmi. Þúsund ára Íslendingur Auðu Fjölmennt var á hátíðardagskrá í Stokkhólmi á laugardag- inn í tilefni þess að á þessu ári eru liðin 50 ár síðan Halldór Laxness hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels. Steingerður Ólafsdóttir fylgdist með dagskránni. Nóbelsskáldið Halldór Laxness. jafnvel innan árs frá því að ingin á veðurfari verður,“ Oddur og nefnir Sólheima sem dæmi um slíkan jökul Næststærsti hópur jökla nefndir framhlaupsjöklar sögn Odds, þess eðlis að jö sporðurinn styttist án tillit þess hvernig veðurfar er u hvert tímabil og gengur sí skyndilega fram. Segir ha un framhlaupsjökla vera e ráðgátum jöklafræðinnar virðist hegðun þeirra ekki beinu samhengi við breyti veðurfari. „Þriðja gerðin er síðan j Lengst af í Íslandssögunnihafa íbúar landsins ver-ið því allra hrifnastir efjöklarnir rýrnuðu sem mest, enda stafaði ekkert gott af þeim. Þeir voru skelfilegir, frá þeim komu jökulhlaup og eldgos sem gengu jafnvel yfir jarðir og bæir manna. Núna eru menn hins vegar hrifnir af jöklum af því að við erum ekki lengur hrædd við þá. Í dag myndum við því alls ekki vilja sjá þá hverfa, enda skreyta þeir óneitanlega landslagið og eru afskaplega áhugaverð náttúrufyr- irbrigði,“ segir Oddur Sigurðsson, jarðfræðingur á Orkustofnun, en hann heldur fyrirlestur á vorfundi Jöklarannsóknafélags Íslands í Norræna húsinu í kvöld kl. 20. Verðum að ná að lesa upplýs- ingarnar áður en þær hverfa Vel má vera ljóst að miðað við aukna hlýnun jarðar eru jöklar í hættu, en menn gera ráð fyrir að það muni hlýna um a.m.k. 2 gráð- ur á þessari öld. Segir Oddur að reiknað hafa verið út að með slíkri hlýnun muni jöklar í stórum drátt- um vera horfnir eftir tvær aldir og hefur hann áhyggjur af öllum þeim verðmætu upplýsingum sem jöklar landsins geyma. „Þar sem jöklar geyma svo mikla sögu þurf- um við að vera búnir að lesa sög- una úr jöklunum áður en þeir hverfa. Þetta er eins og að eiga tölvugögn á diski sem mun eyði- leggjast eða eiga handrit þar sem letrið er að dofna. Það verður að flýta sér að skrá niður það sem er á diskinum eða í handritinu áður en upplýsingarnar hverfa,“ segir Oddur og bendir á að meðal þeirra upplýsinga sem jöklarnir geyma séu upplýsingar um veðurfar fyrr á öldum, bæði hitafar og úrkomu, auk þess sem þeir geyma upplýs- ingar um eldgos fyrri alda. Jöklar bregðast misjafnlega við breytingum á loftslagi Í erindi sínu í kvöld mun Oddur fjalla um afhroð jöklanna að und- anförnu og sýna hvernig mismun- andi gerðir jökla bregðast misjafn- lega við þegar breytingar verða á loftslagi. Að sögn Odds má í stórum dráttum skipta jöklum landsins í þrjá flokka. „Flestir jöklar eru þess eðlis að þeir bregð- ast að bragði við breyttu loftslagi, „Í dag myndum við því alls ekki vilja sjá jökla hverfa, enda skrey ir Oddur Sigurðsson, jarðfræðingur á Orkustofnun, en á vorfund jöklanna að undanförnu og sýna hvernig mismunandi gerðir jök Jöklar geyma sög Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is FRAMLÖG TIL HJÁLPARSTARFS Átta milljónir manna láta lífið áhverju ári vegna fátæktar.Reyndar er skráð dánarorsök yfirleitt önnur, sjúkdómar á borð við malaríu, berkla, alnæmi og niðurfalls- sýki, en rótin liggur í fátæktinni. Fá- tæktin í heiminum er blettur á mann- kyninu af þeirri einföldu ástæðu að til er slíkur auður í heiminum að hæglega væri hægt að metta þá, sem ekki fá nóg að borða, og gefa þeim lyf, sem á þurfa að halda, en hafa ekki ráð á þeim. Mósambík er eitt þeirra landa, sem búa við sára fátækt. Eins og fram kom í grein Önnu Friðriksdóttur í Morg- unblaðinu í gær eru ævilíkur við fæð- ingu í Mósambík 40 ár og því er spáð að sú tala muni lækka á næstu árum vegna alnæmisfaraldursins í landinu. Anna bjó í Mósambík í tvö ár og ákvað að styrkja barn í Mapútó þar sem hún bjó. Hún hafði samband við SOS-barnaþorp, sem eru með þó nokkra starfsemi í Mósambík, og fékk úthlutað styrktarbarni. Samtökin SOS-barnahjálp eru ein af mörgum, sem skipuleggja aðstoð í fá- tækustu ríkjum heims og á Íslandi vinna ýmis samtök hjálparstarf, þar á meðal fyrir börn og má nefna Rauða kross Íslands, Hjálparstarf kirkjunn- ar, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna og Barnaheill. Vandamálin kunna að virðast óyfir- stíganleg og framlag eins manns dropi í hafið, en það munar um hvern ein- stakling, sem fær rétta hjálparhönd. Anna Friðriksdóttir lýkur grein sinni með því að hvetja almenning til dáða: „Við Íslendingar erum rík þjóð og munar flesta ekkert um að greiða mán- aðarlega lága fjárhæð til hjálparstarfs. Þótt upphæðin sé ekki há getur stuðn- ingurinn skipt sköpum fyrir menntun og framtíð barns í þróunarlandi.“ Morgunblaðið tekur undir það. VINNUTÍMI UNGLÆKNA – LOKAFRESTUR Áratugum saman hefur ungumlæknum á sjúkrahúsum hér á landi verið þrælað út í fáránlegu vaktakerfi, þar sem menn eru á vakt sólarhringum saman án nokkurrar hvíldar að ráði. Þetta kerfi hefur lengi verið gagnrýnt harðlega, bæði af ung- um læknum sjálfum og þeim, sem bera hag sjúklinga fyrir brjósti og vilja ekki að ákvarðanir, sem geta varðað líf og dauða, séu teknar af svefnlausu og út- keyrðu fólki. Lítið gekk að breyta vinnutíma ung- lækna, þrátt fyrir gagnrýnina, þar til reglur Evrópusambandsins um vinnu- og hvíldartíma tóku gildi hér á landi. Vinnutími ungra lækna var reyndar framan af undanþeginn þeim reglum, en það breyttist með tilskipun ESB ár- ið 2000. Eins og fram kom í frétt Morgun- blaðsins á laugardag áttu EFTA-ríkin, Ísland þar með talið, að skila eftirlits- stofnun EFTA (ESA) áætlun um það hvernig yrði farið eftir reglunum um vinnutíma unglækna fyrir 1. ágúst á síðasta ári. Frá Íslandi hefur hins veg- ar ekki heyrzt hósti né stuna um það til hvaða ráðstafana verði gripið til að hætta að hálfdrepa ungt fjölskyldufólk á vinnu á spítölum eða hvernig eigi að vernda öryggi sjúklinganna. ESA hefur nú sent Íslandi „rökstutt álit“, sem er á mannamáli lokafrestur til að gera eitthvað í málinu áður en ríkið verður dregið fyrir EFTA-dóm- stólinn. Ísland hefur tvo mánuði til að gera hreint fyrir sínum dyrum. Nú eru með öðrum orðum síðustu forvöð að reka slyðruorðið af íslenzkum sjúkra- húsum í þessu máli, sem heilbrigðisyf- irvöld hafa haft mörg ár til að taka á. KONUR Í ÍRAN Þegar klerkabyltingin var gerð í Ír-an árið 1979 gerbreyttist staða kvenna á einni nóttu. Ríki Íranskeis- ara var vissulega að mörgu leyti gall- að, en réttindum kvenna þar hafði þó fleygt fram og höfðu konur til dæmis haft kosningarétt frá því 1963. Eftir byltinguna voru settar strangar reglur um klæðaburð kvenna og allt umhverfi þeirra breyttist. Halla Gunnarsdóttir blaðamaður veitir athyglisverða inn- sýn í heim kvenna í Íran í grein, sem hún skrifar í Morgunblaðið í gær frá heimsókn sinni til landsins undir fyr- irsögninni „Sterkar konur í feðra- veldi“. Halla rekur þar samtöl sín við íranskar konur og er þar dregin upp sterk mynd af ólíkum viðhorfum og gildum í Vesturlandabúans annars vegar og Írana hins vegar. „Íranskar konur eru langt frá því að vera einsleitur hópur,“ segir í grein Höllu. „Sumum líkar vel við slæðuna, öðrum ekki. Sumar biðja þrisvar sinn- um á dag að hætti shíta múslíma, aðrar biðja aldrei. Sumar ganga eingöngu í svörtum fötum, aðrar minna helst á regnboga, slík er litagleðin.“ Það segir sína sögu um stöðu kvenna í Íran að fyrir rétti gildir vitnisburður þeirra aðeins til hálfs á móti vitnis- burði karla og þegar morð er framið þarf fjölskylda morðingjans að greiða fjölskyldu fórnarlambsins helmingi lægri upphæð ef fórnarlambið er kona. Það er því athyglisvert að sjá við- brögðin við spurningunni um stöðu kvenna í Írak. „Konur og karlar eru jöfn í Íran. Það eina sem aðskilur okk- ur er þetta,“ segir einn viðmælandi Höllu og bendir á fötin sín. Í greininni er dregin fram óánægja kvenna með stjórnarfarið í landinu og stöðu sína þótt viðmælendur hennar reyni einnig að réttlæta margt, sem á sér stað. Það kann að vera að konur séu farnar að sækja í sig veðrið á ný í Íran. Þær leyfa sér margar að ganga eins langt í að sveigja reglurnar um klæðaburð og þær geta og vekur at- hygli að tveir þriðju hlutar háskóla- nema eru konur. Þær eru hins vegar aðeins 11% launþega, búa við mjög takmarkað sjálfstæði og ekkert bendir til þess að þeim verði hleypt inn í valdakerfi landsins í bráð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.