Morgunblaðið - 25.04.2005, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 25.04.2005, Blaðsíða 30
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes ÉG SEM HÉLT AÐ MINN TÍMI VÆRI KOMINN... EN ÉG HAFÐI RANGT FYRIR MÉR, EINS OG VENJULEGA Ó, JÓN... LÍFIÐ ER EINS OG DYR MEÐ GLERHURÐ OG JÓN GLEYMIR ALLTAF AÐ OPNA ÁÐUR EN HANN REYNIR AÐ LABBA Í GEGN Æ, NEI! ÞAÐ ER BÚIÐ AÐ TJÓÐRA MIG KANNSKI ER ÞESSI STAÐUR, SEM ÉG ER Á, MEÐ SVONA STRÖNG LÖG UM AÐ HUNDAR ÞURFI ALLTAF AÐ VERA Í ÓL... HVERNIG KEMST ÉG HEIM? ÞAÐ ERU SVO MARGIR SEM MUNU SAKNA MÍN... ER ENGINN SEM GETUR BJARGAÐ MÉR? KALVIN, KOMDU. VIÐ ERUM AÐ FARA ÚT Í BÚÐ MÁ HOBBES KOMA MEÐ? NEI, HANN VERÐUR HEIM EN ÉG VIL AÐ HANN KOMI MEÐ!! EF MAÐUR FINNUR ENGIN RÖK ÞÁ TALAR MAÐUR BARA HÆRRA Svínið mitt © DARGAUD ERTU AÐ SEGJA MÉR AÐ STÆRÐFRÆÐI- KENNARINN HAFI REFSAÐI YKKUR AFTUR JÁ, ÞAÐ VAR VEGNA ÞESS AÐ ÉG VISSI EKKI SVARIÐ OG KÍKTI HJÁ GULLA ÞETTA ER EKKI SANN- GJARNT SVONA ER ÞAÐ ÞEGAR MAÐUR SVINDLAR Í PRÓFI ÞAÐ ER RÉTTLÁTT AÐ HONUM SKULI LÍKA HAFA VERIÐ REFSAÐ ÓSANNGJARNT RÉTTLÆTI MÁ ÉG SJÁ PRÓFIN YKKAR? ELSKAN, ÞAÐ ER BÚIÐ AÐ REFSA ÞEIM ÉG SKIL EKKI ALVEG... HVAÐ VAR MÁLIÐ? ÞAU ÁTTU AÐ REIKNA ÚT HVAÐ ÞAÐ TÆKI LANGAN TÍMA AÐ FYLLA BAÐKAR EF ÞAÐ LEKUR ÚR ÞVÍ EINN LÍTRI Á KOR- TERI EN 1 OG 1/2 LÍTER RENNUR ÚR KRANANUM Á KORTERI OG HVAÐ? ÞETTA ER FÁRÁNLEGT! ÞAU SKRIFUÐU BÆÐI SÖMU TÖLUNA 5555223! HVAÐA NÚMER ER ÞETTA EIGINLEGA? ÉG VEIT EKKI HVAÐAN ÞAU FENGU ÞAÐ? ÞETTA ER NÚMERIÐ HJÁ FRÆNDA HANS GULLA HANN ER MJÖG GÓÐUR PÍPARI! Dagbók Í dag er mánudagur 25. apríl, 115. dagur ársins 2005 UndirbúningurListahátíðar er nú í fullum gangi og Víkverji dagsins bíður spenntur eftir því að njóta þess sem boðið verður upp á. Hann er að vísu ekki sérlega áhugasamur um myndlist, sem honum skilst að verði í há- sætinu að þessu sinni. En margt fleira verð- ur á dagskránni. Allt gott um það en nú vill Víkverji koma að umkvörtun. Hann fór ásamt vini sínum í Hallgrímskirkju í fyrra til að hlusta á rússnesku munkana við Kirkju heilags Basils. Ekki sviku þeir, þetta var heillandi upplifun og áreiðanlega ógleymanleg öllum í salnum. En reyndir tónleikagestir vita að ætli þeir sér að ná í gott sæti í kirkjunni þegar svo þekktir lista- menn eru á ferð er nauðsynlegt að koma vel fyrir tímann. Ekki spillir að geta séð listamennina auk þess að heyra vel í þeim. Þess vegna fóru Víkverji og félagi hans á staðinn rösklega fjögur en tónleikarnir hóf- ust klukkan fimm. Ekki dugði þessi forsjálni. Fjöl- mörg sæti á besta stað voru nefni- lega frátekin handa boðsgestum. Kannski er ekkert við því að segja þótt stjórn Listahátíðar ákveði að heiðra ein- hverja með boðs- miðum en fyrr má nú rota en dauðrota! Fyrr á öldum voru alltaf frátekin sæti í kirkjum handa yfir- stéttinni en vonandi er sá siður nú aflagður þótt ef til vill sé gerð undantekning með þjóðhöfðingja. Fólk sem fær ókeypis miða hlýtur að geta komið snemma eins og aðrir til að klófesta góð sæti. Ef ekki er einfaldast að efna til sérstakra tónleika fyrir alla heiðursgestina. x x x Ferðaþjónusta er löngu orðin einaf mikilvægustu atvinnugrein- um landsins. Nú segir fólk í ferða- þjónustu Víkverja að hátt gengi krónunnar ógni greininni enda þótt erlendir ferðamenn hafi aldrei verið fleiri. Meira að segja olíulandið Noregur er að verða ódýrari áfangastaður en Ísland. Er ekki ljóst að stofna þarf sérstakt ferða- málaráðuneyti til að tryggja þessari grein eins góða umgjörð og unnt er? Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is               New Orleans | Djasshátíðin í vöggu djassins, New Orleans, er í algleymingi þessa dagana. Meðal flytjenda sem komu fram á Acura-sviðinu um helgina var gamla kempan James Taylor sem hafði gítarinn meðferðis. Hátíðinni lýk- ur 1. maí næstkomandi. Reuters Djassað í New Orleans MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Ég elska þig, Drottinn, þú styrkur minn. Drottinn, bjarg mitt og vígi og frelsari minn. (Sálm. 18, 1.–2.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.