Morgunblaðið - 25.04.2005, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 25.04.2005, Blaðsíða 36
Reuters Emile Griffith, sexfaldur heimsmeistari í boxi, lenti í þeim harmleik að valda dauða keppinautar síns, Benny „The Kid“ Parel, eftir að Parel egndi hann með ásökunum um samkynhneigð, sem þá þótti hin versta hneisa. KVIKMYNDIR Háskólabíó – IIFF Í eldhringnum (Ring of Fire: The Emile Griffith Story)  Heimildarmynd. Leikstjóri: Ron Berger og Dan Kloris. Fram koma m.a. Emile Griffith, Jimmy Breslin, Benny „Kid“ Parel. 87 mín. Bandaríkin. 2005. HÉR segir frá harmleiknum þegar fyrsta banahöggið var greitt í beinni sjónvarpsútsendingu. Það gerðist ár- ið 1962, í úrslitakeppni um heims- meistaratitilinn í veltivigt í hnefaleik- um. Beinar útsendingar á íþróttinni voru þá orðnar feikivinsælar á ABC sjónvarpsstöðinni, en atburðurinn varð til þess að þeim var hætt um ára- bil. Keppnin stóð á milli þáverandi heimsmeistara, Bennys „Kid“ Parel, og Emiles Griffith, tveggja ólíkra, þeldökkra boxara. Það hafði kvisast út að Griffith væri samkynhneigður, slíkt orðspor eitt saman var yfrið nóg til að leggja líf manna í rúst í þröng- sýninni og fordómunum sem ríktu fyrir fjörutíu árum. Parel baunaði kynhneigðinni á andstæðing sinn fyr- ir keppnina og hvort sem því var um að kenna eður ei, þá gekk prúðmennið Griffith berserksgang í hringnum og linnti ekki látum fyrr en hann hafði gengið frá Parel. Sú hörmulega stað- reynd kom fljótlega í ljós að það var til frambúðar, Parel komst aldrei til meðvitundar og lést 10 dögum síðar. Vitaskuld var um slys að ræða og hafði Griffith margoft unnið andstæð- inga sína áður á rothöggi, en það átti aldrei eftir að henda að hann beitti þeim oftar í hringnum og ferill hans fjaraði smám saman út. Í einstaklega hlýjum lokakafla Ring of Fire, kemur í ljós að þetta sterkbyggða ljúfmenni var ein und og náði aldrei að rétta til- finningalega úr kútnum eftir slaginn við Parel. Berger og Kloris hafa sett saman áhrifamikla og umhugsunarverða mynd um atburðinn, aðdraganda hans og eftirhreytur. Áhorfandinn hverfur aftur á tíma s/h sjónvarpsins, sýndar eru gamlar fréttamyndir af keppninni og atburðum tengdum henni. Rætt við fjölda manna sem koma við sögu, m.a. Griffith sjálfan, eiginkonu Parels og son þeirra hjóna og fjölda manna tengda íþróttinni. Það er forvitnilegt og færir mann inn í afmarkaða veröld þegar slaufum prýddir lýsendur leikjanna, umboðs- menn, þjálfarar, fréttamenn ofl., rifja upp harmleikinn sem stendur þeim enn fyrir hugskotssjónum. Í hópnum eru ýmsir málsmetandi menn á borð við rithöfundana Norman Mailer og Pete Hamill og blaðamanninn Jimmy Breslin. „Göfuga“ sjálfsvarnaríþróttin hef- ur oft beðið hnekki, jafnvel hér heima þar sem tókst fyrir örfáum árum að leyfa hana á nýjan leik, liggja menn örkumlaðir æfilangt af afleiðingum hennar. Ring of Fire er ekki einungis vandvirknislega gerð og áhugaverð harmsaga af dauða og þjáningum þeirra sem eftir lifðu, heldur er hún kraftmikil heimild um hætturnar sem fylgja hnefaleikum. Sæbjörn Valdimarsson Banahögg í beinni útsendingu 36 MÁNUDAGUR 25. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ Frábær ævintýrahasarmynd sem líkt hefur verið við Indiana Jones og James Bond myndirnar.  Toppmyndin í USA Toppmyndin á Bretlandi - Toppmyndin á Íslandi Byggð á metsölubók Clive Cussler H.L. MBL  Ó.H.T Rás 2 Kvikmyndir.is Vera Drake kl. 5,30 The Motorcycle Diaries kl. 8 - 10.30 Don´t Move kl. 5,30 b.i. 16 ára Beautiful Boxer kl. 8 Hole in my Heart kl. 10,30 b.i. 16 ára Beyond the Sea kl. 5,30 Napoleon Dynamite kl. 8 9 Songs kl. 10 b.i. 16 ára Maria Full of Grace kl. 6 - 8 b.i. 14 ára The Mother kl. 10,05 Life and Death of Peter Sellers kl.5.40 - 8 Million Dollar Baby kl. 10,20 b.i. 14 ára Stórkostleg vegamynd sem hefur farið sigurför um heiminn, fengið lof gagnrýnenda og fjölda verðlauna. 3 ÓSKARSTILNEFNINGAR MBL Ó.H.T Rás 2 Sennilega ein hispurslausasta kvikmynd sem gerður hefur verið, eftir snillinginn Michael Winterbottom, um ást, kynlíf og tónlist. Stranglega bönnuð innan 16 ára og alls ekki fyrir viðkvæma. Að sjá gam-anmynd ígleðiborg-inni París er á við mikið af kampavíni, það er líka ódýrara og veld- ur ekki timbur- mönnum, og hlátur er víst enn betri fyrir hjartað en kampavín. París er ekki öll þar sem hún er séð, ytri glæsi- leiki og sjarmi og endalausir menningarviðburðir. Hún er nefnilega líka menningarsafn þar sem ótal safngripir eru varðveittir og sérstakur dugnaður við að draga fram safngripina sem eru bíómyndir. Grínið um enska butlerinn Ruggles, Ruggles of Red Gap, frá 1935 (á frönsku L’extravagant Mr Ruggles) með Charles Laughton í aðalhlutverki er nú sýnt í nokkrum bíóum í borginni, til dæmis í Action Christine, á rue Christine, rétt við St Michel-metróstöðina. Allir ættu að sjá þetta sígilda meistaraverk með Charles Laughton í aðalhlutverki, svo vel gerð er myndin, vel uppbyggð, vel leikin, og spreng- hlægileg. Það er meiraðsegja innihald í myndinni. Enskur lord tapar butlernum sínum í póker svo hann er nauðbeygður til að skipta um eigendur og flytja með þeim til Ameríku. Þar er viðmót manna við hann svo ólíkt því sem hann á að venjast að hann skiptir um sjálfsmynd. Eitt af því góða við myndina er það að jafntgrín er gert að öllum, grófgerðum og velmeinandi Ameríkönum, yfirfínum Eng-lendingum – og leikur Charles Laughton er ólýsanlega góður. Hann leikur að vísu mest með augunum, hvernig sem hann fer að því. Snillingurinn Charles Laughton er best þekktur fyrir leik sinn í hryllingsmyndum, en hann leikstýrði aðeins einni bíó- mynd. Allt bíófólk þekkir The Night of the Hunter, með Ro- bert Mitchum, mynd sem er alveg sér á báti og skreppur undan skilgreiningum. Hún fjallar um lítil systkin á flótta undan predik- ara sem er morðingi, og hún er allt í senn, djúp, nöturleg og hlý. En skemmster frá þvíað segja aðbíókvöldið með Ruggles er eitt hið fullkomnasta frá upphafi, því síðan var haldið á veitingastað- inn Les Dessous de la Robe, rétt við Chatel- et. Strikið tekið fram með Signu, í Louvre átt, og upp götu númer tvö til hægri, rue Bertin Poirée. Ég fann þennan dýrðarstað sem er í eldgömlu húsi, látlaus og skemmtilegur, fyrir einu og hálfu ári. Hann var þá tiltölulega óuppgötv- aður og verðið með því lægsta sem gerist í París. Nú hefur það hækkað og meira um að vera í húsinu, komnir þrír þjónar í staðinn fyrir einn, til dæmis. Við- skiptavinir eru aðallega fólk úr hverfinu, og viðmót mjög elskulegt. Matseðillinn er krítaður og því sí- breytilegur. Fiskur dagsins var glænýr upp úr sjón- um og mjög góður. Þarna er líka hægt að fá hádeg- ismatseðil milli tólf og þrjú, á átján evrur, þrjá rétti. Einn af aðalréttunum er hið illræmda kálfshöfuð, la tete de veau, sem ég held að væri fullkominn fyrir sviðaætur ofan af Íslandi. B í ó k v ö l d í P a r í s Gamanmynd í gleðiborginni HVÍT-RÚSSNESKA söngkonan Anjelica Agurbash er komin hingað til lands í því skyni að kynna fram- lag þjóðar sinnar í Evróvisjón- keppninni. Mun hún í dag hitta ís- lenska blaða- og fréttamenn og flytja lagið með aðstoð dansara og söngvara. Anjelica er fædd í Minsk árið 1970. Árið 1988 bar hún sigur úr býtum í fyrstu fegurðarsamkeppni Hvíta-Rússlands en þá stundaði hún nám í Listaháskóla Hvíta-Rúss- lands. Þá hefur hún átt blómlegan feril undanfarin fimmtán ár, bæði sem söng- og leikkona. Hún býr nú í Moskvu ásamt eiginmanni sínum og þremur börnum, en segist þó alltaf leita til Hvíta-Rússlands eftir orku og innblástri. Agurbash kynnir fram- lag Hvíta- Rússlands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.