Morgunblaðið - 25.04.2005, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 25.04.2005, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MÁNUDAGUR 25. APRÍL 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. ÍSINN á Jökulsárlóni á Breiðamerkursandi var sannarlega tignarlegur og óvenjumikill þegar ljósmyndari Morgunblaðs- ins átti þar leið um í gær. Bæði var um að ræða jaka sem brotnað hafa úr jöklinum sem og lagnaðarís. Þannig er líklegt að jakarnir sem standa upp úr vatninu séu jökulbrot, en flötu jakarnir við yfirborðið séu hlutar af lagnaðarísnum frá því í vetur þegar vatnið lagði. Líkt og sjá má eru sumir jakarnir í lóninu afar óhreinir, en það stafar yfirleitt af öskulögum í jöklinum. Telja má víst að jakasöfnunin nú stafi af því að vindur hafi staðið af jökli og hrakið jakana að útfallinu, en almennt leita jakarnir í lóninu að útfallinu enda liggur straumurinn þangað. Líklega er fremur erfitt að sigla á lóninu við þessar að- stæður, en hins vegar er ekkert sem bendir til þess að jak- arnir muni verða til vandræða þegar nær dregur sumri, enda færast þeir auðveldlega til í vindáttum og bráðna til- tölulega hratt sökum hlýinda í sjónum./21 Morgunblaðið/RAX Tilkomumikill ís á Jökulsárlóni „ÞETTA er mikil þolraun,“ voru fyrstu viðbrögð Ásmundar Pálssonar Íslands- meistara í brids þegar hann var spurður út í langa og stranga spilamennsku um liðna helgi, en hann og Guðmundur Páll Arn- arson urðu í gærkvöld Íslandsmeistarar í tví- menningi í brids. Ásmundur er eng- inn aukvisi þegar brids er annars vegar, hefur 22 sinnum hampað Íslandsmeist- aratitli, þar af tíu sinnum í tvímenningi, fyrst árið 1963, eða fyrir 42 árum. Tók 182 spil um helgina Ásmundur er 77 ára gamall og efa- laust elstur allra sem hampað hefur Ís- landsmeistaratitli í keppnisíþrótt hér á landi. Hann segist engin áform hafa uppi um að hætta spilamennsku þrátt fyrir langa yfirlegu við spilaborðið á keppnismótum sem krefst mikils út- halds. Íslandsmótið í brids hófst á föstudag og var spilað svo að segja samfleytt fram á sunnudagskvöld. Á föstudag spilaði Ásmundur 60 spil, 70 spil á laug- ardag og 52 í gær, samtals 182 spil. En hver er galdurinn við gott gengi í bridsíþróttinni? „Galdurinn er að hafa góða makkera (meðspilara),“ segir Ás- mundur sem segist hafa verið heppinn með þá allan sinn spilaferil. Hann byrjaði að spila brids um 1960, þá um þrítugt. Hann segist ekki hafa tölu á þeim fjölda móta sem hann hefur tekið þátt í, en þeim hafi þó farið fækk- andi með árunum. Ásmundur Pálsson, 77 ára, varð Íslandsmeistari í brids í 22. sinn „Galdurinn að hafa góða makkera“ Ásmundur Pálsson Eftir Kristján Geir Pétursson kristjan@mbl.is ÁFORM borgaryfirvalda um að koma Essó-bensínstöð fyrir á reitnum við Umferðarmiðstöðina í Reykjavík, kom þeim, sem annast hafa skipulagningu nýs húsnæðis fyrir Landspítala – háskólasjúkra- hús á Hringbrautarsvæðinu, nokk- uð á óvart, að sögn Davíðs Á. Gunnarssonar, ráðuneytisstjóra í heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytinu. Stjórnendur LSH eru, skv. heimildum Morgunblaðsins, ekki allir sáttir við að Olíufélagið hf. fái að reisa bensínstöð á umræddum reit. Á sama svæði sé gert ráð fyrir nýbyggingu spítalans. Ekki sé heppilegt að hafa bensínstöð svo nálægt nýja spítalanum. Þegar Davíð Á. Gunnarsson og Jóhannes M. Gunnarsson, forstjóri LSH, voru spurðir út í þetta mál í gær, vísuðu þeir á samkomulag sem Jón Kristjánsson, heilbrigðis- ráðherra og þáverandi borgar- stjóri, Þórólfur Árnason, undirrit- uðu í apríl 2004. Í því er m.a. kveðið á um að borgin úthluti LSH og stofnunum Háskóla Íslands, sem tilheyra spítalanum, samtals 23 þúsund fermetra svæði, á um- ræddum Umferðarmiðstöðvarreit. „Auk þess samþykkja samnings- aðilar að borginni sé heimilt að út- hluta allt að 7.000 fm til uppbygg- ingar miðbæjarstarfsemi í samræmi við fyrirhugað deili- skipulag svæðisins,“ segir í sam- komulaginu. Þar segir einnig að fjögurra manna samvinnunefnd Reykjavíkurborgar, LSH, HÍ og eigenda Umferðarmiðstöðvar Ís- lands skuli vinna sameiginlega að deiliskipulagstillögu svæðisins. Jóhannes segist ekki hafa fengið neinar formlegar upplýsingar um að til standi að breyta þessu sam- komulagi milli ríkis og borgar. „Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að það verði gerð á því breyting.“ Samþykkt í borgarráði Samtals var Umferðarmiðstöðv- arreiturinn 30 þúsund fermetrar þegar samkomulagið var undirrit- að. Að sögn Helgu Bragadóttur, skipulagsfulltrúa Reykjavíkur- borgar, hefur sex þúsund fermetr- um verið bætt við reitinn síðan þá, vegna flutnings Hringbrautar. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri segir að borgaryfir- völd hafi skrifað undir samkomu- lag við Olíufélagið hf. sl. haust um að unnið skyldi að því að koma bensínstöð félagsins fyrir á Um- ferðarmiðstöðvarreitnum, í ljósi þess að það myndi missa bensín- stöð við Faxaskálann í Reykjavík, vegna ráðstefnu- og tónlistarhúss- ins, sem þar á að rísa. Í því samkomulagi er gert ráð fyrir því að Olíufélagið fái 4000 fer- metra svæði á umræddum reit. Steinunn segir að samkomulagið hafi á sama tíma verið lagt fram og samþykkt í borgarráði. „Það er sameiginlegt hagsmuna- mál ríkis og borgar að koma þess- ari bensínstöð fyrir á öðrum stað svo ráðstefnu- og tónlistarhús megi rísa,“ segir hún. Steinunn bendir á að Umferðar- miðstöðvarreiturinn sé mjög stór. „Hluti reitsins er ætlaður spítalan- um en hluti hans var hugsaður undir miðbæjarstarfsemi. Borgar- yfirvöld eiga ráðstöfunarrétt yfir þeim hluta.“ Hún tekur fram að síðustu að unnið sé að málinu í samráði við heilbrigðisyfirvöld. Óánægja með að bensín- stöð rísi í nágrenni LSH Eftir Örnu Schram arna@mbl.is „ÞETTA er eitt af mínum uppáhaldsverkum og skemmst er frá því að segja að næmur, ljóðrænn flutningur Kristínar olli mér ekki vonbrigðum. Einstöku sinnum vantaði reyndar örlítið upp á að efstu nótur hljómanna heyrðust nægilega vel, en að öðru leyti var túlkunin svo unaðslega blæ- brigðarík og djúp að dá- semd var á að hlýða,“ seg- ir Jónas Sen í umsögn um flutning Kristínar Jónínu Taylor píanóleikara á són- ötu nr. 2 eftir Alexander Skríabin í Salnum í fyrra- kvöld. „Túlkun Kristínar á sónötu í e-moll op. 7 eftir Grieg var einnig stór- brotin og hægi þátturinn var með því fegursta sem ég hef heyrt lengi. Spila- mennskan var svo látlaus og blátt áfram, en samt svo einlæg að einstakt hlýtur að teljast,“ heldur glæsilega leiknir, að mað- ur varð alveg frávita.“ Kristín Jónína Taylor er af íslensku og bandarísku foreldri, búsett vestra. Þetta voru fyrstu einleiks- tónleikar hennar hér á landi. Jónas áfram. Þá segir gagnrýnandinn: „Skemmtileg tónsmíð Þor- kels Sigurbjörnssonar, Der Wohltemperierte Pianist, lék líka í hönd- unum á Kristínu og són- atan eftir Barber var þrungin ógn, og erfiðustu staðirnir í tónlistinni svo Gagnrýnandi Morgunblaðsins hreifst af píanóleik Kristínar Jónínu Taylor Dásemd var að hlýða á túlkunina  Stórbrotnir/16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.