Morgunblaðið - 29.04.2005, Síða 26
26 FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
BYGGING NÝS SPÍTALA
„ÞETTA krefst nýrrar hugsunar og nýrra
vinnuaðferða,“ segir Jóhannes M. Gunn-
arsson, forstjóri Landspítala – háskólasjúkra-
húss (LSH), um nýjan spítala og þá hug-
myndafræði sem hann byggist á.
„Sennilega þarf að taka tillit til þessarar
nýju hugmyndafræði við menntun heilbrigð-
isstarfsmanna. Með tímanum mun eign-
arhalds hugsunin, „þetta er deildin mín“
víkja vegna þess að hugmyndin er sú að sjúk-
lingurinn leggist inn á einbýli sem verða
þannig útbúin að ekki þarf að flytja meðan á
legunni stendur. Gert verður ráð fyrir að
hægt verði að sinna öllum þörfum sjúklings-
ins upp að gjörgæsluþörf, í hverju einasta
herbergi. En það mun taka tíma að innleiða
þessa nýju hugsun, það er margra ára vinna.“
Að sögn Jóhannesar lækkar það rekstr-
arkostnað að hafa sjúklingana í einbýlum.
Hagræðið fæst m.a. með því að takmarka
göngur starfsfólks um spítalann sem fái með
breyttri hönnun meiri tíma til að sinna sjúk-
lingum. Einnig nefnir hann að með því að lág-
marka flutninga á sjúklingum milli deilda,
sem fleiri manns þurfi að koma að í hvert
sinn, náist mikið vinnuhagræði. Einnig sé
sýnt að með minni flutningum fækki legudög-
um sjúklinga og þar með sparist einnig tölu-
verðir fjármunir.
„Mikilsverðast við þessa nýhugsun í hönn-
un sjúkrahúsa er þó að þjónustan við sjúk-
lingana batnar og rannsóknir sýna að með-
ferðarmistökum fækkar stórlega,“ segir
Jóhannes.
Hraðar breytingar
Hann nefnir að aðrar nýjungar sem eiga
má von á á nýjum spítala séu kröfur um
sveigjanleika í hönnuninni. „Um verður að
ræða opnar einingar sem eru að mestu leyti
staðlaðar og það verður auðvelt að breyta t.d.
sjúkragangi í skurðstofugang ef því er að
skipta.“
Það er því hugsað til framtíðar, enda lækn-
isfræðin; meðferðarúrræði og samsetning
sjúklingahópsins sífellt að breytast.
„Ég tel að hraði breytinga innan sjúkra-
húsþjónustunnar hafi aldrei verið meiri en
núna,“ segir Jóhannes. „Við erum í stórkost-
legum vandræðum með okkar byggingar í
dag sem flestar voru hannaðar um miðja síð-
ustu öld. Það er bókstaflega engin leið að
breyta þeim og aðlaga þær þeim þörfum sem
eru núna; nýrri tækni, nýjum tækjum og svo
framvegis.“
Jóhannes segir að mikið sé lagt upp úr
tengslum við Háskóla Íslands sem eru ein af
höfuðástæðunum fyrir því að valið var að
byggja spítalann upp við Hringbraut. „Í
skiptum við borgina fyrir aðra lóðaaðstöðu
sem spítalinn hafði, t.d. í Fossvoginum, feng-
um við Umferðarmiðstöðvarreitinn. Á þess-
um vestasta hluta byggingarlóðarinnar
tengjast lóðir Háskólans og spítalans saman.
Hugsunin er sú að þar muni lífvísindasetur
Háskólans verða staðsett og tengist, þess
vegna í sama húsi, grunnrannsóknum spít-
alans. Við teljum í rauninni að þetta sé mikils-
verðasti hluti lóðarinnar þar sem starf há-
skóla og háskólasjúkrahúss fléttast sterkast
saman og leggjum áherslu á að hann skerðist
ekki.“
Ekki mun öll starfsemi LSH flytjast að
Hringbraut. T.d. er ekki gert ráð fyrir að
langtímaendurhæfing, sem er að Grensási,
verði innan lóðarinnar, né langtímameðferð
geðsjúkra sem nú er á
Kleppsspítala. Þá verður
öldrunarstarfsemin áfram
á Landakoti. Hins vegar
flytur öll starfsemi LSH
sem nú er í Fossvogi á
Hringbraut og einnig
barna- og unglingageð-
deildin sem nú er á Dal-
braut.
Jóhannes bendir á að
gert sé ráð fyrir að það
verði mjög góð aðstaða til bráðaendurhæf-
ingar inni á nýja sjúkrahúsinu.
Í samkeppnisgögnum er gert ráð fyrir því
að þátttakendur hafi allan byggingarreitinn
til skipulagningar. Eina skilyrðið sem sett er
varðandi eldra húsnæði á lóðinni er að gamli
Landspítalinn, sem Guðjón Samúelsson teikn-
aði, standi óhaggaður og fái að njóta sín.
Framtíðarhlutverk þessa reisulega húss er
ekki fest í skilmálum en að sögn Jóhannesar
sjá margir fyrir sér að stjórnsýsla spítalans,
sem nú er á Eiríksstöðum, flytjist þangað í
framtíðinni.
„Arkitektarnir hafa að öðru leyti frjálsar
hendur,“ segir Jóhannes. „Ég hef meira að
segja verið spurður að því hvað verði um
Barnaspítalann. Hlutverk þeirrar byggingar
kemur til mats við skipulagsvinnuna eins og
annað.“
Ekki margir kostir til fjármögnunar
Spurður um hvort hann sé bjartsýnn á að
tímaáætlanir varðandi byggingu nýs spítala
standist og að hægt verði að hefja verklegar
framkvæmdir sumarið 2008 svarar Jóhannes:
„Ég hef trú á því að þessar hugmyndir verði
að veruleika. Það eru ekki mjög margir aug-
ljósir kostir til fjármögnunar svona stór-
framkvæmda aðrir en nýting þess fjár sem
fást mun af sölu Símans.
Reyndar er það okkar skoðun að þessi fjár-
festing borgi sig mjög fljótt. Ég held að það
sé alveg hárrétt, eins og Davíð [Oddsson ut-
anríkisráðherra] benti á, að þetta sé síðasta
tækifærið sem ríkið hefur til þess að fjár-
magna beint svona stóra framkvæmd. Það
hefur í sjálfu sér ekki verið dregið í efa í um-
ræðunni, bæði þörfin á því að endurnýja spít-
alann frá grunni og svo hagkvæmnin sem það
skilar. Hún verður gríðarmikil og eftir því
sem við köfum dýpra ofan í þetta má segja að
hún sé meiri en menn ímynduðu sér í byrjun.
Þannig að ég á mjög erfitt með að sjá að
menn snúi frá þessum hugmyndum jafnvel þó
að það séu ýmsir aðrir sem sjái verkefni fyrir
þetta fé. Þetta fé verður bara notað einu
sinni.“
Má ekki taka meira en 5–10 ár að byggja
Jóhannes er þeirrar skoðunar að ekki megi
taka meira en 5–10 ár að byggja nýjan spít-
ala. „Fyrsti áfangi þessa spítala, bráðakjarn-
inn, er þess eðlis að hann þarf að vera stór,
það þarf að hanga saman allt þetta sem snýr
að bráðasta og þyngsta þjónustuþættinum.
Hann verður að koma allur í einu. Það er al-
gjörlega óhjákvæmilegt. Spítalinn þarf að
starfa á byggingartímanum alveg óhindrað
og það verða að vera tengingar við eldri legu-
deildir þar til nýjar verða reistar. Þetta er
m.a. hlutverk hönnuðanna að leysa. En það er
ótvírætt hagræði að ljúka byggingunni sem
allra fyrst og að það verði heildstæð hug-
myndafræði sem hönnunin ræðst af.“
Ný hugsun sem krefst nýrra vinnuaðferða
Jóhannes M.
Gunnarsson
angur meðferðar sjúklinga og heilsu
starfsmanna, að sögn Torfa. Nefnir
hann sem dæmi að í góðu umhverfi
minnka líkur á veikindum starfs-
manna, streitu og þreytu. Þá eykur
gott umhverfi öryggi sjúklinga og
meðferðarárangur en minnkar
streitu þeirra. Með góðum að-
stæðum er t.d. átt við atriði eins og
góð loftskipti, sem auk þess að hafa
áhrif á líðan sjúklinga og starfsfólks
minnkar hættu á sýkingum. Þá er
einnig átt við að komið sé í veg fyrir
hávaðamengun
30% af vinnutíma hjúkrunar-
fræðinga fara í að ganga
Rannsóknirnar hafa einnig leitt í
ljós að allt að 30% af vinnutíma
hjúkrunarfræðinga fara í göngu og
er þar ekki átt við göngu í þeim til-
starfsmanna hefur aldrei verið
meiri.
Slæm aðstaða veldur mistökum
Í ljósi þessara niðurstaðna fóru
menn að skoða hvað það væri á
sjúkrahúsunum sem ylli þessu. Nið-
urstaðan var að umhverfi og aðstaða
sem heilbrigðisstarfsmenn þurfa að
vinna við inni á sjúkrahúsum sé að
talsverðu leyti orsakavaldur margra
þeirra mistaka sem gerð eru á
sjúkrahúsunum. Hugmyndafræð-
inni um sannreynda hönnun hefur
því verið vel tekið, að sögn Torfa, en
hún leggur til grundvallarrann-
sóknir sem sýnt hafa fram á hvernig
húsnæði sé heppilegast fyrir spít-
alastarfsemi.
Í stuttu máli má segja að í ljós
kom að umhverfi hefur áhrif á ár-
LÆKNAVÍSINDIN eru í stöðugri
þróun, meðferðarúrræðum fjölgar
og breytt aldurssamsetning þjóð-
arinnar, þ.e. fjölgun aldraðra, eru
allt þættir sem taka þarf tillit til í
hönnun nýs sjúkrahúss. Ekki er
hins vegar hægt að sjá nákvæmlega
fyrir alla þætti, t.d. hvernig þróun
verður í hjartalækningum, svo dæmi
sé tekið. Því er sveigjanleiki lyk-
ilatriði við byggingu nýs sjúkrahúss
til framtíðar og er það einn grund-
vallarþáttur sem hönnuðir nýja
Landspítalans þurfa að taka tillit til.
Á nýjum spítala verður að vera
hægt að flytja til starfsemi með ein-
földum hætti og mögulegt þarf að
vera að taka t.d. upp göngudeild-
arstarfsemi þar sem í upphafi eru
legudeildir og jafnvel að breyta
skurðstofum í legudeild og öfugt.
Því er hugmyndin sú, að við bygg-
ingu nýs sjúkrahúss verði litið sem
mest til staðlaðra lausna, hvort sem
um er að ræða sjúkrastofur eða
skurðstofur, svo bregðast megi auð-
veldlega við breyttum þörfum starf-
seminnar.
800 ný sjúkrahús
Út frá rannsóknum sem gerðar
hafa verið víða undanfarin ár hefur
þróast það sem kallað er „evidence
based design“ eða sannreynd hönn-
un. Gert er ráð fyrir að gengið verði
út frá slíkum hugmyndum, þar sem
tekið er mikið tillit til aðbúnaðar og
umhverfis sjúklingsins, við bygg-
ingu yfir 800 sjúkrahúsa sem byggð
verða í Bandaríkjunum á næstu
fáum árum, að sögn Torfa Magn-
ússonar, læknis á LSH, sem komið
hefur að undirbúningi nýs spítala.
Er þar um að ræða endurnýjun
sjúkrahúsa, einkum þeirra sem reist
voru upp úr 1970. Þessi sjúkrahús
teljast nýleg á íslenskan mælikvarða
en þjóna þó illa tilgangi sínum.
Sömu hugmyndir eru einnig í gangi
víðar varðandi byggingu nýrra spít-
ala, t.d. í Bretlandi. En af hverju
þarf nýja spítala? Hver eru vanda-
málin? Í skýrslum sem komu út í
Bandaríkjunum á árunum 2000 og
2001 og byggðust á rannsóknum
stofnunar í Bandaríkjunum er nefn-
ist Institute of Medicine, kom fram
að meðferðarmistök og spítalasýk-
ingar eru meðal helstu orsaka and-
láta í Bandaríkjunum. Einnig kom
fram við þær rannsóknir að andleg
vanlíðan sjúklinga og klínískra
gangi að sinna sjúklingum, heldur
t.d. til að sækja hluti, bendir Torfi á.
Með því að bæta hönnun sjúkrahúsa
minnkar þessi ganga um helming.
Birtuskilyrði hafa einnig áhrif.
Léleg birta getur valdið mistökum í
t.d. lyfjagjöf og hafa rannsóknir
sýnt að með því að bæta birtu má
verulega draga úr lyfjamistökum.
Þá styttir góð birta t.d. legutíma
sjúklinga, t.d. þunglyndra, um allt
að 3,67 daga samkvæmt tiltekinni
rannsókn og eftir skurðaðgerðir
dregur úr þörf fyrir verkjalyf og
streita minnkar ef birta er góð. Þá
hefur komið í ljós að gott útsýni, eða
náttúrumyndir á veggjum sjúkra-
stofa, minnkar streitu sjúklinga og
dregur úr verkjum. Flutningur
sjúklinga lengir legutíma en á eldri
sjúkrahúsum þarf oft að flytja sjúk-
linga á milli deilda. Að slíkum flutn-
ingum koma fjölmargir aðilar, hann
tekur umtalsverðan tíma og er talið
að hver flutningur milli deilda lengi
legutíma um allt að einn dag, segir
Torfi. Flutningar hafa einnig í för
með sér aukna sýkingarhættu. Með
því að byggja sjúkrahús með fjöl-
nota einbýlum, þar sem sjúklingar,
aðrir en gjörgæslusjúklingar, dvelja
allan tímann sem þeir eru á sjúkra-
húsinu, fækkar sýkingum og hætta
á mistökum minnkar einnig (um
67% skv. rannsóknum). Fjölnota
einbýli stytta líka legutíma, draga
úr byltum og fækka lyfjamistökum.
Þau eru samkvæmt þessum nýju
rannsóknum talin hentugri en tví-
býli út frá flestum þáttum, ef frá er
talinn upphafskostnaður. En rekstr-
arkostnaður við þau eru minni en
fjölbýla til lengri tíma litið.
„Hönnun bygginganna skiptir
sem sagt máli,“ segir Torfi. „Margir
hafa sagt, að þarna sé um að ræða
augljósa hluti, t.d. að birta og kyrrð
bæti líðan. En nú hefur þetta verið
stutt með rannsóknum og hægt er
að nýta þá þekkingu við byggingu
sjúkrahúsa.“
„Þetta á ekki síður við okkur,“
segir Jóhannes M. Gunnarsson, for-
stjóri Landspítalans, um hvort þess-
ar rannsóknarniðurstöður eigi við
um starfsemi LSH. „Ég held að við
búum við miklu erfiðari aðstæður í
húsakynnum heldur en þó þetta sem
hefur verið rannsakað. Þetta eru
sjúkrahús sem voru byggð í kring-
um 1970 [sem á að rífa í Bandaríkj-
unum] sem okkur finnst ný.“
Hönnun hefur áhrif á líðan
Verðlaunahönnun einbýlis á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum. Þar er t.d. að
finna tölvu, ísskáp, góðar hirslur og frábært útsýni. Oft er einnig aðstaða
fyrir ættingja, t.d. legubekkur, á nútímasjúkrastofum.
sjúklinga sem liggja á legudeildum.
Ekki er gert ráð fyrir að öldr-
unarstarfsemi, sem er nú á Landa-
koti, flytji inn á lóðina og miðast
starfsemi geðsviðs við bráða-
starfsemi og göngu- og dagdeildir en
starfsemi barna- og unglingageð-
deildar verður á lóðinni. Starfsemi á
Kleppsspítala, Landakoti og end-
urhæfingar við Grensás verður því
með svipuðu sniði, næstu árin í það
minnsta.
Áhersla er lögð á að aðstaða starfs-
manna spítalans sé góð en þeir þurfa
m.a. skrifstofuaðstöðu og fund-
arherbergi, svefnaðstöðu, líkams-
rækt, kaffistofu, búningsaðstöðu og
setustofur. Í samkeppnislýsingunni
segir að við hönnunina skuli leitast
við að skapa miðju þangað sem
starfsmenn spítala og háskóla sækja
í kaffi- og matartímum.
Lífvísindasetur HÍ
Háskóli Íslands hefur komið að
undirbúningi fyrir byggingu nýs spít-
ala og er m.a. gert ráð fyrir að á vest-
asta hluta spítalalóðarinnar, á svo-
kölluðum Umferðarmiðstöðvarreit,
verði staðsettir mikilvægir þættir
svokallaðs lífvísindaseturs LSH og
HÍ. Gæti þar t.d. verið að finna
kennsluver, bókasafn, lesrými og
skrifstofur deilda og kennara. Þar í
nágrenninu verður svo starfsemi Til-
raunastöðvar HÍ í meinafræði sem
nú er að Keldum og er gert ráð fyrir
að hún renni saman við aðrar rann-
sóknarstofur á svæðinu. Lögð er
áhersla á að ná skipulagslegri heild
og tengingu milli háskólasvæðis HÍ
og LSH en HÍ stefnir að því að allar
heilbrigðisvísindadeildir skólans
flytji starfsemi sína á LSH-lóðina en
í dag er kennsla í heilbrigðisvísindum
mjög dreifð.
Að lokinni samkeppni er gert ráð
fyrir að unnið verði að gerð deili-
skipulags á grunni þeirrar tillögu
sem vinnur samkeppnina.
Gert er ráð fyrir að það teymi sér-
fræðinga sem verður hlutskarpast í
samkeppninni muni, auk vinnu við
útfærslu á deiliskipulagi svæðisins,
vinna áfram með heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytinu í kjölfar
samkeppninnar, sem ráðgjafi við
næstu skref í þróun svæðisins í sam-
ræmi við verðlaunatillöguna. Þessi
vinna verður unnin í samvinnu og
samráði við notendur, þ.e. LSH og
HÍ og einnig Reykjavíkurborg sem
fer með umsjón deiliskipulagsmála í
borginni. Um getur verið að ræða
m.a. vinnu við undirbúning útboða á
einstökum áföngum og/eða bygg-
ingum á svæðinu.
Aðstaða til að veita meðferð að
gjörgæslu
Allar tilheyrandi lagnir til staðar
Herbergi rúmgóð (30 m²)
Aðstaða fyrir fjölskylduna
Þar liggur sjúklingur frá komu
til útskriftar
Styttri legutími
Færri hjúkrunarstundir
Dregur úr byltum
Fækkar lyfjamistökum
Minni hávaði
Betri svefn
Sýkingum fækkar
Trúnaður við sjúkling eykst
Sjúklingar ánægðari
Upphafskostnaður meiri en
rekstrarkostnaður minni
Af hverju fjölnota einbýli?