Morgunblaðið - 30.04.2005, Síða 16

Morgunblaðið - 30.04.2005, Síða 16
16 LAUGARDAGUR 30. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR þó sé aflinn hjá skipum Eskju í apríl um 12.000 tonn, en alls eru þau búin með um 18% af kvóta sínum. „Veiðarnar ganga vel, en verð á olíu er hátt langt að fara og afurðaverð lágt. Þá er mjög lítil fita í kolmunnanum núna, aðeins um 2%. Menn eru að berja á þessu vegna aflareynslu Íslands og stöðunnar í samn- ingamálunum um skiptingu kolmunnans, þótt lítið komi út úr veiðum og vinnslu,“ segir Karl Már Einarsson. Samkvæmt upplýsingum Samtaka fisk- vinnslustöðva hafa íslenzku fiskimjölsverk- smiðjurnar nú tekið á móti tæplega 130.000 tonnum. Af því er bróðurparturinn af er- lendum skipum, 81.300 tonn. Mestu hefur verið landað hjá Síldarvinnslunni í Nes- kaupstað, 30.200 tonnum. Ísfélag Vest- mannaeyja hefur tekið á móti 23.900 tonn- um, nánast öllu af erlendum skipum. Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði er með 23.100 tonn, mest af erlendum skipum, Eskja er með 18.500 tonn og er það mest af innlendum skipum, Síldarvinnslan í Nes- kaupstað er með 16.700 tonn, Fabrikkan á Djúpavogi með 9.600 tonn og Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum er með 7.500 tonn. KOLMUNNAVEIÐAR hafa gengið vel að undanförnu, þegar veður leyfir. Hins vegar er langt á miðin og olíukostnaður mikill. Í gær brældi á miðunum sunnan við Fær- eyjar og fóru skipin í land. Þau sem voru komin með þokkalegan afla, fóru heim til Íslands, en hin, sem voru með minna biðu af sér bræluna í Færeyjum. Íslenzku skipin eru nú komin með tæp 50.000 tonn og eiga eftir tæplega 300.000 tonn af leyfilegum afla. Miklu hefur verið landað síðustu daga eða um 20.000 tonnum úr íslenzku skipunum og 11.000 tonnum úr erlendum skipum. Faxi RE var að landa á Eskifirði gær og einnig var von á Ingunni AK og Jóni Kjart- anssyni SU inn til löndunar. Hólmaborg SU landaði fullfermi á þriðjudag, tæplega 2.300 tonnum, og Jón Kjartansson var með 1.550 tonn á sunnudaginn. Karl Már Einarsson, útgerðarstjóri hjá Eskju hf., segir að veiðarnar gangi vel, en langt sé á miðin. Fyrst á vertíðinni hafi sigl- ingin verið 340 mílur aðra leiðina. Nú séu skipin við veiðar rétt sunnan við Færeyjar og því séu 260 mílur heim. Langar siglingar séu bæði kostnaðarsamar og tímafrekar en Kolmunnaveiðar hafa gengið vel Fjarlægð á miðin og hátt olíuverð setur strik í reikninginn GUÐRÚN P. Helgadóttir, fyrrver- andi skólastjóri Kvennaskólans í Reykjavík, hlaut heiðursviðurkenn- ingu á landssambandsþingi Delta Kappa Gamma á Íslandi (Félags kvenna í fræðslustörfum). Við- urkenninguna hlaut Guðrún fyrir framlag til menntamála og rann- sóknir á ritstörfum kvenna. Landssambandsþingið var haldið í húsakynnum Íslenskrar erfða- greiningar í Vatnsmýrinni 23. apríl sl. og var alþjóðaforseti samtak- anna, Jacklynn Cuppy, viðstödd þingið, en Guðrún var einn af stofn- félögum Alfa-deildar Delta Kappa Gamma þegar sú deild var stofnuð á Íslandi fyrir 30 árum. Guðrún lauk kennaraprófi 1945, B.A. í íslensku, ensku og heimspeki 1949 og doktorsprófi frá Sommer- ville College í Oxford 1969. Á ferli sínum kenndi Guðrún víða og varð jafnframt ein fyrsta konan sem skipuð var skólastjóri hér á landi. Auk kennslustarfa átti Guðrún þátt í vali á efni í Sýnisbók íslenskra bókmennta. Hún stundaði rann- sóknir og gaf út fræðirit m.a. um skáldverk kvenna frá tíð sem lítill gaumur hafði verið gefinn og kom út í tveimur bindum undir heitinu Skáldkonur fyrri alda. Doktors- ritgerð hennar fjallaði um Hrafns sögu Sveinbjarnarsonar. Voru henni hugleiknar lækningar sem fram komu í sögunni og þáttur kvenna í lækningum fyrri alda. Morgunblaðið/ÞÖK Marta Guðjónsdóttir, Jacklynn Cuppy, alþjóðaforseti Delta Kappa Gamma, Guðrún P. Helgadóttir, Sigríður Ragna Sigurðardóttir og Rósa Júlíusdóttir. Guðrún P. Helga- dóttir heiðruð Mjólk er mjög smart LANDVERND og Umhverfis- stofnun halda málþing um akstur utan vega í dag, laugardaginn 30. apríl, kl. 13–17, í sal Ferðafélags Ís- lands í Mörkinni 6 í Reykjavík. Fjallað verður um akstur utan vega frá ýmsum sjónarhornum með pall- borðsumræðum í lokin. Í frétt frá fundarboðendum segir m.a. að enn virðist Íslendingar fara um óbyggðir og öræfi „til þess eins að sýna hversu megnug tæknin er í höndum mannsins. Þetta hátterni skilur eftir sár sem eru lýti í land- inu auk þess sem þau geta komið af stað jarðvegsrofi,“ segir og að við þessu verði að bregðast. Davíð Egilson, forstjóri Um- hverfisstofnunar, setur málþingið. Erindi halda: Eymundur Runólfs- son, forstöðumaður hjá Vegagerð- inni, Halldór Jónsson, í Gæsavatna- hópnum, Freysteinn Sigurðsson, varaformaður Landverndar, Inga Rósa Þórðardóttir kennari, Árni Bragason og Sigríður Anna Þórð- ardóttir umhverfisráðherra. Þá verða pallborðsumræður um að- stæður og hagsmuni ólíkra aðila. Björgólfur Thorsteinsson, formað- ur Landverndar, stjórnar mál- þinginu. Boðið verður upp á kaffi- veitingar. Aðgangseyrir er 500 kr. Ræða í dag um akstur utan vega BORIST hefur eftirfarandi yfirlýs- ing frá Ólafíu B. Rafnsdóttur fyrir hönd kosningastjórnar Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur: „Vegna frétta í fjölmiðlum und- anfarna daga af umdeildum skrán- ingum í Samfylkinguna vill kosn- ingastjórn Ingibjargar Sólrúnar taka fram að þessar skráningar komu ekki í gegnum okkar kosn- ingamiðstöð. Á okkar vegum fór skráning nýrra félagsmanna þannig fram að um 350 sjálfboðaliðar höfðu samband við einstaklinga sem styðja Samfylkinguna en voru ekki skráðir í flokkinn. Ekki var notast við félagaskrár úr öðrum félögum, hvað þá að farið væri inn í grunn- skóla landsins. Boðið var upp á skráningu á heimasíðunni www.- ingibjorgsolrun.is en haft var sam- band símleiðis við alla sem náðist til og skráðir voru með þeim hætti til að ganga úr skugga um að það væri gert með þeirra vitund og vilja. Með þessum hætti voru skráðir 3.154 nýir félagsmenn í Samfylk- inguna. Við getum með sanni sagt að við höfum vandað til verka og sýnt Samfylkingunni og félögum hennar virðingu og hollustu með vinnubrögðum okkar.“ Yfirlýsing frá kosninga- stjórn Ingibjargar Sólrúnar VIÐSKIPTAHÁSKÓLINN á Bifröst og Framsóknarflokkurinn halda málþing um arf og áhrif Jónasar frá Hriflu á 120 ára fæðingar- afmæli hans á morgun, hinn 1. maí. Efni málþingsins er tvíþætt, annars vegar fjallar Guðjón Friðriksson sagnfræðingur um stjórnmála- manninn Jónas í erindi sínu og munu Halldór Ásgrímsson forsætis- ráðherra og Ívar Jónsson, prófess- or á Bifröst, bregðast við erindi Guðjóns með ávörpum. Hins vegar mun Helgi Skúli Kjartansson, pró- fessor við KHÍ, fjalla um skóla- manninn Jónas, en viðbrögð við er- indi hans koma frá Ásu Björk Stefánsdóttur, meistaranema við KHÍ, og Jónasi Guðmundssyni, fyrrv. rektor á Bifröst. Gerður Steinþórsdóttir mun að afloknum umræðum sjá um samantekt og þingslit en Siv Friðleifsdóttir al- þingismaður verður málþingsstjóri. Málþingið hefst kl. 13. Málþing um arf og áhrif Jón- asar frá Hriflu FISKVINNSLA á Skagaströnd er nú fjölbreyttari en áður. Þar er nú unninn bolfiskur, frystur, saltaður og ferskur í flug. Opinn kynningardagur var haldinn nýlega í fiskvinnslu FISK-Seafood á Skagaströnd. Ekki er nema rúmt ár síðan að einungis var unnin rækja í húsinu og því lék mörgum forvitni á að koma inn í vinnsluna og kynna sér breyt- ingarnar sem þar hafa orðið. Að sögn rekstrarstjórans Hall- dórs G. Ólafssonar komu um 200 manns á kynninguna og var hann mjög ánægður með mætinguna. Á kynningardeginum var fólki boðið að bragða á fram- leiðsluvörum fyrirtækisins og starfsfólk kynnti starfsemina. Auk þess var í einum sal sýn- ing á myndverkum leikskóla- barna sem þau höfðu unnið eftir heimsókn í vinnsluna nokkru áður. Þá var stórt fiskabúr á staðnum með lif- andi fiskum og vakti það mikla hrifningu meðal yngstu kynslóðarinnar. Boðið var upp á lifandi tónlist meðan kynn- ingin stóð yfir og hægt var að fylgjast með myndbandssýn- ingu af öllu vinnsluferlinu. Í fiskvinnslunni er bæði unninn fiskur í salt og frystingu auk þess sem töluvert er unnið til útflutnings með flugi í kæli- kössum. Höfðu margir gest- anna á orði að það kæmi þeim á óvart hve mikið væri lagt upp úr hreinlæti á staðnum og hve metnaðarfull fram- leiðslan væri. Halldór rekstr- arstjóri sagði að það hefði einmitt verið tilgangur kynn- ingardagsins að sýna fólki hvers konar starfsemi færi fram innan veggja fyrirtæk- isins. Hann og starfsfólk hans væri stolt af framleiðsluvörum sínum og legðu sig fram um að halda uppi bestu hugsan- legu gæðum. Fjölbreyttari fisk- vinnsla á Skagaströnd Ljósmynd/Ólafur Bernódusson Vinnslan Starfsfólkið útskýrði framleiðsluferli hinna ýmsu afurða. ÚR VERINU á morgun

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.