Morgunblaðið - 30.04.2005, Side 28

Morgunblaðið - 30.04.2005, Side 28
28 LAUGARDAGUR 30. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR ÁRBORGARSVÆÐIÐ Selfoss | „Hér fjölbreytt starfsemi og maður er stöðugt að fást við eitt- hvað nýtt. Starfið krefst mikilla mannlegra samskipta og það er áskorun að starfa í svona umhverfi sem breytist hratt. Þetta er skemmtilegur vinnustaður vel menntaðs fólks sem myndar frjótt umhverfi. Við erum að ryðja braut- ina á ýmsum sviðum í okkar rann- sóknum og starfsemin byggist auð- vitað fyrst og fremst á vel menntuðu fagfólki á mörgum sviðum, góðri að- stöðu og miklum velvilja ein- staklinga sem taka þátt í rann- sóknum okkar,“ segir Þórir Haraldsson, einn fjögurra lögfræð- inga hjá Íslenskri erfðagreiningu. Hann hefur verið í því starfi í fjögur ár en var þar á undan aðstoð- armaður heilbrigðisráðherra í 6 ár. Vaxandi hætta í umferðinni „Mitt svið snýr einkum að samn- ingum við lækna og heilbrigðisstofn- anir og samskiptum við innlend heil- brigðisyfirvöld og eftirlitsaðila vegna rannsóknarverkefna fyr- irtækisins. Svo kem ég að sam- skiptum við aðila í íslensku við- skiptalífi og margvíslegum lögfræðistörfum sem varða starf- semi fyrirtækisins en hér starfa hátt í 300 manns svo þetta geta verið mál af ýmsu tagi,“ segir Þórir sem er bú- settur á Selfossi þar sem hann tekur virkan þátt í félagslífi. „Ég hef keyrt á milli Selfoss og Reykjavíkur vegna vinnu í 10 ár og þar á undan í fimm ár vegna náms,“ segir Þórir en hann tilheyrir þeim stóra hópi fólks sem sækir vinnu af Árborgarsvæðinu til höfuðborgarsvæðisins um Hellis- heiðina. Hann er nú í akstursfélagi með fjórum öðrum Selfyssingum, þrír vinna í KB banka og einn hjá VÍS, en það léttir á fólki að samein- ast um aksturinn. „Það sem mér finnst umhugsunarefni er að á þess- um 15 árum hefur vegurinn nánast ekkert batnað en álagið hefur meira en tvöfaldast og hættan eykst að sama skapi ár frá ári. Það líður ekki sú vika að maður verði ekki vitni að stórhættulegum akstursmáta og sjálfur hef ég ítrekað þurft að stoppa eða keyra vel út í kant til þess bókstaflega að afstýra slysi. Vegurinn annar einfaldlega ekki lengur þeirri umferð sem um hann þarf að komast. Til þess að auka af- köst vegarins er nauðsynlegt að breikka hann og til þess að auka vel- líðan fólks í akstri og um leið öryggi þess þarf að lýsa hann. Það má í raun segja að á þessum fimmtán ár- um hafi maður alltaf verið í vaxandi hættu á þessari leið því mannvirkið er ekki nógu gott. Sjálfur veltir maður þessu ekki svo mikið fyrir sér dags daglega en fjölskyldan gerir það og hefur því miður oft áhyggj- ur.“ „Söngurinn er mín leið til þess að slaka á og njóta góðs félagsskapar. Þegar maður er að syngja er ekki hægt að hugsa um neitt annað og það er stóri kosturinn við sönginn. Svo kemur hann manni alltaf í gott skap og manni líður afskaplega vel að heyra þegar kórinn hljómar vel,“ segir Þórir þegar hann talar um söngáhugann en tekur fram að hið sama gildi raunar um dansinn því hann krefjist einbeitingar og sé góð líkamsrækt. „Þar við bætist auðvit- að að samvera okkar hjónanna í sameiginlegu áhugamáli, dansinum, þótt ekki sé nema í tvo tíma á viku veitir okkur mikla ánægju og hóp- urinn sem hefur dansað saman meira og minna í 10–15 ár er sam- heldinn og skemmtilegur.“ Þórir hefur verið liðsmaður ung- mennafélagshreyfingarinnar í 25 ár, í ungmennafélaginu Vöku, í HSK og innan UMFÍ. Þá hefur hann verið almennur félagi með börnum sínum í Umf. Selfoss og núna formaður fé- lagsins. „Formannsstarfið lýtur að því að skapa aðstæður og farveg fyr- ir félagið í heild og að auðvelda starf deildanna í keppni og æfingum. Það hefur verið gaman að sjá félögunum fjölga úr 900 í 2.300 á tveimur árum þegar gert var átak í að skrá inn alla virka félagsmenn en barna- og ung- lingastarfið í félaginu er mjög öflugt og skilar miklum árangri uppeld- islega og félagslega inn í samfélagið á Selfossi. Svo eru krakkarnir líka að ná góðum keppnisárangri. Við erum með tvö íþróttahús og gætum fullnýtt tvö hús til viðbótar frá kl 15 til 22, starfið er það marg- þætt. Útiaðstaða félagsins til æfinga og keppni í fótbolta og frjálsum er sprungin og keppnisaðstaðan er orð- in slök. Það er mikið álag á íþrótta- svæðin utanhúss og nauðsynlegt að lagfæra þau og bæta við. Það hefur verið aðaláhersla félagsins und- anfarin ár að fá boðlega keppn- isaðstöðu utanhúss. Þessi mál eru nú í deiglu og umræðu í sveitarfé- laginu og stór áform eru nú í um- ræðunni sem spennandi verður að taka þátt í.“ Gaman að vera með „Bæjaryfirvöld hafa stutt vel við starf félagsins með fjárframlögum til yngri flokka og í átaki félagsins að komast út úr skuldaógöngum. Svo hafa bæjaryfirvöld gripið á lofti hugmyndir félagsins um að sam- þætta betur íþrótta- og skólastarf sem er mikið hagsmunamál barna og fjölskyldna þeirra og getur tryggt betur jafnrétti barnanna til íþrótta og tómstundastarfs og minnkað áhrif utanaðkomandi þátta svo sem mismunandi aðstæðna og fjárhags fjölskyldna,“ segir Þórir og bætir við að hann hafi ánægju af því að sinna uppbyggjandi starfi fyrir börn og unglinga og að sjá vel að slíku starfi staðið. „Það er gaman að fylgjast með því þegar þjálfarinn verður besti vinur barnanna og fyr- irmynd. Á bak við þetta allt saman er stór hópur fólks í stjórnum og nefndum félagsins sem heldur starf- inu gangandi og í þessu eru fólgin mikil samfélagsverðmæti sem erfitt er að reikna til fjár. Það er sann- arlega ánægjulegt að fá að vera með í þessu öllu saman,“ segir Þórir. Hrærist í spennandi starfsumhverfi Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Í vinnunni Þórir Haraldsson lögfræðingur á vinnustað sínum hjá Íslenskri erfðagreiningu. Hann hefur ekið daglega til Reykjavíkur í fimmtán ár. Eftir Sigurð Jónsson Austur-Flói | Forsprakkar menn- ingarhátíðarinnar Fjörs í Flóanum munu kynna hátíðina með nýstárleg- um hætti. Eru þeir að láta smíða þingboðsöxi og verður hún látin ganga með boð um hátíðina um hreppana sem standa að samkom- unni. Sveitahrepparnir þrír í austan- verðum Flóa, Villingaholtshreppur, Gaulverjabæjarhreppur og Hraun- gerðishreppur, standa saman að ferðamálanefnd Austur-Flóa. Nefnin stendur að hátíðinni Fjöri í Flóanum 2005 dagana 27. til 29. maí, ásamt fé- lagsheimilunum í sveitarfélögunum þremur, ungmennafélögunum, kven- félögunum, ferðaþjónustufólki og lista- og handverksfólki. Þar verða kynnt verkefni sem ferðamálanefnd- in hefur unnið að en einnig boðið upp á fjölbreytta menningar- og fræðslu- dagskrá. Ævaforn siður kynntur Sigríður Jóna Kristjánsdóttir, listakonan Sigga á Grund, er þessa dagana að smíða þingboðsöxi sem notuð verður til að kynna hátíðina. Slíkir gripir voru fyrr á öldum notaðir til að flytja boð á þing og fyrirmæli stjórnvalda til almennings. Boðið var ritað á blað sem vafið var um axar- skaftið. Öxin var boðsend milli bæja. „Mér finnst mjög gaman að gera þetta, sérstaklega þar sem þetta er fyrir sveitina mína. Það er alltaf gam- an að gera eitthvað sem maður hefur ekki gert áður,“ segir Sigga. Sigga er að skera út tvær axir, báð- ar úr íslensku birki. Önnur er eftirlík- ing hreppaboðsaxar sem til er á Þjóð- minjasafninu og er merkt Villinga- holtshreppi. Hin öxin verður notuð til að boða hátíðina og kynna þennan sið. Valdimar Össurarson, umsjónarmað- ur félagsheimilisins Þjórsárvers, seg- ir að ungt fólk hlaupi með boðið um hreppana þrjá að morgni fyrsta dags hátíðarinnar. Hann telur þó að of seinlegt sé að láta öxina ganga rétta boðleið milli bæja og því verði aðeins svindlað á því, enda breyttir tímar frá því þessi ævaforna boðunaraðferð var notuð. Valdimar segir að margir íbúar sveitanna taki þátt í undirbúningi há- tíðarinnar. „Það er greinilega mikill áhugi hjá fólki að taka sig saman og gera eitthvað,“ segir hann. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Þingboðsaxir Listakonan Sigga á Grund er að smíða tvær þingboðsaxir. Önnur er nákvæmt eftirlíking af öxi sem notuð var í Villingaholtshreppi. Þingboðsöxi verður látin ganga milli staða í Flóa Flói | Hrafnar gera sér venjulega hreiður í klettum, giljum og úfnum hraunum. Á þeim svæðum, þar sem nóg er af varpstöðum, verpa hrafnar yfirleitt jafndreift. En hvað skal gera þegar þess háttar hreið- urstæði er ekki að finna á stórum, búsældarlegum svæðum? Hvar eiga krummar sem vilja verpa í hinum flötu lágsveitum Suðurlands: Flóan- um, Þykkvabænum og Landeyj- unum, að velja sér hreiðurstað? Þá er ekki um annað að ræða en að finna sér manngerða „kletta“. Elsta dæmið um hrafnavarp á mannvirki hér á landi er rúmlega 100 ára gamalt, en þá urpu hrafnar á útihúsi í Landeyjum. Á síðustu áratugum hafa sunnlenskir hrafnar komist uppá lag með að nýta sér mannvirki í auknum mæli. Hreiður hafa fundist í eyðibýlum og göml- um útihúsum, súrheysturnum, kirkjum, brúarstöplum, vitum, raf- línumöstrum og jafnvel í greni- trjám. Undanfarin ár hafa hrafnshjón gert sig heimakomin á Stokkseyri og orpið þar á húsum. Í þrjú skipti hafa þau byggt sér hreiður undir blásara á frystihúsi Hólmrastar. Svo var einnig í vor, en sennilega hefur einhver steypt undan krumma og rænt eggjunum. Alla- vega tóku hjónin sig til og byggðu sér laup á mettíma um síðustu helgi, ofan á lofttúðu eða blásara á gafli barnaskólans á Stokkseyri. Blásarinn blæs lofti úr heim- ilisfræðieldhúsinu og er hann rétt undir skólabjöllunni. En krumm- arnir eru öllu vanir, því blásarinn á Hólmrastarhúsinu gat verið í meira lagi hávaðasamur. Það er kjörið fyrir nemendurna að fylgjast með krumma og háttum hans og verða hreiðrinu og framgangi varpsins gerð skil á vef skólans. En fleiri krummar vilja verpa í Flóanum. Í háspennumastri skammt austur af Selfossi er annað par að byggja sér hreiður. Krummi er ekki sérlega vandur að vali á byggingarefnum. Ryðg- aður gaddavír, sprek, stór- gripabein, baggabönd og alls kyns annað drasl er aðalbyggingarefnið. Laupurinn er síðan fóðraður með sinu, ull og fjöðrum, þannig að und- irlagið undir eggin er mjúkt. Líflegt hjá hröfnum í Flóanum Hátt uppi Krummi byggir í háspennumastri enda lítið um kletta í Flóanum. Grunnur laupsins er gaddavír og stórgripabein en fínna efni í hreiðrinu. Efnið sótt Krummi ber ryðgaðan vír í laupinn. Hann er ekki vandlátur. Eftir Jóhann Óla Hilmarsson Morgunblaðið/Jóhann Óli

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.