Morgunblaðið - 30.04.2005, Síða 42

Morgunblaðið - 30.04.2005, Síða 42
42 LAUGARDAGUR 30. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF Kirkjudagur aldraðra UPPSTIGNINGARDAGUR er kirkjudagur aldraðra í kirkjum landsins. Þá er eldri borgurum og fjölskyldum þeirra boðið til guðs- þjónustu. Aldraðir taka virkan þátt í guðsþjónustunni með söng og upplestri. Á eftir er boðið upp á veitingar. Í nokkrum kirkjum eru sýningar á verkum sem eldri borg- arar hafa unnið í vetrarstarfinu. Útvarpsguðsþjónusta þennan dag verður frá Grensáskirkju. Ellimálanefnd þjóðkirkjunnar hvetur alla til að koma í kirkju á uppstigningardag. Þar geta þeir kynnt sér það sem er í boði fyrir eldri borgarana og notið dagsins með þeim. 10 ára vígsluafmæli Vídalínskirkju UM þessar mundir eru 10 ár liðin frá því að Vídalínskirkja í Garða- bæ var vígð af biskupi Íslands, herra Ólafi Skúlasyni. Kirkjan ber nafn Jóns Vídalíns (1666–1720) en hann var prestur í Görðum á Álfta- nesi áður en hann varð biskup í Skálholti. Í tilefni af vígsluafmæli Vída- línskirkju efnir Garðasókn til Ví- dalínshátíðar sem hefst með hátíð- armessu sunnudaginn 1. maí kl. 11 f.h. Vígslubiskupinn í Skálholti, herra Sigurður Sigurðarson mun prédika og prestar Garðasóknar, Hans Markús Hafsteinsson og Friðrik J. Hjartar munu þjóna ásamt biskupi. Tónlist sem flutt verður í mess- unni verður öll eftir tónskáld sem uppi voru á sama tíma og Jón Ví- dalín. Flytjendur tónlistar verða Ingibjörg Guðjónsdóttir sópran, víólukvartett, Peter Tompkins óbóleikari, Jóhann Baldvinsson organisti og Kór Vídalínskirkju. Sigurður Sigurðarson, vígslu- biskup predikar. Fundur með foreldrum fermingarbarna SUNNUDAGINN 1. maí verður fundur með foreldrum ferming- arbarna vorsins 2006. Guðsþjón- usta verður kl. 11.00 og í beinu framhaldi af henni verður fundur þar sem foreldrum/aðstandendum fermingarbarna vorsins 2006 verð- ur kynnt fræðsluáætlun vetrarins. Á eftir fundinn verður skráning í fermingarnámskeiðið. Námskeið um meðvirkni ÍSLENSKA Kristskirkjan heldur námskeið um meðvirkni laug- ardaginn 30. apríl frá kl. 10–12. Fjallað verður um: Hvað er með- virkni? Var Jesús meðvirkur? Hvernig verður maður meðvirkur? Er hægt að losna undan með- virkni? Fyrirlesari er Ingunn Björnsdóttir. Námskeiðið er öllum opið og kostar ekkert. Lokahátíð barnastarfs Langholtskirkju LOKAHÁTÍÐ barnastarfs Lang- holtskirkju verður sunnudaginn 1. maí kl. 11 og af því tilefni verður margt til gamans gert og m.a. boð- ið upp á grillaðar pylsur í lokin. Við guðsþjónustuna mun einn af kórum Langholtskirkju, Graduale Nobili syngja, en kórinn, sem er skipaður ungum konum á aldr- inum 18–26 ára. Grafarvogskirkja – 1. maí – uppstigning- ardagur – námskeið ÖGMUNDUR Jónasson, alþing- ismaður og formaður BSRB, stígur í stólinn í Grafarvogskirkju, sunnudaginn 1. maí nk. Messan hefst kl. 11. Prestur er sr. Bjarni Þór Bjarnason. Organisti er Hörð- ur Bragason. Kór Grafarvogs- kirkju syngur. Uppstigningardagur er dagur eldri borgara. Guðsþjónusta verð- ur kl. 14.00. Ath. breyttan messu- tíma. Séra Sigurður Sigurðarson vígslubiskup prédikar. Allir prestar safnaðarins þjóna fyrir altari: séra Vigfús Þór Árna- son, séra Bjarni Þór Bjarnason, séra Lena Rós Matthíasdóttir og séra Elínborg Gísladóttir. Kór Grafarvogskirkju syngur, org- anisti er Hörður Bragason. Opnuð verður handavinnusýning eldri borgara. Að lokinni guðsþjónustu verður kaffi og veitingar sem Safnaðarfélagið og sóknarnefndin býður upp á. Grafarvogskirkja heldur nám- skeið fyrir starfsfólk leikskólanna í Grafarvogi í dag kl. 10–13.15. Námskeiðið er í boði Grafarvogs- kirkju og er því starfsfólki leik- skólanna að kostnaðarlausu. Nám- skeiðið fer fram í Grafarvogskirkju. Ingileif Malm- berg, sjúkrahúsprestur flytur fyr- irlestur um áfallahjálp í leik- skólum og hagnýtar leiðbeiningar til starfsfólks. Þá mun sr. Sigurður Pálsson, sóknarprestur og fyrrver- andi námsstjóri í kristnum fræð- um, fjalla um leikskólann í fjöl- menningarsamfélagi. Strandarkirkja, opin um helgar STRANDARKIRKJA verður opin allar helgar og frídaga í maí- mánuði. Frá og með 1. júní verður hún opin alla daga vikunnar. Sunnudaginn 1. maí kl. 15.00 mun sóknarpresturinn séra Baldur Kristjánsson fræða um kirkjuna og umhverfi hennar. Í Selvoginum er rekið lítið kaffihús, listasmiðja og pylsuvagn þar sem einnig fást handunnir munir. Vorhátíð í Fella- og Hólakirkju VORHÁTÍÐ barna- og unglinga- starfsins kl. 11.00. Prestar sr. Guð- mundur Karl Ágústsson og sr. Svavar Stefánsson. Barnakórar kirkjunnar ásamt barnakór Hvassaleitisskóla flytja tónlist. Stjórnendur Lenka Mátéová, Þór- dís Þórhallsdóttir og Kolbrún Ás- grímsdóttir. Öll börn og unglingar sem tekið hafa þátt í starfi kirkjunnar í vetur eru boðin velkomin ásamt fjöl- skyldum sínum. Kaffisala Kristniboðs- félags kvenna HIN árlega kaffisala Kristniboðs- félags kvenna verður í Kristni- boðssalnum á Háaleitisbraut 58–60 sunnudaginn 1. maí kl. 14–18. Kaffiveitingar. Félagið hefur stutt starfið í Eþí- ópíu og Kenýa dyggilega, ein af fjáröflunarleiðum þess er hin ár- lega kaffisala. Vorferðalag Hafnarfjarðarsóknar SUNNUDAGINN 1. maí fer Hafn- arfjarðarsókn í vorferðalag í Skál- holt. Ferðalagið er uppskeruhátíð foreldramorgnanna, barnastarfs- ins, starfs tíu til tólf ára barna, barna- og unglingakóra kirkj- unnar og annarra sem taka þátt í kirkjustarfinu. Lagt af stað frá Hafnarfjarðarkirkju kl. 11.00 og ekið í Skálholt. Kl. 12.00 verður fjölskylduguðþjónusta í Skálholts- kirkju þar sem leiðtogar í barna- og æskulýðsstarfi leiða söng. Eftir fjölskylduguðsþjónustuna er boðið til pitsuveislu í Skálholtsskóla. Að því búnu verður farið í leiki á Skál- holtstúninu ef veður leyfir. Áætluð heimkoma er kl.15.30. Leið- sögumaður er sr. Þórhallur Heim- isson. Börn yngir en 8 ára komi í fylgd með fullorðnum. Messa á Þingvöllum HINN almenni bænadagur er fimmti sunnudagur eftir páska. Hann ber að þessu sinni upp á 1. maí, dag verkalýðsins, sem einnig er sérstakur bænadagur þar sem beðið er fyrir öllu vinnandi fólki og fyrir atvinnulausum. Þessa verður minnst við messu í Þingvallakirkju kl. 14.00. Prestur er sr. Kristján Valur Ingólfsson og organisti Guð- mundur Vilhjálmsson. Guðmundur stjórnar einnig lítilli blásarasveit barna sem eru nemendur í Skóla- lúðrasveit Árbæjar og Breiðholts. Þau leika við upphaf og endi mess- unnar. Þegar messu er lokið verð- ur gengið í skrúðfylkingu á Lög- berg og að Öxarárfossi. Á þessum stöðum leikur lúðrasveitin, og end- ar á því að leika Öxar við ána við Öxarárfoss, en í ár (27. júní) eru einmitt 120 ár síðan það lag var frumflutt á þeim stað. Kirkjudagur Kálfatjarnarkirkju KIRKJUDAGURINN hefst með guðsþjónustu í kirkjunni kl. 14, en þar mun Ólafur Egilsson sendi- herra flytja hugvekju, kór Kálfa- tjarnarkirkju leiðir söng ásamt Veru Steinsen fiðluleikara undir stjórn Frank Herlufsen organista. Prestur sr. Carlos Ferrer. Kirkjukaffi verður í félagsheim- ilinu Glaðheimum, Vogum, að guðsþjónustu lokinni. Dagur aldraðra í Grensáskirkju UPPSTIGNINGARDAGUR er dag- ur aldraðra í kirkjunni. Að þessu sinni ber hann upp á næstkomandi fimmtudag, 5. maí. Þann dag verður guðsþjónustu í Grensáskirkju í umsjá sókn- arprestsins, sr. Ólafs Jóhanns- sonar. Auk aðildar kirkjukórs og organista að helgihaldinu syngur Furugerðiskórinn undir stjórn Ingunnar Guðmundsdóttur. Að guðsþjónustu lokinni verður sameiginlegur málsverður í safn- aðarheimili. Þátttaka í honum kostar kr. 1.500. Málfundur um líðan stráka og ungra karlmanna „LÍÐAN drengja og ungra karl- manna“ er yfirskrift málþings á vegum KFUM og KFUK í Reykja- vík sem haldið verður í húsi félags- ins, Holtavegi 28, laugardaginn 30. apríl kl. 11–13. Fyrirlesarar verða Ingólfur V. Gíslason jafnrétt- isfulltrúi sem mun m.a. fjalla um breytingar á karlmannsímyndum sl. 30 ár og Gunnar J. Gunnarsson, lektor við Kennaraháskóla Íslands, er mun m.a. ræða um drengi og trúariðkun. Auk þess munu Ragn- ar Snær Karlsson, æskulýðsfulltrúi KFUM og KFUK, og Ársæll Að- albergsson, framkvæmdastjóri sumarbúðanna í Vatnaskógi, fjalla um líðan stráka eins og hún birtist á vettvangi KFUM og KFUK. Kjartan Jónsson mun segja stutt- lega frá nýlegum rannsóknum á líðan stráka. Gospelkórinn og hljómsveit í Léttmessu í Árbæjarkirkju Sunnudagskvöldið 1. maí kl. 20.00 er komið að síðustu Léttmessu starfsársins í Árbæjarkirkju. Gospelkór Árbæjarkirku leiðir sönginn undir stjórn Krisztina Kalló Szklenár. Egill Antonsson spilar á flygil, Sigurjón Alexend- ersson á gítar og Jón Óskar Jóns- son sem slær húðir. Sr. Sigrún Óskarsdóttir þjónar fyrir altari og flytur hugvekju en fé- lagar úr Gospelkórnum lesa ritn- ingarlestra og leiða almenna kirkjubæn. Eftir messu verður gospelkórinn svo með í kaffihlað- borð í boði fyrir 500 kr. á manninn, í safnaðarheimilinu. Fræðslu- og sam- ræðukvöld í Fríkirkj- unni í Reykjavík MÁNUDAGSKVÖLDIÐ 2. maí kl. 20.00 verður fræðslu- og sam- ræðustund í Safnaðarheimilinu. Verður þetta fjórða og síðasta fræðslukvöldið á þessari vorönn. Umfjöllunarefnið 2. maí verður: „Eru konur skapaðar með minni dómgreind en karlar?“ Fjallað verður almennt um stöðu kon- unnar í kristinni trúarhefð og í ritningunum. Sumarhátíð barna- og æskulýðsstarfs Laugardaginn 30. apríl kl. 13.00 verður sumarhátíð barna- og æskulýðsstarfs Lágafellskirkju. Þangað eru allir velkomnir sem tekið hafa þátt í safnaðarstarfi kirkjunnar þetta starfsár. Sum- arhátíð þessi er lokasamvera sunnudagaskóla, kirkjukrakka, TTT-starfsins og æskulýðsfélags- ins. Farið verður í leiki og pylsur grillaðar handa öllum þátttak- endum. Í lok samverunnar verður stutt söng- og bænastund í safn- aðarheimilinu. Sumarhátíðin verð- ur eins og áður segir í og við safn- aðarheimili kirkjunnar. Allir velkomnir. Safnaðarstarf Lágafellskirkju, Mosfellsbæ. Hátíðarmessa í Hallgrímskirkju SUNNUDAGINN 1. maí verður há- tíðarmessa og barnastarf í Hall- grímskirkju kl. 11.00. Flutt verður Messa í fis moll op. 36 eftir Charles Marie Widor. Messan var flutt sl. sunnudag í Akureyrarkirkju á listahátíð þar, en verður endurflutt í Hallgríms- kirkju með sömu flytjendum, en þeir eru Kór Akureyrarkirkju, Kammerkór Norðurlands og Söng- hópurinn Voces Thules. Organist- arnir Björn Steinar Sólbergsson og Eyþór Ingi Jónsson leika á bæði orgel kirkjunnar en stjórnandi verður Hörður Áskelsson kantor. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson pré- dikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Irmu Sjöfn Óskarsdóttur. Magnea Sverrisdóttir hefur um- sjón með barnastarfinu. Eftir messu verður boðið upp á kaffi- sopa. Gospelkór Árbæjarkirkju ásamt hljómsveit í Léttmessu. Morgunblaðið/SverrirÞingvallabærinn og kirkjan.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.