Morgunblaðið - 30.04.2005, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 30.04.2005, Qupperneq 42
42 LAUGARDAGUR 30. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF Kirkjudagur aldraðra UPPSTIGNINGARDAGUR er kirkjudagur aldraðra í kirkjum landsins. Þá er eldri borgurum og fjölskyldum þeirra boðið til guðs- þjónustu. Aldraðir taka virkan þátt í guðsþjónustunni með söng og upplestri. Á eftir er boðið upp á veitingar. Í nokkrum kirkjum eru sýningar á verkum sem eldri borg- arar hafa unnið í vetrarstarfinu. Útvarpsguðsþjónusta þennan dag verður frá Grensáskirkju. Ellimálanefnd þjóðkirkjunnar hvetur alla til að koma í kirkju á uppstigningardag. Þar geta þeir kynnt sér það sem er í boði fyrir eldri borgarana og notið dagsins með þeim. 10 ára vígsluafmæli Vídalínskirkju UM þessar mundir eru 10 ár liðin frá því að Vídalínskirkja í Garða- bæ var vígð af biskupi Íslands, herra Ólafi Skúlasyni. Kirkjan ber nafn Jóns Vídalíns (1666–1720) en hann var prestur í Görðum á Álfta- nesi áður en hann varð biskup í Skálholti. Í tilefni af vígsluafmæli Vída- línskirkju efnir Garðasókn til Ví- dalínshátíðar sem hefst með hátíð- armessu sunnudaginn 1. maí kl. 11 f.h. Vígslubiskupinn í Skálholti, herra Sigurður Sigurðarson mun prédika og prestar Garðasóknar, Hans Markús Hafsteinsson og Friðrik J. Hjartar munu þjóna ásamt biskupi. Tónlist sem flutt verður í mess- unni verður öll eftir tónskáld sem uppi voru á sama tíma og Jón Ví- dalín. Flytjendur tónlistar verða Ingibjörg Guðjónsdóttir sópran, víólukvartett, Peter Tompkins óbóleikari, Jóhann Baldvinsson organisti og Kór Vídalínskirkju. Sigurður Sigurðarson, vígslu- biskup predikar. Fundur með foreldrum fermingarbarna SUNNUDAGINN 1. maí verður fundur með foreldrum ferming- arbarna vorsins 2006. Guðsþjón- usta verður kl. 11.00 og í beinu framhaldi af henni verður fundur þar sem foreldrum/aðstandendum fermingarbarna vorsins 2006 verð- ur kynnt fræðsluáætlun vetrarins. Á eftir fundinn verður skráning í fermingarnámskeiðið. Námskeið um meðvirkni ÍSLENSKA Kristskirkjan heldur námskeið um meðvirkni laug- ardaginn 30. apríl frá kl. 10–12. Fjallað verður um: Hvað er með- virkni? Var Jesús meðvirkur? Hvernig verður maður meðvirkur? Er hægt að losna undan með- virkni? Fyrirlesari er Ingunn Björnsdóttir. Námskeiðið er öllum opið og kostar ekkert. Lokahátíð barnastarfs Langholtskirkju LOKAHÁTÍÐ barnastarfs Lang- holtskirkju verður sunnudaginn 1. maí kl. 11 og af því tilefni verður margt til gamans gert og m.a. boð- ið upp á grillaðar pylsur í lokin. Við guðsþjónustuna mun einn af kórum Langholtskirkju, Graduale Nobili syngja, en kórinn, sem er skipaður ungum konum á aldr- inum 18–26 ára. Grafarvogskirkja – 1. maí – uppstigning- ardagur – námskeið ÖGMUNDUR Jónasson, alþing- ismaður og formaður BSRB, stígur í stólinn í Grafarvogskirkju, sunnudaginn 1. maí nk. Messan hefst kl. 11. Prestur er sr. Bjarni Þór Bjarnason. Organisti er Hörð- ur Bragason. Kór Grafarvogs- kirkju syngur. Uppstigningardagur er dagur eldri borgara. Guðsþjónusta verð- ur kl. 14.00. Ath. breyttan messu- tíma. Séra Sigurður Sigurðarson vígslubiskup prédikar. Allir prestar safnaðarins þjóna fyrir altari: séra Vigfús Þór Árna- son, séra Bjarni Þór Bjarnason, séra Lena Rós Matthíasdóttir og séra Elínborg Gísladóttir. Kór Grafarvogskirkju syngur, org- anisti er Hörður Bragason. Opnuð verður handavinnusýning eldri borgara. Að lokinni guðsþjónustu verður kaffi og veitingar sem Safnaðarfélagið og sóknarnefndin býður upp á. Grafarvogskirkja heldur nám- skeið fyrir starfsfólk leikskólanna í Grafarvogi í dag kl. 10–13.15. Námskeiðið er í boði Grafarvogs- kirkju og er því starfsfólki leik- skólanna að kostnaðarlausu. Nám- skeiðið fer fram í Grafarvogskirkju. Ingileif Malm- berg, sjúkrahúsprestur flytur fyr- irlestur um áfallahjálp í leik- skólum og hagnýtar leiðbeiningar til starfsfólks. Þá mun sr. Sigurður Pálsson, sóknarprestur og fyrrver- andi námsstjóri í kristnum fræð- um, fjalla um leikskólann í fjöl- menningarsamfélagi. Strandarkirkja, opin um helgar STRANDARKIRKJA verður opin allar helgar og frídaga í maí- mánuði. Frá og með 1. júní verður hún opin alla daga vikunnar. Sunnudaginn 1. maí kl. 15.00 mun sóknarpresturinn séra Baldur Kristjánsson fræða um kirkjuna og umhverfi hennar. Í Selvoginum er rekið lítið kaffihús, listasmiðja og pylsuvagn þar sem einnig fást handunnir munir. Vorhátíð í Fella- og Hólakirkju VORHÁTÍÐ barna- og unglinga- starfsins kl. 11.00. Prestar sr. Guð- mundur Karl Ágústsson og sr. Svavar Stefánsson. Barnakórar kirkjunnar ásamt barnakór Hvassaleitisskóla flytja tónlist. Stjórnendur Lenka Mátéová, Þór- dís Þórhallsdóttir og Kolbrún Ás- grímsdóttir. Öll börn og unglingar sem tekið hafa þátt í starfi kirkjunnar í vetur eru boðin velkomin ásamt fjöl- skyldum sínum. Kaffisala Kristniboðs- félags kvenna HIN árlega kaffisala Kristniboðs- félags kvenna verður í Kristni- boðssalnum á Háaleitisbraut 58–60 sunnudaginn 1. maí kl. 14–18. Kaffiveitingar. Félagið hefur stutt starfið í Eþí- ópíu og Kenýa dyggilega, ein af fjáröflunarleiðum þess er hin ár- lega kaffisala. Vorferðalag Hafnarfjarðarsóknar SUNNUDAGINN 1. maí fer Hafn- arfjarðarsókn í vorferðalag í Skál- holt. Ferðalagið er uppskeruhátíð foreldramorgnanna, barnastarfs- ins, starfs tíu til tólf ára barna, barna- og unglingakóra kirkj- unnar og annarra sem taka þátt í kirkjustarfinu. Lagt af stað frá Hafnarfjarðarkirkju kl. 11.00 og ekið í Skálholt. Kl. 12.00 verður fjölskylduguðþjónusta í Skálholts- kirkju þar sem leiðtogar í barna- og æskulýðsstarfi leiða söng. Eftir fjölskylduguðsþjónustuna er boðið til pitsuveislu í Skálholtsskóla. Að því búnu verður farið í leiki á Skál- holtstúninu ef veður leyfir. Áætluð heimkoma er kl.15.30. Leið- sögumaður er sr. Þórhallur Heim- isson. Börn yngir en 8 ára komi í fylgd með fullorðnum. Messa á Þingvöllum HINN almenni bænadagur er fimmti sunnudagur eftir páska. Hann ber að þessu sinni upp á 1. maí, dag verkalýðsins, sem einnig er sérstakur bænadagur þar sem beðið er fyrir öllu vinnandi fólki og fyrir atvinnulausum. Þessa verður minnst við messu í Þingvallakirkju kl. 14.00. Prestur er sr. Kristján Valur Ingólfsson og organisti Guð- mundur Vilhjálmsson. Guðmundur stjórnar einnig lítilli blásarasveit barna sem eru nemendur í Skóla- lúðrasveit Árbæjar og Breiðholts. Þau leika við upphaf og endi mess- unnar. Þegar messu er lokið verð- ur gengið í skrúðfylkingu á Lög- berg og að Öxarárfossi. Á þessum stöðum leikur lúðrasveitin, og end- ar á því að leika Öxar við ána við Öxarárfoss, en í ár (27. júní) eru einmitt 120 ár síðan það lag var frumflutt á þeim stað. Kirkjudagur Kálfatjarnarkirkju KIRKJUDAGURINN hefst með guðsþjónustu í kirkjunni kl. 14, en þar mun Ólafur Egilsson sendi- herra flytja hugvekju, kór Kálfa- tjarnarkirkju leiðir söng ásamt Veru Steinsen fiðluleikara undir stjórn Frank Herlufsen organista. Prestur sr. Carlos Ferrer. Kirkjukaffi verður í félagsheim- ilinu Glaðheimum, Vogum, að guðsþjónustu lokinni. Dagur aldraðra í Grensáskirkju UPPSTIGNINGARDAGUR er dag- ur aldraðra í kirkjunni. Að þessu sinni ber hann upp á næstkomandi fimmtudag, 5. maí. Þann dag verður guðsþjónustu í Grensáskirkju í umsjá sókn- arprestsins, sr. Ólafs Jóhanns- sonar. Auk aðildar kirkjukórs og organista að helgihaldinu syngur Furugerðiskórinn undir stjórn Ingunnar Guðmundsdóttur. Að guðsþjónustu lokinni verður sameiginlegur málsverður í safn- aðarheimili. Þátttaka í honum kostar kr. 1.500. Málfundur um líðan stráka og ungra karlmanna „LÍÐAN drengja og ungra karl- manna“ er yfirskrift málþings á vegum KFUM og KFUK í Reykja- vík sem haldið verður í húsi félags- ins, Holtavegi 28, laugardaginn 30. apríl kl. 11–13. Fyrirlesarar verða Ingólfur V. Gíslason jafnrétt- isfulltrúi sem mun m.a. fjalla um breytingar á karlmannsímyndum sl. 30 ár og Gunnar J. Gunnarsson, lektor við Kennaraháskóla Íslands, er mun m.a. ræða um drengi og trúariðkun. Auk þess munu Ragn- ar Snær Karlsson, æskulýðsfulltrúi KFUM og KFUK, og Ársæll Að- albergsson, framkvæmdastjóri sumarbúðanna í Vatnaskógi, fjalla um líðan stráka eins og hún birtist á vettvangi KFUM og KFUK. Kjartan Jónsson mun segja stutt- lega frá nýlegum rannsóknum á líðan stráka. Gospelkórinn og hljómsveit í Léttmessu í Árbæjarkirkju Sunnudagskvöldið 1. maí kl. 20.00 er komið að síðustu Léttmessu starfsársins í Árbæjarkirkju. Gospelkór Árbæjarkirku leiðir sönginn undir stjórn Krisztina Kalló Szklenár. Egill Antonsson spilar á flygil, Sigurjón Alexend- ersson á gítar og Jón Óskar Jóns- son sem slær húðir. Sr. Sigrún Óskarsdóttir þjónar fyrir altari og flytur hugvekju en fé- lagar úr Gospelkórnum lesa ritn- ingarlestra og leiða almenna kirkjubæn. Eftir messu verður gospelkórinn svo með í kaffihlað- borð í boði fyrir 500 kr. á manninn, í safnaðarheimilinu. Fræðslu- og sam- ræðukvöld í Fríkirkj- unni í Reykjavík MÁNUDAGSKVÖLDIÐ 2. maí kl. 20.00 verður fræðslu- og sam- ræðustund í Safnaðarheimilinu. Verður þetta fjórða og síðasta fræðslukvöldið á þessari vorönn. Umfjöllunarefnið 2. maí verður: „Eru konur skapaðar með minni dómgreind en karlar?“ Fjallað verður almennt um stöðu kon- unnar í kristinni trúarhefð og í ritningunum. Sumarhátíð barna- og æskulýðsstarfs Laugardaginn 30. apríl kl. 13.00 verður sumarhátíð barna- og æskulýðsstarfs Lágafellskirkju. Þangað eru allir velkomnir sem tekið hafa þátt í safnaðarstarfi kirkjunnar þetta starfsár. Sum- arhátíð þessi er lokasamvera sunnudagaskóla, kirkjukrakka, TTT-starfsins og æskulýðsfélags- ins. Farið verður í leiki og pylsur grillaðar handa öllum þátttak- endum. Í lok samverunnar verður stutt söng- og bænastund í safn- aðarheimilinu. Sumarhátíðin verð- ur eins og áður segir í og við safn- aðarheimili kirkjunnar. Allir velkomnir. Safnaðarstarf Lágafellskirkju, Mosfellsbæ. Hátíðarmessa í Hallgrímskirkju SUNNUDAGINN 1. maí verður há- tíðarmessa og barnastarf í Hall- grímskirkju kl. 11.00. Flutt verður Messa í fis moll op. 36 eftir Charles Marie Widor. Messan var flutt sl. sunnudag í Akureyrarkirkju á listahátíð þar, en verður endurflutt í Hallgríms- kirkju með sömu flytjendum, en þeir eru Kór Akureyrarkirkju, Kammerkór Norðurlands og Söng- hópurinn Voces Thules. Organist- arnir Björn Steinar Sólbergsson og Eyþór Ingi Jónsson leika á bæði orgel kirkjunnar en stjórnandi verður Hörður Áskelsson kantor. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson pré- dikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Irmu Sjöfn Óskarsdóttur. Magnea Sverrisdóttir hefur um- sjón með barnastarfinu. Eftir messu verður boðið upp á kaffi- sopa. Gospelkór Árbæjarkirkju ásamt hljómsveit í Léttmessu. Morgunblaðið/SverrirÞingvallabærinn og kirkjan.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.