Morgunblaðið - 30.04.2005, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 30.04.2005, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. APRÍL 2005 47 MINNINGAR Miðvikudagskvöld voru ,,kvöldin okkar“. Þú, komin í bæinn til að fara í lyfjameðferð að morgni. Ég, heppna frænkan, sem fékk að hafa þig hjá mér, elsku frænka mín. Guði sé lof fyrir hversu oft ég gat sagt þér hve dýrmætar þessar stundir voru mér. Við fórum á bænastundir – halelúja samkomurnar eins og þú kallaðir þær stundum – eins oft og þú treystir þér til á þessum 18 mán- uðum. Þar hittum við yndislegt fólk og eftir hverja bænasamkomu feng- um við sterkari von og meiri bjart- sýni. Þótt við elskuðum báðar að syngja fannst okkur við ekki hafa neitt í þann fallega kór sem þarna söng, en þegar kom að ,,sálminum okkar“ hófum við upp raust okkar og sungum hástöfum eins og við værum þaulvanar söngkonur: ,,Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta“. Á næturnar sváfum við lítið. Við sátum saman í stofunni við kertaljós, grétum og hlógum. Við rifjuðum upp æskuárin og þú fræddir mig um ætt- ina okkar aftur í aldir. Við gátum tal- að um allt og fyrir hvor annarri geymdum við engin leyndarmál. Sorgir og sigrar, vonir og væntingar – óvissan og óttinn, en ekki síst sam- tal um dauðann. Við vorum sann- færðar um að okkar biði eilíft líf og þegar við kæmum þangað, væri tek- ið á móti okkur af ættingjum og ást- vinum sem farið höfðu á undan okk- ur. Við gátum meira að segja hlegið að því hvað það yrði mikið að gera hjá mömmu þinni og pabba og systk- inunum öllum frá Stóra-Hrauni þeg- ar þú kæmir til þeirra. Kertaljósin blöktu í myrkrinu og gáfu mér þá mynd af þér sem skýr- ust er í huga mér nú: Þú, í ljósa sloppnum sem varð þinn á heimili mínu. Þú, sífellt grennri, hárið farið en glampinn í augunum á sínum stað. Í herberginu var litla ,,bjútíboxið“ þitt með öllu því sem gerði þig svo ,,gala fína“. Miðvikudagskvöldin og -næturnar urðu fleiri og fleiri og samtölum fjölgaði að sama skapi, enda seint sagt um okkur að við vær- um lítið fyrir að tala ... Svo kom kraftaverkið. Æxlið hvarf og þú varðst sífellt styrkari. Sú Jódís sem hafði alltaf verið stoð og styrkur allra var komin aftur. Falleg og lífleg Jódís með fallegt, nýtt hár. Bauð í mat, hélt veislur. Útbjó dýr- indis rétti fyrir aðra á hátíðisstund- um þeirra. Eins og sú Jódís, sem allt- af hafði tekið á móti erlendum vinum mínum aftur og aftur og töfrað fram íslenskt veisluborð eins og hendi væri veifað: Selur úr Skógarnesi, svartfuglsegg, hákarl. Hvaðan komu allar þessar veitingar? Enginn, eng- inn komst í hálfkvisti við þig í gest- gjafahlutverkinu, elskan mín. Enda lýstu vinir mínir Gullna hringnum svona: ,,Gullfoss, Geysir, Jódís frænka“ og þar varst þú skærasta gullið. Engan þekki ég sem var jafn frændrækin og þú og ræktaðir vin- áttu á jafn sterkan og einlægan hátt og þú. Þú fæddist á björtum vordegi. Þú kvaddir á einu af fallegustu vor- kvöldum sem ég hef upplifað. Sjálf varst þú eins og íslenskt vorkvöld: björt, yndisleg og einstök. Þegar ég kvaddi þig að kvöldi sumardagsins fyrsta vissi ég að við værum að kveðjast í síðasta sinn. Ég náði að kyssa þig, elskan mín, náði að segja þér hvað ég elskaði þig mikið og hvað ég bæði Guð að gefa þér æðru- leysi og styrk á þeirri stundu sem í vændum var. Ég var bænheyrð og yfir þér látinni hvíldi fegurð og frið- ur. Elsku besti Eysteinn minn. Þín sorg er djúp. Minningarnar munu hjálpa þér eins og sú vissa að þú gerðir allt sem í þínu valdi stóð til að auðvelda elsku Jódísi lífið í veikind- um hennar. Þú varst henni góður eiginmaður á langri samleið. Elsku Axel, Siggi Jónas, Arnrún og barnabörn. Ég get ekki sett mig í þau spor að sjá á eftir yndislegri mömmu og ömmu á besta aldri og það eina sem ég get gert er að biðja fyrir ykkur öllum. Þið eruð ljóslif- andi dæmi um allt það góða sem mamma ykkar og pabbi færðu í þennan heim. Gædd öllum þeim bestu eiginleikum sem prýða góðar manneskjur. Og elsku Beta frænka. Guð gefi þér styrk að halda áfram líf- inu án litlu systur þinnar sem þú elskaðir svo heitt og var þér svo náin. Þessar bænir og óskir eru líka flutt- ar hér frá mömmu og Lízellu, sem syrgja Jódísi sárt. Hjartans Jódís. Við eigum eftir að hittast aftur, um það vorum við sann- færðar. Þangað til kveð ég þig með orðunum sem þú sagðir alltaf við mig þessar dýrmætu nætur sem ég fékk að hafa þig hjá mér: ,,Góða nótt, hjartað mitt.“ Þín frænka, Anna Kristine Magnúsdóttir. Jódís bjó að þannig persónuleika að maður tók eftir henni, þar fór glaðleg og glæsileg kona. Hún fylgd- ist alltaf mjög vel með öllu sem fram fór í þjóðfélaginu og var gaman að ræða þau mál við hana. Ég kynntist Jódísi þegar hún giftist Eysteini frænda mínum, en við erum systra- synir og var mikill samgangur á milli heimila mæðra okkar, sem leiddi til ævarandi vináttu barna þeirra. Undanfarin misseri höfum við mátt fylgjast með hetjulegri baráttu Jódísar við þann sjúkdóm sem á end- anum hafði betur. Hún barðist allan tímann hetjulega og jafnframt af aðdáunarverðri reisn. Ég hitti Jódísi síðast á ættarmóti í náttúruperlu rafiðnaðarmanna við Apavatn síðast- liðið sumar. Mikil veðurblíða var þessa helgi og kvöldfegurðin greip mann föstum tökum og umvafði. Það var gaman að sjá hvernig Jódís nýtti hvert augnablik og naut útgeislunar náttúrunnar til fullnustu og svelgdi í sig orkuna sem stafaði frá fallegum gróðrinum. Hún lét sannarlega ekki sitt eftir liggja í fjörugum umræðum og kröftugri þátttöku í söngnum. Með Jódísi er gengin eftirtektar- verður mannvinur. Hún var fjöl- skyldu sinni mikill vinur og félagi og fylgdist jafnframt vel með sínum hóp og naut þar greinilega mikilla vin- sælda en ekki síður virðingar. Ég vil fyrir hönd minnar fjölskyldu þakka Jódísi góða samfylgd og við sendum Eysteini og fjölskyldu hugheilar samúðarkveðjur. Guðmundur Gunnarsson. Þegar við lítum yfir þá þrjá ára- tugi sem liðnir eru frá fyrstu fundum okkar hjónanna og Jódísar er okkur efst í huga ræktarsemi hennar við vini og samferðafólk. Það var snemma hausts og við að hefja störf og eignast okkar fyrsta heimili í Reykjaskóla í Hrútafirði. Nemendurnir ekki enn komnir til sinna starfa og síðdegis fyrsta dag- inn, sem í minningunni er bjartur og hlýr, hittum við mann nokkuð við aldur á stéttinni fyrir framan skóla- húsið. Við heilsumst og eftir að hann hafði kynnt sig tekur hann til við að rekja úr okkur garnirnar um ættir og uppruna sem við reyndum að svara eins skilmerkilega og okkur var unnt. Þarna var kominn Sigurð- ur Árnason faðir Jódísar. Síðar um kvöldið þegar við hittum þau Jódísi og Eystein hafði Sigurður gert þeim grein fyrir því sem skipti máli að vita um okkar hagi og ættfært okkur ná- kvæmar en við sjálf kunnum skil á. Þótt ekki hafi það spillt fyrir að við vorum ættuð af Snæfellsnesinu og Árnessýslunni, af „vondu“ og „góðu“ fólki, þá hefur það ekki ráðið úrslit- um um hve vel okkur var tekið af þeim strax á fyrsta degi. Samvistirnar á Reykjaskóla urðu ekki langar, aðeins eitt ár, en þar hnýttust þau vináttubönd sem aldrei hafa rofnað. Við áttum alltaf vísar höfðinglegar móttökur hvort sem við heimsóttum þau í Laugargerði, Reykholt eða á Selfoss. Og það var fyrst og fremst Jódísi að þakka sem sjálf, ásamt Eysteini, var óþreytandi að leggja land undir fót og rækta með þeim hætti vinskapinn. Aldrei minnumst við þess að hún hafi gert boð á undan sér, enda ætlaðist hún ekki til þess af öðrum. Þau bara birt- ust, höfðu kannski þurft að skjótast í Skógarnes til þess að athuga með hross eða ná sér í sel eða aðrar bráð- nauðsynlegar afurðir eftir árstíðinni. Fyrst komið var vestur á annað borð þá var rétt að kíkja í Hólminn og eiga kannski kvöldstund þar í góðra vina hópi og þar höfðu þau úr nokkr- um að velja. Sérlega minnisstæð er ein heim- sókn þeirra á Danska daga fyrir nokkrum árum sem lýsir Jódísi vel. Unnur var upptekin í vinnu fram á kvöld, unga fólkið á heimilinu hafði fengið til sín fjölda gesta og heimilis- faðirinn stóð frammi fyrir ábyrgð sem hann átti erfitt með að axla: að undirbúa matarveislu fyrir fjölda manns. Þá birtust Jódís og Eysteinn inni á eldhúsgólfi og eftir að skipst hafði verið á kveðjum og skálað í gammeldansk tók Jódís við stjórn- inni. Hér var hún á heimavelli, hafði í kringum sig herskara af ungu, glað- væru fólki og næg veisluföng. Úr eldhúsinu stjórnaði hún og setti öll- um fyrir verkefni þannig að þegar húsmóðirin kom heim úr vinnu hófst einhver flottasta veisla sem haldin hefur verið á Tangagötunni í seinni tíð. Og sjaldan hafa verið kvaddir hamingjusamari gestir en unga fólk- ið sem þessa kvöldstund kynntist Jó- dísi þar sem hún naut sín best: við matargerð með hóp af lífsglöðu fólki. Jódís var björt yfirlitum, glaðvær, fjörug og hlý manneskja. Hún átti létt um mál og hafði gaman af því að tala við fólk, gat verið ákveðin og staðið fast á sínu ef því var að skipta. Eitt af því sem einkenndi hana var hvað hún lagði sig alla fram við það sem hún tók sér fyrir hendur, hvort sem það voru störf á vinnumarkaði eða áhugamál og félagsstörf. Við- fangsefnin áttu hug hennar allan og sama má segja um samband hennar við það fólk sem hún kynntist á lífs- leiðinni, henni fannst eðlilegt að rækta þau tengsl og það gerði hún á eðlilegan og áreynslulausan hátt. Þótt vinir og samferðafólk Jódísar hafi notið góðs af ræktarsemi hennar þá var þó fjölskyldan alltaf í fyrir- rúmi hjá henni. Hún var frændrækin og stolt af sínu fólki og uppruna. Orðið Snæfellingur hafði sérstak- an hljóm í hennar munni og í því fólgin merking sem var víðtækari en það eitt að vera ættaður af Snæfells- nesi. Jódís tókst á við sjúkdóm þann sem að lokum lagði hana að velli með sama æðruleysi og bjartsýni og ein- kenndi hana alla tíð. Við sem eftir lif- um geymum með okkur minninguna um glaðværð hennar og hlátur, mun- um bjartar vornætur í góðra vina hópi þegar veröldin var enn ung og brosti við okkur. Slíkar minningar hjálpa okkur að brosa áfram þrátt fyrir ótímabæran dauða góðrar vin- konu. Um leið og við sendum Eysteini, Axel, Sigga Jónasi, Arnrúnu og fjöl- skyldum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur óskum við þess að góðar minningar um eiginkonu og móður styrki þau og huggi í sorg þeirra. Eyþór Benediktsson, Unnur Valdimarsdóttir. Fjörkálfurinn Jódís er samofin öll- um mínum bernskuminningum. Ígildi systur. Hún leyfði mér að eiga Betu stóru systur pínulítið með sér og hún mátti líta á bræður mína fjóra ögn sem sína eigin. Foreldrar okkar áttu svo helling í okkur öllum. Jódís var hetja frá því ég man hana fyrst og fram á síðasta dag. Hún kjassaði stóra hundinn hennar Hildegard sem stundum kom í heim- sókn þegar við vorum litlar. Hjálpaði mér, dauðskelkaðri að klappa hon- um. Hún þorði að atast í og mæta strákunum, stríðnispúkum götunn- ar. Á unglingsárum fléttuðust vina- hópar okkar saman. Áttum meyja- skemmur í kjallaranum, hlið við hlið. Partí eða vinkvennafundur hjá ann- arri og hin þar. Bítlar og Stones á fónum. Báðar orðnar mömmur og farnar að búa fyrir tvítugt. Fljótlega komnar með reynslu einstæðu móð- urinnar. Stendur þó stutt. Gott að bera saman bækur. Búum hér og hvar á landsbyggð- inni eða í útlöndum. Gefum skýrslur af börnum og síðar barnabörnum, gleðiefnum, áhyggjum og vonum. Frásagnir Jódísar alltaf litríkar. Hefur húmor fyrir karakterum og aðstæðum. Svo minnug að ég hringi þegar ég þarf að rifja upp frá æsku- og unglingsárum og fletti upp í vin- konu minni. Fordómalaus með af- brigðum, hrein og bein. Tilgerðar- laus manneskja. Athafnasamur dugnaðarforkur. Jódís var kát og hlý með stóran faðm. Þótt af henni væri dregið hló hún og gantaðist þegar við ornuðum okkur við minningar Stórholtsár- anna. Barátta hennar við sjúkdóm- inn bar hetjunni vitni. Hún leyfði sér að halda í vonina og styrktist af trú sinni en var þó alltaf raunsæ. Þegar verulega var farið að syrta í álinn og undirrituð beygði af við sjúkrabeð- inn, brosti Jódís, strauk vanga vin- konu sinnar og sagði: „En þú veist að ég er viss um að fara í ljósið.“ Jódís skilur líka eftir sig skæra birtu í minningum okkar sem áttum hana að vini og kveðjum hana með þökk í hjarta. Við systkinin og okkar fjölskyldur vottum Eysteini, börn- unum, Betu, Huldu og öðrum ástvin- um Jódísar dýpstu samúð. Kristín Á. Ólafsdóttir. Hún Jódís okkar var óvenju mik- ilhæf kona sem gaf mikið af sér. Hennar er því nú sárt saknað hvort sem er af ástvinum eða samstarfs- fólki. Jódís kom til starfa í Fjöl- brautaskóla Suðurlands haustið 1995 og tók þá við rekstri nemendamötu- neytis skólans en tveimur árum síðar tók hún við starfi matráðskonu í starfsmannamötuneytinu. Hún var sannkallaður listamaður í eldhúsi, hennar matarlist örvaði okkar mat- arlyst oftar en ekki. En Jódís var meira en samstarfs- maður, hún var fjölskylduvinur og ferðafélagi. Nú verða útilegurnar ekki samar, ekki saumaklúbburinn, jólasíldin né heldur hvers konar veisluundirbúningur. Hún var nefni- lega þeirrar gerðar að návist hennar og nærvera auðgaði líf samferða- fólksins. Þannig minnumst við henn- ar, með kærum þökkum fyrir sam- vistirnar. Við sendum Eysteini og fjölskyld- unni okkar innilegustu samúðar- kveðjur og biðjum þeim styrks og blessunar. Ætíð veri blessuð minning Jódísar Arnrúnar Sigurðardóttur. Sigurður Sigursveinsson skólameistari og fjölskylda. Í dymbilvikunni heimsóttum við hjónin Jódísi í hinsta sinn. Hún lá þá á Landspítalanum við Hringbraut. Við vorum kvíðin fyrir heimsókn- inni en frá henni fórum við endur- nærð á sál og líkama. Æðruleysið, vonin og trúin sem hún sýndi var okkur sannkölluð kennslustund. Við fundum fyrir kærleikanum sem er hið máttuga afl, sem birtist í hug- skoti mannsins. Það er tilfinning, sem lýsir sér í því að gefa hið besta í sjálfum sér og glæða hið besta hjá öðrum. Kynni okkar hófust 1973 er Jódís og Eysteinn maður hennar hófu bú- skap í Reykjaskóla í Hrútafirði. Þar áttum við saman gleðileg ár er leiddu til vinskapar. Árið 1977 fluttu þau hjónin síðan að Laugargerðisskóla á Snæfellsnesi þar sem þeim hafði boðist starf við skólann. Jódís Arnrún Sigurðardóttir átti rætur á sunnanverðu Snæfellsnesi, en þar hafði afi hennar, sr. Árni Þór- arinsson prófastur, þjónað Mikla- holtsprestakalli. Í minningargrein um sr. Árna sagði Þórbergur Þórð- arson að fallinn væri síðasti fulltrúi fornrar frásagnarsnilli. Jódís erfði frásagnarsnilld og minni afa síns. Það var unun að hlusta á Jódísi segja sögur úr Stór- holtinu í Reykjavík og næsta ná- grenni æsku- og unglingsáranna. Þá voru sögurnar af atburðum, mönn- um og málleysingjum úr Kolbein- staða-, Eyja- og Miklaholtshreppi óborganlegar, en í þessum hreppum dvaldi hún mörg sumur og ætla má að næstum hvert ár hafi hún heim- sótt Skógarnes. Enda fór það svo að við hjónin sáum sögur hennar marg- ar ljóslifandi, menn og umhverfi, er við settumst að til búsetu til átján ára í Laugargerðisskóla. Í lífsbók minninganna um Jódísi kemur glaðværðin, móðurástin, mat- gæðingurinn, atorkan frásagnar- snilldin, trú von og kærleikur, skýr- ast fram. Með þessum fátæklegu orðum viljum við þakka góða og trygga vin- áttu. Góðan Guð biðjum við að blessa minningu Jódísar Arnrúnar Sigurð- ardóttur. Kæri Eysteinn, börn og aðrir ást- vinir, megi trú von og kærleikur leiða ykkur í sorginni. Guðný og Höskuldur Goði. Margar yndislegar minningar koma upp í hugann á þessari stundu um þau skipti sem við komum austur fyrir fjall og fengum kaffi hjá Jódísi og Eysteini. Það var alltaf notalegt að koma, tekið vel á móti okkur og sest niður og spjallað um heima og geima. Jódísi skorti aldrei skoðanir á hinum ýmsu málefnum, var einlæg, hjartahlý og hreint frábær sögu- manneskja. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast henni og verður hennar sárt saknað. Elsku Eysteinn, Axel, Siggi, Arn- rún og fjölskyldur, ykkur vottum við okkar dýpstu samúð. Megi ykkur veitast allur styrkur og kærleikur heimsins til að takast á við þessa miklu sorg. Svanfríður og Einar. Með söknuði og trega kveðjum við góða vinkonu, Jódísi Arnrúnu Sig- urðardóttur. Þökk sé Almættinu fyr- ir liðnar gleðiríkar samverustundir. Glaðværð, trygglyndi og ættrækni einkenndu náttúrubarnið Jódísi öðru fremur. Það er margs að minnast og margt ber að þakka. Innilegar samúðarkveðjur send- um við Eysteini, börnum og fjöl- skyldum þeirra. Góður Guð styrki ykkur á erfiðum stundum. Minningin lifir. Halldór Páll og Valgerður. Í dag kveðjum við Jódísi sam- starfskonu okkar, en hún var okkur einkar kær enda einstaklega lífsglöð og hjartahlý kona. Bóngóð var hún einnig og erum við ófáir starfsmenn skólans sem höfum notið aðstoðar hennar og ráðgjafar þegar stórar veislur hafa verið haldnar. Eitt stærsta áhugamál Jódísar var mat- argerð og fengu starfsmenn FSU að njóta hæfileika hennar og eldmóðs á meðan hún starfaði sem matráðs- kona fyrir starfsmenn skólans. Fyrir Jódísi var maturinn ekki bara nær- ing, hann var ástríða, og fór hún ekki auðveldustu leiðina við matargerð handa starfsfólkinu. Þó Jódís væri borgarbarn var hún eins og útsjón- arsöm sveitakona við aðdrætti fyrir mötuneytið. Hún var út um allt að afla hráefnis sem hún síðan vann úr í eldhúsinu heima hjá sér. En hún lét sér ekki nægja að reiða fram góm- sætan mat í mötuneyti starfsmann- anna, heldur gekk hún einnig eftir því að menn borðuðu hann ef henni þótti þeir ekki næra sig sem skyldi. Jódís hafði óskaplega gaman af því að tala um mat, afla hráefnis og elda. Það fréttist til að mynda eitt sinn að hún geymdi sel í baðkerinu hjá sér, en hann fór síðan í pörtum ofan í frystikistuna hennar og gott ef einhverjir bitar lentu ekki á diskun- um hjá okkur. Það var dæmigert fyr- ir kynni okkar af Jódísi að síðasta heimsókn hennar í FSU var einmitt í þeim tilgangi að halda okkur veislu í tilefni af afmæli mágkonu hennar. Þótt kraftarnir væru farnir að þverra hafði Jódís lagt hönd á plóg við glæsilegar veitingar sem á borð- um voru handa okkur. Við höfum átt fjölmargar gleði- stundir með Jódísi við ýmis tækifæri þar sem starfsmenn skólans hafa komið saman. Hún hafði gaman af því að tala og elskaði lífið og allt sem það veitti henni. En eftir hetjulega baráttu við illvígan sjúkdóm var hún sátt við lífið og undir það búin að kveðja það. Við vottum Eysteini, Axel, Sigurði Jónasi, Arnrúnu og öðrum vanda- mönnum okkar dýpstu samúð við fráfall Jódísar. Hennar verður sárt saknað af starfsmönnum skólans. F.h. Starfsmannafélags FSU, Elísabet Valtýsdóttir.  Fleiri minningargreinar um Jó- dísi Arnrúnu Sigurðardóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Sigríður Bjarnadóttir; Hrefna Ósk, Vilborg og Jóhanna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.