Morgunblaðið - 30.04.2005, Síða 54

Morgunblaðið - 30.04.2005, Síða 54
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes VERIÐ VELKOMIN AFTUR Í BRANDARAR MEÐ HUGSANAFLUTNINGI ÉG HEF HEYRT HANN ÁÐUR ÉG ER AÐ FRJÓSA ÚR KULDA... FÆTURNIR Á MÉR HAFA BREYST Í KLAKA EKKI FURÐA... RAFHLÖÐURNAR Í HITASOKKUNUM MÍNUM ERU BÚNAR VÁ! ÞRJÚ NÝ TÍMARIT HANDA MÉR Í DAG! ÞAÐ ER SVO GAMAN AÐ FÁ NÝ BLÖÐ! ÉG FÉKK FIMM BLÖÐ Í GÆR AF HVERJU ERTU AÐ FÁ ÖLL ÞESSI TÍMARIT SEND HEIM? ÉG FÓR Á BÓKASAFNIÐ Í GÆR OG FYLLTI ÚT ÖLL BLÖÐIN SEM MAÐUR FINNUR Í MIÐJU TÍMARITINU OG MERKTI VIÐ “FÁ REIKNING HEIM” Svínið mitt © DARGAUD MAMMA ÞÍN ER KOMIN GULLI. KOMDU JÁ BLESS. ÞÚ ERT VELKOMINN HVENÆR SEM ER TAKK TENGDÓ BLESS ELSKAN SJÁUMST BRÁÐUM BLESS ELSKAN MÍN ÓGEÐSLEGT! ÓGEÐSLEGT! ÞETTA VAR BARA SMÁ KOSS BLESS, BLESS VINIR ÓFYRIR-GEFANLEGT RÓLEG MAMMA. ÞAU ENDURTAKA BARA ÞAÐ SEM ÞAU SJÁ Í SJÓNVARPINU JÁ, ÞETTA ER EKKI ALVARA ? ! ÉG VIL FÁ TYGGJÓIÐMITT AFTUR GULLI!! Dagbók Í dag er laugardagur 30. apríl, 120. dagur ársins 2005 Víkverji er nokkuðhugsi þessa dag- ana, rétt eins og flesta aðra daga, og nú yfir auglýsingum sem dynja á hlustum hans og augum sýknt og heilagt nú um stundir. Í þeim er reynt að sannfæra Víkverja um það hversu auðvelt það er nú að spara peninga. Víkverji hleypti brúnum yfir þessum skilaboðum í fyrstu, enda sjálfur búinn að berjast í bökkum í mörg ár og ekki getað lagt til hliðar túskilding með gati af laununum sínum. „Hvernig er hægt að eyða í sparn- að,“ hugsaði Víkverji og rann satt best að segja nokkuð í skap yfir vit- leysunni. En fór síðan að leggja við hlustir. Og varð síðan fyrir dálítilli opinber- un. Víkverji er sem sagt búinn að komast að því undanfarna daga að það er ekkert auðveldara en að spara peninga og er eiginlega alveg rasandi yfir því að það þurfi auglýs- ingar í öllum miðlum til að minna fólk á að spara. Og málið er í raun alveg grátlega einfalt. Galdurinn er bara að skipta sér ekki af málinu, heldur láta aðra um að spara fyrir sig. Vík- verji komst að því að það ríður ekki bagga- muninn hvort hann fær nokkrum þús- undköllum minna af laununum sínum um hver mánaðamót til að eyða í einhverja bölv- aða vitleysu. Hann lét bankann sinn þess í stað taka peninginn og geyma og eftir nokkra mánuði var hann bú- inn að steingleyma því að það var tekin ákveðin upphæð af honum í sparnað. Og allt í einu situr Víkverji uppi með dágóðan slatta af peningum sem hann satt best að segja veit ekk- ert hvað hann á að gera við. Það er vandamál sem Víkverji hefur ekki staðið frammi fyrir í annan tíma og er nú að velta fyrir sér hvort ekki sé nú kominn tími til að kaupa loksins garðhúsið eða fara í laxveiði eða end- urnýja hjól dótturinnar og nú er víst málið að kaupa hlutabréf og svo eru tilboðin frá ferðaskrifstofunum hag- stæð, það er víst líka gaman að eiga svona fellihýsi og bíllinn er orðinn gamall og þarf ekki líka að kaupa parket á stofuna … Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is        Gegn vímuefnum | Barna- og unglingakórar Breiðholtskirkju flytja söngleikinn Með hamingjuna í handarkrikanum eftir Janeen Brady í dag kl. 17. Söngleikurinn, sem verður fluttur á sviði Breiðholtsskóla, fjallar um hættuna við að ánetjast eiturlyfjum, vináttuna og mikilvægi góðs sjálfsmats. Börnin leika á als oddi í leik, söng og dansi ásamt því að koma góðum boðskap til skila til áhorfenda. Stjórnandi er Ásta Bryndís Schram, stjórnandi kóranna, en hún þýddi og staðfærði einnig söngleik- inn. Undirleikari er Keith Reed, en tækni- og ljósamaður er Jónas Sturla Gíslason. Með hamingjuna í handarkrikanum MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Halt þú þeirri trú, sem þú hefur með sjálfum þér fyrir Guði. Sæll er sá, sem þarf ekki að áfella sig fyrir það sem hann velur. (Róm. 14, 22.)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.