Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 23.04.1956, Blaðsíða 3

Mánudagsblaðið - 23.04.1956, Blaðsíða 3
Mánudagur 23. apríl 1956 MÁNUDAGSBLAÐIÐ 3 „Læknishúsið“ eins og það er kallað, stendur við betri götu í bænuxn Plymchester, ■umlukt stórum en heldur í- burðarlausum garði-------en samt hefui' það nafn, þótt fáir bráki það nú, því „Gray- stone“ er höggvið skýrum stöfum í gra.nítsúluna, sem Stendur við hliðið. En engum í Plymchester dettur í hug að nota þetta nafn, því „Læknis- Iíúsið“ hefurselt nýjum lækn- ÍUm í rúmlega tvö hundruð ár, eða eins og stundum hefur ©rðið gengið í arf til næsta læknis. Þegar Weatherby stúlkurn- ar voru að alast upp bjó Blair Borset þar en hann hafði fengið það í arf eftir föður sinn, og þegar tímar liðu fram var ráðgert að sonur hans myndi fá það á sama hátt — ásamt sjúklingahópnum, sem veittu honum talsverða vinnu —- þótt ef til'vill megi segja, að vinnan hafi verið nokkuð ineiri en kaupið, sem henni ifylgdi. Þegar hinum unga Blair yar ljóst hvað það þýddi, að feta í fótspor föður síns og afa, þá hafði hann ákveðið að gera svo. Gamli Blair hafði lag á að blanda einhverri J-ómantík saman við vinnu sína svo að hann missti aldrei áhugann, svo þess vegna á- kvað hann að sonur sinn ætti að fylgja í fótspor sín — og að því leyti sem honum var mögulegt, reyndi að láta son sinn líta sömu augum á vinn- una og hann gerði. Frá sjón- armiði Blair yngra, sem lærði íundir stjórn og handleiðslu föður síns, var það þegar Ikona ól barn ekki aðeins fæð- ing, heldur koma leyndar- Öómsfullrar sálar til mann- Jieima; venjuleg inflúensa Ihafði sínar hliðar — fótbrot yöktu bæði von og ótta. Hinar yiðburðarlausu daglegu vitj- pnir þorplæknisins gætu aldrei l’ænt Blair Dorset þeirri róm- jaiitík, sem hann skóp kring- kim vinnuna. Frá sjónarmiði hans var lífsstaða hans sama Istórkostlega æfintýrið til fclauðadags og það hafði verið iöaginn sem hann tók á móti jprófskírteini sínu; og hann gætti þess vel, að Blair sonur tiáns fetaði í fótspor sín, í>g sæi hlutina í sama ljósi. j Blair yngra hafði gengið vel 5 læknaskóla. Kennarar tóku feftir honum, rituðu um hann á minnisblöð til að geta grip- ið'til þeirra í framtíðinni. Þeir Sögðu að hann kæmist langt í grein sinni, ætti bjartár og jnjklar framtíðarvonir og buðust til að hjálpa honum. Ef ekki hefði verið gamli Blair og starfið í Plymchester þá er mjög sennilegt að þeim íhefði orðið að spádómum sín- Itun. Hann var gáfaður, dug- legur, kjarkmikill, fær um að bregða, snart við er neyðará- etánd skapaðist, og óhræddur íUm að takast ábyrgð á hend- ur. Ef einhver sjúkdómur yákti honuni efasemdir, þá. lét hann ekkert ógert unz hann hafði sjálfur fengið svar sem fullnægði. Hann eyddi öll- um frístundum sínum yfir smásjánni grafinn milli stórra bóka, bjástrandi í tilrauna- stofunni, ákveðinn í að skara fram úr í atvinnu sinni. Það var almennt samþykkt að hann yrði aðal yfirlækn- irinn í Plymchester. Með til- liti til slíks starfs var þetta prýðilegt. Sjúkrahúsið var nýtízku- hús og fullkomið að öllu leyti. Það mátti þakka gamla Blair sem hafði betlað kinnroða- laust, kvalið vini sína, fengið kunningjana á sitt mál til að afla nógs fjár til að kaupa öll beztu og nýjustu tæki. — Starfsliðið var lingt, duglegt og óhrætt við að gera tilraun- ir. Þar voru einkasjúkraher- bergi, sem ríkt fólk úr nær- liggjandi byggðum leigði, á- samt ríka fólkinu í þorpinu. Það þótti hefð fyrir ung hjón, að barnið þeirra fæddist þar; og þau töluðu af hrifningu um Blair yngri og hversu vel hann byggi að þeim. Hann var stór vexti, rauðhærður, en hann hafði augu sem hrukk- uðust þegar hann hló, og það eimdi aðeins af skozkum fram burði, þegar hann æsti sig upp, og hafði ákaflega góða framkomu. Konur, sem von- uðust til að gera hann að trúnaðarmanni sínum, sem vonuðust eftir smávægilegum og hljóðum ástaratlotum með an á batatímanum stóð, urðu fyrir vonbrigðum, e!n þeim þótti samt vænt um hann. — Hjúkrunarkonurnar þekktu hann sem mann, sem ekki þoldi neina vitleysu, en kom mannlega f ram við þær. Fræg ir skurðlæknar sáu að þar var maður, sem vel mátti treysta til að hlaupa í skarðið ef Svo bæri undir. Bæði í Plymchest- er og í London voru frægir læknar, sem stunduðu aðeins frægustu spítala, sem spáðu því að hann myndi ná langt, verða frægur í starfi því, sem hann hafði valið sér. Veitingin fyrir embættinu í Plymchester var fyrir þrjú ár, og það voru liðnir fimm mán- uðir þegar hann tók eftir Ju- dith Wetherby, — tilfinning- arlega. Hann hafði þekkt hana dálítið alla æfi sína. Á barnsaldri hafði þeim verið boðið í sömu boðin, þó hann væri sjö árum eldri en hún. Þegar hamr kom seinna í heim sókn, meðan hann var í fríi frá háskólanum, þá hafði hann séð hana á dansleikjum og f annst hún aðeins vera ung heilsuhraust stúlka, en ekki annað. Hún talaði um tennis, golf og allskyns íþróttir og þar sem hann var ekki þátt- takandi 1 neinni þeirra þá varð samtalið slitrótt og mis- heppnað. Hann hafði verið feginn að skila henni að lokn- um dansinn og jafnframt tekið eftir, að hún var lítil- lega fegin að losna líka vegna algjörlega óskyldra áhuga- mála. Hann dansaði jafn mik- ið við systur hennar Bunty og og Barböru, en fann í hvorugri þeirra nokkur á- hugamál, sem leitt gæti til nánari kynna — kinkaði kolli er hann hitti þær á götu og lét þar við sitja. Sem aðal- læknir Plymchester spítalans, þá hætti hann samkvæmislífi og bar þá oft fyrir sig atvinnu sína er hann af þakkaði veizlu- boð, sem honum hafði aldrei getizt að. Föður hans hafði aldrei getizt að samkvæmum, og var feginn að sjá soninn eyða tímanum á dýrmætari hátt en vera dansfífl fjölda bjánalegra stúlkna, sem enga ábirgðartilfinningu höfðu. — Hann vissi hvað hann vildi til handa syni sínum, og var ánægður yfir að pilturinn vissi af því. Hann vonaði auð- vitað að hann myndi kvong- ast seinna. Eiginkona — rétt eiginkona — garfi orðið hin mesta hjálp. Hann minntist klökkur móður Blairs og alls sem hún haf ði gert fyrir hann fyrir löngu síðan. Það var ekkei’t unnið við það að Blair kvongaðist í bráð, og enn var hann undir þrítugsaldri. Og þá, þegar hai?.n hafði verið fimm mánuði við spítal ann, þá höguðu örlögin því þannig að hann var staddur á skrifstofu Lady Almoners og Judith Wetherby var þar líka. Hann var dauðþreyttur og vonsvikinn. í nær fimm vikur hafði hann barizt ör- væntingarfullri baráttu við blóðeitrun, sem komið hafði eftir hitasótt og verið viss um sigur og allt í einu, daginn áður, hafði komið í ljós bilun fyrir hjarta og barnið dáið, aðeins klukkustund áður. •— Hann hafði sagt við foreldr- ana, er hann stóð við rúmið hjá þeim: „Að segja að ég samhrygg j- ist ykkur er ófullkomið og gagnslaust, en ég sver, að við höfum gert allt, sem mögu- legt var“, og faðir barnsins hafði rétt honum titrandi höndina og sagt: „Við vitum það vel læknir, það var á engan hátt þér að kenna að barnið dó“. En von- brigðin, þessi hjálparvana til- finning, elti Blair eins og vofa — líkt og skuggi við hlið hans. Klukkan var hálf fimm er hann kom inn í herbergi Lady Almoners. IJti var bylur og bitur kuldi, en innii litla her- berginu var heitt og þægilegt — og lítilsháttar ilmur af steiktu bi’auði. Judith var ein og drakk te. Það stóð á borð- inu við hliðina á ritvélinni, á bakka, sem prýddur var hvítum dúk, og nú varð hon- um hugsað um hve girnilegt það væri. Hve mikill munur væri á þessu litla hlýja her- bergi og brauðlyktinni og her- berginu ■ sem hann var að koma úr. Hánn sagði, eins og hálf utan við sig, því hugur hans var enn hjá foreldrum látna barnsins: „Mig langaði að tala við ungfrú Brennan — nú ert það þú, Judith?“ „Já“, sagði hún. „Vissirðu ekki að ég vann hér? Ungfrú Brennan verður ekki við í dag. Get ég tekið skilaboð, eða eitthvað annað?“ En er hún sá hve tekinn hann var og fölur, bætti hún við: „Þú virð- ist alveg uppgefinn —• fáðu þér tesopa, það er alveg ný- lagað“. ,,Te?“ hváði Blair. Hann sneri hugsun sinni f rá herberg inu þar sem menntun hans haf ði reynst að engu gagni — og einbeitti sér að herberginu sem stúlkan sat í. „Það væri ekki sem verst — ef ég ekki ónáða------“ „Alls ekki“ sagði Judith. Hún stóð upp og gekk að bolla skápnum, tók bolla og undir- skál, fyllti tekönnuna af heitu vatni úr katli sem hékk yfir eldinum, hellti í bollann hans og færði honum hann: „Fáðu þér sæti, gjörðu svo vel •— hefur eitthvað reynst erfitt núna?“ Hann sagði henni um barn- ið, sem hafði látizt. Það varð einhvernveginn léttara að deila byrðinni með öðrum. — Síðan sagði hann og bi’osti dauflega: „Ég tek svona atvik mjög nærri mér. Eg var tH dæmis svo viss um að ég hefði bjarg- að henni — svo að þetta var áfall fyrir stolt mitt. Ef til vill kennir þetta mér að skilja hve hjálparvana ég er, þegar öllu er á botninn hvolft. Hve ófullkominn maður ér þegar stærri öfl koma á vettvang“. „Þeir segja á spítalanum“, sagði Judith „að ef þú getir ekki bjai’gað sjúklingi, þa geti það enginn. Það ætti að hjálpa þér“. Hún teygði sig yfir til hans og tók tóma boll- ann og fyllti hann. Hann tók eftir að héndur hennar vom mjög aðlaðandi, sterklegar eu vel gerðar og vel hirtar, fing- urnir langir, skínandi, ljós- rauðar neglur. „Þú brúkar sykur, er ekki svo? Dragðu jxennan stól að eldinum og láttu þér líða vel. Eg er búin að öllu sem ég átti að gera í dag — svo hafðu ekki áhygg j- ur áf-þvi að þú sért að tefja mig eða neitt svoleiðis. Og' auðvitað hef ég mikinn áhuga. á að tala við þig. Spítalinri. heillar mig — mig langar ao vita hvað um er að vera, og ég býst við, þar sem ég hefi, ef svo má að orði komast, alizt upp með þér, þá langar okkui* ölíum að vita betur um þig. Allir segja, að þín bíði mikil framtíð — það hlýtur að vera dásamlegt fyrir þig Blair að hafa komizt svona vel áfram.. Það eru tugir af miðlungs- mönnum — ánægðir með að hafa sitt og ekkert annað. . . “. Hun þagnaði og hann sá. leiftra í augum hennar. „Haga ég mér afskaplega bjánalega ? Og þér auðvitað hundleiðis?“ „Hvers vegna það“ spurði Blair. Honum skildist að sér liði betur, væri ekki eins nið- urdreginn, dálítið — pínulítið: spenntur, og hugsaði minna: um baráttuna, sem hann hafðf nýlega tapað, en um stúlkuna„ sem nú sat á móti honum — honum líkaði rödd hennar — málhreimurinn gaf til kynna að geta byggi inni fyrir og hlýlegu tindrandi augun:i „Mér skilst þá, að þú viljir; koma þér áfram”. „Auðvitað", sagði Judith, Hún tók sígasettuna, sem hann bauð henni, og kveiktj í henni tilburðalaust. „Maður verður að vera það. Án metn- aðar------kemst maður ekk- ert áfram, ekki satt? —• Það er það, sem ég ætlaði að fara að segja áðan, en það er víst dónaskapur, þegar ég þekki þig svona lítið. En ef ég hefði tækifærin þín — þá gæti ekkei’t í heiminum stað- ið í vegi fyrir mér. Eg myndí aldrei vera ánægð fyrr en ég væri komin upp á toppinn. Eg myndi ekki vera ánægð með neitt' fyrr en ég væri komin þangað sem ég vildí komast. Hefur þú þessa sömu tilfinningu?“ „Ekki sérstaklega", svar- aði Blair, Hann hallaði sér aftur á.bak í stólnum og teigði langa fæturna í hlýju eldsins,. „Eg geri ráð fyrir að ég sé raunverulega smáborgari ogj hugsi sem slíkur". j

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.