Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 23.04.1956, Blaðsíða 5

Mánudagsblaðið - 23.04.1956, Blaðsíða 5
[BJánudagur 23. apríl 1956 MÁNUDAGSBLAÐIÐ 5 Hættulegnstu konur heims Hún seidi föður sinn í hendur rauðliða Sumar konur eru svo illa innrættar, að mann hryllir við að hugs una þær. Ein af slík- iim konum er Birgitte Murau. Hún var einn af kvennjósn- urum kaldastríðsins; Birgitte sem. er 21 árs gömul, er nú af tur komin til Austur-Þýzka- lands, lifandi og frjáls. En í- búarnír í lítla þorpsbænum Heubach í Vestur-Þýzkalandi, Vona að hún eigi eftir að koma aftur til þeirra. Ef hún gerði það, þá bíða hennar þau ör- lög, sem hún verðskuldar. . Heubach er þorp í nágrenni fcorgarinnar Darmstadt, og faðir Birgitte, Sylvester Mur- m, hafði átt þar heima um éins árs skeið áður en dóttir hans kom frá Austur-Þýzka- Jandi. Sylvester Murau var fólki ráðgáta; andlitið gráleitt, ó- mannbiendinn og raunalegur. En bæjarstjóri Heubach, hr. ÍVallard, og þorpsbúarnir, Voru góðir við hann. »,Með stórborgarsvip" . Þeir vissu, að hann hafði flúið frá Austur-Þýzkalandi. Dóttirin, Birgitte, kom til Heubach 15. júlí 1955. Þorps- búum geðjaðist ekki að henni. Hún gekk um * bæinn með „stórhorgar" svip. Hún sveifl- aði mjöðmunum og gaf kai-1- mönnunum hýrt auga. Á bjór- stofunni skemmti hún við- gkipta’vinunum með óþverra fsögum, En Sylvester Murau yar blindur fyrir þessu öllu. Honurn þótt vænt um að hafa „Gittu“ sína hjá sér, og x Jiennar félagsskap drakk hann jneira vín en hann hafði nokk- lirn tíma sézt drekka áður. [Valland bæjarstjóra og þorps- búum fannst að bæði feðgin- in drykkju rneira en góðu hófi gegndli. Þeir létu óánægju sína í Ijós. Þá tók Gitta til starfa. Hún notaði mótmæli þoi'psbúa sem yfiiskm til að telja föður sinn á að koma ineð sér til Darm- stadt á kvöldin. Læddist át Eitt kvöldið í Darmstadt þurfti hún að síma. Sama kvöldið, eftir *að hún hafði fylgt föður sínum til hvílu í Heiabach, læddist hún út. Fyrir utan beið bíll með slökktum Ijósum. Tveir menn stóðu hjá honum. Þegar þeir sáu Birgitte koma gekk ann- ar maðurinn á móti henni. Birgitte hljóp á móti honum. „Jóakim, elskan!“ hvíslaði hún. Svo kyssti hún hann heitt og ákaft. Hinn, sem beið, varð óþolinóður og greip framí og heimtaði fréttir. „Gamlimaðurinn gerir eng- ium mein, Heinz“, sagði stúlk- an. „Eg held okkur sé óhætt að skilja hann, þar sem liann er“. Jó'akim Tietze sleppti Birg- itte úr faðmi sér. „Ef þú lít- ur svona á málið, Gitta“, byrj- aði hann reiðilega. Hún reyndi að faðma 'hann að sér, en hann ýtti henni burt. Meira þurfti ekki til að slökkva þann litla ástarneista, sem Birgitte bar til föður síns. Heldur en að missa ástir þessa unga kommúnistarudda, var hún reiðubúin að svíkja hvern sem var, jafnvel föður sinn. „Jæja þá“, sagði hún, „hvað á ég að gera ?“ „Við erum bara að gera skyldu okkar“, sagði Jóakim og tók hana í faðm sér á ný. „Og fáum það vel borgað“, bætti Heinz við. Fyrir ruddamennið, sem hún elskaði, var Birgitte til- búin að gera „skyldu“ sína. Svikin Þegar öllu var á botninn hvolft, sagði hún við sjálfa sig, þá var faðir hennar svik- ari við landið. Hann hafði ver- ið foringi í alþýðulögreglu kommúnista. Hann þekkti dulmálskerfið sem austur- þýzka öryggislögreglan not- aði í skeytum til flugumanna sinna. Það var ekki óhætt að skilja hann eftir hérna megin járntjalds. „Eg kem með hann til Darmstadt á morgun“, sagði Birgitte. Heinz Wagner varp- aði öndinni léttar og skildi þau tvö eftir í bílnum einn, tvo tíma. Laugardaginn 23. júlí 1955 fór Sylvester Murau í spari- fötin sín og lagði af stað til Darmstadt í fylgd með hinni heittelskuðu dóttur sinni. Þegar þau voru komin til borgarinnar, stakk hún upp á því, að þau færu á dansleik. „Ónei, Gitta!“ mótmælti hann. „Eg er of gamall fyrir þess háttar“. En hann lofaði henni hlæj- andi að leiða sig inn í einn af þessum björtu, f jölsóttu stöð- um. Hann var hræddur um, að hún bæði sig jafnvel um að dansa við sig, og þess vegna var hann feginn, þegar há- vaxinn, ungur maður kom og bað Birgitte um dans. Hún hvarf inn í þröngina . . Hún var aftur í örmum Jóakims. Jóakim Tietze kom aftur með henm að borði föður hennar. Hann settist og fékk sér glas með þeim. Þá sá hann einn kunningja sinn og benti honum að koma til þeirra. Hann kynnti Heinz Wagner. fyrir Sylvester Mur- au. Jóakim Tietze bauðst til að aka þeim feðginum aftur til Iieubach í bílnum sínum. Það var stór og rúmgóður farþegabíll. „Fer vel um yður?“ spurði Jóakim gamla manninn, um leið og þau lögðu af stað. „Eg er nú hræddur um það. Fyrirtaksbíll. Eg hef ekki skenunt mér jafnvel síðan. . ja, það er langt síðan“. „Hvernig væri að fá sér bíltúr á morgun?“ stakk Heinz upp á. „Öll saman. Við skulum taka okkur eins dags orlof. .. . “. „Já, pabbi“, sagði Birgitte, og af því hana langaði svo bersýnilega til þess, þá féllst Sylvester gamli Murau á að vera með. Fjögur saman lögðu þau af stað í bíl snemma dags 24. júlí 1955. Fyrst fóru þau til Darmstadt og fengu sér að drekka. En ungu mennirnir drukku ekki eins mikið og Sylvester gerði. Svo byrjaði aksturinn aust- ur. Þau námu staðar öðru hverju og fengu sér meira að drekka. Það var seint um kvöldið, þegar þau komu til Kulmbach. „Hvað þá, — meira að drekka!“ hrópaði gamli mað- urinn og lét sem sér ofbyði. Já, meira að drekka. En þetta voru síðustu glösin sem Sylvester Murau átti eftir að drekka hérna megin járn- tjaldsins. Og í eitt þeirra laumaði Heinz Wagner fim- lega púðri úr litlu umslagi. Sylvester Murau muldraði eitthvað um það, að það væri mál að fara heim — og síð- an hneig hann meðvitundar- laus fram á borðið. Dóttir hans hjálpaði við að bera hann út í bílinn. Fyrir miðnætti, sunnudag- inn 24. júlí, var Sylvester Murau, fyrrverandi lögreglu- foringi, aftur kominn til Austur-Þýzkalands. Hvað af honum varð þar, er aðeins ágizkunaratriði. „Bölvuð merin“ En við vitum dálítið, hvað af Birgitte Murau varð. Þeg- ar hlutverki hennar var lokið, sagði Jóakim Tietze henni upp. Hún náði sér samt niðri á honum. Jóakim hefði átt að vita, hve viðsjál Birgitte Mur- au gat verið. Þann 8. ágúst 1955, kom bréf á aðalskrif- stofu lögreglunnar í Vestur- Berlín. Bréfið, sem bar enga undirskrift var skrifað með kvenlegri rithönd. Þar var upp á því stungið, að lögregl- an gæfi gaum að Jóakim nokkrum Tietze, vörubíl- stjóra, sem finna mætti í einu eða öðru af alræmdustu veitingahúsum í Kreuzberg- hverfinu í Vestur-Berlín. Tveir af leynilögregluþjón- um Vestur-Berlínar fóru að leita hann uppi. Þeir komu honum á óvart, afvopnuðu hann og fóru með hann til yfirheyrslu. Hann þóttist vita„ hver gefið hefði upp- lýsingarnar. „Gitta, bolvuð merin“, hreytti hann út úr sér. Þarna var skýringin á máli, sem um hálfs mánaðar skeið hafði verið vestur- þýzku lögreglunni ráðgáta. Þeir vissu, að Sylvester Murau var horfinn. Þeir gátu sér til, að honum hefði ver- ið rænt. En þeir gátu ekki ímyndað sér, hvernig svo reyndur maður hefði verið lokkaður yfir landamærin. — Þeir höfðu ekki reiknað með dóttur hans. Tietze lét þeim í té fulla játningu. Heinz Wagn- er hafði borgað honum 450 pund til að ná ástum Birgitte og fá hana í ráð með sér. Wagner •— undir sínu rétta nafni Heinz Horeiss — var tekinn fastur nokkru síðar í Kreuzberg. Hann hafði feng- ið 450 pund frá Austur- Þýzkalandi. Ekki er vitað, hve mikið Birgitte Murau fékk borgað fyrir að koma föður sínum aftur til Austur-Þýzkalands. SKRÝTLA í Bíó Pétur: Mér er ómögulegt að sjá hvort það er strákur eða stelpa, sem áitur fyrir fram- an mig berhöf ðuð ? Páll: Það er enginn vandi, hnakkinn á stelpu er eins og illa klipptur strákur. S K R Ý T L Ú R - ú Amlóði. I Hann: Hvað myndirðu gera ef ég kyssti þig? Hún: kalla á hjálp. Hann: Heldurðu að ég sé sá amlóði að ég geti ekki kysst þig hjálparlaust? Hún: Af hverju spurðirðu þá? Bænin. Hún kreisti augun fast saman og neri hendurnar. —• Góði guð, það er ekki mín vegna sem ég bið, en hana mömmu langar svo ósköp mikið til að eignast tengda- son. i | Listræn Er konan yðar listræn? Hún er svo listræn að henni er alveg sama hvernig súpan er á bragðið, bara ef hún er falleg á litinn. Elskán, situr hatturinn ekki beinn ? Hann, óþolinmóður: Jú, og flýttu þér nú. Hún: Ég verð að fara upp aftur, þessi hattur á að sitja skakkur. Liftryggingamaðurinn tal- ar við vin sinn nýgiftan: — Heyrðu, fyrst þú ert giftuí* verður þú að líftryggja þig. Sá nýgifti: Svo slæm er hún ekki. MánudagsbBaSsíns Krossgáta SKÝRINGAR: Lárétt: 1. ís 5. Drykjustaður 8. Rák 9. Eldur 10. Ríki 11. Var kátur 12. Op 14. Hagnað 15. Þroskast 18. Hest 20. Skógarguð 21. Upphafsstafir 21. Amboð 24. 1 skólastofum 26. Bar^tmeð vindinum 28. Skemmtun 29. Kól 30. Konungur. Lóðrétt: 1. Er nú á ferð í Englandi 2. Galla 3. Þrædómur 4. Ósamstæðir 5. Rífa 6. Friður 7. Hvíldi 9. Eru ógœtnir 13. Skaði 16. ílát 17. Féll 19. Vitleysa 21. Óskipta 23. Skemmd 25. Kjötmeti 27. Húsdýr. Ráðning á krossgátu f síðasta blaði: Láré'tt: 1. Stæla 5. Hóa 8. Torf 9. Snuð 10. Enn 11. Óku 12. Vían 14. Ráp 15. Rótar 19. NN 20. Töf 21. FK 22. Sat 24. Málar 26. Otur 28. Róla 29. Nonni 30. Mar. Lóðrétt: 1. Stevenson 2. Tóni 3. Ærnar 4. LF 5. Hnúar 6. ON 7. Aða 9. Skrafar 13. Nót 16. Töm 17. Akrar 19. Nat<j» 21. Fala 23. Tún 25. Lóm 27 RN. j

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.