Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 23.04.1956, Blaðsíða 8

Mánudagsblaðið - 23.04.1956, Blaðsíða 8
i 'GREINUf ANNAB „Hörmuleg" öríög -- „Sjoppur", félagssamfök — Fiugþernur — áfhafnasamur úfvarpssfjórs — Mjólk send heim — Ný frahaidssaga. Margt er spaugilegt hjalað um einstaklinga í sam- bandi við hin miklu veizluhöld varðandi kon- ungskomuna. Ein af þeim fínu frúm, sem boðnar voru í veizluna fékk kjól frá Parísarborg, nýjasta tízka, en sá var ljósbleikur að lit og fór ekki sem bezt við andlit frúarinnar, sem var fölleit mjög. | Réðu vinkonur hennar af, að ekki væri betra úr- kosta fyrir hana en „fara í ljós“ og freista þess hvort ekki kæmi þá roði í kínnar. Gerði frúin svo og leið j að veizludegi. Daginn, sem veizlan átti að fara fram fór frúna að heldur að klæja í andlit og skipti engum togum, að blástur hljóp í kinnarnar og jókst þegar á daginn leið, en um kvöldið var andlit kerlingar sem einn f ýsibelgmr og ómögulegt að bæta úr, svo hún varð af öllum fagnaðinum. Blöðin hafa við og við ritað um slælegt eftirlit á þeim stöðum, sem selja gosdrykki og annað góðgæti ungjingum og daglega nefnast „sjoppur“. Er deilt ■ 'p harðlega á eigendur og þeir sakaðir um kæruleysi varðandi lög og reglur. Ef eitthvað er til í þessu, þá er i'éttmætt að gagnrýna. En þá liggur í augum uppi, að ekki á síður að gagnrýna þá staði, sem njóta op- inbers styrks til starfsemi sinnar, t.d. sum íþrótta- félög s’em hafa í laumi vín og þar af leiðandi þann brag, em ósæmilegastur er íþróttamönnum og leið- togum þeirra. Er ekki þörf að hert sé á eftirliti meðal slíkra félaga? ★ Uni þessar mundir stendur yfir flugþernunámskeið hjá Loftleiðum h.f„ en þar er nú þörf fleiri flug- þerna sökum aukinna anna félagsins. Flugþernustörf virðast. vera óskadraumur flestra ungra stúlkna, enda bárust Loftleiðum fjöldi umsókna, en úr voru valdar tólf en átta verða ráðnar. Stúlkurnar læfa öll þau störf er slíkri vinnu fylgir, t.d. hjálp í viðlögum, fram- reiðslustörf — allt það, sem gerir þessar ungu stúlk- ur hæfar og aðlaðandi enda eru þær undantekningar- lítið hugljúfi farþeg^nna, brosa blítt þegar flugförin líða um loftið, hughreysta þá hræddu og ylja ung- um sem gömlum um hjartarætur. Þulir útvarpsins eru farnir að líta útvarpsstjóra öf- undarauga, enda hefur hann nú ráðist inn á nær öll starfssvið þeirra nema veðurfregnir og dánartilkynn- ingar. Síðast mætti hann í morgunútvarpi, heilsaði sumri og kvaddi vetur; sagði hann m.a. að stundum væru sumur köld, stundum heit en þó væri svo, að oft kæmu miðlungssumur — bæði heit og köld. Það væri gaman að vita hvort útvarpsstjóri gerir þetta af einskærri góðvild í garð útvarpsins eða hann taki gjald fyrir og væri það ekki lítil tekjuábót ef hið síðarnefnda reyndist rétt. ★ --------------------- Oft hefur verið á það minnst, að hlutast verði til um að mjólk verði send heim til neytenda, en ekki hef- ur mikið bólað á framkvæmdum. Það yrði sannarlega vel þegið ef hlutaðeigandi yfirvöld sæju sér fært að gera tilraunir í þessa átt, því raunverulega er hér um aðeins sjálfsagða greiðasemi að ræða, jafnvel þótt það hefði í för með sér að kaupendur greiddu ein- hverja smávægilega þóknun fyrir heimsendinguna. ★--------------------- I dag hefst í blaðinu ný framhaldssaga „Juditþ“ — spennandi frásögn um unga stúlku, lækni og „þriðja manninn“, sem bauð henni öll gæði og gleði heims- borgarinnar — nema ástina — Hvað skeði? — fylg- ist með. ■ iHiuiiixiiHiiiiuiiiikviTniiiiiininuiiiiiiiiiitiuiiuuiuMtMiinnmaai1 Mánudagsblaðið Aðaifundur Sambands smásöluverzlana var haldinn 16. apríl s.l. Eft- irfarandi samþykktii' voru gerðar á fundinum: 1. Aðalfundur Sambands smásöluverzlana, 'haldinn 16. apríl 1956 átelur þann drátt, sem orðið hefur á endurskoð- un skatta- og útsvarslaganna fyrir félög. Fundurinn skorar á næsta Alþingi að sam- þykkja skatta oð útsvarslög- gjöf fyrir félög í anda þeirra tillagna,' sem samtök atvinnu- rekenda sendu milliþinga- nefnd í skattamálum. 2. Aðalfundur Sambands smásöluverzlana, haldinn 16. apríl 1956, þakkar Iðnaðar- málastofnun íslands fyrir for göngu um komu erlendra sér- fræðinga í smásöludreifingu til Islands og fyrirgreiðsln um utanfarir íslenzkra kaup- manna. Þar sem starfsemi I.M.S.I. er að verulegu leyti á sviði smásöludreifingar, telur fund urinn mjög eðlilegt að smásal- an eigi fulltrúa i stjórn stofn- unarinnar og-skorar á næsta Alþingi að hlutast til um að samband smásöluverzlana fái fulltrúa i stjórn I.M.S.I. Oddamaður í stjórn S.S. var kjörinn Axel Sigurgeirs- son og Sveinbjörn Árnason til vara. Endurskoðendur voru kosn I ir Björgvin Jónsson og Þor-; steinn J. Sigurðsson. Á stjórnarfundi 18. apríl skipti stjórnin þannig með með sér verkum: Kristján Jónsson, formað-l ur, Páll Sæmundsson, varafor maður, Þorvaldur Guðmunds- son, gjaldkeri og meðstjórn- endur: Ágúst Jónsson, Axel Sigurgeirsson, Björn Jóns- son, Björn Öfeigsson, Björn Pétursson, Eggert Gíslason, Gísli Gunnarsson, Jón Guð- mundsson, Ólafur Þorgiíms- son og Óskar Norðmann. (Frétt frá Sambandi smásöluverzlana). Heimsókn dönsku kon- ungshjónanna Nýja bíó sýnir um þessar mundir íslenzka kvikmynd, sem tekin var í sambandi við konungskomuna. Að kvik- mynd þessari hafa unnið Ósk- ar Gíslason, Vigfús Sigur- geii’sson, Guðmundur Hann- esson og Hannes Pálsson. — Myndina, sem nefnist „Heim- sókn dönsku kommgshjón- anna“ hefur Óskar Gíslason sett saman og er sýningar- tíminn um 40 mínútur. Þeir félagar hafa kvik- Sfarfsfólk Loftleiða 125 Hér er nú staddur Helmuth Ness, sem veitir forstöðu skrifstofu Loftleiða í Ham- borg, en starfsmenn félagsins þar eru 14. Um næstu mánaðamót mun Loftleiðir opna nýja skrif- Istofu í Frankfurt, en auk skrifstofanna á lendingar- stöðunum hafa Loftleiðir nú útibú í Chicago og San Franc- isco. Alls munu starfsmenn félagsins hér og erlendis vera 125 talsins. -Frá Loítleiðum Æflngastöð fatlaðra Framhald af 1. síðu. Ýms fyrirtæki hafa látið félaginu í té ýmsar nauðsynj- ar endurgjaldslaust og þakk- aði Svavar þeim alla fyrir- greiðslu svo og frú Bodil Beg- trup ambassador Dana sem hefur haft milligöngu um ýmsa hjálp úr heimalandi sínu. Viðstaddir opnunina varu m. a. Haraldur Guðmundsson forstj. Tryggingastofnun rik- isins og G. Möller forstjóri Sjúkrasamlagsins ásamt stj. Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. myndað flest þau atvik, sem máli skipta við heimsóknina, verið viðstaddir alla helztu atburði frá því vél kóngs lenti hér í Reykjavík unz hún lagði af stað héðan að morgni hins 14. þ. m. Margt er dável gert í mynd- inni, en ónógur ljósaútbúnað- ur hefur sett sitt mark á ýms atriði, þannig að þau verða of dökk á sýningartjaldinu — og persónur ógreinilegar. Engu að síður ber að lofa verk þessara manna, því hér er um góða heimild að ræða frá þessari merkis heimsókn og viðtökum Reykvíkinga. Merkustu frétttr vorsins úr tízkuheimi kvenna Nýjustu fréttir eru þær að nú liti konur á sér hárið viku- lega, og það ekki með venju- legum hárlit ljósum eða dökk- um, heldur öllum mögulegum litum, helzt skærum og áber- andi, þú getur þessa vikuna verið með grænt hár, næstu vikuna fjólublátt, bleikt svo og aprikósulitað þar á eftir; o.s.frv. Spurningin er aðal- lega sú um hverja helgi hvaða lit á ég að hafa á hárinu á mér næstu viku. Köflóttur jakki með víðum erm um er nú mjög í móð. Hrufi á að gera í hvöld? Kvikmyndahús: Gamla bíó^Syngjum og dönsum. Fred Astaire. Kl. 5, 7 og 9. Nýja bíó: Árásin. Van Heflin. Kl. 7 og 9. Konungsheimsókn kl. 5. Tjarnarbíó: Búktalarinn. Danny Kaye. KI. 5, 7 og 9. Austurbæjarbíó: Hondo. John Wayne. Kl. 5, 7 og 9. Stjöriiubíó: Stigamaðurinn. Alberto Ruschel. Kl. 5, 7 og 9. Hafnarbíó: Systir María. Kl. 7 og 9. Eyja leyndardómanna kl. 5. Trípolíbíó: Wichita. Joel Mc Crea. Kl. 5, 7 og 9. Laugarásbíó: Fiskimaðurinn og aðalsmærin. Kl. 7 og 9. Víkinga- kappinn kl. 5. Leikhús: Þjóðleikhúsið: íslandsklukkan. Brynjólfur Jóhannesson. Kl. 20. Iðnó: Systir María. Guðbjörg Þorbjarnardóttir. Kl. 20.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.