Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 13.01.1958, Qupperneq 2

Mánudagsblaðið - 13.01.1958, Qupperneq 2
2 M Á N UDAGS B L A Ð I Ð Hefur þú ekki einhvern tíma verið í útlendri stórborg, þar sem glymul' ökutækja, vélaskrölt og margvíslegur hávaði í mannfólk- inu hefur fyllt loftið, svo að þú heyrir varla til sjálfs þin? Og hefur þú svo verið um haust- nótt á íslenzkum öræfum, þar sem dauðakyrrðin var slík, að þú nærri hrökkst við, ef slcrjáf- aði í strái? Og hvort féll þér svo betur? Það hefur auðvitað farið eftir því, hvernig manneskja þú ert, hvort þú er þannig skapi farinn, að þú elskar ysinn og hávaðann eða þér þykir þögnin betri. Fólk er mjög svo inisjafn- lega gert að þessu leyti, urn- hverfis sumt fólk er sífellt háv- aði og órói, en kringum aðra þögn, kyrrð og ró. Við þekkjum öll manninn eða konuna, sem ekki getur þagað eitt augnablik, sem alltaf er uppspretta óstöðv- andi orðaflaums og finnst sú kvöl mest á jarðríki að verða að þegja í minútu. En við þekkjum lika hið þögla fólk, sem sparar orðin sem mest og sjaldan opnar munnin, nema á það sé yrt. Sum- j um þykir slíkt fólk leiðinlegt, en hamingjan góða, hvað það er miklu betra að vera í návist þess en kjaftaskjóðunnar, sem aldrei þagnar. Það eru annars til svo margar ! tegundir af þögn. Það er til dæmis hin rólega og friðsæla þögn góðra vina, seni eru vanir að þegja saman. Það er til þögn orðlausrar sorgar, þar sem menn finna, að öll orð eru máttlaus. Það er til þögn orðlausvar heift- ar og bræði, sem sýður undir niðri. Það er til þögn feimni og orðlausrar ástar, þegar menn koma engu orði upp, þó að hjart- að sé fleytifullt af orðum, sem aldrei líta dagsins ljós. Hin Irúarlega þögn Hjá flestum þjóðum er til trú á töframátt orðsins, hið talaða orð getur verið harla máttugt og heirn er til trú á áhrímsorð og ýmisleg töfraorð, til dæmis orð, sem geta opnað luktar dyr, eins og sesam, sesanr. í töfraþulunni og hinni fastmótuðu bæn er þéssi kyngimáttur orðslns fluttur yfir á víðara og æðra svið. En til er lika trú á andstæðu hins talaða orðs. þögmna. Hún getur tekið á sig trúarlegan blæ, bæði með frumstæðum þjóðum og memv ingarþjóðum. Víða. er þögnin í tengslum við tabúhugmyndir. ! Stundum er þetta á mjög tak- I mörkuðu sviði, það eru aðeins einstök orð, sem ekki má segja. En stundum er þagnartabú algert. Konungar" og aðrir höfðingjar verða stundum að búa við þagn- j ártabú álcveðna daga ársins, t. d. í bá daga, þegar tungl er fullt. Þá j rnega þeir ekki segja eitt orð, en j verða að lá.ta vilja sinn í ljós með bendingum og' handapati. Ef þeim verður á að segja eitt orð þessa daga, getur af því hlotizt uppskerubrestur eða önnur óáran íyrir landslýðínn. Brezkur trú- boði, sem starfaði á Fidsji-eyjum sögu um slíkan atburð. Þar réð ríkjum aldraður konungur, og var eij:ta son hans farið að lengja eftir kóngstigninni. Eitt lcvöld, þegar tungl var í fyllingu, sat gamli maðurinn í hásæti sínu og mátti ekki mæla orð. Þá kom sonurinn að og fór að skæla sig framan í hann og herma eftir honum. Varð kóngur þá viti sínu fjær af bræði og gleymdi þagn- arlabúinu og jós skömmum yfir hinn skelmska son. Þótti höfð- ingjum ættflokksins þetta tabú- brot slíkur óheillaboði, a‘ð ekki væri annað ráð vænna en reka konung frá ríkjum og fá syni hans kóngstign. En til þess hafði leikurinn einmitt verið gerður. Með sumum þjóðum verða konur að þegja í nokkra daga eftir að þær hafa alið barn, ella má bú- ast við að barnið veikist eða deyi. Og víða eru unglingar bundnir þagnartabúi vikum sam- an, áður en þeir eru teknir í tölu fullorðinna. Þar fer oft saman þögn og hálf eða alger fasta. Alþekkt gönnil flökkusaga, sem kemur víða fyrir í ævintýrum og riddarasögum, er um þagnarheit- ið, sem ekki má rjúfa, þó að lífið lig'gi við. Það er oft í sam- bandi við álög og áhrínsorð. Oft ast er það límabundið, menn mega ekki mæla orð frá vörutn í eitt ár, þrjú ár eða sjö ái’. Og að jafnaði er það svo í sögunum, að þagnartímabilið .rennur' ein- mitt út. þegar verið yr að lpiða söguhetjuna, sem oft er kona, á höggsl.okkinn eða bálköstinn. Á síðustu stundu má hún mæla og bjargar með því lífi sínu. Stund- um er þessi fiökkusaga blönduð stjúpusögunni, það er vonda stjúpan, sem stendur á bak við þagnarálögin. Hugsazt getur, að 'sögnin um þögn Melkorku hafi að einhvcrju leyti mótazt af þcssari gömlu í'lökkusögu, sem var svo útbrejrid á miðöldum. Þegar 1 f umkristni komu fram þær hugm.yndir, að þögn væri oft Guði þóknanleg, rnenn ættu að taka sér þagnarstundir og íhuga andleg mál. Rcyndar voru svip- aðar hugmyndir þekktar löngu áður í indverskri lieimspeki. Þess ar hugmyr.dir hafa haldizt í kr-istninni æ síðan, en misjafnlega skapað mönnum örlög. Um allan 1 seint á 19. öld. segir dramatíska Ullarjerseykjólar m. a. <E1ís»Sr Iniriilni) MARKAÐURÍNN Laugaveg 89, Ólafur Hansson, menntaskólakennari: Mánudagur 13. janóar 1958. mikið hefur borið á þeim. Fáir kristnir menn hafa satt þessar hugmyndir eins á oddinn og munkaregla trappista. Þessi regla var stofnuð á 17. öld og er kennd við klaustrið La Trappe i Frakk landi. Þetta er ein hin strang- asta klausturregla, scm til er, og í henni eru bæði rnunkar og nunn ur. Trappistar mæla oft ekki orð í'rá vorum árum saman. Þeim er algerlega oannað að tala, nema sérstök undanþága komi til. Sín í milli nota þeir langoftast eins konar fingramál, en einnig það á þó að ske sem sjaldnást. Trapp- istar eru frægir fyrir góðan aga og fagurt iíferni. Og vel má vera, að þe;r lifi ríkara lífi í þögn sinni en blaðurskjóðurnar, sem aldrei þagna. Kvekarar Engir mcf.mælendur setja þögn ina svo á cddinn sem trappistar. Meðal þeirra er þvert á móti oft lagt mikið upp úr mælskunni, hinn flóðmælski prédikari verður oft hálfgerð ævintýrahetja í lönd um .mótmarlenda, elcki sízt hjá Engiisöxum. Þó eru til flokkar móímælenda, þar sem viður- kennt er, að þögnin geti haft sitt gildi. Þetta kemur oft fram í guðsbjónustu kvekara. Hún hefst oftast með því, að forstöðumaður safnaðarins les stutta bæn. Því næst má hver sem vill standa upp og tais, ef hann finnur sig knúðan til þess. En oft er það svo, að andinn kemur ekki yfir neinn í söfnuðinum. Þá sitja menn og þcgja saman í klukku- stund eða þar um bil, þetta eru hinar frægu þagnarguðsþjónust- ur eða silent meetings kvekara. Söfnuðurinn situr þá saman í al- gerri þögn og íhugar guðrækileg málefni. ísienzkur menntamaður, sem fyrir nokkrum árum var við staddur slíka þagnarguðsþjón- ustu livckara í Fíladelfíu í Ame- ríku sagði, að þetta hefði verið mjög hátíðleg stund, hann hefðt aldrei á ævinni orðið eins snort- inn cf nemni guðsþjónustu sem þessari þagnarstund. Auburn-kerfið S.iemma á 19. öld þóttust mannvinir i Ameríku hafa fund- ið upp nýtt kerfi til að siðbæta fangn í begningarhúsum. Þeir töldu það íullsannað, að fang- ,arnir hefðu illt af því að dúsa .einir sér í klefa án þess að sjá meðfanga sína. Hins vegar voru þeir vissir um það, að fangarnir hefðu ekki gott af því að tala saman, þeir máttu ekki mæla ortS frá vörum. Hins vegar voru þeir hvattir til uppbyggilegra hug- leiðinga á meðan þeir væru að vinna. Umsjónarmenn voru á hVerju ’ sfrái ‘1 þessúm vinriusöl- um, og ef einhvéi’jlim fánganna varð á að segja orð var lionum harðlega refsað, hann var þá sett ur í einangrunarklefa vikum um saman. Þetta kerfi var fýrst tekið upp í fangelsinu í borginni Auburn í Bandaríkjunum og er oftast kennt við þá borg. Síðar var það telrið upp víða í Ame- ríku og surns staðar í Evrópu. Vonirnar, sem vovu tengdar við þelta kerfi, brugðust þó yfirleitt. Fang.'irnir voru liti'ð gefnir fyrir þögn og uppbyggilega þanka en vildu íá að tala saman. Og sífellt cvar verið að refsa þeim fyrir sam töl eða livíslingar, umsjónar- mennirnir höfðu varla við að leiða hina brotlegu í einangrun- arkleía. Nú er Auburn-kerfið víð- ast hvar úi sögunni, enda ósköp .barnalegt. Það getur verið skemmtilegt að heyra sumt fólk tala, en hinir ipru þó fleiri, sem leiðinlegt er að hlusta á. Og langoftast er það stórum betra að þegja en tala, Þeir, sem mikið þurfa að tala, finna það bezt, hvílík guðs bless- un þögnin er. Ólafur Hansson. HEITUR MATUfífrikl1H?-2& , ftókl.5l?-92Pi VER» Ffí'A Kr' 12,- HAMBURCtER . frimskm kzjrtiýfltiiw. 4ÍElTA> >VL9íl^ £lískor\«r smóréitir rn. 6-8 folfi. KOLP SV8© i LAWkÁmELETttm. I VÁLTASC4JNlT?EL m Öl QOSDRVKKIR Wk KAFF8 j KOKUR VH) OPNUM KL.6 A MORGNANA VE RI Ð

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.