Morgunblaðið - 22.05.2005, Qupperneq 34
34 SUNNUDAGUR 22. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
21. maí 1995: Í grein sinni í
fréttabréfi LÍÚ segir for-
maður samtakanna m.a.:
„Það er lágmarkskrafa
greinarinnar að fjölmiðlar og
stjórnmálamenn, sem vilja
að málflutningur þeirra sé
tekinn alvarlega, hefji um-
fjöllun sína upp á hærra
plan …“ Kristján Ragn-
arsson segir m.a.: „Um-
ræðuna um málefni sjáv-
arútvegsins verður að hefja
upp úr þeim kaldastríðstón,
sem Morgunblaðið, umfram
aðra fjölmiðla og ýmsa
stjórnmálamenn, hefur
ástundað undanfarin ár …
jafnvel slíkt fjölmiðlaveldi,
sem Morgunblaðið er, nær
ekki að kasta ryki í augu
kjósenda og grafa undan því
skynsamlega starfi, sem
unnið hefur verið hér á landi
á sviði fiskveiðistjórnunar …
Aðferð gamla Þjóðviljans,
sem ritstjórn Morgunblaðs-
ins hefur tileinkað sér í
þessu máli, það er að ala á
öfund og illgirni …“ Þetta
virðist vera það „plan“, sem
formaður LÍÚ vill hafa um-
ræður um sjávarútvegsmál
á, ef marka má hans eigin
skrif!
. . . . . . . . . .
17. maí 1975: „Verulegur
skriður er nú að komast á
undirbúning að byggingu
Borgarleikhúss í Reykjavík,
sem hýsa mun starfsemi
eins elzta og merkasta
menningarfélags höfuðborg-
arinnar, Leikfélags Reykja-
víkur. Teikningar að nýju
Borgarleikhúsi, sem rísa í
nýja miðbænum, munu vera
komnar nokkuð langt á veg
og í fyrradag samþykkti
borgarstjórn Reykjavíkur
stofnskrá fyrir Borgarleik-
húsið í Reykjavík, en sam-
kvæmt henni sameinast
Reykjavíkurborg og Leik-
félag Reykjavíkur um bygg-
ingu Borgarleikhúss í höf-
uðborginni.
… Enginn vafi leikur á
því, að sú ákvörðun borg-
arstjórnar Reykjavíkur að
standa að byggingu leikhúss
yfir starfsemi Leikfélags
Reykjavíkur nýtur almenns
stuðnings borgarbúa. Yfir
þeirri ákvörðun hvílir aðeins
einn skuggi, en hann er sá,
að hið nýja borgarleikhús á
ekki að rísa við Tjörnina,
þar sem Leikfélag Reykja-
víkur hefur starfað nánast
alla sína tíð og hefur með
starfi sínu sett sinn óafmá-
anlega svip á tjarnarsvæðið.
En það er búið og gert.
Reykjavíkurborg og Leik-
félag Reykjavíkur hafa sam-
eiginlega komizt að þeirri
niðurstöðu að nýtt Borg-
arleikhús skuli rísa í nýja
miðbænum og vonandi verð-
ur sú ákvörðun starfsemi
Leikfélags Reykjavíkur til
heilla í framtíðinni.“
Fory s tugre inar Morgunb laðs ins
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
S
umar opinberar heimsóknir
þjóðhöfðingja skipta máli. Aðr-
ar ekki. Opinber heimsókn
Ólafs Ragnars Grímssonar, for-
seta Íslands, til Kína nú síðustu
daga er ein þeirra heimsókna af
þessu tagi, sem hafa mikla þýð-
ingu fyrir langtíma hagsmuni
íslenzku þjóðarinnar.
Kína hefur auðvitað alltaf verið stórveldi en á
okkar dögum aldrei sem nú. Í kínverskri sögu er
raunar litið á síðustu 150 ár, sem tímabil niður-
lægingar, sem þurfi að bæta fyrir og jafnvel refsa
þeim sem hafi verið valdir að þeirri auðmýkingu.
Kínverjar hafa sýnt okkur Íslendingum mikinn
áhuga og raunar að sumra mati óeðlilega mikinn
áhuga. Sjálfir skýra þeir mikinn fjölda heimsókna
háttsettra kínverskra ráðamanna til Íslands á síð-
asta áratug eða svo með því að Kínverjar hafi ein-
faldlega áhuga á að bæta og auka samskipti sín
við allar þjóðir, bæði smáar og stórar. Þeir segjast
ekki gera neinn greinarmun á því, hvort þjóðir
séu fjölmennar eða fámennar. Þeir umgangist all-
ar þjóðir sem jafningja. Þetta er fallegt tal en
spurning, hvort þeir meini eitthvað með því.
Þegar Kínverska alþýðulýðveldið opnaði fyrst
sendiráð á Íslandi eftir að íslenzk stjórnvöld höfðu
viðurkennt kommúnistastjórnina í Peking, vakti
það athygli stjórnmálamanna og embættismanna,
að sendimenn þeirra hvöttu mjög til náinna sam-
skipta við Bandaríkjamenn í varnarmálum og
vöruðu Íslendinga við að láta varnarliðið hverfa á
braut. Þeir voru jafnframt eindregnir stuðnings-
menn aðildar Íslands að Atlantshafsbandalaginu.
Þetta var á tímum vinstri stjórnar Ólafs Jó-
hannessonar, sem stefndi að því að segja varn-
arsamningnum við Bandaríkin upp. Þessi afstaða
Kínverja þá kom Íslendingum mjög á óvart, sem
höfðu séð heimsmyndina meira og minna í þeirri
svart-hvítu mynd, að kommúnistar í Sovétríkj-
unum og Kína væru óaðskiljanlegir samherjar.
Engu að síður hafa svo margir háttsettir kín-
verskir ráðamenn komið til Íslands á undanförn-
um árum að þeirri spurningu er ósvarað, hvort
eitthvað annað vaki fyrir þeim en þeir sjálfir
segja, þ.e. hvort Ísland eigi að gegna einhverju
sérstöku hlutverki í framtíðarheimsmynd þeirra.
Staða okkar Íslendinga á skákborði alþjóða-
stjórnmála er ekki slík, að góð samskipti við kín-
verska stórveldið hafi einhverja sérstaka pólitíska
þýðingu fyrir okkur. Hins vegar fer ekki á milli
mála, að það skiptir okkur miklu máli að þróa upp
öflug viðskiptaleg tengsl við Kína. Af tveimur
ástæðum.
Í fyrsta lagi er Kína augljóslega að opnast sem
mikilvægur markaður fyrir afurðir okkar. Í öðru
lagi er ljóst, að Kína er að verða einhvers konar
framleiðslumiðstöð heimsins alls. Þótt hönnun og
sölustarfsemi fari fram annars staðar fer fram-
leiðslan fram í Kína, ekki sízt vegna þess hvað
vinnuaflið er ódýrt. Kína er að verða eins og risa-
stór verksmiðja.
Af þessum viðskiptalegu ástæðum skiptir
heimsókn forseta Íslands til Kína miklu máli. Hún
er líkleg til að greiða fyrir auknum viðskiptum
milli landanna og auðvelda íslenzkum fyrirtækj-
um að hasla sér völl þar.
Stjórnmálamenn eru enn dálítið feimnir við að
fara til Kína án þess að geta sagt við kjósendur
sína heima fyrir, að þeir hafi barið í borðið og
krafizt þess, að mannréttindi yrðu virt í Kína.
Hvort sem mönnum líkar betur eða verr er þetta
fyrst og fremst tal og hefur verið það frá því Nix-
on sendi Kissinger í sína fyrstu leynilegu ferð til
Kína. Það eru aðrir hagsmunir sem ráða sam-
skiptum vestrænna þjóða nú um stundir við Kína
og svo hefur lengi verið. Þótt forseti Íslands hafi
talað um mannréttindamál við forseta Kína skipt-
ir það engu máli nema kannski að því leyti til að
forseti okkar hafi betri samvizku. En það hefur
enga þýðingu. Kínverjar fara sínu fram eins og
þeim sýnist og enn ríkir einræði Flokksins í Kína,
þótt efnahagskerfið taki meira og meira á sig
mynd kapítalísks þjóðfélags, a.m.k. í sumum hlut-
um Kína.
Viðskiptin skipta máli og það hefur verið fróð-
legt að fylgjast með því í skrifum Karls Blöndals,
aðstoðarritstjóra Morgunblaðsins, frá Kína síð-
ustu daga, hvað Íslendingar eru byrjaðir að verða
umsvifamiklir í atvinnustarfsemi í Kína. Þótt þar
sé um að ræða örsmá umsvif frá sjónarhóli Kín-
verja eru þau að verða umtalsverð á okkar mæli-
kvarða. Og athyglisvert að sjá, hvað Íslendingar
eru framtakssamir samanber frumkvæði
hjónanna, sem reka nú átta fataverksmiðjur í
Kína.
Pólitísk samskipti skipta meira máli í ríkjum
sem lúta einræðisstjórn en í lýðræðisríkjum. Og
þess vegna skipta pólitísk samskipti miklu máli í
þeim tengslum, sem við erum að byggja upp í
Kína. Sú var tíðin að ákvörðun þáverandi ríkis-
stjórnar að opna sendiráð í Kína mætti litlum
skilningi landsmanna en það er auðvitað löngu
orðið ljóst að þar var um að ræða lykilákvörðun í
samskiptum okkar við Kínverja.
Spenna í Asíu
Fyrir skömmu brutust
út mótmæli í Kína
vegna þess, að Japan-
ar hafa ekki beðizt afsökunar á framferði sínu í
Kína á síðustu öld. Alveg með sama hætti og sú af-
staða fyrrum leppríkja Sovétríkjanna að krefjast
afsökunarbeiðni frá Rússum vegna misgerða sov-
ézkra kommúnista við þau er bæði skiljanleg og
réttmæt má hið sama segja um þessa kröfu Kín-
verja. Japanar eiga sér fortíð í samskiptum við
Kínverja og raunar fleiri þjóðir, sem ekki hefur
verið gerð upp en þarf að gera upp. Japanar sjá
kannski fyrst og fremst Hiroshima og Nagasaki.
Það er mál út af fyrir sig og skiljanlegt að þeir
haldi kjarnorkuárásunum á þessar tvær borgir á
lofti, með þeim hryllilegum afleiðingum sem þær
höfðu en nágrannaþjóðir þeirra eru ekki búnar að
gleyma því sem þær upplifðu af þeirra völdum.
Nú er rík ástæða til að velta því fyrir sér, hvort
hugsanlega sé nýtt spennuástand að skapast á
þeim svæðum í heiminum.
Zbigniew Brzezinski, fyrrum öryggismálaráð-
gjafi Carters Bandaríkjaforseta, hefur á síðustu
árum skrifað tvær bækur, sem fjalla um heims-
myndina alla frá pólitísku sjónarhorni. Hin fyrri
var „The Grand Chessboard“, sem út kom á árinu
1997. Hin seinni „The Choice“, sem út kom á síð-
asta ári. Í síðari bókinni segir Brzezinski, að Kín-
verjar og Japanar keppi um yfirráð í þeirra
heimshluta, skipting Kóreu sé í alla staði óeðlileg
og þess vegna sé Kórea púðurtunna, Taívan geti
hvenær sem er orðið tilefni átaka, stöðugleika
skorti í innanlandsmálum Indónesíu. Indverjar
telji að Kínverjar ógni sér um leið og þeir líti svo
á, að þeir séu fremri Kínverjum. Kína, Indland og
Pakistan séu í raun kjarnorkuveldi, Norður-
Kórea reyni að verða það og Japan geti orðið
kjarnorkuveldi á skömmum tíma.
Bókarhöfundur segir, að það þurfi tiltölulega
lítið sprengiefni til að lama efnahagskerfi Japans,
Kína eða Indlands. Þessar þjóðir séu svo háðar
skipaflutningum að sprengingar í höfnum
Shanghai, Yokohama eða Bombay mundu hafa
gífurleg áhrif í þá átt.
Af þessum ástæðum sé hafið kapphlaup milli
Asíuþjóðanna í hernaðaruppbyggingu, sem að
mörgu leyti megi líkja við sambærilegt kapphlaup
í Evrópu á síðustu öld. Allar þessar þjóðir hafi í
kyrrþey komið sér upp öflugum kafbátaflota, þær
hafi komið sér upp herskipum, sem geti flutt árás-
arþyrlur. Bæði Kínverjar og Indverjar hafi lagt
mikla áherzlu á að kaupa af Rússum flugmóð-
urskip, sem Sovétríkin gáfust upp við að ljúka
byggingu á. Allar þjóðirnar reyni að efla hern-
aðarstyrk sinn í lofti og auka flugþol herflugvéla
sinna.
Japanar hafi frá árinu 2001 aukið hernaðar-
umsvif sín á höfunum á þessu svæði, undir því yf-
irskini að þeir þurfi að vernda olíuflutningaskip
sín fyrir sjóræningjum. Japan er nú fyrir utan
Bandaríkin mesta herveldi á sjó í Asíu.
Það er auðvitað augljóst, þegar sagan er höfð í
huga, að Asía öll getur breytzt í allsherjar púður-
tunnu. Þegar annars vegar er um að ræða óupp-
gerð söguleg samskipti, sem hafa skapað andúð
og jafnvel hatur hjá einstökum þjóðum í garð ann-
arra og hins vegar mikil og vaxandi hernaðar-
uppbygging, sem ekkert lát er á, þvert á móti,
þarf ekki mikið út af að bera til þess að allt fari í
bál og brand.
Bandaríkin eru enn það ríki, sem skapar jafn-
vægi á þessum slóðum. En það er álitamál, hversu
lengi Bandaríkjamenn hafa bolmagn til að gegna
því hlutverki. Nú er það ekki lengur Kyrrahafs-
floti Bandaríkjamanna einna, sem ræður ferðinni
á Kyrrahafi. Það á í vaxandi mæli við um bæði
Japan og Kína að þessar tvær þjóðir kalla eftir
hlutdeild í þeim áhrifum Bandaríkjamanna.
Þótt hægt sé með fullum rökum að halda því
fram að Bandaríkjamenn séu nánast einráðir í
heiminum um þessar mundir eru líkurnar á því að
bæði Japanar og Kínverjar verði ekki bara efna-
hagsleg stórveldi heldur líka hernaðarleg og póli-
tísk, þegar kemur fram á þessa öld, yfirgnæfandi.
Og það liggur ekki í augum uppi að Bandaríkja-
menn hafi bolmagn til að ganga á milli, þegar þar
að kemur.
Vel má vera að í svona vangaveltum gæti of
mikillar svartsýni. Allar hafa þessar þjóðir mikla
hagsmuni af því að friður haldist í þeirra heims-
hluta. Kína brunar nú fram sem efnahagslegt
stórveldi. Styrjaldarátök í Asíu mundu stöðva þá
þróun af að mati Brzezinskis. Hann telur að ráð-
andi öfl í Kína geri sér líka grein fyrir því, að
spenna innan Kína muni aukast á næstu árum og
ekki sízt af tveimur ástæðum. Annars vegar
AFGERANDI ÚRSLIT
Úrslitin í formannskjöriSamfylkingarinnar voruafgerandi. Ingibjörg Sól-
rún Gísladóttir gengur frá lands-
fundi Samfylkingarinnar sem
óumdeildur leiðtogi næststærsta
stjórnmálaflokks landsins. Össur
Skarphéðinsson stendur eftir sem
stjórnmálamaður, sem tók ósigri
sínum af karlmennsku og dreng-
skap.
Það á eftir að koma í ljós hvort
heitstrengingar þeirra beggja um
samstöðu og samstarf standast.
Það gerist sjaldan í stjórnmálum,
að slíkt takist í kjölfar mikilla
átaka. Barátta þeirra tveggja um
formennsku í Samfylkingunni er
hins vegar sérstök í ljósi náinna
fjölskyldutengsla, sem þau bæði
gerðu að umtalsefni hvort með
sínum hætti í ræðum sínum, þeg-
ar úrslitin lágu fyrir. Stjórnmál
eru ekki svo merkilegt fyrirbæri
að þau eigi að láta þau komast
upp með að rjúfa fjölskyldubönd-
in.
Það á líka eftir að koma í ljós,
hvernig fylgismenn þeirra taka
úrslitunum. Þrátt fyrir yfirlýsing-
ar Ingibjargar Sólrúnar og Öss-
urar er ekki hægt að ganga að
neinu sem vísu um samstöðu í
Samfylkingunni að þessum átök-
um loknum. Það kemur ekki í ljós
fyrr en að nokkrum mánuðum
liðnum hvort Samfylkingin geng-
ur sameinuð til kosninga eða
hvort klofningur kemur upp í
kjölfar átakanna um formennsk-
una.
Óneitanlega vakti það athygli að
fyrir landsfundinn sagði Ingibjörg
Sólrún, að kosningarnar snerust
um mat flokksmanna á því, hvort
þeirra Össurar væri líklegra til að
leiða Samfylkinguna til sigurs í
næstu þingkosningum en í ræðu
sinni í gær sagði hún að það skipti
engu máli heldur allt annað. Það
er mikilvægt fyrir stjórnmálafor-
ingja að vera samkvæmir sjálfum
sér.
Ljóst er af yfirlýsingum nýkjör-
ins formanns Samfylkingarinnar
að nú verður stefnan tekin á að
koma fram valdaskiptum í landinu
í næstu þingkosningum, sem fram
fara að tveimur árum liðnum.
Orðrétt sagði Ingibjörg Sólrún, að
verkefnið væri að koma frá „ríkis-
stjórn misskiptingar og vald-
stjórnar“.
Þessi orð benda til þess, að mis-
skipting auðs verði lykilatriði í
kosningabaráttu Samfylkingar-
innar. Kannski boðar Ingibjörg
Sólrún betri tíð því að hingað til
hefur Samfylkingin ekki verið til
viðtals um neinar þær aðgerðir,
sem máli skipta í íslenzku sam-
félagi, sem gætu komið í veg fyrir
þann veruleika sem við blasir í
þeim efnum.
Nýkjörinn formaður Samfylk-
ingarinnar sagði líka, að mark-
miðið væri að koma fram hug-
sjónum jafnaðarstefnunnar. Hvar
hefur mátt sjá slíka baráttu í
stjórnmálastarfi samfylkingar-
manna á undanförnum misserum
og árum? Hafa þeir skorið upp
herör gegn stóru viðskiptasam-
steypunum, sem hafa verið og eru
að leggja Ísland undir sig? Því fer
víðs fjarri.
Samfylkingin og forystusveit
hennar verða að standa við stóru
orðin. Nýkjörinn formaður á eftir
að sýna að hún hafi eitthvað efn-
islegt fram að færa til íslenzkrar
stjórnmálabaráttu. Það kom ekki í
ljós í kosningabaráttu hennar.
En hvað sem því líður fer ekki á
milli mála, að Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir er sterkasti forystu-
maður í stjórnmálum, sem leiðtog-
ar núverandi ríkisstjórnarflokka
hafa þurft að fást við í stjórnar-
andstöðu.