Morgunblaðið - 27.05.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.05.2005, Blaðsíða 2
2 B FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ bílar BÍLAUMBOÐIÐ Askja, eina viður- kennda Mercedes Benz umboðið á Íslandi, að sögn Hannesar Strange sölustjóra, fær fyrstu ML jeppanna frá Mercedes Benz í júní. Hannes segir fyrirtækið hafa vandað undir- búninginn, boðið verði gott verð og bíllinn fáanlegur með nýjum og öfl- ugum dísel- og bensínvélum. Hannes segir að þegar sé búið að taka við fjölmörgum pöntunum enda hafi hann þegar getið sér gott orð. Nýja M-línan verður með fjórum gerðum véla í boði þar af tveimur dísilvélum, annars vegar 320CDI vél sem býður upp á 225 hestöfl og hröð- un frá 0-100 á 9,4 sekúndum og hins vegar 190 hestafla vél með 440 nm tog. Hægt er að panta bílinn meðal annars með svonefndri Airmatic- fjöðrun sem aðlagar sig sjálfvirkt akstursaðstæðum og lækkar veghæð bílsins eftir því sem hraði hans eykst. Hægt er að hækka vegfríhæð bílsins um 11 cm sem getur komið sér vel við erfiðar aðstæður. Sölustjóri Öskju hvetur viðskipta- vini, sem ætla að kaupa bíl af þessum gæðum og með þetta mikinn búnað, til að sérpanta bíl því hægt sé að búa til óteljandi útfærslur. „Ekki síst mælum við með díselvélum því þær eyða að meðaltali 20%–40% minna á hundraðið og til samanburðar má nefna að ML500 bensín eyðir í blönd- uðum akstri 13,1 lítrum á hundraðið á meðan 320CDI eyðir aðeins 9,6 lítrum á hundraðið,“ segir Hannes. Hann segir jafnframt að forskot Öskju felst fyrst og fremst í því bak- landi sem fyrirtækið hafi frá Mercedes Benz verksmiðjunum. Það komi til góða þegar að ábyrgðarvið- gerðum og þjónustu kemur. Askja, sem hefur umboð á Íslandi fyrir bíla frá Mercedes Benz, fær nýja M-CLass jeppann í júní. Askja fær ML-jeppann í júní FÁTT mannlegt er óviðkomandi Evrópusambandinu eins og oft hefur komið fram og nú hyggst stofnunin leggja fé í að rannsaka hvernig hátt- að er afgreiðslufresti bílaframleið- enda. Þegar hafa BMW og Daimler- Chrysler samþykkt að taka þátt í þessari rannsókn og nokkrir fram- leiðendur bílahluta einnig. Eins og kunnugt er geta kaupend- ur sérpantað bíla sína og fengið óskalitinn eða ákveðna klæðningu á sætin og þar fram eftir götunum. Hafa þarf örlítinn fyrirvara á slíkri pöntun en hann er þó aðeins nokkrir dagar. Nú hefur ESB uppi hug- myndir um að þessi fyrirvari skuli ekki vera lengri en fimm dagar. Í dag er í kringum 80% af bílum BMW framleiddir eftir sérpöntunum kaupenda. Segir fyrirtækið að kaup- endur geti jafnvel breytt pöntun sinni allt niður í sex daga áður en að smíðinni kemur. Svipað er uppi á teningnum hjá DaimlerChrysler, þar eru um 70% bílanna sérpantaðir og með sex daga fyrirvara má breyta. Hjá Ford er fresturinn hins vegar 10 dagar og er ætlunin að kanna hvort stærstu framleiðend- urnir, t.d. Ford, geti ekki hysjað upp um sig buxurnar á þessu sviði. Tafir í afhendingu sérpantaðra bíla stafa einkum af truflunum í upp- lýsingakerfum framleiðendanna og samhæfingu innan þeirra við að- drættina. Nýjar reglur um afgreiðslufrest NÝI Mercedes Benz ML-jeppinn hefur haldið innreið sína til lands- ins og er það bílasalan Master í Glæsibæ sem hefur fengið ML 500-bíl. Er hann með V8-vél og glæsilegri innréttingu með öllum mögulegum þægindum. Verðið á þessum bíl er kringum 9 milljónir króna en grunnverðið er um 8 milljónir. Þá hefur bílainnflutnings- fyrirtækið Sparibíll við Skúlagötu 17 í Reykjavík einnig fengið nýja Mercedes Benz ML-jeppann. Er það ML 350 með leðurinnréttingu, sjö þrepa sjálfskiptingu og ýmsum lúx- usbúnaði. Verð bílsins er tæpar 6,3 milljónir króna. Ljóst er strax og sest er upp í ML að hér er á ferðinni gripur með öllum þægindum. Tekið var aðeins í ML-500-gerðina hjá Master og með átta strokka vél vantar ekkert upp á kraftinn því varla þarf nema að tylla tánni á bensíngjöf til að bíllinn æði af stað. Ljóst er einnig að með sjö þrepa skiptingunni verður nánast ekki vart við að skipt sé um gír. Hún er þeim eig- inleikum búin að hægt er einnig að skipta sjálfur með rofanum. Það sem er frábrugðið í þessum bíl er að stöngin er í stýrinu og með nokkuð öðru fyrirkomulagi en hefð- bundin sjálfskipting. Fyrir miðaldra með góðar tekjur ML-gerðin er orðin heldur mjúk- legri en fyrri gerð en áfram er bíll- inn sambland af þægindum, afli og getu. Bíllinn er stór og verklegur en aðallega þó glæsilegur á velli á all- an hátt. Framleiðandinn segir bíln- um stefnt á miðaldra fjölskyldu- menn með eitt eða tvö börn eða barnlaus pör sem væru kringum 35 ára eða eldri en í báðum hópum er gert ráð fyrir vel menntuðu fólki, gjarnan stjórnendum eða fólki í eig- in rekstri, fólki með meðaltekjur eða þaðan af hærri tekjur. ML-jeppinn frá Mercedes Benz kominn til landsins Morgunblaðið/Júlíus Master hefur þegar fengið nokkra ML-jeppa af bæði 350- og 500-gerðunum. joto@mbl.is KIA-umboðið á Íslandi opnaði í vikunni nýjan sýningarsal á Laugavegi 172 í Reykjavík við hlið Heklu hf., en sem kunnugt er keypti Hekla rekstur KIA-um- boðsins fyrr á þessu ári. Að sögn Sigurðar P. Sigfússonar, sölu- stjóra KIA, eru miklir möguleikar með sölu hér á landi. Nýjustu bíl- arnir frá KIA; Sportage, Sorento og Picanto, eru dæmi um þær framfarir sem KIA hefur náð, en Sorento hlaut á dögunum hæstu einkunn í 4x4-flokki bifreiða í hinni árlegu JD Power áreiðan- leikakönnun í Bretlandi og KIA Cerato bætti sig mest í flokki minni fjölskyldubíla. „Við gerum ráð fyrir að auka markaðshlut- deild okkar og sölu verulega á þessu ári. Bílarnir eru á fínu verði og gæðin hafa tekið stakkaskipt- um. Kia Motors Corporation er sá bílaframleiðandi sem er í mestum vexti á heimsvísu. Fyrirtækið var stofnað árið 1944 og er elsta bíla- smiðja Kóreu. Kia er hluti af Hyundai-Kia Automotive Group og hefur sett sér það markmið að verða í hópi bestu bílaframleið- enda heims,“ segir Sigurður. „Á morgun, laugardag, höldum við mikla opnunarsýningu þar sem boðið verður upp á reynslu- akstur, kaffi og kleinur og hvetj- um við KIA-eigendur sem og alla aðra til þess að koma við og halda upp á daginn með okkur.“ Morgunblaðið/Elí Þór Gunnarsson Sigurður P. Sigfússon, sölustjóri Kia, og Kristján Örn Jónsson sölumaður í nýja KIA-salnum við Laugaveg í Reykjavík en umboðið er í eigu Heklu hf. Kia-umboð opnað á Laugaveginum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.