Morgunblaðið - 27.05.2005, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.05.2005, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 2005 B 11 bílar OPEL-verksmiðjurnar hyggjast bæta nýjum bíl í flotann, flaggskipi sem kynnt verður eigi síðar en 2010. Þetta kom fram í máli Carl-Peter Forster, forstjóra GM í Evrópu, á ráðstefnu sem bílablaðið Automotive News gekkst fyrir ný- lega. Talið er líklegt að bíllinn verði fjölnota eða í þá áttina. Í dag er Signum stærsti bíllinn hjá Opel, nokkru stærri en Vectra, en með mun meiri búnaði, ekki síst hið innra, til dæmis kæliskáp. Talið er að nýi Opelinn verði í fyrstunni boðinn sem aldrifsbíll en í kjölfarið komi síðan framdrifs- útgáfur. Rætt hefur verið um annað flaggskip fyrir Opel allt frá árinu 2003 þegar hætt var framleiðslu á Omega. Hug- myndabíllinn Insignia var frumsýndur 2003 í Frankfurt en hann hefur verið nánast lagður hljóðlega til hliðar þótt for- mælendur Opel hafi gefið í skyn á ráðstefnunni að eitthvað úr þeim bíl kynni að verða notað í þann nýja. Opel hefur verið með nokkuð vel heppnaðar útgáfur af lúxusbílum og GM vonast til að nýr slíkur bíll auki tekjur fyrirtækisins umtalsvert og ekki síður auki hróður þess. Opel með nýjan lúxusbíl Insignia hefur verið lagður til hliðar en ekki útilokað að nýtt flaggskip byggi á honum að einhverju leyti. HYUNDAI opnaði nýlega fyrstu verk- smiðjuna sína í Bandaríkjunum og er hún jafnframt ein sú stærsta og full- komnasta í eigu bílaframleiðandans. Ársframleiðslan verður um 300.000 bílar, sem er gríðarlegt magn, og má til samanburðar nefna að áætluð árs- sala Hyundai í Evrópu er um 450 þúsund bílar. Verksmiðjan stendur við borgina Montgomery í Alabamaríki og starfa við hana rúmlega 2.000 manns. Grunnframleiðslan, sem er að stærstum hluta sjálfvirk, hefst hjá tveimur 5.400 tonna stálpressum. Hlutarnir úr þeim eru síðan soðnir saman af 250 vélmennum og að því búnu sprautaðir í sjálfvirkum sprautusal. Hin mannlega hönd kem- ur ekki að sjálfri framleiðslunni fyrr en við samsetningarbandið sem er um 2.000 metrar að lengd og eitt það fullkomnasta sinnar tegundar. Til að tryggja starfsfólki kjöraðstæður við vinnuna getur það m.a. aðlagað bandið að sinni hæð. Þá liggur um- hverfis verksmiðjuna 3,5 km löng reynsluakstursbraut, með ólíkum gerðum af yfirborði og er hver einasti bíll gæðaprófaður á brautinni. Fyrst um sinn verður eingöngu Sonata framleidd þar. Næsta vor mun Santa Fe síðan bætast við. Fyrsta skóflu- stungan að verksmiðjunni var tekin árið 2002 og hefur Hyundai kostað samtals 1,1 milljarði Bandaríkjadala til hennar. Áður hefur Hyundai fjárfest fyrir um 200 milljónir Bandaríkjadala í m.a. rannsóknar- og þróunarmið- stöð í Kaliforníu og þróunarmiðstöð í Ann Arbor, Michigan. Frá opnun nýrrar verksmiðju Hyundai í Alabama. Hyundai stefn- ir hátt í Bandaríkjunum GENGI gjaldmiðla, aukinn hráefn- iskostnaður og þrýstingur á lægra söluverð eru helstu ógnir bílafram- leiðenda í Evrópu um þessar mundir og munu verða til þess að hagnaður þeirra dregst mjög saman á árinu. Þetta er spá Johns Lawsons sem sér um rannsóknir á vegum bílafram- leiðenda í Evrópu og kynnt var á ráðstefnu bílablaðsins Automotive News á Spáni nýlega og segir frá í blaðinu. Samkvæmt spánni verða bílaframleiðendur af rúmum tveimur milljónum evra vegna óhagstæðrar gengisþróunar og hækkandi hráefn- isverð gleypir hálfan annan milljarð til viðbótar. Þá munu minni sala og verðlækkanir hafa í för með sér um 2,5 milljörðum minni tekjur á árinu. Þetta allt segir Lawson að þýði að hagnaður framleiðenda verði vart meiri en 10 milljarðar evra í ár en hann var um 17 milljarðar í fyrra. Sterk staða evrunnar gagnvart bandaríkjadal þýðir að evrópskir bílaframleiðendur bera ekki nóg úr býtum fyrir bílana í Bandaríkjunum og er nefnt sem dæmi að Porsche Cayenne sé 22% ódýrari í Bandaríkj- unum en Evrópu um þessar mundir og svipaða sögu sé að segja af VW Touareg og BMW X3-jeppunum. Kroppað í hagnaðinn í ár

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.