Morgunblaðið - 27.05.2005, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.05.2005, Blaðsíða 14
14 B FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ bílar Þ essi tæki eru líka mikið notuð á Íslandi. Jeppakallar og vél- sleðamenn eru meðal þeirra sem notað hafa þessi tæki hvað lengst hér á landi auk sjómanna að sjálfsögðu. Hægt er að nálgast á Netinu punkta- og leiðasöfn sem áhugasamir hafa safnað og eru þau ýmist gefins eða fást gegn vægu gjaldi. Þeir sem hafa prófað að ferðast með þessi tæki vilja helst ekki án þeirra vera. Auk þess að vera skemmtileg og fræðandi viðbót í ferðalaginu þá geta tækin aukið ör- yggi ferðalangsins þegar veður ger- ast válynd. En þýðir þetta að Meðal-Jón sem keypti sinn fyrsta vélsleða í gær og hefur aldrei farið á fjöll, geti bara farið út í búð, keypt flott GPS-tæki og tilheyrandi kort af Íslandi, náð sér í punkta og leiðir og ekið svo eftir þessum leiðum í hvernig veðri sem er? Aldeilis ekki. Allir þeir aðilar sem láta þessi leiðasöfn í té, taka það skýrt fram að menn ferðist á eigin ábyrgð eftir þessum punktum og að villur geti slæðst með í gögnunum. En það er ekki nóg heldur er alltaf einhver skekkja í móttökunni líka. Þessi skekkja hefur minnkað mikið með árunum bæði með tilkomu betri tækja og nú síðast þegar hætt var að skekkja kerfið vísvitandi. En mót- tökuskilyrði hafa líka mikið að segja. Sé maður staddur í þröngum dal, girtum hamraveggjum, þá getur ná- kvæmni tækisins minnkað verulega. Það helgast af því að tækið sér færri tungl (gervihnetti) og þar af leiðandi minnkar nákvæmnin. Leiðrétta staðsetningu á rauntíma GPS framleiðendur tala um ná- kvæmni sem er á bilinu 10 til 15 metrar. WAAS og EGNOS eru nöfn á leiðréttingarkerfum fyrir GPS í USA og Evrópu. Kerfið sendir gögn til GPS tækja og nýleg tæki sem hafa möguleika á móttöku á þessu merki (WAASenabled) geta nýtt sér þessi gögn og leiðrétt staðsetninguna í rauntíma. Nákvæmnin getur orðið allt að einum metra í láréttu plani. WAAS hefur verið í notkun í USA í nokkurn tíma en EGNOS mun enn vera á tilraunastigi í Evrópu. Áhuga- samir geta kynnt sér möguleika kerfisins m.a. á slóðinni http:// www.escape2.co.uk/advice/waas.htm og www.caa.is/media/files/. En hér spila fleiri þættir inn í. Flestir vanir vetrarferðamenn kann- ast við að hafa ekið einhverja leið í snjó og vistað ferilinn en að ári voru allt aðrar aðstæður á sama stað og ferillinn algerlega ónothæfur það ár- ið. Og leiðin jafnvel ófær og hættu- leg. Skýringin á þessu gæti verið að í fyrra setti snjóinn niður í suðaust- anátt en þetta árið í suðvestanátt. Þegar vora tekur verða ár og læk- ir farartálmar þar sem áður var hægt að keyra fulla ferð um vetur- inn. Í þessum tilfellum verða menn að skoða kort af fyrirhugaðri leið og stinga út hvar hættur geta leynst. Og síðast en ekki síst er notandi tækisins sá áhrifavaldur sem mestu veldur. Það er ekki nóg að kaupa flott tæki, það þarf að kunna á það líka. Því miður eru dæmi um að menn hafa farið sér að voða vegna vankunnáttu á tækin. Í flestum til- fellum er þó um að ræða rangt mat á aðstæðum og vanþekkingu á stað- háttum. Þekkt dæmi eru staðir við Dalakofann og Hrafntinnusker. Þar er auðvelt að fara sér að voða, jafnvel í góðu veðri, ef menn þekkja ekki staðhætti og treysta einvörðungu á tæknina. GPS tækið leggur beina línu milli punkta og hafi menn stillt tækið á punktasöfnun á t.d. einnar mínútu fresti eða með 300 metra millibili, þá er hægt að krækja fyrir gilskorning á þeim tíma og fjarlægð og fá punkta sitthvorum megin og þar með beina línu yfir gilið til að aka eftir. Hvernig ekki á að nota GPS Í nýjasta hefti Setursins – frétta- blaðs Ferðaklúbbsins 4x4 (11.tbl. 16. árg. maí 2005) er grein um Kverk- fjallaferð í snjóblindu. Þessi frásögn er gott dæmi um hvernig á ekki að nota GPS leiðsögutæki. Þar ætluðu ferðalangar að hitta á einstigi með hættur á báðar hendur og treystu á tækin eingöngu í vondu veðri. Þeir voru heppnir í þetta skiptið og lærðu sína lexíu. Þeir eiga heiður skilinn fyrir að þora að segja frá og vera okkur hinum víti til varnaðar. Sagðar hafa verið alls kyns trölla- sögur af mönnum sem komust allra sinna ferða í hvaða veðri sem var og við hvaða aðstæður sem var. Þótt ótrúlegt megi virðast eru sumar af Nokkur (varnaðar-) orð um GPS-tæki GPS-leiðsögutæki verða sífellt vinsælli og notkunarmögu- leikar þeirra aukast ár frá ári. Í bílablaði Morgunblaðsins var grein fyrir skemmstu um notkun þessara tækja í þétt- býli og hversu auðvelt er orðið að rata um ókunnar slóðir á erlendri grundu. þessum sögum sannar og eru vel þekktar bæði úr fortíð og nútíð: „Sagan gerist þegar ósköpin öll af fólki sátu föst í Þrengslum og á Hellisheiði eftir að hafa farið og skoðað Heklugos og ekki tekið mark á veðurspá. Leiðinni var heitið á Blá- fellshálsinn á Kjalvegi en þar hafði vélsleði orðið eftir í aftakaveðri. Lagt var af stað frá Gullfossi í versn- andi veðri og fyrr en varði var skyggnið orðið lítið ef eitthvað. Far- artækið var fullbreyttur amerískur jeppi með alvöru mótor í húddinu. Ökumaðurinn hafði sjálfur breytt jeppanum og þekkti hann eins og lóf- ann á sér. Hann hafði það orð á sér að geta ferðast í veðrum sem öðrum voru ófær með öllu. Ég fékk það hlutverk að fylgjast með GPSinum og segja ökumanni til. Ég varð fljótt var við það að hann tók ekkert mark á því sem ég sagði og þagði því. Við paufuðumst áfram í engu skyggni og mjöllin var stundum uppá húdd. Ökumaður virtist alveg vita hvað hann var að gera. Hann leit samt aldrei á GPSinn og þræddi allt aðra leið en skjárinn sýndi að hann ætti að gera. Mér var alveg hætt að lítast á blikuna. Hestöflin voru óspart not- uð í fjórða og fimmta gír í lágalága. Gott ef snúningshraðamælirinn gældi ekki við 6000 snúninga svona öðru hvoru en big blockinni virtist bara líða vel með það. Mælarnir sýndu eitt pund í 44 tommu gleði- gúmmíunum. Kolbrjálað veðrið, myrkrið og mjöllin hjálpuðust að og umhverfið varð sífellt kynngimagn- aðra. Ímyndunaraflið fór líka í fimmta gír og útilegu- og hrakfara- sögur af Kili komu upp í hugann. Var það ekki hér sem Reynistaðarbræð- ur urðu úti? Með jafnmarga hesta og við höfðum í húddinu? Eða voru það kindur? Ættum við ekki að snúa við? Allt í einu segir ökumaður uppúr eins manns hljóði: „Nú ættum við að fara að sjá skilti...“ Og það var eins og við manninn mælt. Út úr sortan- um birtist skilti og gott ef stóð ekki á því Flugvöllur. Áfram var ekið og eftir smástund sagði ökumaður: „Nú ætti að halla aðeins til hægri og svo eigum við að sjá girðingu.“ Og það stóðst. Ég slappaði bara af. Þarna var á ferðinni maður sem gjörþekkti leiðina sem hann var að fara. Hann sá nákvæmlega fyrir sér hvar hann var staddur í það og það skiptið og hvað hann mátti leyfa sér að fara langt út fyrir ferilinn á hverjum stað.“ Lærdómurinn sem hægt er að draga af þessari sögu er kannski helstur sá að ekkert kemur í staðinn fyrir þekkingu ferðalangsins á stað- háttum. Sigurður Grímsson AUDI Le Mans, ofursportbíllinn sem sýndur var sem hugmyndabíll á bíla- sýningunni í Frankfurt 2003, verður fjöldaframleiddur. Það eru stjórnir VW og Audi sem hafa tekið ákvörðun um þetta og bíllinn verður kynntur á næsta ári. Martin Winterkorn, stjórn- arformaður Audi, og Bernd Pischets- rieder, stjórnarformaður VW, hafa reynsluekið frumgerð bílsins og fór sá reynsluakstur fram eftir að ákvörðun um fjöldaframleiðslu var tekin. Búast má við að verðið á bíln- um verði vel yfir tíu milljónir ÍSK. Þótt talað sé um fjöldaframleiðslu í þessu sambandi verða þó aldrei meira en 3–5 þúsund bílar smíðaðir á hverju ári. En Le Mans er gríðarlega mikilvægur hlekkur í ímyndarupp- byggingu Audi sem ætlar sér að sækja fram á móti bæði Porsche og Ferrari með þennan bíl. Hug- myndabíllinn Audi Le Mans er með miðjusettan mótor og er tæknilega á sama grunni og Lamborghini Gall- ardo. Hann verður framleiddur í Neckarsulm í Þýskalandi þar sem ál- grindin í Gallardo er smíðuð. Fyrstu Le Mans-bílarnir verða kúpubakar en sagt er að Audi vinni einnig að hönnun opins bíls. Til þess að reyna að draga úr skörun innan samsteypunnar, en Lamborghini er undir handarjaðri Audi og Audi innan VW-samstæðunnar, vinnur Audi að því að gera Le Mans og Gallardo ólíka í upplifun. Þannig verður Le Mans með aflminni vél en Gallardo og mun henta betur til daglegra nota. Engu að síður verður af nógu afli að taka því vélin verður hugsanlega W12, 444 hestafla en 414 hestafla V8 vél úr RS4 er líka talin verða í boði. Audi Le Mans gegn Porsche og Ferrari Le Mans er mikilvægur hlekkur í ímyndaruppbyggingu Audi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.