Morgunblaðið - 27.05.2005, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.05.2005, Blaðsíða 18
18 B FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ bílar Í ÞEIRRI miklu umræðu sem verið hefur um dísilvélar hérlendis síðustu misseri er ekki úr vegi að rifja aðeins upp tilkomu þessara véla í bílum. Staldrað er við nokkra áfanga hjá þeim bílaframleiðanda sem hefur einna lengst boðið dísilvélar í bílum sínum, Mercedes Benz, enda má segja að þróun þessara véla sé tals- vert samofin fyrirtækinu. Með fyrstu fjögurra strokka dísilvél sem boðin var í fólksbíl í nóvember árið 1934 fikraði fyrirtækið sig inn á nýja braut. Fjöldaframleiðsla hófst og 1935 voru 170 fyrstu bílarnir með dísilvél komnir í notkun og þá sem leigubílar. Það var í raun áður en fyrsti dísilknúni Mercedes Benz- fólksbíllinn var formlega kynntur á sýningu í Berlín í febrúar 1936. Þetta var upphafið að stöðugri þróun hjá Mercedes Benz, síðar kom fimm strokka vél, dísilvél með forþjöppu og þannig mætti nefna fleiri áfanga á þessari leið. Löng og ströng leið Leiðin frá fyrstu tilraunum með dísilvél var þó löng og ströng. Það tók verkfræðingana fjóra áratugi að gera vélina þannig úr garði að hún hentaði fólksbíl en það tókst að lokum. Hinn 28. febrúar 1892 fékk Rudolf Diesel einkaleyfi og einkenni dísilvélar hefur alltaf verið að hún er dugleg og spar- neytin, hún var strax hagkvæmari en aðrar vélar. Fyrsta vélin var hálfgert tröll, vó 4,5 tonn og var langt frá því að nálgast hina þýðgengu vél nú- tímans með höggum sínum og titr- ingi. Þessar vélar voru því eingöngu notaðar í skip eða við sérhæfðar að- stæður á landi. Árið 1922 fóru fram tilraunir með ökutæki og 1923 var kynntur hugmyndabíll með dísilvél frá Mercedes Benz. Í fyrstunni voru dísil- vélarnar aðeins notaðar í vörubíla þar sem þær þóttu engan veginn henta í fólksbíla. Þegar Daimler-Benz fyr- irtækið hafði verið stofnað eftir sam- einingu árið 1926 voru forráðamenn hins nýja fyrirtækis sannfærðir um að dísilvél væri sparneytnari og end- ingarbetri og lögð var áhersla á að þróa vél sem stæði jafnfætis bens- ínvél hvað varðaði afl, snúningshraða og þægindi. Vandamálið við fyrstu vélarnar var einkum titringurinn og þyngdin og þegar slík hlussa var kom- in í venjulegan bíl nötraði hann og skalf þannig að frekari endurbætur voru nauðsynlegar. Og til að gera langa sögu stutta tókst tækimönnum Daimler-Benz að finna lausnina og með fjögurra strokka og 2,5 lítra vél sem skilaði 45 hestöflum var komin boðleg dísilvél í fólksbíl. Þessi sex sæta leigubíll komst í 97 km hraða og eyddi 11 lítrum á hundraðið. Þetta fannst mönnum bylting, hægt var að aka 450 til 500 km á tanknum sem var mikill kostur þar sem bensín- (ol- íu)stöðvar voru ekki á hverju strái. Lítrinn kostaði 24 pfenninga í heima- landinu en bensínið 39. Fyrst var bíll- inn sem sagt stöðvarbíll eins og sum- ir myndu segja hér en fljótlega komst almenningur á bragðið og í framhald- inu var boðinn fram blæjubíll með dís- ilvél. Árið 1940 var búið að framleiða nærri tvö þúsund bíla og sumum hafði verið ekið milljón kílómetra sem þótti undrum sæta. Hraðari þróun á sjötta áratugnum Lítið gerðist í þróuninni næstu árin en 1949 kom 170D á markaðinn, 1,7 lítra vél sem gaf 38 hestöfl við 3.200 snúninga, og þótti öflugri en hliðstæð bensínvél á þeim tíma og síðar var getan aukin í 43 hestöfl. Á næstu ár- um tóku kaupendur við sér og alls seldust 25 þúsund bílar með þessum vélum. Á sjötta áratugnum bauð Mercedes 48 hestafla vélar sem mik- ið voru teknar í leigubíla og árið 1955 var bíll með dísilvél sendur í kapp- akstur á Ítalíu. Á því ári seldust einn- ig í fyrsta sinn fleiri bílar með dísilvél en bensínvél, eða 153 þúsund á móti 118 þúsund. Uppúr þessu fara hlutirnir að ger- ast hraðar og vélarnar verða enn öfl- ugri og boðnar í fleiri gerðum hjá Mercedes Benz og smám saman verða þær einnig hljóðlátari og þýð- gengari. Og í lokin er staðhæft í sam- antekt frá framleiðandanum að dís- ilvélin eigi enn bjarta framtíð fyrir sér, meira en 100 árum eftir að Rudolf Diesel fékk einkaleyfi fyrir uppfinn- ingu sinni. Hafa fjöldaframleitt dísilvélar í 70 ár joto@mbl.is              ! "# "$% "  &' Bíldshöfða 18, 110 RVK• S: 567 6020 • Opið: 8-18 ab@abvarahlutir.is • www.abvarahlutir.is Varahlutir fyrir Evrópu- og Asíubíla Varahlutir - betri vara - betra verð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.