Morgunblaðið - 27.05.2005, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.05.2005, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 2005 B 23 bílar Vagnhöfða 7 110 Reykjavík Sími: 517 5000 FJAÐRIR OG GORMAR Í FLESTAR GERÐIR JEPPA Japan/U.S.A. 700 hestafla Maybach Exelero er einungis til í einu ein- taki. Hann er því svokölluð frumgerð og dýr eftir því. Hann er 2,7 tonn á þyngd en hraðar sér engu að síður upp í 100 km hraða á 4,4 sekúndum og hámarkshraðinn er 350 km á klst. Exelero er því að öllu leyti einstæður bíll. Hann var frumsýndur í Tempodromen-höllinni í Berlín í byrjun maí og er eitt aflmesta farartæki á fjórum hjólum sem smíð- að hefur verið. Þá var það jafnframt tilkynnt að hann hefði náð 351,45 km hraða á klst. á Nardo-brautinni á Ítalíu. Það sem líka er óvenjulegt við Exelero er að það er dekkjaframleiðandinn Fulda, sem er eitt af merkjunum inn- an Goodyear-samsteypunnar, sem hefur haft hönd í bagga með þróun bílsins. Hugmyndin fæddist út frá sérsmíð- uðum Maybach SW 38, sem var notaður á fjórða áratug síðustu aldar til dekkjaprófana hjá Fulda. Núna er verið að prófa nýja gerð dekkja sem kallast Fulda Carat Exelero sem eiga að þola allt að 350 km hraða á þungum bíl. Verk- efnið er unnið í samstarfi verkfræðinga Maybach, verk- fræðinema frá Phorzheim-háskólanum og Fulda. En það voru bílahönnuðir hjá Stola á Ítalíu sem hönnuðu gripinn. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Fulda grípur til óvenju- legra leiða við dekkjaprófanir og markaðssetningu. Eldri dekkjagerð, Fulda Carat Extremo, var t.a.m. kynnt og próf- uð á Porsche 993, breyttum af Gemballa. Sá var kominn með 600 hestöfl út úr vélinni og náði 350 km hraða á klst. Maybach Exelero er á hinn bóginn með V12 vél frá Mercedes með tveimur forþjöppum. Togið er 1.020 New- tonmetrar og aflið fer allt til afturhjólanna og Fulda-dekkja í stærðinni 315/25 ZR 23, um fimm þrepa sjálfskiptingu. Það er ekki nóg með að Exelero sé þungur, 2,7 tonn, heldur er hann líka langur eftir því, eða 5,89 metrar og heilir 2,14 metrar á hæð. Maybach Exelero til að prófa dekk 2,7 t þungur Exelero nær 100 km hraða á 4,4 sekúndum. Hugmyndin að Exelero fæddist út frá Maybach SW árgerð ’38. Einn Maybach Exelero er til og verður safngripur eftirleiðis. TOYOTA er nú í sinni stærstu inn- köllun nokkru sinni. Innkallaðir verða samtals 880 þúsund bílar vegna of veikra hjólaupphengja. Bílarnir eru flestallir jeppar af 4Runner-gerð og pallbílar af gerðinni Tacoma. Lang- stærstur hluti þessara bíla er í Banda- ríkjunum. Einn 4Runner og þrír Ta- comabílar hafa verið fluttir inn til Íslands frá Bandaríkjunum það sem af er árinu, samkvæmt nýskráning- artölum um notaða bíla frá Umferð- arstofu. Auto Motor & Sport greinir frá þessari innköllun og getur þess jafnframt að aðrir bílaframleiðendur séu síður en svo með grátstafinn í kverkunum yfir málinu. Þeir telji að loks hafi það sýnt sig að þeir Toyota- menn séu líka mannlegir eftir allt sam- an og geti gert mistök. Samhliða þess- ari innköllun á jeppunum og pallbílunum í Ameríku hefur Toyota til- kynnt um galla í tölvuforriti tvinnbíls- ins Prius sem getur valdið því að það drepist skyndilega á bílnum sem ein- mitt gerðist í reynsluakstri sænska bílatímaritsins Vi Bilagäre fyrir ekki löngu. Ekki hefur þó komið til þess að Prius hafi verið innkallaður vegna þessa galla. Toyota er mikið yfirburða- fyrirtæki í bílaframleiðslu sem aðrir bílaframleiðendur hafa orðið að bera sig saman við hvað varðar gæði og arðsemi. Ekki er nóg með að Toyota sé löngu orðið stærsta bílaframleiðslu fyrirtæki Japans heldur er það að verða hið stærsta í heiminum. Á síð- asta ári fór Toyota fram úr Ford á heimsvísu og dregur ört á GM sem er heimsins stærsta bílaframleiðslufyr- irtæki. Með sama áframhaldi má bú- ast við að Toyota sigli fram úr GM eftir þrjú til fjögur ár. Gallinn sem innkallað er út af getur að sögn Financial Times valdið því að stýrið fari úr sambandi og bíllinn verði stjórnlaus. Tvö slys hafa orðið vegna þessa sem vitað er um, en ekkert dauðaslys þó. Þá er vitað um önnur 34 minniháttar atvik þar sem enginn meiddist. Stærsta innköllun Toyota Tacoma er einn af þeim bílum sem Toyota hefur innkallað. TOYOTA D.CAP, 32" BR., ÁRGERÐ '96, ekinn 128 þús. km, bensín. Mjög fallegur bíll. Verð 1.150 þús. Bein sala. Uppl. í símum 588 8902 og 892 5082. MUSSO ÁRG. '97, EK. 160 ÞÚS. KM Fallegur hækkaður jeppi á 33 tommu dekkjum. Lán hjá Glitni kr. 232.571. Það kemur til greina að taka ódýrari bíl upp í. Sími 898 8991, 863 2806 og 567 3964. MERCEDES BENZ ML500, árg. 2002, ekinn 50 þús. km. Skjálfskipt- ing, leðuráklæði o.fl. Verð 5.990 m. Uppl. í símum 564 3301 og 699 7580 VOLVO S 40 05/03 2 l. vél, 136 hö, leður, loftkæling, vind- skeið, cd, sjálfsk., cruise control. Fallegur konubíll. Verð 2.350 þús., bein sala. Upplýsingar í síma 865 6663. TOYOTA LANDCRUISER 01.94. disel vx, ssk., leður, lúga, læsingar, ekinn 178.000 km. Verð 2.190. Ath skipti. Uppl. í síma 862 1116. Jeppar GULLMOLI Landcruiser 7/9 2001, bensín VX, leður og rafm. í öllu, ek. 74 þús., af- mælistýpan, vetrardekk á felgum, þjón- ustubók, einn eigandi. Bíll nánast eins og nýr. Verð 3,1 millj. Sími 862 8128. FORD EXPLORER XLT árg. 2004, sjálfsk. V6 4000 cc, ek. 29.000 km. Silfur- grár, Aukahl.: dráttarbeisli, CD-6 magas- ín, 6 hátalarar. Hraðastillir, rafm. í sæti, rúðum, speglum, fjarst. samlæsingar, þjófavörn o.fl. Eins og nýr. Staðgr. 2.950.000. Uppl. í s. 899 3638. FORD EXPLORER EDDIE BAUER 08/04 Ekinn aðeins 8 þús. km, 7 manna, V6 210 ha, ssk., 17" álf., buffalo leður, rafstýrð sæti m/minni, tölvustýrð loftkæling fram í og aftur í, aksturstölva, cruise, bakk- skynjari, lúga, viðarklæðning, 6xCD o.m.fl. Tjónlaus bíll. Carfax fylgir. Verð 3,9 millj. Bein sala. Sími 847 2582. Húsbílar TIL SÖLU KNAUS HÚSBÍLL Tilb. óskast. Ekinn 26.000 km, árg. 2002 m. sólarrafhlöðu, sólhlíf, sjónvarpi, ís- skáp, klósetti, sturtu. 6 bílbelti, svefnpláss f. 4 fullorðna. Uppl. 698 5255/581 3494. PEOUGOT J5 BURSNER HÚSBÍLL árg. 1987, ekinn aðeins 76 þús. km. Fluttur inn frá Þýskal. árið 2001, svefnpláss fyrir 4-5, búið að bæta miklu við og endurnýja frá innflutningi, t.d. ný kúpling, nýtt áklæði og svampur á öllum sessum, sól- arrafstöð, fortjald, ný dekk o.m.m.fl. Uppl. í síma 899 1050 (Jón Haukur). EINN MEÐ ÖLLU!! Þessi bíll er til sölu. Sturta, klósett, elda- vél með 4 hellum og bakaraofni, heitt og kalt vatn, kæliskápur með frystihólfi, góð svefnaðstaða! Tilboð óskast. Upplýsingar í síma 893 2459. Mótorhjól TIL SÖLU HONDA VTX 1800 R árg. 2002. Svart. Ekið 9700 mílur. Mikið af aukahlutum. Glæsilegt hjól. Til sýnis á bílasölunni Bílfang, Malarhöfða 2. Uppl. í s. 892 8380 og 552 3555. HARLEY DAVIDSON FLSTC 2003 Byssublátt, keyrt aðeins 4.900 mílur, sér- staklega vel með farið hjól, Screaming Eagle púst og ýmsir aðrir aukahlutir. Verð 2,5 millj. Engin skipti. Upplýsingar í síma 894 5253. Bílasmáauglýsingar 569 1111 VW TOUAREG ÁRGERÐ 2004, V8. Leður, hlaðin aukahlutum, 309 hp. Ekinn 11 þús. mílur. Verð 5.790.000. Upplýsingar í síma 822 7989. Smáauglýsingar sími 569 1100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.