Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 12.11.1962, Blaðsíða 2

Mánudagsblaðið - 12.11.1962, Blaðsíða 2
2 Mánudagsblaðið Mánudagur 12 nóvember 1962 Olafur Hansson menntaskólakennarí: Það er óralangt síðan mann- fólkið fór áð niota salt, og greinilega er saltið ein af allra elztu verzlunarvörum. Leidd hafa verið rök að því, að verzl- að hafi verið með salt í Evrópu á yngri steinöldinni, og kannske er saltverzlunin enn eldri. LSklega hefur saltið í fyrstu aðallega verið unnið úr sjó. Notkun steinsglts, sem unn ið er úr jörðu, er sennilega eitt hvað yngra, en þó er hún einn- íg mjög fom, Sagnir eru til um það, að fomþjóðir í Frakklandi og Norður-ltalíu hafi unnið Balt úr trjám og sefi, og í Af- ríku eru enn til þjóðir, sem vinna salt úr plönitum. Á þeim slóðum, þar sem erfitt er að ná í salt, er það í háu verði og talin munaðarvara. Sumir hafa skýrt uppruna kossins þannig, að frumstætt fólk sleiki hyað annað til að fá saltbragð. Sé þetta rétt hefnr kossinn í upp hafi verið heldur órómantískur. Hjá menningarþjóðum forn- aldar vora saltvinnsla og salt- verzlun talsvert mikilvægar at- vinnugreinar Gyðingar unnu salt úr Dauðahafinu. Forn- grikkir fengu það einkum frá Kýpur, en annars vom saltlind ir í Aþenu sjálfri, t.d. lind sú, sem sagt var að Poseidon sjáv arguð hefði búið til á A'kró- pólis með því að stinga þrífork sínum í klettana þar. Rómverj- ar unnu salt bæði úr sjó og jörðu, og stundum hafði róm- yerska ríkið einokun á salt- vinnslu og saltverzlun. Fom- Germanir. kunnu að vinna salt úr sjó. I norrænum fornritum er alloft talað um saltbrennur. Örvar-Oddur segir „Þá er ég var á unga aldri brenndum vér ealt eigi allfáir saman“. Svo er að sjá, að saltbrennslumenn hafi borið sérstaka kufla og líklega ekki snyrtilega. í Frið- þjófs sögu frækna segir, að Friðþjófur hafi steypt yfir sig saltkarlskufli miklum, er hann kom til Hrings koiuungs. Af frá sögn þeirrar sögu má ráða, að saltkarlar hafi verið lítt í há- vegum hafðir og taldir með stafkörlum. Drottning segir við Hring konung: „Gamalær ger- ist þú, að þú skipar saltkörlum að sitja.“ Saltkarlar hafa senni lega flestir verið blásnauðir menn og starf þeirra auk þess óþriflegt, svo að þeim hefur ekki verið búinn hár sess í al- tnenningsáli tin/u. TAKNRÆN MERKING SALTS Með Forn-Grikkjum og Róm- Verjum fór saltið að fá ýmsar táknrænar merkingar. Eins og I Austurlöndum gat það táknað iryggð, vináttu og hlýðni og auk þess eilífðina. Þvi að það sem vel var saltað rotnar ekki og forgengur. En auk þess fór salt með þessum þjóðum að fá nýjar táknrænar merkingar. Það fór að tákna kýmni og háð og stundum gagnrýni. Stundum fékk það slæma merkingu, hjá Rómverj. gat salsus (saltaður) þýtt lélegur eða illa innrættur. Ýmis forn orðtök og málshætt- ir eru dregin af táknrænum merkimgum saltsins. Það orða- tiltæki af þessu tagi, sem er lanigalgengast nú á dögum er cum grano salis (eiginl. með saltkorni). Að taka einhverri sögu cum grano salis er að taka henni með varúð, trúa henni ekki nema mátulega vel. Þetta orðatiltæki er dregið af saltinu í merkingunni gagn- rýni. Liklega er þetta orðatil- tæki ekki mjög fomt í tákn- rænni merkingu. Það kemur aldrei þannig fyrir í fornlatn- eskum ritum. Á lyfseðli hjá Pliniusi kemur fyrir addito grano salis (að viðbættu salt- komi), en þar er það í eigin: legri merkingu, það á að bæta salti í lyfið Hin óeiginlega merking þessa orðatiltækis, sem niú er orðin svo algeng, er senni lega runnin frá klerkalatínu miðalda eða jafnvel endurreisn artímans. En nú á dögum eru sárafá latnesk orðatiltæki not- uð svo mjög sem þetta. SALTIÐ OG TRtFARBRÖGÐIN 1 Austurlöndum fór saltið snemma að fá dulræna og trú- arlega þýðingu. Eif menn neyttu salts og brauðs saman var það tákn gistivináttu og siðan bræðralags yfirleitt. Þá fóra menn að neyta salts til að staðfesta samninga og sátt- mála. Af því er runnið hugtak- ið saltsáttmáli í Gamla Testa- mentinu. í fjórðu Mósesbók stendur, að Gyðimgar hafi gert saltsáttmála við Guð, og í ann- arri Króníkubók stendur, að Drottinn hafi með saltsáttmála veitt Davíð og niðjum hans æ- varandi konungdóm yfir Israel. Fram eftir öllum öldum tíðkað- ist það að neyta salts og brauðs til að tákna höfðingjum hollustu og undirgefni. Fram á 19. öld neyttu rássneskir bændur salts og brauðs til að tákna aðalsmönnum hollustu sína. Árið 1902 var Kristján Danaprins (síðar Kristján kon- ungur tiundi) á ferð í Árósum. Þar færðu Jótar honum að forn um sið salt og brauð. — í Austurlöndum var það snemma alsiða að strá salti á fórnir, og barst venjan þaðan til Grikkja og Rómverja. Stund um var vín, brauð og viðsmjör látið á fórnirnar ásamt saltinu. „Sérhver fóm á að saltast með salti“ segir Kristur. 1 fram- haldi af því segir hann: „Saltið er gott, en láti það kraft sinn, með hverju viljið þér þá selta það? Haldið seltunni í yður, og verið samlyndir innbyrðis." Að baki þessu er bæði hugmymdin um saltsáttmálann og sú hug- mynd, að undrakraftur búi í saltinu. Af þessu er svo dregið orðatiltækið salt jarðar, sem hefur verið mikið notað allt frá dögum Biblíunnar til vorra daga. Með fomaldarþjóðunum var það algengt að strá salti á ný- fædd börn. Var það hreinsun- ar.icaöfn og til varraar gegn ill- um öndum. Þettá virðist hafa verið alsiða með Gyðingum og goðgá að láta það undir höfuð leggjast (Sbr. Esekiels bók). Víða um Evrópu hefur það ver ið algengt fram á vora daga að láta saltkom á tungu ný- fæddra barna, og er það eflaust í tengslum við hina fornu siði Austurlandabúa. Annars bendir margt til þess, að snemma hafi eiranig verið helgi á salti með Fom-Germönum. Hugmyndirnar um helgi salts ins bárust inn í kristnina, senni lega aðallega frá Gyðingum. Vígt salt (sal sacerdotale) var notað við skímarathafnir krist- inna mantna og þegar heiðingj- ar tóku kristna trú. Það var í fullu samræmi við fomar hefð ir kirkjunnar, að heiðingjarnir, sem tóku kristni á Alþingi árið 1000 fengu salt til merkis um siðaskiptin. „Gömlum kennum vér nú goðanum að geifla á saltinu“ sagði Hjalti Skeggja- son þá um Runólf goða i Dal 1 sambandi við helgi saltsin fékk saltkerið einnig helgí ? sig. Með Rómverjum voru salt- kerin talin heilagir gripir. og saltker heldri manna þar voru oft mjög skrautleg, úr gulli eða silfri. Saltkerið varð tákn heim ilis og fjölskyldu og helgi þess blandaðist forfeðradýrkun og trú á búálfu. SALTIÐ I ÞJÓÐTRtíNNI Helgi saltsins í hinum æðri trúarbrögðum hefur borizt inn í alþýðutrúna á marga vegu, og stundum hafa hugmyndirnar afbakazt ýmislega. Víða er tals verður tvískinnungur í þjóð- trúnni í sambandi við saltið. Oft er það talið heilagt og gott til verndar gegn illum öfl- um, en jafnhliða þessu koma fram aðrar verri hliðar á salt- inu. Vera má, að þær standi í sambandi við hina niðrandi merkir.igu latínunnar í salsus, en annars voru víða til í fom- eskju hugmyndir um hættulegt eðli saltsins, sbr. söguna um konu Lots, sem varð að salt- Btólpa. Gömul mun sú hug- mynd vera, að ef salti er kast- að á menn komi á þá herfjöt- ur, svo að þeir komist ekki úr sporunum. Var þettá ráð stund um notað á miðöldum, þegar verið var að elta flóttamenn. Náskyld þessu er hugmyndin um að auðvelt sé að ná fugl- um, ef salti er varpað á stél þeirra. Sú trá er enn útbreidd. H 1 BYLAPRYÐ I g Höfum opnað nýja húsgagnaverzlun að Hallarmúla, Reykjavík Meðal aiþýóu í Evrópu hefur salt til skamms tíma verið not- að í varnargaldri gegn illum öndum og svartagaldri. Það var oft notað við sáralækningar, menn trúðu þvi að ekki kæmi drep í sár, ef salti væri stráð í þau. Senniilega hefur þessi að- ferð valdið mörgum mönnum ó- bærilegum kvölum, en sennilega hefur árangurinn ekki orðið að sama skapi, þegar lækna skyldi sárin. Salt er stundum notað í sam bandi viö alþýðuspár. Ungar stúlkur í sveitum Þýzkalands nota stundum saltspár. Á að- faranótt Valborgarmessu setja þær þrjár fingurbjargir með salti í svefnherbergisgluggann sinn. Ef ein fingurbjörgin er oltin á hliðina að morgni gift- ist stúlkan á næsta ári, ef tvær eru dottnar giftist hún að vísu á árinu, en missir manninn fljótlega, en ef allar þrjár fing urbjargirnar eru oltnar um koll að morgni, deyr stúlkan á næsta ári. Víðar í þjóðtrúnni er saltið sett í samband við feigð. Þessu veldur sennilega hinn hvíti eða grái litur þess, en þetta era oft taldir litir feigðar og dauða. Ólafur Hansson. Tveir vinir hittust að mörg- um árum liðnum. — Hefur þú heyrt þetta ur£* hann Bill? — Nei, hvað hefur hent hann? — Hann dtttt niður dauður fyrir utan bjórkrá. — Var hann að fara inn eða koipa út? — Hann var að fara inn. — Hvaða bölvuð óheppni. I einhverju glæsilegasta húsnæði landsins bjóðum vér yður fjölbreytt úrval hverskyns hús- gagna og heimilistækja frá helztu framleiðendum landsins. Lítið inn hjú okkur óður en þér festið kaup annars sfaðar eru híbýlaprýði I I H I BYLAPR Iiallarmúla — Sími 38177 I I

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.