Morgunblaðið - 09.06.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.06.2005, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Reykjavíkur – býður upp á alþjóðlegan matseðil úr íslenskum gæðahráefnum Nýtt viðmið – nýr bar og veitingastaður í hjarta Salt Lounge Bar & Restaurant Pósthússtræti 2, 101 Reykjavík, sími 599 1000, fax 599 1001 OP NU M 10 . JÚ NÍ 4% FYRIR 7 MILLJARÐA Burðarás er orðinn þriðji stærsti hluthafinn í Íslandsbanka með 7,46% en hann keypti 4% hlut af Arki ehf. á rúma sjö milljarða. Landsbankinn á meirihluta í Burð- arási. Heimta áfram afslátt Bretar eru staðráðnir í að fá áfram afslátt af greiðslum í sameig- inlega sjóði Evrópusambandsins. Nú er gerð úrslitatilraun til að ná samkomulagi um fjárlög ESB og segir Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, að Bretar verði að sætta sig við málamiðlun. Síldin 50 mílur frá landi Norsk-íslenska síldin veiddist í 50 mílna fjarlægð frá Neskaupstað í gær en hún hefur ekki komið svo nálægt landi í verulegu magni í tæp fjörutíu ár. Þetta getur haft áhrif á samningaviðræður við Norðmenn sem hafa krafist stærri hlutdeildar í norsk-íslenska stofninum á þeim forsendum að síldin haldi sig að mestu leyti í norskri lögsögu. Mannfall í Addis Ababa Hörð átök urðu í gær milli lög- reglu og stjórnarandstöðu í Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu og féllu 22. Ekki hafa verið birtar niður- stöður þingkosninga nýverið og segja stjórnarandstæðingar að beitt hafi verið kosningasvindli. Mega taka uppgreiðslugjald Lánastofnanir mega innheimta uppgreiðslugjald þegar neytendalán eru greidd upp einhvern tíma á lánstímanum. Þetta er ákvörðun Samkeppnisráðs en Neytenda- samtökin og Alþýðusamband Ís- lands skutu þessu máli til ráðsins sl. haust. Y f i r l i t Í dag Fréttaskýring 8 Viðhorf 30 Úr verinu 12 Umræðan 30/33 Erlent 16/17 Bréf 33 Minn staður 18 Minningar 34/40 Höfuðborgin 20 Myndasögur 41 Landið 20 Dagbók 44/47 Akureyri 21 Staður og stund 46 Austurland 21 Leikhús 48 Daglegt líf 22 Bíó 50/53 Neytendur 24/25 Ljósvakamiðlar 54 Menning 26, 48/53 Veður 55 Forystugrein 28 Staksteinar 55 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                  ! " # $ %      &         '() * +,,,                               MEÐ ÞVÍ að fallast á kröfur kærenda í máli Sparisjóðs Hóla- hrepps, er ekki verið að við- urkenna sök í málinu, heldur er verið að reyna að ná sátt innan sjóðsins, að sögn Jóns Eðvalds Friðrikssonar, varaformanns sjóðsstjórnar. Í málflutningi fyrir héraðs- dómi í fyrradag féllst lögmaður stjórnar sjóðsins á kröfur kær- enda, sem snúa meðal annars að því að stofnfjárfundur frá því í nóvember á síðasta ári hafi ver- ið ólögmætur. Jón segir málaferlin og málið í heild hafa lamandi áhrif á starfsemi sjóðsins og því vilji menn breyta, enda hafi sjóð- urinn ekki bolmagn til að standa í löngum málaferlum. Stofnfjárfundur verður hald- inn 23. júní nk. og segist Jón ekki trúa öðru en að sættir ná- ist í málinu fyrir þann tíma. Enn sé of snemmt að segja til um hvort samstaða náist meðal deiluaðila um að bjóða fram sameiginlegan lista til stjórnar sjóðsins. Segir hann viðræður milli deiluaðila ekki standa yfir. Hins vegar sé gott samkomulag inn- an stjórnar. Fallist á kröfur til að ná sátt Sparisjóður Hólahrepps ÞÓ að það sé gaman að spila golf getur það líka verið erfitt, sérstaklega ef stórir kríuhópar sveima yfir með tilheyrandi gargi og hættulegu lágflugi, svo ekki sé talað um einstaka gogg í haus. Óvíða er návígi golfara og kría meira en á golfvellinum á Seltjarnarnesi þar sem þessi mynd var tekin í gær. Sambúðin er vissulega stormasöm en flestir sleppa þó ómeiddir, bæði menn og kríur. Morgunblaðið/Ómar Varasamt lágflug yfir golfvellinum FJÁRLAGANEFND Alþingis lauk umfjöllun sinni um sölu rík- isbankanna í gær eftir tæplega sjö klukkustunda fund. Lúðvík Bergvinsson, þingmað- ur Samfylkingarinnar, segir tengsl Halldórs Ásgrímssonar, forsætisráðherra, við fyrirtæki sem komu að sölu Búnaðarbank- ans og hugsanlegt vanhæfi hans í málinu hafa mikið verið rædd á fundinum og segir hann að stjórn- arandstaðan muni skoða hvort óskað verði eftir því að kalla sam- an Alþingi vegna málsins. Starfsmenn einkavæðingar- nefndar og ríkisendurskoðandi komu fyrir nefndina í gær. Magnús Stefánsson, formaður fjárlaganefndar, sagði að allar upplýsingar sem máli skiptu hefðu komið fram. „Við teljum að það sé búið að svara þeim spurn- ingum og upplýsa um þau mál sem menn vildu fá upplýsingar um. Það var markmið okkar að þetta yrði upplýst umræða og menn fengju glögga mynd af mál- inu og það er okkar mat að svo sé,“ sagði Magnús. Losarabragur á framkvæmd Aðspurður hvaða atriði þörfn- uðust frekari skýringar, sagði Lúðvík ljóst að losarabragur hefði verið á allri framkvæmdinni. Hann segir framkvæmdanefnd um einkavæðingu hafa fengið sent bréf þar sem ekki hafi komið fram réttar upplýsingar um eignarhald á félaginu Hesteyri. „Það kemur ekki fram að Skinney-Þinganes sé 50% eigandi [í Hesteyri] í bréfi sem einkavæð- ingarnefnd er sent 2. september,“ sagði Lúðvík og benti á að Hest- eyri hefði á þessum tíma verið stærsti einstaki eignaraðilinn að Keri, sem var hluti af S-hópnum sem keypti stóran hlut í Búnaðar- bankanum, en Halldór Ásgríms- son á lítinn hlut í Skinney-Þinga- nesi. Lúðvík sagði Hesteyrarsam- setninguna hafa orðið til 16. ágúst og bætti við að kanna þyrfti sér- staklega hvort þau tengsl kynnu að gera það að verkum að Halldór Ásgrímsson væri vanhæfur til þess að fjalla um málið. „Um það er ekki hægt að fullyrða á þessu stigi og við vöktum athygli á því að það væri afar óþægilegt að ljúka málinu með þetta upp í loft,“ sagði Lúðvík, sem telur að eins og málið líti út núna bendi allt til þess að forsætisráðherra hafi verið beggja vegna borðsins við sölu ríkisbankanna. Fjárlaganefnd lauk umfjöllun um sölu bankanna Mikill ágreiningur um lyktir málsins Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is MEÐ Morgunblaðinu í dag fylgir nýtt blað, Málið, sem er ætlað ungu fólki. Blaðið er samstarfsverkefni Morgunblaðsins, Símans og Skjás 1 og á að koma út á fimmtudögum í sumar. Umsjónarmenn blaðsins eru tveir, Elínrós Líndal og Sigurður Pálmi Sig- urbjörnsson, en auk þeirra leggur fjöl- margt ungt fólk hönd á plóginn við skrif. Hönnuðir blaðsins eru þrír nemendur í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands, Hörður Lárusson, Siggi Orri Thorhann- esson og Sól Hrafnsdóttir. Í Málinu er að finna létt dægurmál í bland við viðtöl, pistla og greinar. Þau Elín- rós og Sigurður Pálmi segjast hafa fulla trú á því að það sé pláss fyrir enn eitt blaðið á markaðnum. „Þessi hópur er einn stærsti neysluhópurinn í samfélaginu og fríblað sem þetta á tvímælalaust erindi til ungs fólks. Það er einungis ungt fólk sem kemur að hönnun og skrifum sem gefur því þá tækifæri til að hafa áhrif á það sem ungu fólki er boðið upp á í sumar.“ Málið fylgir Morgunblaðinu til allra áskrifenda blaðsins um allt land en auk þess er Málinu dreift víðar, í kaffihús, tískuverslanir, hljómplötubúðir, mynd- bandaleigur og aðra staði sem ungt fólk sækir hvað tíðast. Þar verður hægt að nálg- ast frítt eintak af Málinu meðan birgðir endast. Forsíðuviðtal fyrsta tölublaðsins er við þá félaga Björn Hlyn Haraldsson og Gael Garcia Bernal, en þeir eru um þessar mundir í London að setja á svið Blóð- brullaup eftir Federico Garcia Lorca. Bernal vakti verulega athygli í kvikmynd- inni „The Motorcycle Diaries“ þar sem hann fór með hlutverk Che Guevara og al- mennt er búist við að hans bíði gifturíkur ferill í heimi kvikmyndanna, þó ekki hafi hann miklar mætur á Hollywoodfram- leiðslu þegar kvikmyndir eru annars vegar. Morgunblaðið/Júlíus Umsjónarmenn Málsins, Elínrós Líndal og Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson, með eitt af fyrstu eintökunum af blaðinu. Málið er nýtt blað fyrir ungt fólk Samstarf Morgunblaðs- ins, Símans og Skjás 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.