Morgunblaðið - 09.06.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.06.2005, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR DRÖG að samkomulagi liggja fyrir milli Alcoa, iðnaðarráðuneytisins, Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Ak- ureyrarbæjar og Húsavíkurkaup- staðar um rannsóknir í tengslum við byggingu álvers á Norðurlandi. Drögin komu til umræðu á nýlegum fundi sveitarstjórnar Skagafjarðar og kom aftur upp ósætti sem verið hefur innan meirihlutans. Bæjarráð Húsavíkur mun fjalla um samkomulagsdrögin á fundi sín- um í dag og reiknar Reinhard Reyn- isson bæjarstjóri með því að drögin verði samþykkt athugasemdalaust. Sjálfstæðismenn og Vinstri græn- ir mynda meirihlutann í Skagafirði og eins og komið hefur fram í Morg- unblaðinu hefur sundurþykkja ríkt vegna skipulagsmála fyrir virkjun fallvatna í héraðinu. Þegar drögin að samkomulaginu við Alcoa komu fyrir sveitarstjórn lagði Ársæll Guð- mundsson sveitarstjóri til frestun á afgreiðslu málsins, en hann er fulltrúi Vinstri grænna í sveitar- stjórninni. Vildi Ársæll frestun þar sem umbeðnar upplýsingar um sam- komulagið höfðu ekki borist frá iðn- aðarráðuneytinu. Tillaga hans var felld með sjö atkvæðum, m.a. frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins í meirihlutanum. Einn fulltrúa flokksins, Ásdís Guðmundsdóttir, lagði fram bókun þar sem hún lagði áherslu á mikil- vægi þess að Skagfirðingar tækju þátt í þeirri vinnu sem framundan væri hjá iðnaðarráðuneytinu varð- andi hugsanlega staðsetningu álvers á Norðurlandi. Hluti af því væri að samþykkja fyrirliggjandi samkomu- lag. Framsóknarmenn í minnihlut- anum lögðu fram bókun þar sem þeir sögðust styðja samkomulagið. Skagfirðingar „vélaðir“ til að skrifa undir Bjarni Jónsson, annar fulltrúi Vinstri grænna í meirihlutanum, lagði fram bókun þar sem segir með- al annars: „Telja verður mjög óraun- hæft að ætla að Skagafjörður sé inni í myndinni varðandi staðarval á ál- veri og áhugi á því lítill í héraði. Til- gangur þessa samkomulags, sem nú er reynt að véla Skagfirðinga til að skrifa undir, er því að auðvelda að- ilum, er nú keppa um virkjanarétt í Skagafirði, að fá aðgang að orkuauð- lindum héraðsins, sem nýttar yrðu austan Tröllaskaga eða í fjarlægum landshlutum, til lítilla hagsbóta en óbætanlegs tjóns fyrir Skagfirðinga. Það að skrifa undir þann samning, sem iðnaðarráðherra hefur lagt fyrir Sveitarstjórn Skagafjarðar, fæli í sér trúnaðarbrest gagnvart íbúum hér- aðsins.“ Kristján Þór Júlíusson, bæjar- stjóri á Akureyri, segir bæjaryfir- völd þar ekki hafa séð ástæðu til að fjalla sérstaklega um samkomulags- drögin. Hann hafi ásamt formanni bæjarráðs gert athugasemdir við fyrstu drög en síðan hafi næstu drög ekki litið dagsins ljós. Á meðan sé ástæðulaust fyrir bæjarstjórn að fjalla um málið, eða þar til eitthvert plagg liggi nánar fyrir. Sveitarfélög á Norðurlandi fjalla um drög að samkomulagi við Alcoa Ósætti um álver innan meirihlutans í Skagafirði RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á fundi sínum í gær að veita tvær milljónir króna til frumrannsókna á jarðhita á Diskóeyju við Græn- land, en samstarfssamningur er á milli Íslands og Grænlands um samvinnu á sviði orkumála. Forsaga málsins er sú að stjórn- völdum hér barst erindi frá bæjarstjóra Góðhafnar á Diskó- eyju vegna nokkurra volgra sem þar eru, en þær hafa ekki verið rannsakaðar með tilliti til nýt- ingar jarðhita. Í framhaldinu var Íslenskum orkurannsóknum, ÍSOR, falið að vinna rannsóknar- og kostnaðaráætlun vegna jarð- fræðikortlagningar svæðisins og nauðsynlegra efnafræðirannsókna á volgrunum og mun sérfræð- ingur fara til eyjarinnar síðla sumars til að framkvæma þessar rannsóknir. Fé til að rann- saka jarðhita á Diskóeyju VORBOÐINN ljúfi hefur hreiðrað makindalega um sig í gluggakistu hjá Sigríði Rósu Kristinsdóttur á Eskifirði og virðist allra síst vera á förum. Sigríður sá þröstinn tvisvar sinnum fljúga í átt að húsi sínu án þess að hún gerði sér grein fyrir því hvert hann væri að fara. Þegar hún leit fyrir hornið sá hún strá standa út úr glugga á herbergi sem ekkert er notað, a.m.k. ekki af mönnum. Þegar betur var að gáð kom í ljós hið myndarlegasta hreiður í gluggakistunni. Þrösturinn getur vonandi látið fara vel um sig í mannlausu her- berginu og hver veit nema fjölgi í hreiðrinu á næstu vikum. Hreiður í mannlausu herbergi Sigríður Rósa Kristinsdóttir virðir fyrir sér hreiður þrastarins. Þrösturinn hefur komið sér mak- indalega fyrir í gluggakistunni. TÆPLEGA tvítugur piltur hefur verið ákærður fyrir að stela úr veski 73 ára konu, reyna að ræna 75 ára konu og bíta í handlegg lögreglukonu. Ákæran var þing- fest í gær og tók pilturinn sér frest til að taka afstöðu til ákær- unnar. Samkvæmt ákærunni stal hann 6.000 krónum úr veski konunnar í október 2003. Um tveimur mán- uðum síðar, 22. desember, gerði hann tilraun til ráns með því að veitast að 75 ára gamalli konu til móts við Melabúðina við Hofs- vallagötu og rífa í handveski henn- ar. Konan streittist á móti og sló hann hana þá höggi í ennið með þeim afleiðingum að konan féll í götuna. Pilturinn lét sig hverfa af vettvangi þegar vegfarandi kallaði til hans. Af atlögunni hlaut konan þrota á enni og mar á nefrót. Hann er einnig ákærður fyrir að hafa í fangaklefa bitið í handlegg lögreglukonu sem þar var að sinna skyldustörfum sínum. Ákærður fyrir að stela úr veski og bíta í handlegg FLUGFÉLÖG verða sektuð um jafnvirði ríflega 200.000 króna ef þau flytja farþega til Bandaríkj- anna sem ekki hafa tölvutæk vega- bréf, frá og með 26. júní. Þetta gildir fyrir flugfélög sem flytja ferðamenn sem ekki þurfa vega- bréfsáritun til að komast inn í Bandaríkin en í þeim hópi er Ís- land. Að sögn Guðjóns Arngrímsson- ar eru vegabréf farþega til Banda- ríkjanna athuguð við innritun, við Schengen-hlið í flugstöðinni og aftur við innritun í flugvélina. Þetta eftirlit eigi að duga og ekki sé ætlunin að bæta við. Hann segir að fyrst eftir að Bandaríkjamenn gerðu kröfu um tölvutæk vegabréf hafi nokkrir farþegar ákveðið að láta á það reyna hvort þeir kæm- ust inn í landið. Slíkt geri menn þó aðeins einu sinni því þó þeim hafi á endanum verið hleypt inn í landið hafi þeir verið yfirheyrðir og tafist um 3–4 klukkustundir. Heimavarnar- ráðuneyti Bandaríkjanna stendur nú fyrir átaki til að minna ferðamenn á að þeir þurfi tölvutæk vegabréf til að komast inn í landið. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að hver sá sem kemur með vegabréf sem ekki uppfyllir kröfur stjórnvalda geti ekki búist við að verða hleypt inn í landið. Ef fólki tekst ekki að útvega nýtt vegabréf getur það í staðinn sótt um vegabréfsáritun hjá bandarísku sendiráði. Há sekt ef vegabréfið er ekki tölvutækt FÓLKSBÍLL stórskemmdist þegar hjól undan vörubílsvagni skall á honum á móts við Langstaði í Fló- anum í gær. Að sögn lögreglunnar á Selfossi losnuðu tvö hjól undan vagninum á ferð og rúlluðu hratt eftir Suðurlandsvegi. Annað skopp- aði fljótlega út í móa en hitt hélst á veginum. Hjólið skall fyrst á vél- arhlíf bílsins og síðan á þakinu og braut m.a. framrúðuna. Ökumann- inn sakaði ekki. Hjól skoppaði á bíl og skemmdi FIMM tilboð bárust í röramöstur fyrir Fljótsdalslínur 3 og 4 og voru þau frá fimm erlendum fyrirtækjum og öll undir kostnaðaráætlun. Lægsta boð átti tyrkneska fyrirtæk- ið Mitas, rúmlega 361 milljón króna en kostnaðaráætlun hljóðar upp á liðlega 736 milljónir. Landsnet yfir- fer nú tilboðin. Raforka frá Kárahnjúkavirkjun verður flutt að álveri Fjarðaáls við Reyðarfjörð með tveimur línum, Fljótsdalslínum 3 og 4, sem byggðar eru fyrir 420 kV en verða reknar á 220 kV. Þær verða lagðar samsíða að mestu um þrjú sveitarfélög, þ.e. Fljótsdalshrepp, Fljótsdalshérað og Fjarðabyggð. Fljótsdalslína 3 verð- ur 49,5 km löng með 159 möstrum, Fljótsdalslína 4 verður 53 km löng með 166 möstrum. Hæð mastra verður á bilinu 20–37 metrar með 26 metra langri þverslá. Framkvæmdakostnaður við sjálf- ar línulagnirnar er áætlaður um 4,4 milljarðar króna á verðlagi í byrjun árs 2004. Þar við bætast um 3 millj- arðar króna vegna tengivirkis í Fljótsdal og 1,2 milljarðar vegna tengingar við byggðalínur og styrk- ingu á hinu almenna raforkuflutn- ingskerfi á Austurlandi. Flutnings- virki vegna Fjarðaáls koma því til með að kosta alls tæpa 9 milljarða króna. Tyrkir áttu lægsta tilboðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.