Morgunblaðið - 09.06.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.06.2005, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hin öra þróun ígeymslu og flutn-ingi á stafrænu formi er komin á það stig að nú er hægt að miðla út- sendingum sjónvarps í gegnum Netið. Þessi breyting á dreifingarleið- inni hefur þó víðtækari áhrif en að gera loftnet og gervihnetti úrelt. Í sam- antekt um hina nýju tækni, sem birtist í síðasta tölublaði Newsweek, segir að hin stafræna miðlun sé fyrsta grundvallarbreyt- ingin á sjónvarpsiðnaðin- um frá upphafi útsendinga 1946. Stafrænt sjónvarp þýðir einnig breytingu á framleiðslu sjón- varpsefnis og hvernig við munum haga sjónvarpsáhorfi okkar í framtíðinni. Að sögn Þorsteins Baldurs Friðrikssonar, markaðs- stjóra Hive, er nettengingin sem það býður upp á orðin það öflug að um eina línu verður á sama tíma hægt að vafra um á Netinu, tala í símann og horfa á sjónvarp. Síminn og Íslenska sjónvarps- félagið annars vegar og D3 og BT-net hins vegar, hyggjast öll bjóða upp á sams konar þjónustu. Það er ekki einfalt mál að átta sig á þeirri tækni sem býr að baki þessari fyrirhuguðu byltingu. Leiðirnar sem fyrirtækin bjóða upp á eru ólíkar. Hive og BT-net ætla að senda efni í gegnum tölv- una, Síminn og Íslenska sjón- varpsfélagið hins vegar beint í sjónvarpið og Orkuveita Reykja- víkur hyggst nota ljósleiðarakerf- ið í sinni dreifingu. Erlendis hafa menn notað skammstöfunina IPTV til að ná utan um allar þess- ar ólíku lausnir og liggur beint við að nota íslenska orðið netsjónvarp í sama tilgangi. Í grundvallarat- riðum er þjónustan hin sama, þ.e. boðið verður upp á gagnvirkt sjónvarp Gagnvirkt áhorf Stærsta breytingin sem net- sjónvarpið mun hafa í för með sér er hið gagnvirka áhorf. Áhorfand- inn getur valið hvernig hann hag- ar sjónvarpsdagskránni, hvar og hvenær hann vill horfa. Með því að ýta á hnapp getur hann haft tvær eða fleiri útsendingar í einu á skjánum; á meðan hann horfir á fréttir getur hann fylgst með í enska boltanum í einu horninu og útsendingu frá Alþingi í öðru. Á einfaldan hátt verður hægt að taka upp sjónvarpsdagskrána og mögulegt að ráða frá hvaða sjón- arhorni maður vill horfa á tiltekið efni. Ef þér líst vel á fötin sem kvikmyndastjarnan klæðist á skjánum þá verður mögulegt að panta þau samstundis um Netið. Þetta er hluti af þeirri framtíð- arsýn sem netsjónvarpið gerir mögulega en til að byrja með verða valkostirnir eitthvað tak- markaðri. Að sögn Magnúsar Ragnarssonar, framkvæmda- stjóra Íslenska sjónvarpsfélags- ins, verður boðin tvenns konar þjónusta í því umhverfi sem þar er verið að koma á laggirnar. Annars vegar verður hægt að sækja kvikmyndir í efnisveituna, rétt eins og á myndbandaleigu. Myndin verður á svipuðu verði og neytandinn hefur aðgang að henni í sólarhring. Hins vegar hafa þeir hug á að bjóða upp á áskrift þar sem mönnum gefst kostur á að haga dagskránni á þann veg sem þá lystir. „Ef þitt sjónvarpskvöld er á fimmtudögum þá geturðu raðað upp þinni eigin dagskrá það kvöldið og horft á þína uppáhalds- þætti,“ segir Magnús. Morgunblaðið náði tali af Þór- oddi Stefánssyni, einum af stofn- endum Bónusvideo og talmanni fyrirtækisins. Aðspurður sagðist Þóroddur ekki hafa miklar áhyggjur af því að myndbanda- leigur verði úreltar í kjölfar þess- arar þróunar. Leigurnar munu fá nýjustu myndirnar fyrr í hend- urnar en netveiturnar og geta boðið upp á fjölbreyttari þjónustu í leiðinni. Samkeppnin á þessum markaði hefur aukist ár frá ári, með tilkomu Netsins, tölvuleikja, fleiri sjónvarpsrása o.s.frv. en leigan hefur ekki farið minnkandi á þessum tíma. „Það er engin ástæða til að ætla að sú verði raunin nú,“ sagði Þóroddur. Flöskuháls hjá framleiðendum Eins og áður sagði eru engar tæknilegar fyrirstöður fyrir því að netsjónvarpið geti orðið að veruleika ásamt þeim ótal mögu- leikum sem stafræna formið býð- ur upp á. Ástæðan fyrir því að við eru ekki enn farin að horfa á net- sjónvarp er sú að stóru framleið- endurnir og dreifingarfyrirtækin hafa haldið að sér höndum. Að sögn Stefáns Hjörleifssonar, framkvæmdastjóra D3, hika menn í ljósi reynslunnar af því þegar tónlist komst á stafrænt form og fór á Netið. Sjónvarp hvar sem er, hvenær sem er, hljómar vel í eyrum neytandans en framleiðendur hafa ástæðu til að óttast. Fjölföldun á stafrænu efni er auðveld og fljótleg þannig menn sjá fyrir sér að sjóræningja- útgáfur gætu átt blómlega tíð í vændum. Kvikmyndaveiturnar þurfa því að uppfylla ströng skil- yrði til að ná samningum við stóru dreifingaraðilana og stendur sú samningagerð yfir um þessar mundir. Fréttaskýring | Kvikmyndaveitur í sjón- varpi og á Netinu handan við hornið Horft gegnum Netið í haust Fyrsta allsherjarbreytingin á sjón- varpsiðnaðinum frá upphafi útsendinga Sækja kvikmyndir rétt eins og á vídeóleigu. Myndbandaleigur óttast ekki hina nýju samkeppni  Kvikmyndaveiturnar munu veita sams konar þjónustu og myndbandleigurnar gera nú. Spurningin sem vaknar er hvort hin nýja þjónusta muni ekki gera hina gömlu úrelta. Þóroddur Stefánsson, talsmaður Bónus- video, telur aftur á móti enga ástæðu til að ætla að mynd- bandaleigurnar muni líða undir lok. Þær muni hafa ákveðið for- skot á netveiturnar og hafa stað- ið af sér samkeppni áður. Eftir Kristján Torfa Einarsson kte@mbl.is LEIKSKÓLABÖRN í Garðabæ fögnuðu ákaft þegar hinn eini sanni Íþróttaálfur úr Latabæ mætti nýverið til leiks í hátíðarsal Hofsstaðaskóla í Garðabæ. Stemn- ingin óx stig af stigi meðal barnanna á meðan Íþrótta- álfurinn fékk þau til þess að hreyfa sig með hoppum, dansi og snúningum eins og honum er einum lagið. Með Íþróttaálfinum í för voru blaðamenn frá suður- amerískum fjölmiðlum sem voru komnir hingað til lands gagngert til að kynna sér Latabæ á Íslandi. Þeg- ar er byrjað að sýna Latabæ í Suður-Ameríku, þ.á m. Brasilíu, Argentínu, Mexíkó og Kólumbíu en blaða- mennirnir komu frá ofangreindum löndum. Þeir blaða- menn sem rætt var við sögðust hrífast mjög af hug- myndinni og aðspurðir sögðust þeir vera komnir hingað til lands til þess að kynna sér það starf sem Magnús Scheving, íþróttaálfur og maðurinn á bak við Latabæ, hefur unnið á Íslandi. „Þetta er frábær leið til þess að kynna Ísland,“ sagði blaðakona frá Argentínu og hélt áfram „Hann [Magnús] er ótrúlegur, en hann hættir aldrei og hann nær mjög vel til barnanna.“ Að- spurð sagði hún þættina hafa náð miklum vinsældum þar í landi. Að sögn fulltrúa frá sjónvarpsstöðinni Discovery Kids er mikill áhugi á Latabæ en sjónvarpstöðin nær til um 13 milljón heimila í álfunni, sem eru með börn á aldrinum tveggja til fimm ára, en þættirnir hafa verið þýddir á spænsku og portúgölsku. Sagði hann að mikl- ar vonir væru bundnar við þáttinn. Magnús segist langt í frá hafa lagt árar í bát. Hann á von á þýskum fjölmiðlamönnum hingað til lands innan nokkurra vikna sem ætla að kynna sér starfið hér og svo verður haldið áfram og farið til Bandaríkjanna. Þar mun Latibær ferðast á milli borga og taka þátt í heilsu- átaki fyrir börn sem kallast „Powerplay Summer“. Morgunblaðið/Jim Smart Sýndi leikskólabörnum listir sínar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.