Morgunblaðið - 09.06.2005, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.06.2005, Blaðsíða 10
KOSNINGAR um deiliskipulag Hrólfsskálamels og Suðurstrandar á Seltjarnarnesi verða hinn 25. júní nk., en hægt hefur verið að greiða at- kvæði utan kjörfundar frá því á mánudag. Hópur íbúa lýsir furðu sinni á að kosning hefjist áður en til- lögurnar sem kosið er um eru kynnt- ar. Rýnihópur með 12 íbúum hefur verið starfandi á Seltjarnarnesi frá því í janúar til þess m.a. að fjalla um þær tillögur sem kjósa á um, og gagn- rýnir Þór Whitehead, félagi í Áhuga- hópi um betri byggð, hversu lítinn tíma rýnihópurinn hafi fengið til þess að skoða aðra af tveimur tillögum sem kosið er á milli. Rýnihópurinn hafi fjallað allýtar- lega um hugmynd byggða á verulega breyttri tillögu um byggð við Suður- strönd sem meirihluti bæjarstjórnar kynnti í vetur, en Skipulagsstofnun ríkisins gagnrýndi málsmeðferð við framsetningu þeirrar tillögu eins og hún leit út í upphafi. Í framhaldi þess var orðið við kröfum Áhugahóps um betri byggð og ákveðið að leggja fram tvo kosti í kosningum meðal íbúa. „Undir lok vinnunnar í rýnihópn- um, rétt áður en starfi hans var slitið, kom loksins fram annar kostur. Það er einmitt það sem við erum búin að vera að krefjast allan tímann, að það komi fram valkostur við tillögu bæj- arstjórnarmeirihlutans. Rýnihópur- inn fékk fimm daga til þess að fjalla um þennan valkost og skildi við hann þannig að athugasemdir voru gerðar við hugmyndirnar og kosturinn sett- ur áfram í vinnslu hjá arkitektum,“ segir Þór. Lýsingar lágu ekki fyrir „Síðan er efnt til kosninga hér á mánudaginn án þess að úr þessu hafi verið unnið fyllilega. Í raun má segja að hvorugur kosturinn hafi verið kynntur íbúum. Ég fór sjálfur og ætl- aði að greiða atkvæði utankjörstaðar og bað um að fá að sjá lýsingarnar á þessu skipulagi, en þær lágu ekki fyr- ir. [...] Það er sem sagt gengið til kosninga hér í bænum um kosti sem ekki liggja fyllilega fyrir, og annar þeirra er ekki fullmótaður,“ segir Þór. Áhugahópur um betri byggð var mjög á móti þeim tillögum að deili- skipulagi sem meirihluti bæjarstjórn- ar lagði fram upphaflega, og er ekki sáttur við þá tillögu þrátt fyrir breyt- ingar m.a. vegna þess að þar er gert ráð fyrir því að flytja knattspyrnuvöll af Suðurströnd yfir í þrengsli á Hrólfsskálamel fyrir framan hús aldraðra. Þar myndi völlurinn auk þess standa í vegi fyrir eðlilegri þró- un á þessu miðlæga svæði, segir Þór. Hann segir að vonir standi til þess að síðari valkosturinn verði þannig að hann sé ásættanlegur, og málið þar með að færast í rétta átt til þess að bæjarbúar geti valið á milli tveggja kosta. „En hvað sem líður ágöllum á framkvæmd kosninganna, þá fögnum við í áhugahópnum því mjög að bæj- arstjóri skyldi verða við kröfu okkar um að þær færu fram. Við erum að vona að frá og með morgundeginum liggi loks fyrir tveir skýrir kostir, sem bæjarbúar geti valið á milli með lýð- ræðislegum hætti og sett þannig nið- ur langvarandi deilur um skipulags- málin,“ segir Þór. Rýnihópi sýnd kynningargögn í gærkvöldi Tillögurnar tvær eru fullunnar að sögn Jónmundar Guðmarssonar, bæjarstjóra á Seltjarnarnesi, og ekk- ert því til fyrirstöðu að kjósa um þær. Hann segir að skipulagsnefnd bæjar- ins hafi haft það verkefni með hönd- um að gera kynningargögnin fyrir kosningarnar. Lögð hafi verið fram gögn á fundi nefndarinnar í fyrradag, og svo haldinn fundur með rýnihópn- um í gærkvöldi til þess að gefa hópn- um færi á því að sjá gögnin. Fullbúin gögn verði því tilbúin í dag, og dreift til íbúa á föstudag og laugardag. Spurður hvort eðlilegt sé að hægt sé að greiða atkvæði utan kjörstaðar um tillögur sem ekki hafa verið kynntar segir Jónmundur að á kjör- seðlinum standi hvað um sé að ræða, staðsetning vallarins og heildarbygg- ingarmagn beggja kosta. „Bæjarstjórnin er búin að ákveða um hvað á að greiða atkvæði og það er áratuga hefð fyrir því að utankjör- staðaratkvæðagreiðslur, til dæmis í alþingiskosningum, fara fram áður en búið er að velja á framboðslista,“ seg- ir Pétur Kjartansson, formaður yfir- kjörstjórnar Seltjarnarneskaupstað- ar. Fjórir greitt atkvæði Hann segir það liggja klárt fyrir um hvað eigi að kjósa, bæjarstjórnin hafi afgreitt tvær tillögur til kjör- stjórnarinnar, og það sé ekki hlutverk kjörstjórnar að sjá um kynningarmál, heldur einungis að framkvæma kosn- ingarnar lögum samkvæmt. Um miðjan dag í gær höfðu ein- ungis fjórir greitt atkvæði utan kjör- staðar, að sögn Péturs. Hann segir að þeir sem greiði atkvæði utan kjör- fundar geti engu að síður kosið á kjör- dag, og þar með fellt utankjörfund- aratkvæði sitt úr gildi, rétt eins og í öðrum kosningum. Íbúar á Seltjarnarnesi kjósa um deiliskipulag Hrólfsskálamels og Suðurstrandar 25. júní Gagnrýna kosningar utan kjörfundar Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is 10 FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Færeyingur missti af Mustang FYRSTI útdráttur júnímánaðar í happdrætti D.A.S. fór fram 7. júní og var dreginn út fyrsti Mustang- inn af 5 bifreiðum sem í boði eru í júní. Númerið sem kom upp hefur ver- ið í Færeyjum en miðinn reyndist þegar til kom vera óendurnýjaður, skv. upplýsingum happdrættisins. Næsta bifreið verður dregin út í dag fimmtudag 9. júní. Í nóvember nk. verða dregnar út aðrar 5 Must- ang-bifreiðar. „Töluverður áhugi hefur verið fyrir þessum vinningum og þá sér- staklega hjá yngra fólki. Þá má geta þess að þó nokkrir útlendingar hafa keypt miða og freistað gæf- unnar enda vinningsmöguleikar mun fleiri en þeir eiga að venjast þar sem útgefnir miðar eru marg- falt fleiri í evrópskum happdrætt- um, t.d. í Hollandi og Þýskalandi þar sem útgefnir miðar eru 3 millj- ónir en Happdrætti DAS gefur út aðeins 80.000,“ segir í frétt frá DAS. FJÓRIR læknar hafa verið áminnt- ir af landlækni það sem af er þessu ári og rætt hefur verið við fimm til sex lækna til viðbótar á undanförn- um vikum og mánuðum vegna óeðli- legra ávísana á ávanabindandi lyf líkt og morfín. Á hverju ári eru gerðar tillögur um að þrír til fimm heilbrigðisstarfsmenn missi leyfið. Skv. upplýsingum sem fengust í heilbrigðisráðuneytinu hafa sex læknar verið sviptir lækningaleyfi og fjórir læknar hafa takmarkað lækningaleyfi samkvæmt upplýsing- um frá heilbrigðisráðuneytinu. Ekki fengust upplýsingar um hvort þær aðgerðir væru til komnar vegna óeðlilegra ávísana á ávanabindandi lyf. Ekki um fjölgun að ræða Sigurður Guðmundsson land- læknir staðfestir að læknar hafi ver- ið áminntir vegna ávísana á ávana- bindandi lyf. Að mati Sigurðar hefur slíkum tilvikum þó ekki fjölgað. „Þetta hefur ekki aukist til lengri tíma litið en áður fengum við upp- lýsingar sem náðu yfir lengra tíma- bil og því var þetta sveiflukenndara. Það sem hefur breyst er að nú höf- um við tekið í notkun lyfjagagna- grunn en með tilkomu hans verður þessi upplýsingaöflun auðveldari en áður. Með þessum gagnagrunni sem allar upplýsingar fara inn í um allar lyfjaávísanir utan spítala á landinu getum við fengið þessar upplýsingar mun fyrr og jafnar.“ Greiðari aðgangur að upplýsingum Lyfjagagnagrunninn sem um ræðir er mælt fyrir í lyfjalögum þar sem segir að landlæknir skuli starf- rækja lyfjagagnagrunn um af- greiðslu lyfja í þeim tilgangi að hafa almennt eftirlit með ávísunum lækna á lyf og vegna eftirlits með ávana- og fíknilyfjum. „Af hálfu lög- gjafarvaldsins var tilgangurinn sá að auðvelda aðgang að þessum upp- lýsingum til þess að geta gripið inn í mál fyrr en við höfum gert áður. Það er því miður samt sem áður al- veg ljóst að aldrei er hægt að koma alveg í veg fyrir misnotkun lyfja en við vonumst til þess að geta dregið úr þessu og geta haft betri upplýs- ingar milli handanna,“ segir Sigurð- ur. „Upplýsingar úr gagnagrunnin- um geta bæði leitt til þess að við staðfestum einhvern orðróm eða komumst að því að ákveðnar full- yrðingar séu ósannar,“ segir Sig- urður en hann telur að lyfjagagna- grunnurinn gefi embættinu tækifæri til þess að hafa betra yfirlit yfir þá sem ekki standa sig þrátt fyrir að árangurinn af notkun hans verði að meta þegar meiri reynsla er komin á. „Oft kemur í ljós að læknar sem eru að ávísa miklu magni af þessum lyfjum hafa eðli- legar skýringar á því vegna sér- greinar sinnar eða sjúklinga. Það eru hins vegar vafatilvikin sem við erum að horfa til og höfum verið að skoða undanfarnar vikur og mán- uði.“ Ávísanir vegna eigin fíknar Að sögn Sigurðar eru það oftast nær heilbrigðisstarfsmenn sem eru í vandræðum vegna eigin fíknar sem verða uppvísir að óeðlilegum ávís- unum á ávanabindandi lyf. „Okkar aðgerðir tengjast ekki allar upplýs- ingum úr gagnagrunninum. Þegar til alvarlegra viðbragða er gripið er staðan yfirleitt sú að viðkomandi heilbrigðisstarfsmaður er sjálfur í vandræðum vegna lyfjamisnotkun- ar. Vitað er að heilbrigðisstarfs- menn hafa betri aðgang en aðrir að þessum lyfjum og læknar geta ávís- að sjálfum sér lyfjum og verið í neyslu. Hjúkrunarfræðingar hafa aðgang að lyfjum á heilbrigðisstofn- unum og það hefur komið fyrir að báðar þessar stéttir hafa tekið slík lyf ófrjálsri hendi. Fíknin er því miður alveg eins líkleg að vera á meðal starfsfólks í heilbrigðisstétt eins og í öðrum stéttum,“ segir Sig- urður að lokum. Fjórir læknar áminntir af landlækni það sem af er árinu vegna óeðlilegra ávísana á ávanabindandi lyf Virkara eftirlit með tilkomu lyfjagagnagrunns Eftir Þóri Júlíusson thorirj@mbl.is Grímsey | Það var bjart í hestaranni Gylfa Gunnars- sonar útgerðarmanns í Sigurbirni, þegar merin hans hún Gjöf kastaði fyrsta folaldi sínu. Þetta var jafnframt fyrsta folaldið sem kemur í heiminn í Grímsey síðast- liðin 25 til 30 árin. Þetta fallega folald fékk nafnið Hrollur: „Það var kalt og svo mikill hrollur í honum,“ sagði Gylfi til skýringar. Faðirinn er Hryllingur, efnilegur klár undan Illingi. Það er ekki hægt að segja annað en öflugur er tónninn í nöfnum þeirra feðga allra. Morgunblaðið/Helga Mattína Hrollur Hryllingsson í Grímsey
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.