Morgunblaðið - 09.06.2005, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.06.2005, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2005 17 ERLENT Lumar þú á góðri hugmynd fyrir Reykjavík? Hafðu áhrif og leggðu þitt til málanna um framtíðarskipulag í Reykjavík! Fleiri íbúaþing verða haldin í öllum hverfum borgarinnar í sumar. Velkomin á íbúaþing um framtíðarskipulag í Reykjavík Fimmtudaginn 9. júní 2005 kl. 17.00, í veitingatjaldi Fjölskyldu- og húsdýragarðsins í Laugardal. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík www.betriborg.is AÐ MINNSTA kosti 24 féllu og hundruð manna slösuðust þegar her- menn og lögregla réðust með skot- hríð gegn mótmælendum í Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu, í gær. Fjöldi fólks hafði safnast saman á nokkrum stöðum í miðborg Addis Ababa til að mótmæla meintu svindli í kosningum sem haldnar voru í land- inu 15. maí síðastliðinn, þegar kom til blóðugra átaka milli mótmælenda sem köstuðu grjóti og vopnaðra lög- reglu- og öryggissveita. Mótmæl- endur styðja stjórnarandstöðuna í landinu og segja stjórnvöld ætla sér að halda völdum og draga úr umtals- verðum sigri stjórnarandstöðunnar, en talið er líklegt að hún hafi marg- faldað fjölda þingsæta sinna. Úrslit kosninganna hafa ekki enn verið gerð opinber og er skýringin sögð vera fjöldi kærumála. Átök vegna kosningaúrslitanna hófust á mánudag með mótmælum stúdenta í einum af háskólum í Addis Ababa. Þar virtu stúdentar að vett- ugi bann við mótmælum, sem stjórn- völd settu á strax eftir kosningarnar, og voru 520 þeirra handteknir auk þess sem ein stúlka lést í átökum við lögreglu. Á þriðjudag stöðvaði lög- regla svo mótmæli í að minnsta kosti tveimur háskólum í borginni og í gær jukust mótmæli þar enn, með fyrr- greindum afleiðingum. Tölur yfir látna og slasaða eftir óeirðirnar í gær eru fengnar frá sjúkrahúsum og segja læknar flesta hinna slösuðu vera með skotsár. Samkvæmt sjónarvottum voru bið- stofur á bráðamóttökum „troðfullar“ af fólki sem hafði orðið fyrir skotum og læknir á Zewditu-sjúkrahúsinu, einu af stærri sjúkrahúsum borgar- innar, sagði að þar lægju „nokkur hundruð“ manns sár eftir byssuskot. Kona skotin í dyragættinni heima hjá sér Í viðtali við AFP-fréttastofuna, á biðstofu Black Lion sjúkrahússins, sagðist 39 ára kona, sem hafði orðið fyrir skoti, ekki hafa tekið þátt í mót- mælunum. „Ég veit ekki hvers vegna þeir skutu mig, ég var bara að leita að sjö ára syni mínum,“ sagði konan en hún hafi verið heima hjá sér og viljað fá drenginn inn þegar hún heyrði ólæti fyrir utan. „Þá opnaði ég dyrnar og var skotin.“ Tveir ungir verkamenn, sem sátu einnig á bið- stofunni, sögðust heldur ekki hafa verið í hópi mótmælenda. Þeir hafi einfaldlega verið á gangi eftir götu í miðborginni þegar þeir voru skotnir, annar í öxlina og hinn í fótlegginn. Þá segja sjónarvottar að öryggis- sveitir hafi bæði skotið á mótmæl- endur og fólk á flótta undan óeirð- unum. Stjórnvöld vilji „hræða fólk til hlýðni“ Stjórnvöld í landinu gáfu ekki upplýsingar um tölu látinna eða særðra, en segja aðgerðir lögreglu- og hersveitanna hafa verið til þess fallnar að koma á reglu auk þess sem þeim hafi verið ætlað að koma í veg fyrir gripdeildir og skemmdarverk óeirðaseggja. Stjórnvöld kenna stjórnarandstöðunni um ástandið í borginni því hún hafi haft bann þeirra við mótmælum að engu. Stjórnarandstæðingar vísa alfarið á bug ásökunum um að þeir beri ábyrgð á ofbeldinu og saka stjórn- völd um að ætla sér að „hræða fólk til hlýðni“ og „gera út af við stjórnar- andstöðuna“. Reuters Ættingjar slasaðra koma að Zewditu-sjúkrahúsinu í Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu. Þar lágu nokkur hundruð manns sár eftir skothríð lögreglu- og hersveita gegn mótmælendum í borginni gær. Blóðug átök í höfuðborg Eþíópíu 22 biðu bana er lögreglan tók að skjóta á mótmælendur Eftir Birnu Önnu Björnsdóttur bab@mbl.is Washington. AFP. | Bandarísk stjórn- völd lækkuðu í gær kröfu um sekt- argreiðslur frá tóbaksframleiðend- um en málarekstri í máli ríkisins gegn tóbaksframleiðendum er nú að ljúka. Krafan sem þau lögðu fram í gær er aðeins tæp 8% af þeirri upp- hæð sem búist hafði verið við. Tóbaksframleiðendum er gefið að sök að hafa í 50 ár reynt að afvega- leiða Bandaríkjamenn og leyna nið- urstöðum rannsókna sem sýna fram á skaðsemi reykinga. Auk þess eru þeir sakaðir um að reyna að beina auglýsingum um vörur sínar til ung- linga. Sektarféð á að nota til verkefna sem eiga að hjálpa Bandaríkjamönn- um að losna út viðjum reyksins. Sérfrótt vitni dómsmálaráðuneyt- is Bandaríkjanna hafði sagt að lág- marksupphæð fyrir slíkt verkefni væri 130 milljarðar dollara (8.320 milljarðar ísl. kr.). Upphæðin sem yfirvöld kröfðust í gær er hins vegar 10 milljarðar dollara (640 milljarðar ísl. kr.) sem eiga að greiðast á fimm árum. Baráttumenn gegn tóbaks- reykingum segja þá upphæð engan veginn nægja til að aðstoða þær 46 milljónir Bandaríkjamanna sem þeg- ar eru háðar sígarettum til að hætta að reykja. Gladys Kessler, dómarinn sem dæmir í málinu, hefur nokkra mán- uði til að ígrunda það og ákveða hvort tóbaksframleiðendur verði yfir höfuð krafnir um sektargreiðslur. Sektarkrafan lækk- uð í tóbaksmálinu Haag. AFP. | Stjórnmálaflokkur kalv- ínista í Hollandi, sem á tvo menn á þingi, hefur verið dreginn fyrir rétt vegna þess að konum er meinað að ganga í flokkinn. Níu femínista- hópar kærðu flokkinn og sögðu hann mismuna öllum konum. Flokk- urinn, Pólitíski umbótaflokkurinn (SGP), notar Biblíuna til að réttlæta bann við að konur fái aðild. Hart er nú deilt í Hollandi og víð- ar í Evrópu um málflutning íhalds- samra múslíma sem vilja takmarka réttindi kvenna. Réttindahópar telja eðlilegt að sama gangi yfir jafnt kristna sem múslíma í þessum efn- um, hvorugir megi mismuna fólki á grundvelli kynferðis. „Þið túlkið Biblíuna í samræmi við bókstafinn, á sama hátt og bókstafstrúarmenn múslíma vitna í Kóraninn til að rétt- læta mismunun gagnvart konum,“ sagði blaðakonan Elsbeth Etty. „Við mismunum ekki en gerum greinarmun,“ segir hins vegar for- maður SPG, Wim Kolijn. „Í Bibl- íunni er talað um að konur og karlar eigi að vinna mismunandi störf og gegna mismunandi hlutverkum.“ Lögfræðingur SGP, Sietse Voogt, segir Hollendinga ávallt hafa reynt að gefa öllum hópum færi á að starfa á eigin forsendum. „Í Hol- landi hefur alltaf verið hefð fyrir því að vernda réttindi minnihlutahópa. Trúfrelsi hefur verið virt og frelsi minnihlutahópa verið takmarkað eins lítið og hægt er.“ Konur kærðar inn í flokkinn? GÖGN sem nú hafa verið gerð opinber sýna að John Kerry, frambjóðandi demókrata í bandarísku forsetakosningun- um sl. haust, fékk ekkert hærri einkunnir á háskólaárum sínum en George W. Bush Banda- ríkjaforseti. Í frétt BBC segir að bandarískir fjölmiðlar hafi verið að gera sér mat úr þessu síðustu daga, enda var það haft í flimtingum á sínum tíma að Kerry væri andlegur ofjarl for- setans. Það var blaðið Boston Globe sem fyrst birti gögnin en þau sýna að Kerry fékk nokkur D í einkunn á fyrsta ári sínu í Yale- háskólanum. Sagði blaðið New York Daily News að þau sýndu að „hinn málhalti Texas-búi og hinn málugi frjálslyndi þing- maður frá Massachusetts“ hefðu báðir lokið háskólanámi með C í meðaleinkunn. Kerry gaf leyfi til þess að gögnin yrðu gerð opinber, að sögn BBC. Yfirlit yfir einkunn- ir Bush, sem einnig lauk námi frá Yale-háskóla, voru gerð op- inber 1999. Kerry hefur skýrt heldur lakan námsárangur sinn með því að hann hafi eytt meiri tíma í flugnám, kappræður og af- skipti af stjórnmálum en í lest- ur námsbóka. Kerry eng- inn ofjarl Bush
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.