Morgunblaðið - 09.06.2005, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.06.2005, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2005 21 MINNSTAÐUR www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár HEIÐMÖRK - EINBÝLI Vorum að fá í sölu 135 fm steypt einbýli ásamt 62 fm bílskúr. Húsið skiptist í forstofu/hol, stofu, fjögur góð svefnherb., eldhús m/ upp- runal. innr., baðherb. og þvottahús innaf eldh., innaf þvottah. er búr og snyrting. Gólfefni eru parket og flísar. Húsið er klætt að utan með viðhaldsfríu efni og einangrað. Garður í góðri rækt. Verð 25,8 millj. BREIÐAMÖRK - 2JA HERB. Vorum að fá fallega 53 fm íbúð á 2. hæð. Komið er inná opið rými, þar er stofa, hol og eldhús m/vin- kil- innr., meðalstórt herbergi og baðherbergi m/sturtu. Plastparket og flísar á gólfum. Góð geymsla. Vestursvalir. Verð 8,8 millj. BREIÐAMÖRK - SÉRHÆÐ Vorum að fá í einkasölu fallega 150 fm 6 herbergja sérhæð. Íbúðin skiptist í stigapall m/forstofuher- bergi og nýl. standsetta snyrtingu, hol/gang stofu og borðstofu m/ útg. á svalir, eldhús m/ borðkrók, svefnherb. gang m/ þrem góðum herb., nýl. standsett baðherb. m/ innréttingu og baðkari, þvottahús innaf eldh. Gólfefni er parket á stofum, dúkur á herb., baðherb. og stiga, korkur á eldh. Verð 19,2 millj. TÚNGATA - EINBÝLI Notalegt einbýlishús á tveimur hæðum, byggt 1900. Á efri hæð- inni er gott svefnrými og á neðri hæð er stofa, svefnherbergi, eld- hús, baðherbergi og forstofa. Furuparket á stofu, flísar á baðher- bergi. Húsið er nýl. klætt að utan. Fallegt, lítið hús með stóra sál. Verð 9,2 millj. Upplýsingar um ofanskráðar eignir gefur Kristinn í síma 483 5900 eða 892 9330. EYRARBAKKI HVERAGERÐI AKUREYRI AUSTURLAND Reyðarfjörður | Verslunarmið- stöðin Molinn á Reyðarfirði var opnuð í apríl sl. og eru verslunar- eigendur mjög ánægðir með mót- tökurnar. Tvær verslanir bættust við 1. júní sl. Lyfja opnaði verslun með lyf og snyrtivörur og ÁTVR Vínbúð þar sem seldar eru 200 tegundir áfengis og er hún opin kl. 14–18 virka daga. Þar gefur að líta for- láta álbikar eftir listamanninn Stefán Geir Karlsson og í honum tillögur að Dry Martini að hætti James Bond, „Hristur-ekki hrærð- ur“. „Táknrænt fyrir álbæinn“ sagði Höskuldur Jónsson, forstjóri vínbúðin nokkuð aðskorin, ekki sé hægt að skipta um skoðun eftir að inn er komið. Bætist við í Molann Morgunblaðið/Hallfríður Bjarnadóttir Í fullan rekstur Verslunarmiðstöðin Molinn á Reyðarfirði er hin glæsilegasta. ÁTVR, við opnunina. Í Fjarða- byggð eru nú tvær vínbúðir en viðskiptavinum í Molanum finnst Neskaupstaður | Ýmislegt vafstur fylgir þorskeldi í sjó annað en að koma fisknum einu sinni í eldiskví og fóðra hann þar fram að slátr- un. Á meðfylgjandi mynd má sjá starfsmenn Síldarvinnslunnar vinna við að tæma þorskinn úr einni eldiskvínni til að flytja í aðra, dýpra á Norðfirðinum. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Þorskur fluttur á milli kvía Rannsóknasjóður | Stofna á rann- sóknasjóð Austurbyggðar og nýta hann í að hvetja háskólanema til að vinna lokaverkefni sín í tengslum við málefni Austurbyggðar. Stendur til að styrkja fjögur verkefni árlega, að hámarki um eitthundrað þúsund krónur. Standa nú yfir samninga- viðræður við Landsbanka Íslands um að leggja fé í sjóðinn á móti sveitarfé- laginu og gangi það eftir er reiknað með fyrstu úthlutun í október nk.    Sameiningarnefnd | Nefnd um sameiningu Austurbyggðar, Fá- skrúðsfjarðarhrepps, Fjarðabyggð- ar og Mjóafjarðarhrepps hefur hafið störf. Um er að ræða samstarfs- nefnd sem fjallar um möguleika á sameiningu þessara svæða, en kosn- ing fer fram 8. október nk. Smári Geirsson veitir nefndinni forstöðu, en Guðmundur Þorgrímsson er varaformaður. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Ólafsfjörður | Nemendur í 2. og 3. bekk barnaskóla Ólafsfjarðar fara á hverju vori, undir lok skólaárs, í heimsókn að bænum Steindyrum í Svarfaðardal. Þar fá börnin að dvelja einn ánægjulegan morgun en tilgangur ferðarinnar er að leyfa börnunum að kynnast sem flest- um dýrum. Að Steindyrum er að finna helstu tegundir dýra sem börn þekkja. Þar eru ekki bara hundar og afkvæmi þeirra, og ekki síst það sem vekur kátínu, kanínur. Ekki dró úr ánægju barnanna að fjölmörg lömb voru komin í heim- inn og var ekki annað að sjá en að skemmtilegt væri að leika við þau. Nokkur lömb fengu vel þeginn sopa af pela. Þá voru þarna nýfæddir kettlingar og hvolpar sem öll börn- in vildu halda á og klappa og jafn- vel hafa með sér heim. Börnin höfðu með sér nesti til að seðja sár- asta hungrið þegar leið á morg- uninn. Fengu þau hvert og eitt að fara eina ferð á dráttarvél með bóndanum um túnið og einnig fengu allir sem vildu að fara hest- bak. Morgunblaðið/Helgi Jónsson Þorsti Börnin höfðu gaman af því að gefa lömbunum á Steindyrum úr pela. Heimsókn í sveitina Fagnar staðsetningu | Stjórn KEA fagnar ákvörðun um staðsetn- ingu Landbúnaðarstofnunar á Sel- fossi „sem staðfestir afstöðu rík- isstjórnarinnar til staðsetningar opinberra verkefna“, segir í ályktun. Ítrekuð er fyrri samþykkt varðandi þátttöku félagsins í undirbúningi að flutningi verkefna ríkisins til fé- lagssvæðis KEA. Stjórnin KEA hef- ur óskað eftir fundi með iðnaðar- og viðskiptaráðherra þar sem möguleg staðsetning Neytendastofu á Ak- ureyri verður tekin til umræðu. Dalvíkurbyggð | Sparisjóður Svarf- dæla og Kaupfélag Eyfirðinga hafa ákveðið að hafa í samstarfi við Dal- víkurbyggð forystu um stofnun menningar- og náttúrufræðaseturs á Húsabakka í Svarfaðardal og verður rekstur þess í höndum sérstaks fé- lags. Jóhann Antonsson formaður stjórnar Sparisjóðs Svarfdæla sagði að hugmyndin hefði gengið manna á milli um skeið, en sem kunnugt er hefur skólahald verið lagt niður í Húsabakkaskóla. Komið verður upp náttúrufræði- stofu í minningu Hjartar E. Þórar- inssonar á Tjörn, fyrrum stjórnar- formanns KEA og stjórnarmanns í Sparisjóði Svarfdæla. Hún verður tengd Friðlandi Svarfdæla, en Hjörtur hafði frumkvæði að stofnun þess á sínum tíma. Sérstök áhersla verður lögð á plöntu- og fuglalíf. Þá verður útbúin íbúð fyrir lista- og fræðimenn á Húsabakka. Yfir sumarið verður starfsemin á svipuðum nótum og verið hefur, en m.a. hefur Bandalag íslenskra leik- félaga verið með aðstöðu þar sem og einnig masterklass-námskeið í söng. Reynt verður að auka menningar- starfsemi af því tagi að sögn Jó- hanns, en einnig verður lögð áhersla á að laða að útivistar- og fjallgöngu- fólk. Umhverfis- og náttúru- fræðsla í skólasetri Skólasetur verður starfrækt á Húsabakka haust og vor þar sem skólum á starfssvæði KEA verður boðið að senda bekki til umhverfis- og náttúrufræðslu, kynningar á at- vinnulífi til sjávar og sveita sem og samvinnustarfsemi og starfsemi sparisjóða. Jóhann sagði allar að- stæður til reksturs slíks skólaseturs fyrir hendi á Húsabakka, fín heima- vist og gott mötuneyti á staðnum. „Það er allt til alls sem til skólahalds þarf á staðnum og við vonum að það nýtist áfram með þessum hætti,“ sagði Jóhann. Loks eru uppi hugmyndir um að bjóða upp á námskeið um menning- artengd efni, m.a. í tengslum við þá lista- og fræðimenn sem dvelja á Húsabakka hverju sinni. Einnig verða í boði heilsutengd námskeið þar sem fólki býðst að hlúa að heilsu sinni með mataræði og útivist. „Við vonum auðvitað að fólki þyki þetta spennandi hugmyndir og mun- um nú halda undirbúningsvinnu áfram,“ sagði Jóhann. Húsabakkaskóli í Svarfaðardal verður menningar- og náttúrufræðasetur Náttúrufræðistofa í minningu Hjartar á Tjörn Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur maggath@mbl.is STJÓRN Norðurorku hefur sam- þykkt að lækka verð á tonni af heitu vatni um næstu mánaðamót, 1. júlí, úr 95 krónum í 92. „Þetta þykir kannski ekki mikið, en er samt um 3%,“ sagði Franz Árnason forstjóri Norðurorku. Hann benti jafnframt á að verðlag hefði hækkað um 3,5% frá síðastliðnum áramótum þannig að þessi lækkun nú samsvaraði 6-7% lækkun á tonni af heitu vatni. „Það var löngu ákveðið að lækka verðið, en gengið frá því nú og þetta er niðurstaðan,“ sagði Franz. Hann sagði að tekjur Norðurorku myndu í kjölfarið lækka um 16 milljónir króna á ári frá því er áætlað væri. „Við teljum veituna standa það vel um þessar mundir að þetta sé ger- legt.“ Franz sagði að hægt væri að grípa til þess að hægja á niðurgreiðslum lána ef þess þarf, enda stendur til að endurfjármagna lán Norðurorku á næsta og þarnæsta ári og ef á þyrfti að halda yrði tekið tillit til þessarar tekjulækkunar við þá aðgerð.    Verð á heitu vatni lækkað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.